Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 65

Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 65
MINNINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 móðurstað, æ síðan hefur hún sýnt mér, Rósu og börnunum ástúð og athygli. Ekki hefur verið sá fjölskylduviðburður sem Fríðu frænku hefur vantað á og ef hún átti ekki heiman- gengt sendi hún kveðju sína. Lýsandi dæmi um það er að fjórum dögum fyrir andlát sitt gat hún ekki fundið hugarró fyrr en hún var fullviss um að afmæliskveðja hefði borist frá henni til Rósu. Þegar nýr fjölskyldumeðlim- ur bættist í hópinn var hefð fyr- ir því að systurnar Jóna, Ása og Fríða kæmu í heimsókn, helst á fæðingardeildina. Þar dáðust þær að nýjum frænda eða frænku og kom fljótt í ljós hvort ungbarnið var: „hátt til hnés, með rósarhnappaeyrun og allt í okkar ætt“. Að því sögðu gátu nýbakaðir foreldrar andað létt- ar og ekki er enn vitað um tilfelli sem þetta á ekki við. Fríða frænka bjó yfir mann- kostum sem við öll myndum vilja hafa, hún var ætíð stolt af sér og sínum, sýndi náunganum kærleika og virðingu og var ábyrgur þjóðfélagsþegn. Á kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir svo margt sem Fríða frænka hefur kennt okkur og skilur eft- ir sig. Þakklæti fyrir hversu ríka áherslu hún lagði á að stór- fjölskyldan hittist og að við fengjum að fylgjast hvert með öðru. Þakklæti fyrir þær stund- ir sem hún tók á móti okkur í spjall yfir kaffibolla um menn og málefni líðandi stundar. Þakk- læti fyrir að sýna okkur að það er í lagi að vera ekki alltaf sam- mála – að þín skoðun geti verið ágæt þrátt fyrir að vera ekki sú sama og mín skoðun. Rósu, Hjalta, Steinunni og fjölskyld- um sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Skarð Fríðu frænku verður vandfyllt og minning hennar lifir með okkur öllum. Gils Stefánsson, Rósa Héð- insdóttir og börnÁstkær móður- systir mín, Hólmfríður Gísla- dóttir, alltaf kölluð Fríða, lést 16. febrúar síðastliðinn og lang- ar mig að minnast hennar í örfá- um orðum. Björg móðir mín og Fríða voru yngstar systkinanna sjö á Hverfisgötu 96 og milli þeirra systra var mikill samgangur. Eftir að móðir mín dó langt um aldur fram átti ég ávallt öruggt skjól hjá Fríðu frænku, Magn- úsi eiginmanni hennar og frændsystkinum mínum, þeim Rósu, Hjalta og Steinunni í Heiðargerði 100 í Reykjavík. Dvaldi ég sem barn og ungling- ur um nokkurra ára skeið gjarn- an hjá þeim um helgar og sótti ég í að fá að dvelja hjá þeim, um- vafinn ást og hlýju Fríðu frænku sem hefur dekrað við mig, eins lengi og ég man eftir mér og hugsa ég að frændsystk- inum mínum í Heiðargerði hafi oft þótt nóg um dekrið við frændann úr Firðinum. Í minn- ingunni var sandkakan hennar ómótstæðilega, sem var í sér- stöku uppáhaldi hjá mér, alltaf á borðum og hún sá til þess að að ég fengi uppáhaldsmatinn minn sem barn, bjúgu með kartöflum og uppstúf, reglulega þegar ég dvaldi í Heiðargerðinu. Fríða var einstaklega gjaf- mild kona og styrkti hún m.a. nunnurnar í Karmelklaustri í Hafnarfirði reglulega með mat- ar- og peningagjöfum og keypti af þeim ýmsa muni til margra ára. Hugsa ég að hún hafi fundið bæði gleði og hamingju í gjaf- mildi sinni til svo margra í kringum sig og þar var ég alls ekki undanskilinn og nutum við fjölskylda mín gjafmildi hennar ríkulega. Fríðu var mjög umhugað um ættmenni sín enda ættrækni henni í blóð borin og fylgdist hún vel með ættingjum sínum í leik og starfi. Hún hafði iðulega nóg að gera við að mæta á hina ýmsu viðburði hjá stórfjölskyld- unni, s.s. skírnir, fermingar og giftingar. Hún var stálminnug fram á síðasta dag bæði á menn og málefni og nöfn á öllum börn- um og barnabörnum frændfólks síns virtist hún muna án fyrir- hafnar. Hún var tónelsk, spilaði á píanó og hafði gaman af góð- um tónlistarflutningi. Þrátt fyrir hrakandi heilsu nú síðari ár bjó hún ein í Fanna- foldinni og sá um sig sjálf með aðstoð barna sinna. Hún var ótrúlega dugleg í ýmsu fé- lagslífi, bæði hjá kirkjunni sinni í Grafarvogi og hjá Blindra- félaginu þar sem hún mætti reglulega síðustu misserin eftir að sjón hennar fór að hraka. Hún hafði reyndar á orði að verst þætti sér að geta ekki keyrt lengur en hún keyrði þó framundir nírætt sem mörgum þætti nú eflaust ágætt. Ég vil að lokum senda frænd- systkinum mínum, þeim Rósu, Hjalta og Steinunni og fjöl- skyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sorg sinni. Blessuð sé minning Hólmfríð- ar Gísladóttur. Árni og fjölskylda. Við þekktum þig öll þú varst yndisleg sál, hin ástríka lund var þér gefin svo hlaust þú að finna hið fegursta bál er fylgdu þér vissan og efinn, þú gekkst alltaf hægt þegar gatan var hál því gæfan þér lýsti öll skrefin. Og skógarins gyðjur þær glöddust með þér og gáfu þér lárviðarsveiginn er viskunnar farsæld þú hampaðir hér og hugurinn bar þig fram veginn. Þú vissir að hver sá sem byrðarnar ber við beð sitt mun hvíldinni feginn. Hér áttir þú vini, þú vaktir með þeim að vori við skógarins stofna. Með daganna golu komst sál þín á sveim er sumarsins ljós fór að dofna. Að kvöldi kom vonin og hélt á þér heim er hugurinn þráði að sofna. Um skógarins farvegi skundaðir þú er skiptust á sælan og kvölin. Við áttum hér samleið og óskin var sú að yndisleg reyndist þér dvölin svo finnum við þökk þegar fáum við nú að fylgja þér síðasta spölinn. (Kristján Hreinsson) Hafðu þökk fyrir allt, kæra vinkona. Valgerður (Vallý). Mér kenndi móðir mitt hjarta að geyma hjarta trútt þó heimur brygðist; þaðan er mér kominn kraftur vináttu, ástin ótrauða, sem mér aldrei deyr. (Benedikt Gröndal) Hver erum við nema minn- ingar og myndir af samferða- fólki? Nú þegar ég kveð góðan vin og fóstru birtast mér marg- ar myndir úr Heiðargerðinu þar sem Hólmfríður bjó lengstum. Þegar ég byrjaði í mennta- skóla fyrir rúmlega 40 árum síð- an var ég svo heppin að kynnast Steinu dóttur Hólmfríðar og eignaðist þannig tvær vinkonur í einu. Steinu sem var alltaf svo yfirveguð og góð og Fríðu mömmu hennar sem hafði nú dálitlar áhyggjur af mér sveita- stelpunni sem var flutt í sollinn í Reykjavík. Í Heiðargerðinu var alltaf pláss fyrir stelpuskottið og jafnvel reynt að bæta uppeld- ið eða alla vega slípa það aðeins til. Þarna lærði ég að sparistell er ekki eitthvað til að geyma á stofuskápnum og mávastellið varð hluti af lífi mínu. Ég minn- ist ferða í sumarbústaðinn í Grímsnesinu með Magnúsi og Fríðu í Volvo Amazon. Það voru örugglega alltaf tveir bílstjórar í þeim ferðum þó svo að einungis einn væri undir stýri. Fríðu fannst ég nú sinna ást- inni full snemma og ræddi það oft við mig hvort nokkuð vit væri í þessum sveitapilti sem ég var farin að flækjast með. Þær samræður fóru víst inn um ann- að eyrað og út um hitt enda bý ég enn með sveitapiltinum. Þegar kemur að kveðjustund áttar maður sig á að heimsóknir hefðu átt að vera fleiri og nú verða samræðurnar einmana- legri. Eftir að Magnús og Fríða voru nýlega flutt í Grafarvoginn ákvað ég eitt sinn að líta til þeirra á leið minni til Reykja- víkur. Þar sem ég var nú ekki mjög ratvís tókst mér á ein- hvern hátt að taka hring í kirkjugarðinum áður en mér tókst að finna Fannafoldina. Þegar ég var svo loksins komin rétta leið og farin að drekka kaffi úr mávastellinu sagði ég þeim hjónum hvernig ferð mín hefði gengið. Fríða var þá skjót til svars og sagði: „Já, þér finnst víst við orðin svo gömul að það væri helst að finna okkur þar (í kirkjugarðinum).“ Nú er víst komið að því að ég hitti þessi heiðurshjón einungis þar og ein- manalegra verður að drekka kaffisopann en minnigarnar um væntumþykju og skemmtilegar samverustundir munu ylja mér um ókomna tíð. Steina, Hjalti og Rósa – frá Svíaríki sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Sóley Sigurþórsdóttir. Í dag kveðjum við Hólmfríði Gísladóttur, föðursystur mína og vinkonu, sem lést 16. febrúar á Landsspítalanum. Hólmfríður, eða Fríða eins og hún var oftast kölluð af ættingj- um sínum, ólst upp í foreldra- húsum að Hverfisgötu 96 hér í borg. Hún var yngst í stórum systkinahópi sem samanstóð af tveimur bræðrum og fimm systr- um sem nú eru öll látin. Sam- kennd, samheldni og væntum- þykja einkenndi fjölskylduna á Hverfisgötu 96 og systkinin voru alla tíð mjög samrýnd og nutu þess að hittast á heimilum hvers annars og þá var alltaf jafn gam- an. Hólmfríður vann lengst af sem bókbindari hjá fyrirtækinu Bókfelli hf., þar til hún gifti sig og stofnaði heimili. Árið 1956 giftist Fríða Magnúsi Þorvarð- arsyni, sem lést fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust þrjú börn sem í aldursröð eru Rósa, Hjalti og Steinunn og bjuggu þeim ást- ríkt heimili í Heiðargerðinu. Seinna fluttust hjónin í Fanna- fold, þar sem Fríða bjó eftir það. Hún var heimavinnandi hús- móðir meðan börnin voru lítil. Þegar þau komust á legg fór hún aftur út á vinnumarkaðinn og starfaði þá m.a. fyrir Henson og síðan hjá Landsbankanum þar til hún hætti störfum vegna aldurs. Fríða hafði skemmtilega nærveru. Hún hafði ríka og hlýja kímnigáfu, sagði skemmti- lega frá og hafði óbrigðult minni alla tíð. Það var bæði skemmti- legt og fróðlegt að hlusta á frá- sagnir hennar af fólki og atburð- um liðins tíma og líka af upplifun hennar í nútíðinni því hún hafði áhuga á mönnum og málefnum. Hún lifði svo sann- arlega lífinu lifandi og kunni að njóta samvista við vini og vandamenn. Fríða var mjög frændrækin og sannur vinur ættingja sinna og systkinabarna Hún fylgdist vel með því hvað gerðist í lífi þeirra og var mikill áhrifavaldur í því að samheldni einkennir enn afkomendur af Hverfisgötu 96. Það sem einkenndi Fríðu hvað mest að mínu mati var hversu lifandi áhuga hún hafði á lífinu og tilverunni, hversu auð- velt hún átti með að eignast vini og hversu henni var mikilvægt að vera sjálfstæð og sjálfbjarga. Hún var vel að sér um hin ólík- ustu efni, hvort sem það voru þjóðmálin á hverjum tíma eða saga lands og þjóðar. Við systkinabörn Fríðu eig- um mjög ljúfar minningar um samverustundir bæði nýjar og gamlar. Ógleymanleg eru gaml- árskvöldin í gamla daga hjá ömmu á Hverfisgötunni þegar systkinin komu þangað með fjöl- skyldur sínar til að fagna ára- mótunum. Þá var glatt á hjalla, spilað á spil og mikið sungið. Elsti bróðirinn,Viggó, spilaði á orgelið og þessi söngelski systk- inahópur og makar þeirra röð- uðu sér í kringum hljóðfærið og sungu svo unun var á að hlýða. Nú þegar kemur að kveðju- stund minnist ég góðrar frænku og vinkonu með söknuði og hlýju og þakka fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum tíð- ina. Sérstaklega á ég eftir að sakna vikulegu símtalanna okk- ar. Ég votta börnum Fríðu og fjölskyldum þeirra samúð mína á þessum tíma. Pálína I. Jónmundsdóttir. Nú er Fríða horfin á braut líkt og margir af kynslóð for- eldra minna. Horfin með alla sína elsku, visku og lífsreynslu. Ég hitti Fríðu á unglingsár- um þegar ég kynntist Rósu elstu dóttur hennar og gerðist heimagangur á heimili þeirra í Heiðargerði 100. Minningin er ljúf þar sem Fríða var í farar- broddi, húsmóðir í orðsins fyllstu merkingu. Hún var oft heima við þegar mig bar að garði, tók vel á móti mér þannig að mér fannst ég ávallt velkom- in. Kaffisopinn og aðrar góð- gerðir voru aldrei langt undan og ekki man ég eftir að okkur hafi nokkurn tímann skort um- ræðuefni. Enda var Fríða vel upplýst kona sem fylgdist vel með mönnum og málefnum og lét sér einkar annt um fjölskyldu sína og frændgarð allan. Hún var hreinskilin og ákaflega vandvirk í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Kransakökur sem birt- ust við hvert hátíðlegt tækifæri á mínu heimili og útsaumað sængurverasett sem prýtt hefur vöggur sona minna og barna- barna bera þess glöggt vitni. Mér verður því oft hugsað – þetta myndi Fríðu ekki líka – þegar ég stend mig að því að kasta til höndunum við einhver verk. Þá eru ógleymanlegar stundirnar þar sem við sátum við eldhúsborðið í Heiðargerði og lásum til skiptis upp úr bók- inni um Jón Odd og Jón Bjarna og hlógum okkur máttlausar yf- ir uppátækjum þeirra bræðra. Já, það var mikið hlegið og margt brallað. Fríða gerði reyndar oft góðlátlegt grín að okkur vinkonunum, hvort við þyrftum að tala svona mikið í símann áður en við hittumst, hvort við ætluðum virkilega að fara að skúra á nóttunni og hvort þetta eða hitt væri nú ekki einum of ýkt hjá okkur. Síðan skellihló hún og sagði gjarnan „ég hef nú bara aldrei vitað ann- að eins“. Árin liðu og fjölskyldur okkar bundust vinaböndum sem hafa haldist fram til þessa dags. Ég minnist Magnúsar, eiginmanns Fríðu, einnig með mikilli hlýju. Hann vann eins og heimilisfeður þessara tíma langan vinnudag, en var þó ávallt til staðar fyrir fjölskylduna. Hann átti mikið bókasafn og var víðlesinn. Ætt- fræðin var honum hugleikin og skömmu eftir að við kynntumst var hann búinn að finna sameig- inlega forfeður okkar í uppsveit- um Árnessýslu. Hann hafði ekki mörg orð um hlutina en fylgdist vel með sínu fólki og oftar en ekki með glettnisbros á vör. Að leiðarlokum er margs að minnast, en hæst ber þó tryggð og velvild sem Fríða og hennar fjölskylda hafa sýnt mér og mín- um í gegnum árin. Um leið og ég kveð Fríðu með kæru þakklæti fyrir samfylgdina sendi ég börn- um hennar þeim Rósu, Hjalta og Steinunni, tengdabörnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Sigurmundsdóttir. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNA JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR frá Bolungarvík, Lækjasmára 2, Kópavogi, lést mánudaginn 19. febrúar á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 2. mars klukkan 13. Jón Bjarni Geirsson Andri Jónsson Elsa Jónsdóttir Lilja Jónsdóttir tengdabörn og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA HJÖRLEIFSDÓTTIR, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 21. febrúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. mars klukkan 13. Sigdís Sigmundsdóttir Hjördís Sigmundsdóttir Kristinn Waagfjörð Benedikt Sigmundsson Erna Þórunn Árnadóttir Lárus Sigmundsson Þóra Arnheiður Sigmundsd. Jóhannes Oddsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Akurgerði 21, Akranesi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða 20. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. mars klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða. Valdís Einarsdóttir Guðbjörg E. Henriksen John Henrik Henriksen Jón Einarsson Ingibjörg Guðjónsdóttir Einar Ottó Einarsson Anna Guðfinna Barðadóttir og ömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR SIGURGEIRSSON, Ársölum 1, Kópavogi, lést þriðjudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 5. mars klukkan 13. María Margrét Einarsdóttir Ása Ólafsdóttir Lárus K. Viggósson Atli Þór Ólafsson Ester Halldórsdóttir Kristín Ólafsdóttir Snorri Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.