Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 39
FRÉTTIR 39Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Guðmundur Jóelsson, löggiltur end-
urskoðandi, kveðst afar ósáttur við
skriflegt svar Þórdísar Kolbrúnar R.
Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra, hér í Morgun-
blaðinu fyrir réttri viku, þar sem ráð-
herrann var spurð hvernig hún hygð-
ist bregðast við tillögu
endurskoðendaráðs í þriðja sinn, um
að Guðmundur yrði sviptur stjórnar-
skrárvörðum starfsréttindum sínum,
en forveri hennar í starfi, Ragnheið-
ur Elín Árnadóttir, hafði áður í tví-
gang hafnað tillögu ráðsins.
Gengið út frá ósannindum
Guðmundur telur að hið skriflega
svar ráðherrans sé hreinlega eins og
það sé samið af endurskoðendaráði.
„Meira að segja er gengið út frá
ósannindunum sem ráðið hefur aftur
og aftur borið fram, þ.e. að ég hafi
neitað að gangast undir gæðaeftirlit.
Það eru hrein
ósannindi – ég
hef þvert á móti
oft lýst mig fúsan
til slíks á grund-
velli gildandi
góðrar endur-
skoðunarvenju.
Svar mitt hefur
ráðið ítrekað
skráð sem neitun
um eftirlit,“ segir Guðmundur.
Þetta segir Guðmundur að ráðið
hafi aftur og aftur staðhæft án þess
að geta að nokkru, hvers vegna eft-
irlitið fór ekki fram, sem valdi síðan
algjörri rangtúlkun á staðhæfing-
unni.
Guðmundur sagði jafnframt: „Það
er því ansi dapurt að lesa það, haft
eftir ráðherranum í setningunni „Ég
fæ ekki séð að hægt sé að víkja sér
undan lögbundnu eftirliti …,“ o.s.frv.
að þar sé gefið sé í skyn að ég sé að
reyna að víkja mér undan eftirliti.
Það hef ég aldrei gert. Það eru ein-
mitt þessi tvö orð – lögbundið eftirlit
– sem ágreiningurinn er um, hvernig
skuli túlka,“ sagði Guðmundur.
Ráðið fallið á prófinu í þrígang
„Eins og margoft hefur komið
fram, þá er endurskoðendaráð í þrí-
gang búið að falla á prófinu um með-
allhófsregluna og enn hefur áminn-
ing á mig vegna eftirlits ekki litið
dagsins ljós,“ sagði Guðmundur Jó-
elsson, löggiltur endurskoðandi, að
lokum.
Segist aldrei hafa vikið sér undan eftirliti
Guðmundur Jóelsson, löggiltur endurskoðandi, ósáttur við svar iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Guðmundur
Jóelsson
Nánari upplýsingar og streymi frá fundinum má finna á reykjavik.is/lodauthlutanir
Uppbygging í Reykjavík
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins
fundar um lóðaúthlutanir, uppbyggingu íbúða og atvinnustarfsemi.
Fundurinn sem er öllum opinn verður haldinn föstudaginn 2. mars
kl. 9.00-11.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Á fundinum verða kynntar nýjar lóðir sem eru tilbúnar til úthlutunar.
Þá kynnir borgarstjóri næstu þróunarsvæði og fer yfir hugmyndir að
því hvernig auka megi samstarf við þróunar- og uppbyggingaraðila.
Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði,
flytur erindi um stöðu mála á húsnæðismarkaði.
Lóðaúthlutanir og
ný byggingarsvæði
POTTAR &
PÖNNUR
20-50%
afsláttur
Talent Pro
30%
Gerið góð kaup!
8304 20cm steikarpanna djúp f. span
8308 24 cm Ferköntuð steikarpanna f. span
50%
50%
Lágmúla 8 • sími 530 2800
Minnum á að Samsung-setrið er nú flutt
í Lágmúlann og er því með sama opnunartíma,
virka daga kl. 10-18 og laugardaga 11-15.
Gerið góð kaup!
kr. 7.990,-
JAMIE OLIVER panna
30 cm - Á TILBOÐI
Áður kr. 12.900,-
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Tvær flóttamannafjölskyldur frá
Írak flugu vestur á firði í gær til að
setjast að á heimilum sínum, en
Morgunblaðið fjallaði um móttöku
kvótaflóttamanna til Íslands í gær.
Fjölskyldurnar lentu á flugvell-
inum á Ísafirði um kl. 10.30 í ágætu
veðri, en starfsmenn og sjálf-
boðaliðar Rauða krossins tóku á
móti þeim og færðu til mótttöku í
húsnæði Rauða krossins á Ísafirði.
Kona með tvö eldri börn mun setj-
ast að á Ísafirði og önnur með fimm
yngri börn sest að á Súðavík. Tekið
var á móti þeim í húsnæði Rauða
krossins á Ísafirði þaðan sem þau
fóru síðan heim til sín.
Buðu upp á te og með því
Að sögn Bryndísar Friðgeirs-
dóttur, svæðisfulltrúa Rauða kross-
ins á Ísafirði, gekk ferðin vel og fjöl-
skyldurnar ánægðar með
mótttökurnar og húsnæðið sitt.
„Eftir mótttökuna var okkur og
nokkrum Ísfirðingum boðið beint í
tesopa, ávexti og brauð heim til
þeirra. Þau eru merkilega afslöppuð
eftir allt þetta ferðalag. Fram undan
er svo fræðsla hjá félagsþjónustunni
og verkefnisstjóra móttöku flótta-
manna. Rauði krossinn er svo með
stuðningsliða fyrir þau, en ofboðs-
lega margir gáfu sig fram í það.
Mjög margir eru spenntir og vilja
hjálpa til hérna fyrir vestan.“
Bryndís segir að eftir viku komi
síðan þrjár fjölskyldur frá Sýrlandi
til Flateyrar.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Komin Fjölskyldurnar sem flugu heim til sín á Ísafirði og Súðavík í gær.
Tvær íraskar fjöl-
skyldur komnar heim
Setjast að á Súðavík og á Ísafirði
Móttaka Kynningarefni til lestrar.