Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 58

Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Kaka ársins 2018 Kakan samanstendur af browniesbotn, súkkulaðikremi með niðurskornum Þristi, sacherbotn og súkkulaðiganache. Klapparstíg 3, 101 RVK sími 551 3083 Mannkynið hefur þekkt til upplífg- andi eiginleika gerjaðs korns að minnsta kosti frá árinu 9000 fyrir Krists burð og í dag er það und- irstaða vinsælasta áfenga drykkjar- ins. Um þessar mundir tala margir um „endurreisn“ og „byltingu“ bjórsins, sem kann að virðast und- arlegt þar sem bjórinn hefur alltaf verið mikils metinn. Málið er þó að það sem hefur breyst er hvernig við hugsum um bjór, fjölbreytileika hans, bragð, styrk, möguleika, jafn- vel hlutverk hans í samfélaginu. Rauði þráðurinn í þessari nýju nálg- un er það sem dagsdaglega er kallað kraftbjór. Hvað er kraftbjór? Sumir vilja meina að kraftbrugg- húsin snúist öll um takmarkaða framleiðslu. Þetta kann að eiga rétt á sér í samanburði við vörumerki á borð við Budweiser en heldur ekki vatni þegar horft er til þess að árið 2014 framleiddi Lagunitas 600.000 ámur af bjór í brugghúsi sínu í Kali- forníu. Aðrir telja að aðalsmerki kraftbrugghússins sé hinn sjálfstætt starfandi bruggari. Þetta er að mestu leyti rétt og unnendur kraft- bjórsins þreytast seint á að lýsa því yfir hversu mikið betur bjórinn bragðast sem stórfyrirtækin koma ekki ná- lægt. Enn aðrir halda því fram að kraftbjórinn snúist um afgerandi bragð, háa áfengisprósentu og hráefni sem engum ætti að detta í hug að blanda í bjór; hráefni á borð við villtar kryddplöntur, greipávexti og tonkabaunir. Þau rök halda þó ekki vatni þar sem margar gerðir kraftbjórs eru nú- tímaútfærslur á aldagömlum bruggstíl. Að þessu sögðu er kannski reynandi að sjóða saman nýja skilgreiningu – kraftbjór snýst um gæði umfram magn, um hugsjón frekar en peninga, um innihald frek- ar en umbúðir. Ef þér hugnast þetta þá er kraftbjórinn fyrir þig. Í bókinni má finna umfjöllun og uppskriftir frá fleiri en 60 áhuga- verðum brugghúsum auk veglegs inngangskafla um undirstöðuatriði bruggunar. Í bókinni ausa bestu handverksbruggarar heims úr viskubrunni sínum, opna bækur sín- ar í fyrsta sinn og deila uppskriftum að bjórum sínum með öllum bjór- áhugamönnum, bruggurum og öðr- um aðdáendum mjaðarins gyllta. Heimsins bestu brugghús Allar uppskriftirnar í bókinni koma frá spennandi brugghúsum sem eru þekkt fyrir að vera óhrædd við að fara ótroðnar slóðir. Sæktu þér innblástur í þær því það er mun skemmtilegra að reyna við Cream Ale frá Mikkeller eða Ginormous Imperial IPA frá Gigantic en gamla hefðbundna uppskrift. Byrjaðu á einhverri einfaldri og renndu þér svo í flóknari uppskriftir þegar þér finnst þú vera að ná tökum á tækninni og fá tilfinningu fyrir bún- aðinum. Þegar sjálfstraustið er kom- ið geturðu svo notað uppskriftirnar sem stökkbretti yfir í þína eigin sköpun – meira/minna/aðra gerð af humlum á mismunandi stigum, rist- að malt eða rúgur eða hafrar, viðbót- arhráefni á borð við ávexti, krydd- jurtir, krydd, te, súkkulaði, vanillu, kaffi … þú gefur bara ímyndunarafl- inu lausan tauminn. Bókin leiðir lesandann víða um heim, enda má finna brugghús allt frá Ástralíu til Íslands í henni. Með- al annars eru uppskriftir frá Brew- dog, Omnipollo, Mikkeller, Beaver- town, Evil Twin og mörgum fleirum. Íslensku brugghúsin á síðum bók- arinnar eru Austri, Borg, Brothers Brewery, Bryggjan, Gæðingur, Jón ríki, Kex, Segull 67, Steðji, Ölverk og Ölvisholt. Omnipollo - Stokkhólmi, Svíþjóð Þegar hæfileikaríkur grafískur hönnuður (Karl Gradin) og hæfi- leikaríkur bruggari (Henok Fentie) stilltu saman strengi sína í Omni- pollo var það nokkurn veginn óum- flýjanlegt að brugghúsið myndi framleiða bjór sem færi jafn vel í auga og í munni. Merkimiðarnir á flöskunum eru sönnun þess fyrr- nefnda, sönnun þess síðarnefnda er að finna á næsta bjórbar. Það sem var ekki óumflýjanlegt, heldur af- rakstur ótakmarkaðrar sköp- unargáfu og mikillar vinnu, er að bjórar brugghússins eru einhverjir þeir eftirsóttustu í heiminum. Omni- pollo er sígaunabrugghús, eins og svo mörg önnur í Skandinavíu: margir bjóra þess eru bruggaðir í belgíska hátæknibrugghúsinu De Proefbrouwerij, aðrir eru afrakstur samvinnuverkefna (með Siren, Evil Twin og Stillwater, svo dæmi séu tekin); sköpunin er samt öll komin frá Omnipollo. Nathalius er 8% im- perial IPA sem bruggaður er með hrísgrjónum og maís, hráefnum sem kraftbruggarar forðast yfirleitt, sem aftur er auðvitað enn frekari ástæða til að nota þau. Yellow Belly, sem bruggaður er með Buxton Brewery, er „hnetusmjörskex-stout“ sem inni- heldur hvorki hnetusmjör né kex, einn eftirsóttasti bjór heims. Maz- arin, þessi í kertaflöskunni, er ósköp hefðbundið ljósöl, bara það besta sem þú hefur nokkurn tíma smakk- að. OMNIPOLLO - Stokkhólmi, Svíþjóð 4:21 Double smoothie IPA með hindberjum og vanillu 20 l | ABV 6% UÞ 1,054 | LÞ 1,010 Ásamt Mikkeller og To Øl er Omnipollo fulltrúi alls þess sem er spennandi, óhefðbundið og fram- úrstefnulegt við bruggmenninguna í Skandinavíu. Omnipollo er rekið af Henok Fentie, sem hóf feril sinn sem heimabruggari, og grafíska hönnuðinum Karl Grandin, sem ber ábyrgð einhverjum flottustu skreyt- ingum sem fyrirfinnast á bjór- flöskum þessa heims (og kannski annarra líka) – flöskurnar eru svo flottar að fólk á í mestu erfiðleikum með að láta þær frá sér að síðasta sopa teknum. Omnipollo rekur ekk- ert eiginlegt brugghús heldur láta félagarnir brugga fyrir sig víðs veg- ar um heiminn, oft í samvinnu við önnur brugghús. 4:21 er hluti af Ma- gic Numbers-línu Omnipollo, bjór- um sem lagaðir eru í litlu magni og takmörkuðu upplagi og sem brugg- aðir eru á áður óþekktum lendum bruggsins. Hindberin og hveitið gera þennan bjór verulega ávaxta- ríkan og skarpan á tungu á meðan vanillan og laktósinn skila rjóma- kenndri, nánast þykkri áferð – þess vegna kemur „smoothie“ fyrir í heit- inu. Laktósi bruggast nánast ekkert með bjórgeri og eykur því ekki áfengisstyrkinn; hann eykur hins vegar þéttni virtarinnar. Mikið magn af humlum á síðustu stigum lögunarinnar gefur mikið bragð og þónokkur IBU-stig til viðbótar. Hér er á ferðinni framúrskarandi bjór! KORN Pilsner malt, 2,65 kg (60%) Hveiti, 880 g (20%) Hafraflögur, 440 g (10%) MESKING 67°C í 75 mín. HUMLAR (60 mínútna suða) Mosaic, 27 g, 10 mín. Mosaic, 67 g, iðuhumlun Mosaic, 200 g, þurrhumlun í 3 daga GER Fermentis S-04 English Ale GERJUN 19°C ÖNNUR HRÁEFNI Glúkósi, 440 g (10%), í suðu Laktósi, eftir suðu, til að auka upp- haflega þéttni um 3 stig (um 12–13 eðlisþyngdarstig); um 700 g. Fersk hindber, 1,3 kg, og 2,5 van- illubelgir sem skornir hafa verið í sundur eftir endilöngu, eftir fyrstu gerjun, fyrir þurrhumlun. thora@mbl.is Bruggaðu þinn eigin kraftbjór Ljósmyndir/Bókaútgáfan Salka Í dag, á afmælisdegi bjórsins á Íslandi, sendir Salka frá sér bókina Kraftbjór. Bókin er óður til bjórsins sem nálgast fertugsaldurinn hér á landi en á síðustu árum hefur orðið sannkölluð sprenging í fjölda brugghúsa, jafnt hérlendis sem erlendis. Hér á landi hefur brugghúsum fjölgað gríðarlega ört á síðustu fimm árum og bjórgerð er orðin að listformi. Hindber og vanilla 4:21 bjórinn þykir ákaflega góður. Hönnun og hugvit Bjórar frá Omnipollo þykja sérlega bragð- góðir og umbúðirnar einstaklega flottar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.