Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 32

Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar Hjólalegur öxlar driflokur 2012 -2017 VIÐTAL Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Fólk getur lokið kennaraprófi eftir afar mismunandi leiðum og fengið réttindi til kennslu í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum á mismunandi hátt,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, prófessor og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Jóhanna er með doktorsgráðu í menntunarfræðum ungra barna frá Háskólanum í Illinois í Bandaríkj- unum og hefur verið virk í alþjóðlegu samstarfi og rannsóknum á sínu sviði ásamt því að vera heiðursdoktor við háskólann í Oulu í Finnlandi. „Það er hægt að ljúka B.Ed. prófi í t.d. leikskóla- eða grunnskólakenn- arafræðum og halda eftir það áfram í meistaranám og öðlast kennslu- réttindi. Einnig getur fólk tekið háskólanám í öðrum greinum og farið svo í tveggja ára sérsniðið nám á meistarastigi til kennsluréttinda. Þessi leið er að verða æ algengari hjá ungu fólki. Því er ekki hægt að tala um kennaranámið sem einsleitt. Ég tel þetta vera jákvæða þróun. Við þurfum fjölbreytta flóru kennara með ólíka styrkleika inni í skólana.“ Kennaranámið nú þegar breytt Um stefnumótun kennaranámsins til framtíðar og nýlegar og fyrirhug- aðar breytingar á því segir Jóhanna: „Kennaraháskólinn sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008. Mark- miðið var m.a. að bæta kennara- menntunina og eftir fimm ár var gerð úttekt á náminu með aðstoð erlendra sérfræðinga í menntavísindum. Í framhaldi af því höfum við endur- skoðað námið og erum enn að með það í huga að koma til móts við breytt samfélag.“ „Með skipulagsbreytingum er ver- ið að tengja nám við Mennta- vísindasvið við annað nám í háskól- anum og verður í framhaldinu hægt að bjóða upp á meiri sérhæfingu. Á þann hátt nýtist betur það sem er í boði í háskólanum og kennaranámið verður öflugra. Við leggjum áherslu á að tengja námið við starfsvettvanginn og í nýju skipulagi er gert ráð fyrir að lokaárið í kennaranáminu verði laun- að vettvangsnám, beintengt við æf- ingakennslu, með launuðum náms- stöðum í skólum. Menntamálaráðherra tók vel í þessa hugmynd og ætlar að vinna að því að það geti orðið að veruleika í samvinnu við háskólana, sveitarfélög og félög kennara. Við gerðum könnun á meðal ófag- lærðs starfsfólks leikskóla til að kom- ast að því hvað þyrfti til að það færi í nám. Í ljós kom að mörgum fannst fimm ára nám í háskóla yfirþyrmandi tilhugsun. Við settum því upp þrepa- skipt nám þar sem er hægt að byrja í diplómanámi og fá titilinn aðstoð- arleikskólakennari. Síðan er hægt að taka B.A. nám og smám saman bæta við sig. Þetta er leið til að gera námið aðgengilegra fyrir fleiri.“ Jóhanna segir kennara með t.d. fimm ára háskólanám að baki vera fagsérfræðinga sem verði að njóta meira trausts og sjálfstæðis. „Kennarar hafa námskrá til að fara eftir og ættu að hafa töluvert faglegt sjálfstæði og sjálfræði í starfi sínu til viðurkenningar á fagmennsku sinni.“ Samfara upplýsingatæknibylting- unni hafa orðið miklar breytingar á samfélaginu á skömmum tíma, vinnu- markaðurinn er að breytast hratt ásamt nýjum kröfum barna og for- eldra til skólans. „Veruleiki barna og fjölskyldna í dag er allt öðruvísi nú en áður og það hlýtur að hafa áhrif á það sem skólinn er að gera. Notkun á tækni í starfi og kennslu þarf að vera stór þáttur í fagþróun kennara, því marg- ir þeirra kennara sem eru nú við störf luku kennaraprófi áður en tölvur og upplýsingatækni urðu eðlilegur þátt- ur í lífi fólks. Kennarar verða að hafa tækifæri til að afla sér þekkingar til að geta mætt nýjum kröfum, það er grundvallaratriði.“ Jóhanna segir að á skömmum tíma hafi börnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað gífurlega í íslenskum skólum. Um 11% barna í leikskólum landsins eru tvítyngd eða fjöltyngd og í sumum leikskólum er þessi pró- sentutala um 50%. Þetta er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í íslensku skólakerfi. Við þurfum að sjá til þess að börnin finni að þau tilheyri, séu velkomin og þátttakendur í samfélaginu. Börn með foreldra af erlendum uppruna eru í meiri hættu á að flosna upp úr námi. Því er brýnt að kennaranemar læri að vinna með fjölbreyttan hóp nemenda.“ Útgáfa námsefnis eftir á Um hvort væntingar foreldra og barna til skólanna séu að breytast, segir Jóhanna að aðgangur foreldra að grunnskólunum og kennurum hafi gjörbreyst. Áður komu foreldrar einu sinni á ári á foreldrafund í skól- ann, en í dag hafi foreldrar mögu- leika á að fylgjast afar grannt með námi barna sinna í skólunum. Aukið samstarf foreldra og skóla er jákvætt og rannsóknir sýna að það kemur börnunum til góða, námslega og fé- lagslega. Þessar auknu kröfur til kennara kalla á aukna fagþróun kennara. Í leikskólum er þetta sam- starf kennara og foreldra oft með öðru sniði. Þar fara fram mikilvæg samskipti og upplýsingagjöf þegar foreldrar koma með börnin og sækja þau í leikskólann. Um kröfur barna segir Jóhanna: „Ísland er lítið málsvæði með lítið af nýju námsefni á íslensku. Við eig- um of lítið af bókum fyrir börn sem eru að ná tökum á lestri. Til að þjálfa lesskilning verður lesefnið að vera úr veruleika barnanna og höfða til þeirra. Við þurfum að herða okkur í útgáfu námsefnis sem endurspeglar breytt umhverfi nýrra kynslóða og nýrra Íslendinga betur.“ Við þurfum líka að efla íslenskar rannsóknir á menntun og kennslu, en þær hafa ekki átt upp á pallborðið við úthlutanir úr samkeppnissjóðum. Við getum margt lært af erlendum rann- sóknum en við þurfum nauðsynlega íslenskar menntarannsóknir, það er undirstaða framfara í skólakerfinu.“ Kennarastarfið á tímamótum  Forseti menntavísindasviðs gerir grein fyrir endurskoðun á kennaranáminu  Fjölbreyttar leiðir til að verða kennari  Breyttar kröfur til kennarastarfsins með hröðum breytingum í umhverfinu Morgunblaðið/Hari Menntun Jóhanna Einarsdóttir er forseti og formaður stjórnar menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Hollenska leiðin er nýja finnska leiðin,“ segir Kristján Ómar Björns- son, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK), en á morgun kl. 15 verður haldin ráðstefna í Norður- ljósasal Hörpu á vegum SSSK, sem ber heitið „Fjölbreyttar leiðir til framtíðar“. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra setur ráð- stefnuna og flytur ávarp. Jafnt verður of mikið eins „Miðstýrt skólakerfi og framsæk- ið skólakerfi eru hlutir sem passa illa saman. Tilhneigingin í opinberum rekstri er að menntun sem á að vera jöfn fyrir alla verður eins fyrir alla. Skólastjórnendur geta líka lent í að verða meira rekstrarlegir stjórnend- ur en faglegir í opinbera kerfinu. Módelið sem við sem erum með sjálf- stæða skóla vinnum eftir veitir meira faglegt og rekstrarlegt svigrúm fyrir kennara og skólastjórnendur. Hol- lendingar gáfu ekki eftir réttindin til að fá að bjóða upp á sjálfstætt starf- andi grunnskóla af sögulegum ástæðum og hlutfall þeirra er hærra en hlutfall opinberra grunnskóla þarlendis. Hollendingar eru að skila mjög góðum árangri í skólastarfi í al- þjóðlegum samanburði og erindi um það verður meðal efnis á ráðstefn- unni.“ Gestir ráðstefnunnar verða m.a. Simon Steen, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla í Evrópu (ECNA- IS), sem flytur erindi um menntun í Hollandi. Aðrir gestir verða Krist- rún Lind Birgisdóttir, framkvæmda- stjóri Tröppu ráðgjafar, Bergur Ebbi rithöfundur og Áslaug Hulda Jónsdóttir, fyrrv. formaður SSSK. Ráðstefnustjóri er Sigríður Steph- ensen, Félagsstofnun stúdenta. Morgunblaðið/Hanna Skólar Kristján Ómar Björnsson fer fyrir sjálfstæðum skólum. „Fjölbreyttar leið- ir til framtíðar“  Ráðstefna um skólamál í Hörpu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.