Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 76

Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Bragð af vináttu • Hágæða gæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég verð að viðurkenna að þessi viðurkenning kemur mér ánægju- lega á óvart, því ég hélt satt að segja að bókin væri of umdeild til að vera verðlaunuð,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir sem í gær hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir framúrskarandi rit á árinu 2017 fyr- ir bókina Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir sem Sögufélag gaf út í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Viðurkenn- ing Hagþenkis, sem veitt var í 31. sinn í gær, telst til virtustu og veg- legustu verðlauna sem fræðimönn- um og höfundum kennslugagna get- ur hlotnast. „Þessi verðlaun hafa mikla þýð- ingu fyrir mig. Því þó ég sé sjálf sátt með mitt verk – annars hefði ég ekki látið það frá mér – er alltaf gott að fá staðfestingu um það frá öðrum. Það er ekki síst vegna þess að oft er litið svo á að ógerningur sé að þjóna tveimur herrum, þ.e. skrifa bók jafnt fyrir fræðimenn og almenning. Eins hefur ákveðnum hópi fólks þótt ég vera með skrifum mínum að upp- hefja klaustrin á kostnað þjóðkirkj- unnar og þá með því að benda á að hagur almennings hafi versnað þeg- ar klaustrunum var lokað við siða- skiptin,“ segir Steinunn og viður- kennir fúslega að með því að beina sjónum sínum að sögu kaþólsku klaustranna sé hún að fjalla um þátt í sögunni sem hafi ekki fengið mikla athygli fræðimanna hérlendis um langt skeið. Þá er sjaldgæft að fræðibók sé skrifuð í fyrstu persónu. Saga klaustranna vanrækt „Meginástæða þess að saga klaustranna hafi verið vanrækt, fyr- ir utan framlag þeirra til ritmenn- ingar og sagnaritunar, kann að vera að áherslan hefur alloft verið á höfð- ingjavald og veraldlega lífið á mið- öldum. Rannsókn mín leiðir í ljós að í raun ríkti tvöfalt valdakerfi í landinu á miðöldum, annars vegar veraldlegt og hins vegar kirkjulegt. Lengst af á kaþólskum tíma voru stöðugar deil- ur milli þessara tveggja valdblokka. Kirkjulega valdið kom auðvitað frá Róm og það virðist eins og litið hafi verið á það sem útlenskt fyrirbæri í landinu sem ekki tengdist Íslands- sögunni, en þetta er stór og ríkur þáttur í sögu okkar,“ segir Steinunn og bendir á að margar mýtur séu til um klaustrin sem ekki standist við nánari skoðun. „Sú skoðun er t.d. ríkjandi að klaustrin hafi verið afar fámenn og að þau sem gengið hafi í þau hafi verið heldra og eldra fólk. En það eru eiginlega engin dæmi um það að efnað fólk hafi gengið í klaustur til að setjast í helgan stein. Þvert á móti voru klaustrin mjög fjölmenn og full af fólki á besta aldri auk þess sem margir óvígðir keyptu sér veraldlega vist í klaustrunum.“ Einlægur frásagnarstíll Að vanda stóð viðurkenningarráð Hagþenkis að valinu á verðlaunabók ársins, en í því sátu Auður Styrkárs- dóttir stjórnmálafræðingur, Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur, Helgi Björnsson jöklafræðingur, Henry Alexander Henrysson heim- spekingur og Sólrún Harðardóttir námsefnishöfundur. Að mati ráðsins fær bók Steinunnar lesendur til „að hugsa á nýjan hátt um lífið og til- veruna á Íslandi á fyrri öldum“. Í greinargerð ráðsins segir einnig: „Eins og þekkt er vann Steinunn ítarlega og merka rannsókn á klaustrinu að Skriðu í Fljótsdal. Bókin sem nú er verðlaunuð fjallar um rannsókn hennar á „hinum“ klaustrunum. Markmið Steinunnar með rannsókninni var að leita nýrra heimilda um klaustur á Íslandi og rekja sögu þeirra með öllum til- tækum heimildum og nútímatækni sem stendur fornleifafræði til boða. Sérstök áhersla var á leifar klaustr- anna í jörðu. Afrakstur rannsóknar- innar varpar nýju ljósi á sögu kirkj- unnar og hugmyndir manna um mikilvægt hlutverk klaustra í ís- lensku samfélagi. […] Steinunni tekst á einstaklega áhrifaríkan hátt að láta lesandann finnast hann vera þátttakandi í sjálfri rannsókninni. Með látlausum, en jafnframt ein- lægum frásagnarstíl, gefur hún les- andanum færi á að skyggnast inn í heim og huga fræðimanns og fylgja honum eftir við hvert fótmál. Ekki bara þegar vel gengur heldur líka þegar uppgröftur skilar ekki þeim árangri sem vonast var til. Þetta þótti viðurkenningarnefnd áhuga- verð nálgun og gefa verkinu aukið gildi hvað varðar miðlun fræðilegs efnis til almennings.“ Efnislegar leifar mikilvægar Í samtali við Morgunblaðið þakk- ar Steinunn bróður sínum, Gísla, fyrir að hvetja sig til að reyna ekki að fela það að höfundurinn er ávallt hluti af eigin verki. „Hann sannfærði mig líka um að hægt er að þjóna tveimur herrum í einu, þ.e. skrifa bók fyrir jafnt fræðimenn og al- menning, án þess nokkurn tímann að slá af fræðilegum kröfum. Þegar ég fór að nálgast skrifin með þeim augum fann ég hvað það var miklu auðveldara og ég held að það skili sér í textann,“ segir Steinunn og tekur fram að ekki megi vanmeta getu almennings til að skilja fræði- legan texta. „Með þessari nálgun fæ ég líka tækifæri til að segja miklu meira og koma hugleiðingum mínum á fram- færi, en ef ég væri bara bundin við fræðilegan texta. Við fræðimenn eigum alltaf að vera að finna ein- hvern einn sannleika, en hann er ekki til – heldur aðeins óteljandi sjónarhorn sem geta öll verið sönn og geta saman byggt upp ríkulegri mynd af horfnum tíma en ella,“ segir Steinunn og tekur fram að hún líti á viðurkenningu Hagþenkis sem stað- festingu þess að efnislegar leifar geti, ekki síður en skjöl eða aðrar heimildir, varpað ljósi á söguna og fortíð. „Þetta kann að hljóma sjálf- sagt í eyrum margra en það er ekki svo því gjarnan er litið þannig á að það sem ekki hefur verið skráð eða skrifað niður sé hreinlega ekki til,“ segir Steinunn og bendir á að bein sjúklinga veiti upplýsingar ekki síð- ur en skjal um kaup á jörð. „Þegar ég rannsakaði klaustrið á Skriðu í Fljótsdal var niðurstaða mín að þar hefði verið spítali. Ég byggði það á jarðneskum leifum sjúklinga sem jarðaðir höfðu verið á staðnum, læknisfræðiáhöldum sem þar fundust sem og ummerki um kvikasilfur sem vitað er að notað var við lækningar á sínum tíma og lækn- ingaplöntur. Sumir telja þessar efn- islegu leifar ekki nóg vegna þess að hvergi séu til ritaðar heimildir þess efnis að spítali hafi verið rekinn á Skriðuklaustri. Þrátt fyrir að óbein- ar heimildir og vísanir sýni fram á að klaustrin hafi sinnt sjúkum og fá- tækum hefur því verið afneitað með þeim rökum að samkvæmt Jónsbók áttu hreppar og ættingjar að sjá um hina sjúku og fátæku. Í mínum huga segja varðveitt skjöl raunar aðeins hálfa söguna, rétt eins og bein sjúklingsins. Sem fornleifafræðingur vil ég einnig halda því fram að hinar efnislegu leifar – efnismenningin – veiti jafnan upplýsingar um hversdaginn á með- an þær rituðu sýni öðru fremur hvernig lífið og tilveran hefði átt á að vera út frá sjónarhorni þess sem skráði,“ segir Steinunn og bendir á að ávallt verði að hafa í huga að sá sem stundar fræðastörf hafi alltaf val um nálgun á viðfangsefni sín. „Ekkert ratar af sjálfsdáðum á spjöld sögunnar því þekkingin og sagan sjálf er búin til af þeim sem hennar afla eða hana rita. Og þess vegna er líka svo endalaust mikil saga enn ósögð; sögur af konum, körlum, börnum, hinum jaðarsettu eða ráðandi, hvers kyns trú, siðum, menningu og pólitík eða bara af tíð- indalausum hversdeginum.“ Strandar á fjármagni Aðspurð segist Steinunn þegar farin að leggja drög að næstu bók og viðurkennir að verðlaunaupphæðin, sem nemur 1.250 þús. kr., komi þar í góðar þarfir. „Ég hef verið að rann- saka aftökur á Íslandi eftir siða- skipti út frá stéttaskiptingu, þving- uðum játningum og #metoo-- byltingunni. Við siðaskiptin fluttist rétturinn til refsinga frá kirkjunni til veraldlega valdsins samtímis því sem dauðarefsingar voru teknar upp,“ segir Steinunn og bendir á að meðal þeirra mála sem rannsókn hennar nái til séu morðin á Sjöundaá og síðasta aftakan hérlendis þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sig- urðsson voru tekin af lífi 1830. „Þetta eru mörg mál sem ég hef verið að skoða, bæði dómsskjöl, skráðar heimildir og munnlegar frá- sagnir. Ég hef sérstakan áhuga á bakgrunni fólksins sem dæmt var, því þetta virðist oftast hafa verið fólk sem var lægra sett í þjóðfélag- inu og lenti í ógöngum. Ég ætla að skrá dysjar hringinn um landið og hugsanlega grafa í einhverjum þeirra,“ segir Steinunn og rifjar upp að sakborningar hafi yfirleitt verið dysjaðir á aftökustað, enda misstu þeir rétt sinn til að hvíla í vígri mold. „Líkt og með klaustrin er þetta dulinn þáttur í okkar sögu. Þessar aftökur fóru fram annað hvert ár á 200 til 300 ára tímabili. Þetta hefur haft mikil áhrif á allan almenning, en samt er lítið talað um þetta – eins og með klaustrin. Samhliða þessu hef ég, ásamt fleirum, verið að undirbúa viðamikla og kostnaðarsama rann- sókn á Þingeyraklaustri. En því mið- ur hefur ekki enn fengist fjármagn til hennar. Hún bíður þess.“ Fornleifar sýna hversdaginn  Steinunn Kristjánsdóttir hlýtur viðurkenningu Hagþenkis 2017 fyrir bókina Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir  Aftökur hérlendis og Þingeyraklaustur næstu rannsóknarefni Morgunblaðið/Hanna Ánægja „Ég verð að viðurkenna að þessi viðurkenning kemur mér ánægjulega á óvart, því ég hélt satt að segja að bókin væri of umdeild til að vera verðlaunuð,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir um viðurkenningu Hagþenkis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.