Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 67

Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 það er ekkert í heiminum öllum nema eilífðin, guð – og við. (Sigurður Nordal) Mig dreymir heim um dimmar kaldar nætur. Mig dreymir heim til þín, ó, móðir kær, er hjarta þreytt í húmi dapurt grætur og hníga tár sem þú ein skilið fær. Og þegar blessuð sólin gegnum glugga með geislum sínum strýkur vanga minn, mér finnst það vera hönd þín mig að hugga og hjartað öðlast ró við barminn þinn. Er sunnan gestir sumarlandsins berast á söngvavængjum norður bjartan geim, og vinir fagna, vorsins undur gerast þá verður yndislegt að koma heim. (Freymóður Jóhannesson) Ástarþakkir fyrir allt og allt – við munum alltaf elska ykkur endalaust, elsku amma Þórhalla og afi Jóhann. P.S. Og önnur okkar er óend- anlega stolt og þakklát fyrir að fá að bera nöfn ykkar beggja. Ykkar, Halla Jóhanna og Berglind. Elsku fallega amma mín. Þá er komið að þeirri stund sem ég hef kviðið fyrir frá því ég var lítil stelpa og það er að kveðja þig. Minningarnar hrannast upp frá æskuárum þegar ég var búsett í Kaliforníu og í hvert skipti sem við komum til landsins sameinað- ist öll stórfjölskyldan. Þú og afi komuð stundum upp á völl að sækja okkur og síðan var alltaf gert eitthvað skemmtilegt sam- an. Mamma mín var líka einstak- lega dugleg að halda veislur í Kvistalandinu og ég man sem dæmi að þegar afi átti afmæli hafði mamma látið smíða handa honum lítinn sveitabæ í afmæl- isgjöf sem síðan var farið með í sumarbústað ykkar ömmu, Systralund í Grímsnesi. Við systkinin fengum líka oft að koma í heimsókn í bústaðinn og stund- um að gista. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar við komum til landsins, þá hélt mamma af- mælisveislu í bústaðnum ykkar afa. Það var dansað fram á nótt, sungið og gert grín. Það var mik- ið áfall þegar afi veiktist og fékk krabbamein sem breytti ekki bara lífi hans heldur lífi okkar allra. Mamma tók okkur úr skól- anum í Kaliforníu og frá vinum okkar til að geta verið nær þér og afa á þessum erfiða tíma. Mamma og pabbi vildu að við fjölskyldan stæðum saman og værum á Ís- landi á meðan afi væri svona veik- ur. Við fráfall afa urðum við svo lánsöm að þú komst með okkur fjölskyldunni til Kaliforníu í næstum þrjá mánuði í frí. Þetta átti vel við þig, að vakna á morgn- ana í dásamlega fallegu umhverfi umvafin pálma- og ávaxtatrjám. Á hverjum morgni var farið í göngutúr, borðaður morgunmat- ur úti á verönd og í sund kvölds og morgna. Við ferðuðumst mikið saman um Kaliforníu og þótti þér það mjög skemmtilegt, og það átti vel við hana að vera í góða veðrinu í Kaliforníu. Nú kveð ég þig, elsku fallega amma mín, og þakka fyrir allar góðu stundirnar okkar. Þú varst alltaf svo blíð og góð við mig og reyndist mér góð. Ég bið almáttugan Guð að blessa minninguna um þig elsku amma mín. Megir englar guðs vaka yfir börnunum þínum ömmu Helgu, Sigríði, Eymundi,Viðari og Elfu Dís, tengdabörnum, barnabörn- um, vinum og fjölskyldunni allri og gefa þeim styrk á erfiðum stundum. Megi minning þín vera björt og falleg. Ég kveð þig með þessu dásamlega fallega lagi af plötu Ellý Vilhjálms sem var eitt af þínum uppáhalds. Þú komst til að kveðja í gær. Þú kvaddir og allt varð svo hljótt. Á glugganum frostrósin grær. Ég gat ekkert sofið í nótt. Hvert andvarp frá einmana sál, hvert orð sem var myndað án hljóms nú greindist sem gaddfreðið mál í gervi hins lífvana blóms. En stormurinn brýst inn í bæ með brimgný frá klettóttri strönd, því reiðum og rjúkandi sæ hann réttir oft ögrandi hönd. Því krýp ég og bæn mína bið, þá bæn sem í hjartanu er skráð. Ó, þyrmdu honum, gefðu honum grið. Hver gæti mér orð þessi láð? (Freymóður Jóhannesson) Við elskum þig. Þínar Sigurbjörg Halla og Eva Rós. Þá er komið að kveðjustund, elsku systir, alltaf er erfitt að kveðja kæran ástvin. Við vorum níu systkinin og skiptumst í tvo hópa, eldri og yngri. Það var oft mikið fjör og mikið sungið. Nú er- um við orðin fjögur eftir þannig að það fækkar óðum í hópnum. Eftir að Dadda missti Jóhann, manninn sinn, varð samband okk- ar miklu meira og nánara. Hún var hörkudugleg og var ein í sinni íbúð í 10 ár. Hún var svo jákvæð, það var sama hvenær maður hringdi í hana og bauð henni að koma með í bíltúr eða bara vera hérna heima, svarið var alltaf ég er til í það. Við höfðum mikið gaman af að fara á gamlar slóðir. Við ólumst upp á Grímsstaðaholti og þótti okkur mikið til koma um allar breytingarnar. Eldri syst- urnar fóru mjög fljótt að vinna. Dadda fór að vinna í mjólkurbúð, hún vann sig fljótt upp og var gerð að forstöðukonu, henni var treyst fullkomlega fyrir öllu sem viðkom búðinni. Hún var einstök, gæðin og góðmennskan hennar kemur fljótt í ljós hjá henni, ég held ég hafi verið sex ára þegar hún fékk sín fyrstu laun, þá fór hún með mig niður í bæ og keypti handa mér kápu og skó. Dadda og Jóhann giftu sig og ári seinna eignuðust þau stúlkubarn sem hlaut nafnið Margrét. Hún var fyrsta barnabarn mömmu og pabba, hún var þvílíkur gleðigjafi, hún heillaði alla, þetta fannst mér óskaplega spennandi enda ekki nema átta ára þegar hún fæddist. Pabbi var svo hrifinn af henni að hann gerði vísu sem hann ætlaði henni sem mér finnst eiga svo vel við núna þegar systir mín er horf- in á braut. Farðu að sofa systir mín góða. Guð þér vaki og góðir englar hjá um þig litla langar mig að ljóða liljan fríða ljós með hýra brá. Þegar mamma mjúkt í fangið vefur mildri hönd sem allan vanda kann þá veit guð sem góðar gjafir gefur að grænt og fagurt verður kringum mann. Þá er vanda þessum þar með lokið þú ert sofnuð elsku systir mín áhyggjurnar eru eins og rokið aftur næsta daginn sólin skín. Því miður lést Maddý aðeins 26 ára og hvílir nú við hlið afa síns og ömmu. Svo hún systir mín hef- ur farið í gegnum mikla sorg. Hvíl í friði, kæra systir. Ég sendi börn- um hennar og öllum ættingjum mínar samúðarkveðjur. Þórdís Karlsdóttir. Til minningar um Þórhöllu og Jóhann. Alltaf var ég velkomin í hópinn ykkar með bestu vinkonum mín- um, Höllu og Berglindi. Sama hvort var á hátíðum eða bara í kaffi með stelpunum ykkar, alltaf svo gaman og notalegt. Þið veitt- uð mér vinnu á sumrin og með skólanum á veturna, fyrir það er ég mikið þakklát. Hláturinn var aldrei langt undan. Þið voruð ótrúleg hjón og nú saman á ný. Síðast þegar ég hitti ykkur tvö var á göngutúr kringum tjörnina, gleðifundir. Þið eins og unglingar, svo sæt og fín. Takk fyrir mig og ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðj- ur, kæra fjölskylda. Ykkar Birna Halldórsdóttir. ✝ Valdís K.M.Valgeirsdóttir fæddist í Keflavík 10. nóvember 1938. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 19. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Jón Val- geir Jónsson, f. 30.8. 1909, d. 21.3. 1964, og Sólrún Einarsdóttir, f. 16.4. 1911, d. 29.9. 1962. Systkini Valdísar eru Ástþór, f. 4.5. 1931, d. 12.3. 2009; Guðfinna, f. 31.7. 1934; Sjöfn, f. 10.4. 1936; Einar, f. 17.10. 1937; Drengur Valgeirs- son, f. 20.1. 1943, d. 4.4. 1944; Dagný, f. 2.3. 1945; og Rúnar, f. 9.7. 1948. Eftirlifandi eiginmaður Val- dísar er Vilhelm Sigmarsson, f. 5.3. 1925. Börn þeirra eru 1) Kristjana Sólrún, f. 29.1. 1958. Gift Antoni Krist- inssyni, dætur þeirra eru Ester, Sesselja og Valdís Sólrún. 2) Sigmar Valgeir, f. 6.3. 1961, sonur hans er Valgeir Snær. 3) Bergþóra, f. 30.4. 1964. Gift Baldvini Gunnarssyni, synir þeirra Vilhelm, Gunnar Hjörtur og Andri Freyr. 4) Sigrún, f. 3.7. 1966. Gift Georg Georgssyni, dætur þeirra Aníta Ósk og Sandra Dögg. Barnabarna- börnin eru átta. Valdís ólst upp í Keflavík á Kirkjuvegi 30 hjá foreldrum sínum og systkinum. Hún vann ýmis störf, aðallega fiskvinnslu- og þjónustustörf. Útför Valdísar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 1. mars 2018, klukkan 13. Elsku mamma mín er látin, komið er að leiðarlokum. Ég sit hérna og leyfi minningunum að poppa upp. Ég man hana sem pínu háværa, hressa og káta, snögga í hreyfingum og dug- lega. Fólk vildi hafa hana með sér og þótti gaman að tala við hana. Ég man er ég sat fyrir aftan hana í sófanum að greiða henni og setja í hana rúllur bara lítil budda. Ég man þegar hún vann uppi á Keflavíkurflugvelli við að þrífa íbúðir og ég fékk stundum að koma með, og fékk fanta, samloku og amerískt nammi. Ég man þegar hún var verk- stjóri yfir humrinum í HF. Ég man þegar hún vann svo í skó- búðinni, man reyndar ekki hversu mörg ár hún vann þar en þau voru mörg, enda festist við hana Valdís í skóbúðinni. Hún var eins við alla, enginn séra Jón þar, og hún átti auð- velt með að tala við fólk. Hún var ótrúlega rösk og dugleg til vinnu, alltaf að laga til á lag- ernum, og það þarf ekki að taka það fram að henni fannst ekki fínt að vera í óburstuðum skóm, og sá sem lét hana sjá það einu sinni gerði það ekki aftur. Ég man þegar ég og Baldvin byrjuðum að búa og ég bakaði fyrstu súkkulaðikökuna mína og bauð henni og pabba í kaffi, það var súkkulaðiterta með smjörkremi og kókos stráð yfir. Þegar hún sá kökuna þá fór hún að hlæja, því ég gerði eins og hún. Ég man aldrei eftir henni aðgerðalausri, fyrir utan að vinna og halda heimilinu spikk og span, þá var hún alltaf að dudda eitthvað, mála myndir eftir númerum, sauma í, flosa, bleyta upp frímerki á umslög- um, þurrka og raða í bækur, en í seinni tíð var hún aðallega að prjóna dúka, teppi og peysur og púsla, og þrífa – alltaf að þrífa og gera fínt. Ekki má gleyma golftíma- bilinu, það þótti henni rosalega gaman og svo fór pabbi í það með henni þegar hann hætti að vinna og áttu þau nokkur góð ár saman í golfi. Síðustu ár, eftir að hún hætti að vinna, fórum við nokkrar Reykjavíkurferðirnar saman. Og þar sem hún var vön að spjalla við alla, búin að vinna svo mörg ár í verslun, hélt hún því áfram í ferðunum okkar og spjallaði við starfsfólkið í þess- um búðum sem við fórum í eins og hún þekkti það vel. Við vor- um ágætar saman, og það var mikið talað er við brunuðum á brautinni. Hún var hreinskilin og sagði sína meiningu, og ef þú vildir fá hreinskilið svar frá henni þá gastu fengið það alveg ókeypis. Hún greindist með krabba- mein fyrir sex árum, sem svo liggur niðri þar til fyrir ári, þá tekur það sig upp. Voru síðustu vikur og mánuðir mjög erfiðir fyrir hana, því hægri höndin var orðin lömuð og hún gat ekki prjónað eða notað höndina neitt. Henni þótti sjálfsagt að hjálpa öðrum en að biðja um hjálp, það bara gat hún ekki, heldur gerði sitt besta eins og hún gat á sinn hátt. Og nú hrynja tárin, því við eigum bara eina mömmu, og nú er mín farin með öllum sínum kostum og göllum og ég mun sakna hennar mikið, að hafa hana ekki lengur í lífi mínu. Við systkinin munum hlúa að pabba okkar eins vel og við getum eins og hún hefði viljað. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þín Bergþóra. Elsku mamma mín. Mér finnst allt svo skrítið og óraunverulegt, ég trúi því ekki að nú sé komið að kveðjustund. Ég man ekki eftir þér öðru- vísi en með eitthvað á prjón- unum, hvort sem það var teppi, dúkur eða útsaumur. Hún saumaði oft á okkur jólafötin og vorum við systurnar allar í stíl. Einu sinni langaði mig agalega mikið í stóra tuskudúkku sem væri jafn stór og ég var þá, og mamma var ekki lengi að redda því, ég lagðist á gólfið og hún teiknaði upp útlínur af mér og svo saumaði hún dúkku í minni stærð og kallaði ég hana Lísu, ég á hana enn. Eitt áttum við sameiginlegt, við vorum báðar hrifnar af kis- um, mamma ólst upp við að eiga margar kisur og áttum við einnig margar kisur, þó alltaf eina í einu, ég veit að þær taka vel á móti henni núna. Henni fannst gaman að tónlist og að dansa og ef það kom gott lag í útvarpið þá var hækkað vel í græjunum og tekin nokkur spor með. Hvíldu í friði, mamma mín. Þín dóttir, Sigrún. Valdís K.M. Valgeirsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR PÁLL HALLDÓRSSON, Barðastöðum 21, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt laugardagsins 24. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík mánudaginn 5. mars klukkan 13. Guðbjörg Jónsdóttir Halldór Þór Þórhallsson Þóra Ingvarsdóttir Ómar Þórhallsson Jón Indriði Þórhallsson Þröstur Þórhallsson Sylvía Rún Guðnýjardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, sonur, bróðir, tengdasonur, mágur og frændi, ÓLI FJALAR ÓLASON, Grundargötu 49, Grundarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, föstudaginn 23. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 3. mars klukkan 14. Anna Kristín Magnúsdóttir Samúel Karl Ólason Stefán Viðar Ólason Heiður Björk Óladóttir Aþena Björk Viktorsdóttir Bára Guðmundsdóttir og systkini hins látna Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Góa, Skessugili 7, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. mars klukkan 13.30. Rögnvaldur Egill Sigurðsson Grétar Óli Sveinbjörnsson Ragnheiður G. Þorsteinsdóttir Gunnar M. Sveinbjörnsson Lilja Finnbogadóttir Margrét S. Sveinbjörnsdóttir Angela Rós Sveinbjörnsd. Friðbjörg Sveinbjörnsdóttir Sigríður Sveinbjörnsdóttir Steinn Jóhann Jónsson Regína Sveinbjörnsdóttir Tryggvi Aðalbjörnsson Bylgja Sveinbjörnsdóttir Sigurgeir B. Hreinsson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR, Langholti 27, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. mars klukkan 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Stefanía, Maríanna, Ólafur og Gestur Traustabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, G. ERNA HALLDÓRSDÓTTIR frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, síðast til heimilis að Seftjörn 9, Selfossi, varð bráðkvödd á heimili sínu 25. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 6. mars klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Viðar Zophoníasson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.