Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 18

Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 og hann fer sífellt vaxandi. Að und- anskildum Gyðingum frá Bandaríkj- unum sem sækja borgina heim eru Þjóðverjar duglegastir við að koma en þá sjáum við einnig mikinn áhuga frá Bretlandi.“ Mikil áskorun að byggja upp ferðaþjónustu í Jerúsalem Hún segir að uppbygging ferða- þjónustu í borginni hafi ekki reynst sjálfgefin enda hafi lengi loðað við svæðið að það væri ekki öruggt. Það hafi ekki komið til að ástæðulausu og að borgin hafi um aldamótin síð- ustu verið þjökuð af árásum á sak- lausa borgara. „Ástandið er gjörbreytt núna og árásir mun fátíðari en þá. En á sama tíma sjáum við það gerast að hryðjuverkaárásir eru framdar í Evrópu. Á síðustu fimm árum hafa borgir á borð við London, Brussel og París orðið fyrir alvarlegum árásum sem sett hafa allt úr skorð- um. Ekki síst ferðaþjónustuna.“ Ilanit bendir á að ferðaþjónustan sem atvinnugrein finni mjög fyrir því þegar fólk telur öryggi sínu ógn- að og að mjög geti dregið úr aðsókn á staði sem verði fyrir árásum, ef ekki sé brugðist rétt við. „Nú um stundir er staðreyndin sú að árásir af þessu tagi geta orðið hvar sem er. Það er veruleiki sem við í Ísrael höfum lengi búið við en það er nýr veruleiki fyrir Evr- ópubúum. En það er engin ástæða til að örvænta. Það skiptir mestu að búa sig undir það sem getur gerst. Það á bæði við um öryggisþáttinn og viðbrögðin þegar árásir dynja yf- ir.“ Ilanit þekkir vel til beggja þátta. Herþjónustan góð reynsla Líkt og önnur ungmenni í Ísrael gegndi hún herþjónustu í þrjú ár, m.a. á Gaza-svæðinu. Að lokinni herþjónustu hélt hún til frekara náms og veitti m.a. fjölþjóðlegum fyrirtækjum ráðgjöf á sviði krísu- stjórnunar. „Þegar ég hóf störf á vettvangi ferðaþjónustunnar nýttist herþjón- ustan og krísustjórnunin mér vel. Þá áttaði ég mig á að við þurfum að bregðast öðruvísi við þegar áföllin dynja yfir enda skiptir upplýs- ingagjöf öllu máli í ferðaþjónustu. Það er gríðarlega mikilvægt að upp- lýsa ferðamenn hratt og vel og að sannfæra fólk um að allt sé gert til að tryggja öryggi þess.“ Þannig hefur Ilanit, ásamt sam- starfsfólki sínu, þróað aðferðir til að bregðast við öryggisógnum. Sá ár- angur sem þau hafa náð hefur vald- ið því að hún hefur á síðustu árum verið kölluð til ráðgjafar við ferða- þjónustuaðila og hið opinbera í löndum þar sem alvarleg atvik hafa átt sér stað. Á það m.a. við um borgir á borð við Istanbúl, Brussel, Dallas, Stokkhólm og París. „Eitt af því sem ég legg áherslu á í ráðgjöf minni er að greina á milli þeirra upplýsinga sem beint er að heimamönnum og ferðamönnum. Í Ísrael er fólk vant alvarlegum atvik- um af þessu tagi en stærstur hluti ferðamannanna alls ekki. Þá verður að haga upplýsingagjöfinni með misjöfnum hætti. Rauður þráður verður hins vegar að vera sá að ör- yggið sé tryggt.“ Fumlaus viðbrögð skipta öllu Hún minnist í því sambandi á at- vik sem kom upp þegar Jerúsalem maraþonið stóð fyrir dyrum í borg- inni fyrir nokkrum árum. Kvöldið fyrir hlaupið var sprengjuárás gerð á rútu rétt hjá skráningarmiðstöð hlaupsins. Allt stefndi í upplausn á staðnum þar sem yfir 1.500 alþjóð- legir keppendur voru mættir til leiks og fjöldi fjölmiðla víða að. Þá var upplýsingum komið fljótt á framfæri og m.a. því lýst yfir að borgarstjórinn í Jerúsalem myndi hlaupa morguninn eftir. Vel leystist úr stöðunni að sögn Ilanit vegna upplýsingagjafarinnar. „Annað sem við vitum er að við getum ekki keppt við CNN eða aðra stóra miðla sem einblína á hrylling- inn sem fylgir árásum. En við höf- um nýtt samfélagsmiðla með áhrifa- ríkum hætti. M.a. sem tilraunir hafa verið gerðar með er að í kjölfar árása höfum við farið strax út í borgina með upptökuvél og rætt þar við ferðamenn, spurt þá hvernig þeim líði og hvort þeir finni sig örugga. Þessum viðtölum er komið á framfæri og róa fólk. Það áttar sig á að árásir eru staðbundnar og hafa aðeins áhrif á takmörkuðu svæði.“ Hún segir að einhverjir kunni að hrökkva við þegar rætt er af mikilli yfirvegun um atburði af þessu tagi en ekki verði hjá því komist í ljósi þess veruleika sem við búum við í dag. „Við getum valið á milli þess að láta óttann ráða för eða horfst í augu við hlutina eins og þeir eru. Öryggisgæsla er mikil í Ísrael en við reynum að hafa hana eins lítið sýnilega og hægt er. Ég furða mig hins vegar oft á því hversu lítil ör- yggisgæslan er í ýmsum borgum Evrópu þegar ég kem þangað. Ör- yggisgæsla á ekki að fylla okkur óhug, hún á að auka hjá okkur ör- yggistilfinningu.“ Jerúsalem á mikið inni Ilanit segir að hin forna menning- arborg eigi mikið inni og að sífellt sé verið að styrkja innviði hennar til að geta tekið við fleiri ferðamönn- um. „Í fyrra bættust við um 1.000 gistinætur og í ár gerum við ráð fyrir að þeim fjölgi um 4.000. Þann- ig ætlum við að halda áfram að byggja upp. Á næstu áratugum telj- um við að borgin eigi að geta tekið á móti 10 milljónum ferðamanna á ári en til þess þarf að halda rétt á spil- unum.“ Hún segir að ferðamálayfirvöld í Jerúsalem geri sér grein fyrir að öryggismál séu grundvallarþáttur í uppbyggingunni. Flestir geri sér hins vegar grein fyrir því að þau mál séu í mjög föstum skorðum í borginni og landinu í heild. Horfast verður í augu við ógnina  Hryðjuverkaógn í Evrópu er komin til að vera  Ferðaþjónustan verður að búa sig undir hið óvænta  Mikilvægt að haga upplýsingagjöf þannig að ferðamenn fái rétta mynd af stöðu mála hverju sinni Morgunblaðið/RAX Ferðaþjónusta Ilanit segir ferðaþjónustu í Evrópu standa frammi fyrir áskorunum sem Ísrael hafi tekist á við. VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Æ fleiri Íslendingar leggja leið sína til Ísraels eftir að Wow air hóf beint flug á Ben Gurion-flugvöll í Tel Aviv undir lok síðasta árs. Bætast þeir í hóp þeirra 3,7 milljóna ferðamanna sem sóttu landið heim á síðasta ári. Mörgum þykir landið framandi og þar af leiðandi óárennilegt. Gjarnan heyrist fólk einnig spyrja hvort öruggt sé að ferðast þangað í ljósi tíðra frétta af átökum milli Ísraela og Palestínumanna. Þá er ljóst að Ísrael á landamæri að löndum þar sem alvarleg átök hafa geisað á síð- ustu árum. Nægir þar að nefna Sýr- land í norðaustri og Egyptaland í suðri. Þrátt fyrir þessar fréttir lifir ferðaþjónusta í Ísrael mikið blóma- skeið um þessar mundir og þar er sögufrægasta borg landsins, Jerú- salem, engin undantekning. Á dögunum var Ilanit Melchior, framkvæmdastjóri ferðamála hjá Ráðstefnu- og ferðamannaskrifstofu Jerúsalemborgar, stödd hér á landi og settist blaðamaður niður með henni. Hún segist þakklát fyrir við- tökurnar sem Íslendingar hafi sýnt Ísrael en hún segir að enn sé mikið verk óunnið við að kynna kosti landsins og ekki síst Jerúsal- emborgar sem spennandi áfanga- staður hér á landi. „Við höfum á síðustu fimm árum fundið gríðarlegan áhuga á borginni SKÓDAGAR FJALLGÖNGUSKÓR LÉTTIR GÖNGUSKÓR HVERSDAGSSKÓR BARNASKÓR Drifter GV Kr. 29.990.- Nú kr. 22.493.- Dömu Herra Falcon GV Kr. 27.490.- Nú kr. 20.618.- Dömu Falcon GV Kr. 27.490.- Nú kr. 20.618.- Shiver GV Kr. 19.990.- Nú kr. 14.993.- Dömu, margir litir til Blade GV .990.- 14.993.-Nú kr. Herra Herra Bajura NBKGV Kr. 34.990.- Nú kr. 26.243.- Lagazuoi GV Kr. 31.990.- 93.-Nú kr. 23.9 Herra, margir litir til Shiver GV Kr. 19.990.- Nú kr. 14.993.- Enforce GV BARNASKÓR Kr. 11.990.- Nú kr. 8.992.- Barnaskór Blade GV Kr. 19.990.- Nú kr. 14.993.- Herra Myth GV Kr. 19.990.- Nú kr. 14.993.- Dömu Myth GV Kr. 19.990.- Nú kr. 14.993.- VERIÐ VELKOMIN Á SKÓDAGA ICEWEAR MAGASÍN Á LAUGAVEGI 91 OG GERIÐ GÓÐ KAUP LAUGAVEGI 91 - 2. HÆÐ TPS 520GV Kr. 29.990.- Nú kr. 22.492.- Herra/Dömu Herra/Dömu 1.-12. mars AF ÖLLUM SKÓM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.