Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Í frjálsu falli Hér flýgur Védís um loftin blá í fallhlífarstökkinu sem var mikil upplifun. xhosa, tungumál með miklum smell- um og algerlega framandi fyrir okk- ur. Sum börnin töluðu afrikaans, sem okkur fannst hljóma eins og hol- lenska. Tjáskiptin þurftu því mikið að fara fram með handapati, en eldri börnin skildu svolítið í ensku, því þau læra ensku í leikskólanum.“ Rottubit á líkamanum Þegar þær eru spurðar að því hvað hafi komið þeim mest á óvart, eða verið eftirminnilegast, segja þær það hafa verið að kynnast framandi aðstæðum fólks. „Það skilur þetta enginn nema sá sem fer sjálfur á staðinn. Í fá- tækrahverfunum er ekki aðeins fá- tækt heldur líka mikill alkóhólismi. Og fyrir þeim sem búa í þessum að- stæðum þá eru þær venjulegar og hversdagslegar. Við höfðum séð fyr- ir okkur að allir sem væru svona fá- tækir væru leiðir og niðurdregnir, en börnin sem við unnum með og kynntumst voru mjög lífsglöð. Þau fá ekki hollan mat að borða, og það var ömurlegt að sjá hversu mörg þeirra eru með brenndar og skemmdar tennur. Og sum voru með rottubit á líkamanum. Það var sorg- legt að hugsa um framtíð þeirra við þessar aðstæður. Sögur sumra barnanna á munaðarleysingjaheim- ilinu voru átakanlegar. Tveggja ára stelpa sem við önnuðust hafði fæðst í fangelsi, önnur fannst í skókassa og var illa farin eftir maura sem höfðu nartað í hana, hún var afar lítil og seinþroska. Ein stúlkan hafði verið látin gæta sex vikna barns þegar hún var sjö ára en hafði í svefni lagst ofan á það og barnið kafnað. Sum börnin voru HIV-smituð, ein þeirra var 11 ára stúlka, en móður hennar hafði verið nauðgað af HIV- smituðum manni og hún orðið barns- hafandi. Þegar hún fæddi stúlkuna kom í ljós að þær voru báðar HIV- smitaðar, en þá henti maðurinn hennar þeim út af heimilinu og kon- an fór með barnið á munaðarleys- ingjaheimilið og framdi sjálfsmorð. Í Suður-Afríku er hlutfall HIV- smitaðra því miður mjög hátt,“ segja þær Védís og Tinna og bæta við að mikill vatnsskortur sé yfirvofandi í Höfðaborg og það standi til að skrúfa fyrir vatnið þar í vor. „Við fundum ekki mikið fyrir þessu, en Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við ákváðum þetta með frek-ar stuttum fyrirvara,sáum auglýsingu í haustog vorum farnar út í jan- úar,“ segja vinkonurnar Védís Sig- ríður Ingvarsdóttir og Tinna Tóm- asdóttir sem komu heim um miðjan febrúar sl. eftir mánaðardvöl í Suð- ur-Afríku. Þar sinntu þær sjálf- boðastörfum, en þær útskrifuðust frá MH um jólin og langaði að gera eitthvað ævintýralegt að því loknu. „Sjálfboðastarfið var á vegum Norður-Suður samtakanna sem ís- lensk kona, Lilja Marteins, á og rek- ur. Hún býr í úthverfi í Höfðaborg og er gift suðurafrískum manni. Við bjuggum í séríbúð í garðinum heima hjá Lilju, og með okkur bjó íslensk kona, Þurý, sem var líka í sjálfboða- starfi. Sambúðin gekk mjög vel þó að Þurý sé miklu eldri en við, hún er skemmtileg og söng heilmikið,“ segja þær og bæta við að Lilja taki á móti sjálfboðaliðum á aldrinum 16 til 65 ára. Aðstæður afar bágbornar Sjálfboðastarfið fólst í að vinna á þremur leikskólum, tveir þeirra voru í fátækrahverfinu Nomzamo, en þriðji skólinn var úti í sveit. „Við aðstoðuðum við dagleg störf og fór- um með krakkana í ferðir. Við hjálp- uðum líka til á munaðarleysingja- heimili og fórum með þá krakka í strandferð og héldum þeim grill- veislu þegar við kvöddum.“ Þær segja leikskóla í fátækra- hverfum í Höfðaborg sannarlega vera ólíka því sem við þekkjum á Vesturlöndum. „Þetta var allt mjög frumstætt enda ekki opinberir leikskólar sem við störfuðum á, heldur framtak konu sem var með dóttur sína og systur sér til aðstoðar. Húsnæðið var í raun bara kofar. Mörg barn- anna voru mjög ung, í einum skól- anum var mánaðargamalt barn. Börnin voru allt of mörg í litlu rými og aðstaðan bágborin. En það var gott að geta hjálpað og konurnar sem sáu um þessa skóla voru mjög þakklátar að hafa okkur. En þetta gat verið erfitt þegar við vorum ein- ar með börnin, því þau töluðu flest Langar strax aftur til Suður-Afríku Börnin sem þær Védís og Tinna sinntu í hjálparstarfi í Höfðaborg áttu ekki öll fagra sögu að baki, sum höfðu fundist í skókassa fullum af maurum, önnur höfðu fæðst HIV-smituð. En þau voru lífsglöð og gef- andi. Utan hjálparstarfsins fóru vinkonurnar m.a í safarí, stukku úr fallhlíf, svömluðu með hákörlum. Umvafðar Tinna og Védís voru greinilega vinsælar bæði hjá krökkunum og starfsfólkinu. Monkey Town Vinkonurnar heimsóttu apa ásamt Þurý sem bjó með þeim. við vorum beðnar um að fara spar- lega með vatn, bæði drykkjarvatn og baðvatn. En fólk þurfti að vakna eld- snemma til að fara í raðir og sækja sér vatn.“ Stefna á háskólanám í Afríku Þær Védís og Tinna segjast ekki hafa mátt vera einar á ferð í fá- tækrahverfunum. „Lilja keyrði okkur alltaf í skólana og sótti okkur, enda er Höfðaborg hættuleg borg, í vissum hverfum, það er mjög staðbundið. Hverfið þar sem við gistum heima hjá Lilju er öruggt og verndað hverfi hvítra. Ef við fórum út á kvöldin voru synir vinafólks Lilju beðnir um að fara með okkur, til öryggis. Við mættum klukkan níu í vinnuna en vorum búnar klukkan tvö og þá gát- um við gert hvað sem okkur lang- aði,“ segja þær vinkonurnar sem fóru þá á ströndina, í brimbretta- tíma eða aðra afþreyingu. „Við fór- um á vatnsskíði á Blue Rock, hopp- uðum þar fram af klettum í vatnið. Við fórum í MonkeyTown með leik- skólabörnin en þar fengum við að halda á öpum. Og við fórum í tveggja daga geggjaða safaríferð og sáum fíla, ljón, gíraffa, flóðhesta, nashyrn- inga og fleiri dýr. Við vorum í opnum bílum og það var magnað að sjá ljón- in í svona mikilli nálægð, þau voru alveg við hlið bílsins,“ segja Védís og Tinna sem fóru á eigin vegum í saf- aríferðina. „Við fórum líka á eigin vegum í fallhlífarstökk, sem var æðisleg upp- lifun, við vorum ekki fyrr komnar niður en okkur langaði að stökkva aftur. Við fórum líka í rimlabúri ofan í sjóinn að skoða hákarla. Hákörl- unum var gefin beita svo þeir kæmu að búrinu, það var frekar ógnvekj- andi að hafa þá svona nálægt því við vorum fljótandi um í búrinu og erfitt að passa upp á eigin útlimi, að þeir færu ekki útfyrir rimlana.“ Þær segjast sannarlega hafa fengið það sem kallað er Afríkuveiki, ást á heimsálfunni. „Menningin þarna er rosalega skemmtileg, mikill söngur og dansgleði. Og landið er al- veg ótrúlega fallegt. Okkur langar strax til að fara þangað aftur. Við er- um að velta fyrir okkur að fara kannski í nám í háskóla sem er ná- lægt þar sem við bjuggum og við heimsóttum, í háskólabænum Stell- enbosch. Þar er mjög fallegt, vín- ekrur allt í kring, veitingastaðir, stúdentaíbúðir og fullt af ungu fólki.“ Hugur Védísar stendur til eðlisfræðilegrar verkfræði en Tinna horfir til læknisfræði og raungreina. Slökun Þessi ljón hvíldu sig þar sem Védís og Tinna óku framhjá í safarí. Gaman Börnin kunnu afar vel við sig í fanginu á Tinnu og Védísi. Nánar um sjálfboðastarfið á: www.nordursudur.org eða á Facebook: Norður Suður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.