Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Stóra breytingin á hrygning-
argöngu loðnunnar er að umtalsvert
magn hrygndi fyrir norðan í fyrra-
vetur,“ segir Þorsteinn Sigurðsson,
sviðsstjóri uppsjávarlífríkis á Haf-
rannsóknastofnun. Hann segir að
hluti stofnsins hafi í fyrravetur verið
fyrir norðan í stað þess að ganga
réttsælis með landinu til hrygningar
í Faxaflóa og Breiðafirði. Vísbend-
ingar séu um sömu þróun í vetur og
miðað við hvernig loðnan hagi sér
þessa dagana bendi það til að hún
hrygni þar.
Síðdegis í gær sendi Hafrann-
sóknastofnun frá sér fréttatilkynn-
ingu þar sem segir að loðnumæl-
ingar í febrúar breyti ekki fyrri
ráðgjöf.
Óvanalegt í sögulegu samhengi
„Ef miðað er við árið í fyrra hefur
þetta ekki verið ósvipað í vetur,“
segir Þorsteinn. „Hins vegar er
þetta óvanalegt miðað við það sem
við þekkjum í sögulegu samhengi.
Ýmsar vangaveltur hafa verið um
breyttar göngur loðnunnar, en síð-
ustu tvö ár sýna svart á hvítu að
breytingar hafa átt sér stað.“
Hann segir að loðnan komi nú inn
norðaustan við Grímsey á lengri
tíma en áður og hluti hennar skili
sér ekki réttsælis með landinu. Hún
gangi upp á grunnið fyrir norðan og
snúist síðan fram og til baka fyrir
Norðurlandi. Í þessari viku og þeirri
síðustu fékk grænlenska skipið Pol-
ar Amaroq fullfermi fyrir Norður-
landi og í átta daga túr var m.a.
kastað í Skagafirði og á Skjálfanda.
Haft var eftir Geir Zoëga, skip-
stjóra, á heimasíðu Síldarvinnslunn-
ar, að loðna væri fyrir öllu Norður-
landi.
Þorsteinn segir að á sama tíma sé
loðna víða fyrir Suðurlandi og vest-
ur fyrir Reykjanes. Nýjar göngur
virðist hins vegar ekki vera á ferð-
inni og frekari loðnumælingar séu
ekki fyrirhugaðar á næstunni. Það
væri þá helst ef upplýsingar bærust
um hreina og sterka vestangöngu,
en ekki séu upplýsingar sem hægt
sé að túlka á þann hátt.
Áhersla á lirfurannsóknir
Spurður um afdrif loðnunnar sem
hrygnir fyrir norðan segir Þorsteinn
að botngerðin geti hentað loðnunni.
Hins vegar sé spurning um afdrif
loðnulirfanna og síðan seiðanna. Það
verði rannsakað í sérstöku verkefni
sem fór af stað í fyrra, en aukin
áhersla verði lögð á í ár.
Í fréttatilkynningu Hafrann-
sóknastofnunar segir í upphafi að
undanfarin ár hafi orðið breytingar í
göngumynstri loðnunnar. Síðan seg-
ir: „Í febrúar 2017 fannst töluvert
magn loðnu út af Norðurlandi sem
leiddi til aukningar í aflamarki á
þeirri vertíð. Sú loðna virtist hafa
komið seint inn á hefðbundna
gönguslóð og því hafa verið utan
mælingasvæðis leiðangurs sem far-
inn var í janúar 2017. Því var ákveð-
ið að halda að nýju til mælinga nú í
febrúar.
Meginmarkmið leiðangursins sem
lauk síðastliðinn föstudag var að
fylgjast með göngum loðnunnar og
að kanna hvort nýjar loðnugöngur
hefðu komið inn á svæðið fyrir norð-
an land eftir að mælingum í janúar
lauk. Rannsóknaskipið Árni Frið-
riksson fór frá Reykjavík þann 12.
febrúar og r/s. Bjarni Sæmundsson
tók einnig þátt í mælingunni en
hann var í árlegum leiðangri við
mælingar á ástandi sjávar umhverf-
is landið.
Ekki ákveðnar vísbendingar
um nýjar loðnugöngur
Umtalsvert magn af loðnu fannst
yfir grunnum út af Norðurlandi,
m.a. á svæðum í kringum Grímsey,
við Skjálfandadjúp og Öxarfjarð-
ardjúp. Talsverður fjöldi norskra
veiðiskipa var að loðnuveiðum á
svæðinu, fyrst við Þistilfjarðardjúp
og síðar í Öxarfirði og Skjálfanda og
gáfu þau upplýsingar um dreifingu
og göngur á svæðinu. Alls mældust
rúm 200 þúsund tonn vestan línu
sem dregin er norður úr Fonti á
Langanesi, en í janúar sl. höfðu
mælst rúm 300 þúsund tonn á því
svæði. Magn og dreifing loðnunnar
fyrir Norðurlandi ásamt aldurs- og
stærðarsamsetningu hennar gefa
ekki ákveðnar vísbendingar um að
nýjar loðnugöngur hafi bæst við það
sem áður var mælt.
Byggt á niðurstöðum þessara at-
hugana eru því ekki fyrir hendi for-
sendur til að leggja til breytingar á
fyrri ráðgjöf um heildaraflamark
vertíðarinnar 2017/2018,“ segir í
frétt Hafrannsóknastofnunar.
Stór hluti hrygndi nyrðra
Nýjar loðnumælingar breyta ekki
fyrri ráðgjöf Hafró Breyttar göngur
Ljósmynd/ Hilmar Kárason
Við Reykjanes Venus NS á loðnuveiðum út af Sandvík á Reykjanesi á ver-
tíðinni fyrir tveimur árum. Skipið var á svipuðum slóðum í gærdag.
Loðnuskipin voru í gær að veiðum
á svæði frá Vestmannaeyjum og
vestur fyrir Reykjanes. Reyndar
voru sum þeirra á landleið eftir
góða veiði í kjölfar brælunnar.
Hrognafylling loðnunnar var mis-
jöfn eða allt frá um 19% og upp í
24%.
Venus og Víkingur, skip HB
Granda, reyndu fyrir sér vestast á
svæðinu með hrognatöku í huga.
Skipin voru komin með 2-300 tonn
um miðjan dag í gær og reiknað
var með að annað þeirra landaði á
Akranesi í nótt. Skera átti loðnuna
og skilja og frysta hrognin ef fyll-
ing og þroski leyfðu. Hópur
reynslufólks, að mestu úr Döl-
unum, var mættur á staðinn til að
annast frystinguna hjá HB Granda
á Akranesi eins og mörg und-
anfarin ár.
Ágæt köst við Eyjar
Í gær var verið að landa tæp-
lega 1.000 tonnum úr Bjarna
Ólafssyni AK í fiskiðjuver Síld-
arvinnslunnar.
í Neskaupstað. Á heimasíðu
fyrirtækisins er haft eftir Gísla
Runólfssyni skipstjóra, að nokkuð
hafi verið af loðnu við Vest-
mannaeyjar og skipin verið að fá
ágæt köst. Frysta átti loðnuna fyr-
ir Japansmarkað.
Hrogna-
frysting
að byrja
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Loðna Hrognin eru verðmæt afurð
og hafa verið eftirsótt í Japan.
„Dalagengið“
mætt á Akranes
Í vor lýkur fjögurra ára gildistíma
svokallaðs Smugusamnings Íslend-
inga, Norðmanna og Rússa. Jens
Garðar Helgason, formaður Sam-
taka fyrirtækja i sjávarútvegi, seg-
ist ekki eiga von á öðru en að
samningar verði framlengdir til
næstu fjögurra ára. Fari svo að
einn aðili segi samningum upp
þarf að taka samninginn upp í
heild sinni.
Nýlokið er árlegum viðræðum
Íslendinga og Rússa og var meðal
annars samið um að Rússar fái í ár
að veiða 1.500 tonn af makríl í út-
hafinu af kvóta Íslands. Fyrir
tveimur árum fengu þeir heimild
til að veiða 1.500 tonn af kol-
munnakvóta Íslendinga. Jens
Garðar segir að síðustu ár hafi
Rússar ekki eingöngu horft til til-
gangs upphaflegs samnings heldur
vilji þeir fá meira fyrir sinn snúð
en áður og séu farnir að verð-
leggja samninginn.
Tæplega 20 ára samningur
Upphaflega voru Smugusamn-
ingarnir gerðir 1999 eftir áralang-
ar deilur vegna veiða íslenskra
skipa í Smugunni í Barentshafi. Þá
var samið um ákveðna hlutdeild
Íslendinga af þorskafla í Barents-
hafi. Í ár koma 4.409 tonn af
þorski í lögsögu Rússlands í hlut
Íslendinga auk meðafla samkvæmt
nánari skilgreiningu.
Jafnframt hafa Íslendingar haft
möguleika á að kaupa kvóta í rúss-
neskri lögsögu í Barentshafi og er
hann í ár ákveðinn 2.646 tonn af
þorski. Samningar um þennan lið
eru ekki frágengnir, en Rússar
þurfa að senda verðhugmyndir
fyrir 1. apríl og Íslendingar að
svara fyrir 15. apríl. Síðustu tvö ár
hafa ekki náðst samningar um
verð á þessum kvóta. aij@mbl.is
Viðræður Frá fundi í Moskvu,
Jóhann Guðmundsson til hægri.
Rússar verðleggja
Smugusamninginn
Fjögurra ára gildistíma að ljúka