Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 82

Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Arabíska vorið og stríðið í Sýrlandi Á meðan Bandaríkjamenn bjuggu sig undir að yfirgefa Írak hófst hið svokallaða arabíska vor víða í Mið- Austurlöndum og hefur leitt til mik- illa breytinga og óstöðugleika víða. Enn eru ekki öll mál útkljáð. Mót- mælaalda þessi hófst í Túnis þeg- ar fátækur ávaxtasali, Mu- hammad Boua- zizi, kveikti í sér í desember 2010 til að mótmæla spill- ingu stjórnvalda landsins. Innan fárra vikna fór að bera á álíka mót- mælum í Líbíu, Egyptalandi, Jemen, Bahrein og Sýrlandi. Merkileg tíma- mót og stórfelld ofbeldishrina átti sér stað bæði í Líbíu, þar sem Muammar Ghaddafi var steypt af stóli og hann myrtur, og í Egyptalandi þar sem Hosni Mubarak sagði af sér og var hnepptur í fangelsi. Á tímabili var vor í lofti og bjartsýni ríkti um að nýir straumar og stefnur hefðu fest rætur sem myndi leiða til betri tíðar með blóm í haga. Síðan kom Vetur kon- ungur og allt fór á annan veg, vor- blómin fölnuðu og voru rifin í burtu eins og arfi. Gömlu klíkurnar náðu að festa sig í sessi á ný og treystu stöðu sína enn betur. Al-Assad-fjölskyldan, sem tilheyrir minnihlutahópi alawíta (sem er af- sprengi úr sjía-íslam), hefur verið í forystuhlutverki í Sýrlandi síðan 1971. Fyrst var það Hafez al-Assad sem stjórnaði landinu með járnhendi. Þegar hann lést árið 2000 tók sonur hans, Bashar al-Assad, við. Þegar vindar arabíska vorsins fóru að blása um svæðið gerðu fæstir ráð fyrir því að Sýrlendingar myndu vera þar fremstir í röð. Á síðustu þrjátíu árum hafði stjórnmálalífið í Sýrlandi verið frekar rólegt og lítið um að vera í ein- ræðisríkinu. Það var nánast engin stjórnarandstaða og ólíkt Egyptum og Jórdaníubúum, sem hafa mikinn pólitískan áhuga, var það viðkvæði annars staðar meðal araba að Sýr- lendingar hefðu meiri áhyggjur af hversu mikill sykur væri í teinu þeirra heldur en því sem væri að ger- ast í stjórnmálum. Það var ekki til- viljun þar sem stjórn Assad- fjölskyldunnar beitti harðneskjuleg- um aðferðum til að koma í veg fyrir þróun eðlilegrar stjórnarandstöðu og braut gegn mannréttindum þeirra borgara sem hún taldi að gætu ógnað valdastöðu hennar. En í mars 2011 tóku nokkrir tán- ingsstrákar sig til og krotuðu algeng slagorð arabíska vorsins á lög- reglustöðina í bænum Deraa. Lög- reglan handtók þá og fangelsaði og þeir máttu þola pyntingar. Aðstand- endur strákanna hófu að mótmæla þessum harðneskjulegu aðgerðum stjórnvalda. Ríkisstjórn al-Assads brást ókvæða við þessum mótmælum. Herinn var kallaður út og nokkrir mótmælendur létust. Tónninn var sleginn. Úr þessu óx ofbeldisstig mót- mælanna og þau breiddust út um landið. Fyrr en varði þróuðust mót- mælin yfir í borgarastyrjöld þar sem hersveitir ríkisstjórnarinnar börðust gegn ólíkum hópum stjórnarandstöð- unnar. Þegar borgarastyrjöldin skall á voru þeir aðilar sem börðust gegn ríkisstjórninni mjög ólíkir innbyrðis, höfðu ekki mikla reynslu af samstarfi og áttu ólíkra hagsmuna að gæta. Mörg erlend ríki, svo sem Bandarík- in, Tyrkland og hin ýmsu ríki við Persaflóann, svo sem Katar, studdu þessa stjórnarandstöðu með ráðum og dáð enda vildu þau gjarnan bola Assad-stjórninni frá. Þeir sem börð- ust gegn ríkisstjórninni voru til dæm- is ýmsar hreyfingar Kúrda, hinn svo- kallaði frjálsi sýrlenski her og svo ýmsar hreyfingar jihadista-samtaka, þar á meðal liðsmenn hins svokallaða Íslamska ríkis (ISIS eða Dáesh). Hins vegar studdu Rússland og Íran Assad-stjórnina enda höfðu þau átt góð og náin tengsl við hana í fjölmörg ár. Sömuleiðis voru liðsmenn Hizbol- lah-samtakanna í Líbanon, sem eru sjítar, dyggir stuðningsmenn Sýr- landsstjórnar. Klassískt staðgöngustríð Á síðustu misserum hafa Tyrkir söðlað um og styðja nú ríkisstjórn As- sads. Þeir sem styðja stjórnina vilja að sjálfsögðu að hún haldi áfram að vera við stjórnvölinn í Sýrlandi. Sýr- lendingar eru mikilvægir bandamenn Rússa í Vestur-Asíu. Íran og Hizbol- lah-samtökin vilja gjarnan tryggja að sjíta-stjórn sitji áfram að völdum og Tyrkir meta það sem svo að hún sé líklegust til að koma í veg fyrir sjálf- stæðistilburði Kúrda. Nýlega hafa svo Bandaríkjamenn einnig verið As- sad-stjórninni innan handar þar sem Bandaríkjastjórn lítur svo á að rík- isstjórn Sýrlands sé öflugur andstæð- ingur ISIS (eða Dáesh). Í augum Bandaríkjamanna eru því óvinir óvin- arins vinir. Og í þessu tilviki er það Sýrlandsstjórnin. Á fyrstu árum stríðsins í Sýrlandi virtist sem dagar Assad-stjórn- arinnar væru taldir. En á síðasta ári skánaði staða hennar. Hún hefur unnið nokkra sigra að undanförnu. Sýrlandsstjórnin hefur nú umráð yfir stærstu borgum Sýrlands en á enn langt í land að ná fullnaðarsigri. Margir óttast að líða muni töluverður tími uns ófriðaröldurnar fari að lægja í Sýrlandi og að enn sé langt í land þangað til friður og ró ríki í þessu merka og forna menningarríki. Átökin í Sýrlandi snúast fyrst og fremst um pólitíska framtíð Sýrlands. Það má segja að átökin í Sýrlandi séu tvenns konar: Annars vegar er þetta dæmigerð borgarastyrjöld þar sem innlendir aðilar herja hver á öðrum af trúarlegum, etnískum eða hug- myndafræðilegum ástæðum. Hins vegar er þetta klassískt stað- göngustríð (það er proxy war) þar sem ýmis erlend ríki og stórveldi blanda sér í átökin fyrst og fremst af öðrum pólitískum ástæðum sem hafa lítið sem ekkert með Sýrland að gera. Með beinum og óbeinum aðgerðum stuðla þessir erlendu aðilar að því að tryggja efnahagslega hagsmuni og pólitíska stöðu þeirra í Vestur-Asíu. Þeir líta svo á að Sýrlandsstríðið sé ákveðinn vendipunktur þar sem út- koman gæti endurskilgreint landa- mæri og valdahlutföll Mið-Austur- landa. Staðan í Sýrlandi er orðin vægast sagt mjög flókin. Bandalög og fylkingar eru sífellt að breytast og hraðinn á þessum breytingum er gíf- urlegur. Eins og oft áður í svona átökum eru það venjulegir borgarar sem hafa verið helstu fórnarlömb stríðsins. Vegna þess hversu eldfimt og ofbeldisfullt ástandið hefur verið er nánast ómögulegt að fá áreið- anlegar og haldbærar upplýsingar um hvað sé raunverulega að gerast. ISIS er skammstöfun á enska heit- inu Islamic State in Iraq and Syria, Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. Þetta eru tiltöluleg ný samtök sem eru starfandi, eins og nafnið gefur til kynna, fyrst og fremst í Írak og Sýr- landi. Þau eru einnig talin vera ábyrg fyrir hryðjuverkum víðar, svo sem í Egyptalandi, Líbanon, á Spáni, Eng- landi, í Frakklandi og í Bandaríkj- unum. Uppgangur ISIS er tilkominn vegna innrásarinnar í Írak 2003 og hernámsins sem fylgdi í kjölfarið. Í fyrstu var þorri þeirra sem gengu til liðs við samtökin fyrirverandi her- menn írakska hersins sem CPA sögðu upp árið 2003. Þessir aðilar herjuðu fyrst á hernámsliðið í Írak og ríkistjórn al-Maliki en færðu svo út kvíarnar til Sýrlands þegar borg- arastyrjöldin hófst þar. Margvíslegir stjórnarandstöðuhópar fengu þá fjár- hagslegan stuðning og vopn frá Vest- urlöndum og ýmsum ríkjum við Persaflóa. ISIS nýtti sér stjórnleysið og óvinsældir al-Assad-stjórnarinnar til að ná völdum í stórum hluta Sýr- lands, sérstaklega í vestur- og norð- urhluta landsins. Misnota trúna Hugmyndafræðilega eru ISIS ísl- amskir jihadistar og benda á nauðsyn þess að heyja vopnaða baráttu til að koma á hinu réttláta ríki. Lokatak- markmið er endurreisn kalífadæm- isins sem ISIS vill að rísi í Sýrlandi og Írak. Í framsetningu samtakanna verður þetta alræðisríki sem byggist á túlkun þeirra á klassískum sjaría- lögum íslams, sérstaklega í einka- málum, fjölskyldulöggjöf og refsi- rétti. Að mörgu leyti líkist þetta hugmyndafræði al-Kaeda-samtak- anna. En al-Kaeda vildi heyja al- heimsbaráttu sem nái til sem flestra múslima óháð þjóðerni, öfugt við IS- IS sem hefur mun þrengri markmið. Liðsmenn þeirra vilja fyrirmyndaríki á tilteknum stað fyrir tiltekna ein- staklinga. Segja má að ISIS sé einnig afsprengi nýfasisma 21. aldar. Víða um heim, og sérstaklega í Evrópu, hafa komið fram róttækir, öfgafullir hægri flokkar sem byggja á útlend- inga- og gyðingahatri, íslamófóbíu og kynþáttafordómum og halda uppi hreinræktaðri þjóðernishyggju. Þessir aðilar vilja hreinsa þjóðina af óæskilegum erlendum áhrifum og einstaklingum. ISIS tengist þessari bylgju og er að einhverju leyti við- brögð við henni því liðsmennirnir telja sig vera verndara súnní-araba. Þeir vilja einmitt drepa eða hrekja úr landi óæskilega aðila sem passa ekki inn í þjóðernis- og rétttrún- aðarhugmyndir þeirra. Þess vegna hafa þeir ráðist á kristna araba, Kúrda, Túrkmena, jasída og sjíta- araba. ISIS-liðar vilja hreinræktað einsleitt ríki og hafa óbeit á þeirri fjölmenningu sem hefur einmitt ein- kennt Sýrland og Írak í um þúsund ár. Allt það sem hefur komið frá for- ystumönnum þessara samtaka í ræðu og riti sýnir að þeir misnota trúna til að ná fram pólitískum markmiðum frekar en að misnota stjórnmála- starfsemi til að fá fram trúarlegum markmiðum Auk þess að hafa skýra og afdrátt- arlausa hugmyndafræði og ákveðið frelsi til að starfrækja sína túlkun á jihad í stjórnleysisumhverfinu í Sýr- landi og Írak, hafa samtökin tekið virkan þátt í upplýsingabyltingu 21. aldar. Þau hafa nýtt sér samfélags- miðla og upplýsingatækni sér og mál- stað sínum til framdráttar sem hefur aukið hróður þeirra og gert þeim auð- veldara að laða til sín nýja fé- lagsmenn. Hrottalegum og áhrifarík- um myndböndum hefur verið dreift á netinu í áróðurskyni og ISIS-menn eru einnig einkar atkvæðamiklir á margvíslegum spjallrásum til að sannfæra hina óánægðu ungu kyn- slóð um að þeir séu að berjast í þágu hennar og að ISIS veiti þeim ákveð- inn tilgang í lífinu. ISIS nýtir sér þessa upplýsingatækni til að koma á framfæri róttækri og annarlegri túlk- un sinni á íslam. Í fyrstu naut ISIS töluverðrar vel- gengni í borgarastyrjöldunum í Írak og Sýrlandi. Það er einmitt í stríðs- ástandi sem málstaður þeirra fær hvað mestan hljómgrunn, þar sem þeir lofsyngja ákveðinn tilgang í þessu lífi og eilíft líf í því næsta. Á síðustu misserum hefur baráttan ekki gengið sérstaklega vel í Sýrlandi en þar er komin upp pattstaða og að sumu leyti eru ISIS-menn farnir að missa und- irtökin í stríðinu. Þeir hafa misst mik- ilvægar borgir og landsvæði. Mikil ör- vænting hefur þess vegna gripið um sig meðal forystumanna ISIS. Því hafa þeir hvatt til eða hjálpað til við hryðjuverkastarfsemi annars staðar, svo sem í Frakklandi. Í þeirra augum styður það við baráttuna nær að heyja baráttu fjær. Þessar umfangsmiklu hryðjuverkaaðgerðir fjær vekja at- hygli á baráttunni heimafyrir. Þær eru hluti af áróðursherferð ISIS og leið til að fá fleiri nýja liðsmenn. Væntanlega er það einungis tíma- spursmál hvenær samtökin líða undir lok í núverandi mynd. En hugmynda- fræðin mun halda áfram að lifa og fé- lagsmennirnir gætu komið fram undir nýjum merkjum eftir nokkur ár. Á meðan staðan í Sýrlandi og Írak verð- ur áfram óstöðug munu álíka jihad- ista-samtök ná að festa rætur þrátt fyrir hinn grýtta pólitíska jarðveg sem þar er eða kannski einmitt vegna hans. Meginstef í sögu Mið-Austurlanda Mið-Austurlönd – fortíð, nútíð og framtíð heitir bók eftir Magnús Þorkel Bernharðsson. Í bókinni, sem Mál og menning gefur út, fjallar Magnús um meginstefin í sögu Mið-Austurlanda og leit íbúa þessa svæðis að hinum hinn gullna meðalvegi hefðar og nútíma, sjálfstæðis og jafnréttis, ofbeldis og framfara, trúfrelsis og einstaklingsfrelsis. Hér er gripið niður í frásögnina. Höfundurinn Magnús Þorkell er prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu svæðisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.