Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 22

Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 22
Ljósmynd/Skjálftasetrið Kópaskeri Á hvolfi Þessi sjón blasti víða við á heimilum á Kópaskeri 1976.Dalvík Inni lá kona á sæng og hafði nýalið barn er skjálftinn varð. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Tjón Steinsteypt bryggjan á Kópaskeri rifnaði í sundur í jarðskjálftanum. BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Áhyggjur Norðlendinga af jarð- skjálftahrinunum við Grímsey und- anfarnar vikur eru ekki með öllu ástæðulausar. Hræringarnar minna fólk á stóru skjálftana fjóra á þess- um slóðum á öldinni sem leið. Tveir þeirra, skjálftinn við Dalvík 1934 og á Kópaskeri 1976, ollu miklum skemmdum á húsnæði fólks og öðr- um mannvirkjum. Má mildi heita að ekki varð manntjón. Tveir aðrir öfl- ugir skjálftar, annar með upptök fyr- ir austanverðu Norðurlandi 1910 og hinn í Skagafirði 1963, skutu fólki skelk í bringu en ollu ekki alvarlegu tjóni. Allir voru þessir skjálftar á bilinu 6,2 til 7,1 á Richterkvarða. Dalvíkurskjálftinn 1934 „Allt í einu heyrum við þyt, sem líktist mest stormgný í fjarlægð. Systir mín sagði: Hvað er þetta? Hún hafði tæplega lokið við setn- inguna þegar jörðin byrjaði að nötra undir fótum okkar. Fyrst varð mér litið á systur mína, sem með ósjálf- ráðum hreyfingum til að halda jafn- væginu, dansaði niður allan hlað- varpann. Síðan varð mér litið á bæinn. Kæra heimilið mitt var eins og skip sem berst fyrir sjó og vindi úti á freyðandi öldum úthafsins.“ Þannig hljómar ein lýsinganna á upphafi skjálftans á Dalvík 1934 í sögu staðarins eftir Kristmund Bjarnason. Talið er að upptök skjálftans hafi verið undir hafsbotninum rétt utan við Dalvík. Gríðarlegar skemmdir urðu á húsum og mannvirkjum í þorpinu og nágrenni. Á vefsíðu Byggðasafns Dalvíkur segir að í þorpinu hafi nánast hvert einasta hús stórskemmst eða eyðilagst í hamförunum. Þykir ganga krafta- verki næst að ekki urðu slys á fólki. Í einu húsanna, Lambhaga, lá kona á sæng og hafði nýalið barn. Húsið skemmdist mikið og hrundi úr því hálfur veggur. Flísar úr veggnum hrundu yfir konuna þar sem hún lá í rúminu en þó komust bæði hún og barnið ómeidd út. Er talið að það hafi verið mest að þakka því hversu róleg konan var meðan á þessu stóð. Um 250 manns urðu húsnæðis- lausir. Nokkrir snarpir eftirskjálftar fylgdu aðalskjálftanum og létu marg- ir íbúar þorpsins fyrirberast í tjöld- um fram eftir sumri bæði af ótta við eftirskjálfta og vegna þess að hús- næði var óíbúðarhæft. Stjórnvöld í landinu brugðust skjótt við með að meta og bæta skaðann og var í kjölfarið byggður fjöldi rammgerðra steinhúsa sem nú mynda kjarna Dalvíkurbæjar. „Orð skortir til að lýsa aðkomunni að Kópaskeri eftir jarðskjálftann mikla í gær,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson blaðamaður í frásögn Morg- unblaðsins af atburðunum sem urðu 13. janúar 1976. „Þjóðvegurinn síð- ustu 10 km að þorpinu er sprunginn á 60 til 70 stöðum. Þegar komið er inn í þorpið verður að gæta varúðar við akstur og göngu því að jörðin er rifin og sundurtætt. Og þegar komið er inn á glæsileg heimili Kópaskers- búa blasir við gereyðilegging og rústir, og sum húsin eru þannig far- in, að sjá má út um rifurnar á þeim.“ Um 140 manns bjuggu á Kópa- skeri á þessum tíma og voru þeir flestir fluttir á brott í vonskuveðri sem gekk yfir um sama leyti. Vatns- og rafmagnslaust var á staðnum. Menn óttuðust líka frekari skjálfta og tóku því enga áhættu. Sagan gæti endurtekið sig  Hræringarnar við Grímsey upp á síðkastið minna Norðlendinga á skjálftana sem skóku Dalvík 1934 og Kópasker 1976  Mikið tjón varð á báðum stöðunum  Mikil mildi að ekki varð manntjón 6,2 6. febrúar 1934 7,0 28. mars 1963 6,2 13. janúar 1976 7,1 22. febrúar 1910 5,2 19. febrúar 2017 Grímsey Kópasker Dalvík Ólafsfjörður Jarðskjálftar á Norðurlandi 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is LÍKA FYRIR STÓRU HUNDANA – fyrir dýrin þín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.