Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 47
UMRÆÐAN 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Völd geta spillt heil-
brigðri hugsun. Sér-
staklega á það við hjá
valdhöfum sem um-
kringja sig með klapp-
liði og kaupa aðeins þá
ráðgjöf sem styður
þeirra málstað. Lítið
aðhald verður þá eftir
til að halda aftur af því
að vitleysur fari á flug.
Gott dæmi um slíkt sást
nýlega þegar borgarstjóri lýsti því
yfir í Kastljósi RÚV að hundruð
milljarðar dygðu ekki einu sinni til að
laga vegakerfi borgarinnar, það
mundi alltaf enda í klessu. Þetta virð-
ist borgarstjóri hafa úr nýlegri um-
ferðarspáskýrslu VSÓ sem komst
einmitt að því að 100 milljarða fjár-
festing í umferðarmannvirkjum
kæmi ekki í veg fyrir verulegar um-
ferðartafir árið 2030.
Rusl inn = Rusl út
Þetta er afar einkennileg nið-
urstaða sem þarfnast frekari skoð-
unar. Sérstaklega er mikilvægt að
gefa spá um íbúaþróun gaum, því
slíkar spár eru ávallt undir sterkum
pólitískum áhrifum vegna væntinga
stjórnmálamanna og trúar á eigin
framtíðarsýn. Skýrsluhöfundar taka
einmitt undir það með því að segja að
stór óvissa geti fylgt þessum skipu-
lagstölum. Til að leggja mat á gæði
íbúaspárinnar þá er hún á meðfylgj-
andi mynd borin saman við raun-
fjölgun íbúa síðustu ár.
Þar blasir við hreint ótrúleg sviðs-
mynd. Íbúaspáforsenda skýrslunnar
er að íbúafjölgun í Reykjavík muni
þrefaldast á kostnað nágrannasveit-
arfélaganna þar sem hlutur Reykja-
víkur í íbúafjölgun mun fara úr 30% í
78% á einu bretti, og nær öll upp-
byggingin verði á dýru þétting-
arsvæðunum. Þarna er búið að lauma
inn í umferðarlíkanið útópíu borg-
arstjóra, um hamingjusama bíllausa
miðborgarbúann sem er hjólandi eða
í strætó alla daga. Ekkert bendir
samt til að þetta líferni hugnist þorra
fólks. Bílum er að fjölga (líka túrista-
bílaleigubílum) og margmilljarða nið-
urgreiðsla á strætó hefur skilað 0%
árangri á 6 árum samkvæmt nýjustu
ferðavenjukönnunum. Það hafa held-
ur ekki allir efni á að búa í fínu dýru
hverfunum hans Dags. Farið er að
hægja á fasteignamarkaðinum og
sumir hafa jafnvel flúið út úr bænum
til að forðast fasteignaokrið. Augljóst
er, að svo lengi sem fólk með frjálsan
vilja er ekki bara peð ráðríkra vald-
hafa, þá munu útreikningar sem eru
byggðir á slíkri óraunhæfri ósk-
hyggju aldrei standast.
Rangar umferðarframkvæmdir
En hvernig skyldi nú standa á því
að 100 milljarðar dugi svona skammt
og lagi svo lítið? Við nánari skoðun
sést að ekki er allt sem sýnist, því
framkvæmdirnar sem valdar voru,
miðast flestar ekki sérlega markvisst
að því að leysa umferðarvandann.
Hvaða vit er t.d. í því að fjárfesta í 30
milljarða Sundabraut alla leið út á
Kjalarnes, ef ekki má byggja upp út-
hverfin sem vegurinn á að þjóna?
Stytting hringvegarins er jú alltaf
góðra gjalda verð, en sem lausn á
umferðarhnútum í Reykjavík er gild-
ið takmarkað. Þetta hafa skýrsluhöf-
undar meira að segja tekið undir síð-
ar og því enn meiri ráðgáta af hverju
þessi framkvæmd var valin. Ný
Hvalfjarðargöng hefðu allt eins mátt
heima þarna.
Eins verður yfir 20 milljarða
stokkahugmyndin á
Miklubraut að teljast
með verstu meðferð á
vegafé sem fyrirfinnst.
Tveggja kílómetra
langur vegkafli með
þaki svo að hjólafólk og
strætó geti verið þar
eitt í friði innan um
skorsteinana sem verða
væntanlega út um allt
nema að til standi að
púa allri menguninni út
um gangamunnana og
þar með talið yfir fína
nýja landspítalann og alla sjúk-
lingana sem þar dvelja. Gríðarlegar
umferðartafir munu síðan skapast í
mörg ár á meðan á þessum rándýru
flóknu framkvæmdum stendur.
Er nokkur furða að útkoman verði
gagnslítil ef markmiðið er bara að
sóa vegafénu en ekki nota það.
Bestu lausnirnar útilokaðar
Það er samt verulegt áhyggjuefni
að sjá hvernig spáð er að allt sé að
fara í hnút á Kringlumýrarbrautinni
við Kringluna. Hin rándýra stokka-
lausn Miklubrautar er engan veginn
að ráða við umferðina frá Kópavogi.
Fyrir áratug stóð hins vegar til að
fara í afkastameiri þriggja hæða
lausn sem tók líka vel við umferðinni
frá Kringlumýrarbraut. Þessari
lausn var hins vegar hent út af borð-
inu án þess að sambærilega góð eða
betri lausn væri fundin. Umferð-
arlíkan VSÓ sýnir nú skýrt að þetta
var kolröng ákvörðun. Umferð-
arlíkön eru einmitt gerð til að draga
fram og fyrirbyggja slík mistök í um-
ferðarskipulagi, en af einhverjum
ástæðum hefur sérfræðingunum yf-
irsést að benda á hið augljósa. En,
hví ætti að hætta á að styggja hönd-
ina sem fæðir þig þegar hægt er að
klappa eins og allir hinir?
Hættum að klappa
Þegar enginn þorir að stíga fram
og benda á mistök þá er alltaf hætt
við að kúrsinn verði aldrei leiðréttur
og vitleysan verði óafturkræf. Nú
þegar er byrjað að skipuleggja há-
hýsi ofan í gatnamótunum við Kringl-
una og fyrirhugaðar íbúðablokkir
munu eyðileggja hagkvæmustu
Sundabrautarútfærsluna og búa til
10 milljarða bakreikning fyrir dýrari
og jafnvel verri lausn.
Skilvirkar stofnbrautir eru æða-
kerfi borga og er lykillinn að því að
þær dafni. Ef það á að elta vanhugs-
aða útópíu með þvingaðri stofn-
brautalausri þéttingu byggðar þá
munu allir á endanum tapa. Reykja-
vík er lítil borg og það er engin
ástæða til að búa til slíkt kaos að
óþörfu. Er ekki kominni tími til að
hætta að klappa?
Eftir Jóhannes
Loftsson » Það stefnir í meiri-
háttar skipulags-
klúður í Reykjavík þar
sem skipulagsáætlanir
eru byggðar á draum-
órum borgarstjóra.
Jóhannes Loftsson
Höfundur er verkfræðingur
og frumkvöðull.
Skipulögð kransæðastífla í Reykjavík
Íbúaspáin gengur þvert á íbúaþróun undanfarinna ára. /Hagstofan og VSÓ:
Hbsv. 2040. Umf.spá f. 2030 v. svæðisskbr. Fors. og niðurst. Sept. 2017
Allt um
sjávarútveg