Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 74

Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Lettneska fiðlustjarnan Baiba Skride er einleikari á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld, í fiðlukonserti Roberts Schumanns í D-moll. Verður þetta í fyrsta skipti sem konsertinn hljómar á tónleikum hér á landi. Þetta verður í annað sinn sem Skride kemur fram með hljóm- sveitinni en margir minnast glæsilegs flutnings hennar á fiðlukonserti eftir Beethoven árið 2015. Rýnir Morgun- blaðsins lofaði frammistöðuna þá, meðal annars kadensurnar sem voru „forkunnarvel leiknar, ýmist lauf- liðugar sem iðandi straumfiskar í olíu eða undurþýðar úr greinilega úrvals- hljóðfæri“. Þess má geta að Skride leikur á fiðlu smíðaða af Stradiv- ariusi. Stjórnandi á tónleikunum nú, eins og síðast þegar Skride kom hér fram, er hinn norski Eivind Aadland. Önn- ur verk á efnisskránni eru Sinfóníetta II eftir Jónas Tómasson, sem hljómar nú í fyrsta sinn og hefur undirheitið „Laxárdalur - Til Siggu“, og sjálf Sin- fónía nr. 5 eftir Ludwig van Beetho- ven, Örlagasinfónían. Eitt dáðasta og kunnasta tónverk allra tíma. Þarf orku og einlæga ást Saga þessa eina fiðlukonserts Schumanns, sem Skride leikur, er merkileg en hann var ein af hans síð- ustu mikilfenglegu tónsmíðum. Tón- skáldið samdi konsertinn árið 1853, skömmu fyrir andlátið, en í 80 ár var hann þó aðeins kunnur í þröngum hópi fólks og ekki fluttur opinberlega fyrr en árið 1937, af Georg Kulen- kampff með Fílhamóníuhljómsveit Berlínar. Yehudi Menuhin flutti hann síðan tæpum tveimur vikum síðar í New York, í útgáfu fyrir fiðlu og pí- anó. Baiba Skride er nú einn eftirsótt- asti ungi fiðluleikarinn í Evrópu og þeytist landa á milli allan veturinn, með tónleika á hinum ýmsu stöðum nær vikulega. Þá hefur hún hljóðritað Tónlistin er djúp og gullfalleg; heillandi tónsmíð  Hin lettneska Baiba Skride leikur fiðlukonsert Schumanns með SÍ í kvöld VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndahátíðin Stockfish verður sett í Bíó Paradís í kvöld með sýn- ingu á kvikmyndinni An Ordinary Man með Heru Hilmarsdóttur og Ben Kingsley í aðalhlutverkum og verða Hera og leikstjóri myndar- innar, Brad Silberling, viðstödd sýn- inguna. Hera er líklega orðin þekkt- asti kvikmyndaleikari Íslands og mun næst sjást í einu af aðalhlut- verkum Mortal Engines, kvik- myndar sem fellur í flokk vísinda- skáldskapar og er af dýrustu gerð enda framleidd af leikstjóranum Peter Jackson, þeim sama og gerði kvikmyndirnar upp úr Hringa- dróttinssögu og Hobbitanum. Í leit að skilningi Þrátt fyrir miklar annir gaf Hera sér tíma til að svara spurningum blaðamanns í byrjun viku og var hún fyrst beðin um að segja frekar frá söguþræði An Ordinary Man, þar sem litlar upplýsingar um hann væri að finna á netinu. Það eina sem stæði þar væri á þá leið að hún léki hús- hjálp eftirlýsts stríðsglæpamanns, sem Kingsley leikur, og að samband þeirra yrði nánara eftir því sem leit- in yrði ákafari að honum. Stríðs- glæpamaðurinn, kallaður hershöfð- inginn, áttaði sig smáma saman á því að hún væri eina manneskjan sem hann gæti treyst. –Hvað geturðu sagt mér meira um efni myndarinnar og hversu mikið máttu segja? „Myndin fjallar í grófum dráttum um þekktan stríðsglæpamann í fel- um og unga konu sem birtist einn daginn á felustað hans. Eftir sitja nokkrir dagar í lífi þeirra saman. Myndin gerist í samtíma okkar en vísar til þeirra atburða sem gerðust í Júgóslavíustríðinu og var öll tekin upp í Serbíu,“ segir Hera. Á fáeinum dögum sé fylgst með fulltrúa ungu kynslóðarinnar, konunni, krefjast svara af fulltrúa eldri kynslóðar- innar, karlsins, hvað varðar gjörðir hans gegn fólkinu þeirra. Skyggnst sé inn í þann lúmska karllæga heim margra kvenna, bæði í einkalífi og starfi, sem ógerlegt sé fyrir þær að komast út úr og hvernig þær þurfi að taka því með reisn hvern einasta dag til að halda styrk sínum eða hrein- lega lífi sínu. Myndin sé undir- liggjandi heldur pólitísk en í grunn- inn saga tveggja manneskja í leit að skilningi á hegðun hvor annarrar. Ekki ástarsaga –Af stiklunni að dæma fer kvik- myndin að miklu leyti fram í íbúð hershöfðingjans. Er þetta stofu- drama? „Að hluta til, að öðru leyti alls ekki,“ segir Hera. –Lýsingin bendir til þess að sið- ferðislegum spurningum sé varpað fram í myndinni og spurningum um sekt og sakleysi. Hver er kjarni sög- unnar og hvaða spurningum er verið að leita svara við? „Hvað getum við réttlætt fyrir okkur sjálfum sem nauðsynlega hegðun fyrir málstað sem við trúum á? Hvar liggja mörkin? Er mann- eskja sem framkvæmir hroðaverk skrímsli eða er hún útgáfa af okkur sjálfum? Getum við séð mun á „vondu“ fólki og „góðu“? Jafnvel þótt við viljum það? Getum við gleymt hryðjuverkum manneskju þegar við kynnumst henni, séð manneskjuna í nýju ljósi og jafnvel gleymt því sem hún hefur gert? Eða kannski einungis komist nær því að skilja hvað leiðir fólk áfram og ákvarðar hegðun þess?“ svarar Hera. „Þegar ég las handritið að myndinni fangaði það mig einmitt hversu mikið hún lifir á gráa svæð- inu, hversu mikið hún lifir í augna- blikinu milli þessara tveggja mann- eskja, þó svo fortíðin setji skugga á stað og stund hverju sinni.“ –Þú leikur húshjálpina, er hún í raun fangi hershöfðingjans? „Það kemur í ljós í myndinni,“ svarar Hera og vill, eðlilega, ekki segja of mikið um söguþráðinn. En fella þau hugi saman, er þetta ástarsaga um leið? „Nei, þetta er ekki ástarsaga eldri karlmanns og ungrar stúlku, eins og svo oft, ég held að það sé ágætt að taka það fram. En samband þeirra er raf- magnað, samt sem áður.“ Titillinn varpar fram spurningum –Þessi maður er allt annað en venjulegur, ekki satt? En vill vænt- anlega láta líta út fyrir að svo sé? „Ég myndi segja að titill myndar- innar kasti fram spurningum um hvað sé venjulegt fyrir okkur hvað varðar karakter, gjörðir, útlit, lifn- Rafmagnað samband  Hera Hilmarsdóttir leikur á móti Ben Kingsley í opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar Stockfish, An Ordinary Man  „Nánd í sögu og samstarfi,“ segir Hera um samvinnu þeirra Kingsley Gott samstarf Hera Hilmarsdóttir og Ben Kingsley í einu atriða An Ordinary Man. Hera segir samstarf þeirra hafa verið afar gott og náið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.