Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 2

Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 MADEIRA 5. apríl í 14 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Allt að 25.000kr. afsláttur á mann Frá kr. 99.995 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra var einn framsögumanna á málfundi Bókaráðs Hagaskóla í gær, en erindi fundarins var lélegt framboð á lesefni á íslenskri tungu fyrir ung- menni. Fundurinn var haldinn í sal Hagaskóla og skipulagður af nemendum í 8.-10. bekk skólans. Unglingar í Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur stóðu fyrir málfundi Morgunblaðið/Hari Ræddu lélegt framboð unglingabókmennta á íslensku Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Notkun og flutningur á raforku hef- ur verið að aukast. Þannig fór afl- toppurinn í orkuflutningi í kerfi Landsnets í 2.365 MW 14. febrúar en venjulega er hann á bilinu 2.120 til 2.300 MW. Síðan þá hefur dagstopp- ur álags numið nokkrum sinnum við mælingu stjórnstöðvar frá 14. febr- úar. Afltoppar síðustu ára hafa venjulega verið í desember. Á síð- asta ári var það 15. desember og fór þá í 2.349 MW. Íris Baldursdóttir, framkvæmda- stjóri kerfisstjórnunarsviðs Lands- nets, segir að raforkunotkun sé háð fólksfjölda, veðri og framleiðslu ein- stakra atvinnugreina. „Okkur sýnist aukningin varanleg. Við sjáum vöxt í upplýsingatæknigeiranum og orku- skipti í fiskvinnslu og búast má við því að orkuskipti í samgöngum muni auka notkun á næstu árum. Allt stuðlar þetta að aukinni raforku- notkun eins og við höfum séð á und- anförnum misserum,“ segir Íris. Þarf að takmarka flutning Hún lætur þess getið að álagið aukist þrátt fyrir að United Silicon sé ekki að nota þá raforku sem áætl- að var. Íris segir að flutningskerfið sé orðið mjög lestað og víða komið nærri þolmörkum. Í þeim tilvikum sem notkunin er komin yfir mörkin þurfi að stýra henni. Það sé gert með því að gefa út takmarkanir og biðja markaðsaðila að sýna sveigjanleika. Þegar truflanir verði þurfi að minnka álag og verði notendur sem eru með samninga með heimildum til skerðingar fyrst fyrir barðinu á því. Það segir Íris að eigi við ýmiss konar minni iðnfyrirtæki og fiskvinnsluna í landinu. Reynir á veikleikana Íris segir að aukin eftirspurn eftir raforku á öllu landinu sýni mikilvægi öflugs flutningskerfis. „Þegar notk- unin eykst þá reynir á veikleikana í kerfinu, flutningsgetu á milli lands- hluta og takmarkanir á aflflutningi eftir byggðalínunni,“ segir Íris Bald- ursdóttir. Aldrei hærri afltoppur  Afltoppurinn 14. febrúar sló metið frá 15. desember 2017  Aukningin varanleg  Flutningskerfið er víða mjög lestað og sums staðar komið að þolmörkum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Virki Fjárfesta þarf í flutningskerf- inu til að mæta aukinni notkun. Úrkoma hefur verið óvenjumikil um mikinn hluta landsins í nýliðn- um febrúarmánuði. Samkvæmt bráðabirgðatölum Trausta Jónssonar veðurfræðings mældist úrkoman í Reykjavík 159 millimetrar. Er það um 90 prósent umfram meðallag síðustu tíu ára og það mesta í febrúar á þessari öld. Úrkoman í febrúar 2003 var þó litlu minni. Fyrr á tíð er vitað um fjóra úrkomumeiri febrúarmánuði í Reykjavík, síðast árið 1991. Úr- koma á Akureyri er nærri meðal- lagi í mánuðinum. Eins og landsmönnum er full- kunnugt um var stormasamt í mán- uðinum og samgöngutruflanir tíðar. Þó var snjór víðast hvar ekki mjög mikill miðað við árstíma, að sögn Trausta. Meðalhiti í Reykjavík virðist ætla að verða +1,0 stig í febrúar. Það er -0,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára, en +0,6 ofan með- allags áranna 1961-1990. Á Ak- ureyri er meðalhitinn +1,1 stig, 1,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. sisi@mbl.is Blautasti febrúar á öldinni  Mánuðurinn var stormasamur en fremur snjóléttur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rigning og rok Erlendir ferðamenn vel klæddir á gangi á Laugaveginum. Meirihluti þriðjubekkinga við Brekkubæjarskóla á Akranesi var fjarverandi við skólahald í gær vegna veikinda, en um þrjátíu nem- endur af rúmlega fjörutíu sóttu ekki skóla í gær af þeirri ástæðu. Þá var einn þriggja umsjónarkenn- ara bekkjarins sömuleiðis veikur. Bekkurinn 3. BS sker sig úr vegna veikindanna, að sögn skóla- stjóra Brekkubæjarskóla, en veik- indi almennt í skólanum eru nokk- urn veginn á pari við venjulegan flensutíma. Arnbjörg Stefánsdóttir er skóla- stjóri Brekkubæjarskóla. Spurð hvort hún muni eftir viðlíka fjar- vistum vegna veikinda svarar hún: „Þetta er hefðbundinn flensutími og fyrir utan þennan bekk eru veik- indi ekkert meiri en almennt ger- ist.“ ash@mbl.is Akranes Margir eru nú veikir í Brekku- bæjarskóla, nemendur og kennarar. Meirihluti í þriðja bekk nú veikur Þyrla Landhelgisgæslu Íslands var í gærkvöldi send að Hofsjökli eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um að karlmaður hefði farið inn í hellinn og ekki skilað sér út aftur. Samferða- fólk mannsins tilkynnti hvarf hans um klukkan 18. Ítrekað hefur verið varað við hættu á brennisteins- mengun í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli. Þyrla Gæslunnar var á Ísafirði þegar kallið barst og fóru tveir reyk- kafarar þaðan um borð í þyrluna sem lenti með þá um 3 km frá hell- inum. Slæmt skyggni var á svæðinu. Hvorki náðist í lögregluna á Suð- urlandi né upplýsingafulltrúa Slysa- varnafélagsins Landsbjargar við vinnslu fréttarinnar, en þegar Morg- unblaðið fór í prentun var verið að ferja lækni, reykkafara og stýri- mann þyrlunnar í átt að hellinum. ash@mbl.is Manns leit- að í íshelli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.