Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 88
FIMMTUDAGUR 8. MARS 67. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Lögregluaðgerð á Ægisíðu
2. Fjórir í haldi lögreglunnar
3. Leiddir út úr leigubíl við Hagamel
4. Sagt upp störfum fyrirvaralaust
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Átta ungar söngkonur sem allar
hafa starfað með kórum í Langholts-
kirkju koma fram á einsöngs-
tónleikum í kirkjunni í kvöld kl. 20.
Munu þær takast á við verk þekktra
tónskálda, eins og Mozarts, Bachs og
Verdis, og túlka fjölbreytilegar til-
finningar. Meðal söngvaranna er Íris
Björk Gunnarsdóttir sem sigraði í
söngvarakeppninni Vox Domini.
Átta efnilegir ein-
söngvarar koma fram
Les Coquettes
er heiti sýningar
níu stúlkna á
dansi sem þær
hafa samið og
flytja í Listasafni
Reykjavíkur –
Hafnarhúsi í kvöld
kl. 20. Sýningin er
hluti af hátíðinni
Únglingurinn í skóginum. „Les Coq-
uettes eru kvenmenn nútímans,“
segja þær. „Okkur finnst gaman að
vera stelpur og erum stoltar af því. Við
erum stelpur sem daðra og hæðumst
að þessum týpísku steríótýpum …“
Les Coquettes í Hafn-
arhúsinu í kvöld
Djassleikararnir Hjörtur Ingvi Jó-
hannsson á píanó, Leifur Gunnarsson
á kontrabassa og trymbillinn Magnús
Trygvason Elíassen koma næstu þrjá
daga fram á tónleikaröð Borg-
arbókasafnsins, Jazz í hádeg-
inu. Flytja þeir lög eftir Leon-
ard Bernstein. Tónleikar
verða í Grófinni á
fimmtudag og Gerðu-
bergi á föstudag, kl.
12.15 báða daga, og kl.
13.15 í Spönginni á
laugardag.
Djassmenn heiðra
Bernstein á söfnum
Á föstudag og laugardag Norðaustan kaldi og él með norður- og
austurströndinni en hægari um landið suðvestanvert og lengst af
léttskýjað. Frost 0-8 stig, mildast með suðurströndinni.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s með éljum eystra, en
norðan 10-15 suðaustantil og lengst af léttskýjað sunnan- og vest-
antil. Frost 0-8 stig, mildast með suður- og suðvesturströndinni.
VEÐUR
Hin suðurafríska Caster
Semenya hefur borið höfuð
og herðar yfir aðra kepp-
endur í 800 metra hlaupi
síðustu ár. Nú er útlit fyrir
að reglur um testósterón-
magn í líkama geti á ný gert
henni erfiðara fyrir að
landa fleiri verðlaunum.
Sannað þykir að þetta lík-
amseinkenni veiti umtals-
vert forskot. Áætlað er að
reglurnar taki gildi í nóv-
ember. »1
Þeirri bestu gert
erfitt fyrir?
„Eftir meiðslin í fyrra hef ég verið
einbeittari á handboltann, en ég get
ekki beint sagt að ég sé búin „að
velja“ ennþá. Mig langar að spila fót-
bolta í sumar ef ég get það, en miðað
við hvernig fór í fyrra þá var eigin-
lega sjálfvalið fyrir mig að taka hand-
boltann fram yfir,“ segir Díana Dögg
Magnúsdóttir, nýliði í kvennalands-
liðinu í handbolta, en hana langar
líka til að halda áfram í
fótboltanum. »1
Nýliðinn á enn eftir að
velja endanlega grein
„Ef maður ætti að leggja pening und-
ir á það hvaða lið myndi vinna bikar-
meistaratitilinn þá myndi ég leggja
peninginn á Framara. Fram er líkleg-
ast, en lið ÍBV er líka gríðarlega
sterkt og vel mannað, og svipaða
sögu má segja með Hauka,“ segir
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, sem
spáir í spilin fyrir undanúrslitin í bik-
arkeppni kvenna í handbolta. »4
Ég myndi leggja
peninginn á Framara
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sjónvarpsþátturinn Heimilislíf, sem
hóf göngu sína á Smartlandi Mörtu
Maríu, vinsælasta undirvef mbl.is,
á liðnu sumri hefur slegið í gegn og
í dag fer 20. þátturinn í loftið.
Þættirnir eru fimm til átta mín-
útna langir. Marta hefur gert
lengri sjónvarpsinnslög en segir að
þessi lengd henti best fyrir vefsjón-
varp. „Þetta eru viðtalsþættir þar
sem heimilið er í forgrunni, hvernig
umgjörð viðmælandinn hverju sinni
vill hafa í kringum sig og hvað
skiptir hann máli í lífinu,“ segir
Marta.
Marta er þekktasti lífsstíls-
blaðamaður landsins. Frá því hún
var krakki segist hún hafa haft
áhuga á fólki og heimilum og þætt-
irnir beri þess merki. „Ég hef gam-
an af því að sjá hvernig fólk raðar
hlutum í kringum sig og færi mikið
til húsgögn heima hjá mér, er stöð-
ugt að breyta og laga. Fólk og
heimili þess er helsta áhugamál
mitt fyrir utan vinnuna. Hjarta
mitt slær á þessu sviði.“
Gaman heima
Arnar Steinn Einarsson tekur
þættina upp og klippir þá. „Fram-
leiðslan hefur gengið hnökralaust
hjá okkur. Ég hef lengi fundið fyrir
áhuga almennings á heimilum en
samt kemur mér á óvart hvað við-
brögðin við þáttunum hafa verið
mikil og góð,“ áréttar hún.
Smartland verður sjö ára í maí
nk. og hefur verið í stöðugri þróun.
Að meðaltali eru um 40.000 innlit á
vefinn á dag. Marta segir að til-
gangurinn hafi alla tíð verið að
skemmta fólki. „Smartland er pása
frá lífinu,“ útskýrir hún. „Þú ferð
inn á Smartland þegar þú vilt fá
innblástur, lesa eitthvað áhugavert.
Við níðum ekki skóinn af fólki, er-
um ekki rætin, heldur erum sem
sumarleyfisstaður, þar sem þú get-
ur gleymt öllu sem gengur á í líf-
inu.“
Á þessum tíma hafa m.a. verið
fluttar fréttir af fasteignavef mbl.is.
Marta segir að til að byrja með
hafi hún verið gagnrýnd fyrir að
„auglýsa“ tilteknar fasteignir, en
nú sé komið annað hljóð í strokk-
inn og mikil ásókn sé í að fá slíka
umfjöllun. Hún verði því að velja
og hafna og framúrskarandi heimili
hafi forgang. „Aðalatriðið er að
sýna áhugaverð heimili, hvort sem
þau eru til sölu eða ekki,“ segir
Marta. „Fólk sækir innblástur í fal-
legar myndir og þjóðin virðist hafa
ótrúlega mikinn áhuga á heimilum.
Hugmyndir verða til við að sjá eitt-
hvað nýtt eða öðruvísi, fallegt eða
sniðugt.“
Heimilislífsþættirnir hafa vakið
Mörtu til umhugsunar um lífið á
heimilinu. „Heimilishald er oft eitt
mesta þrætueplið í parasambandi
og ég hef lært heilmikið við gerð
þessara þátta,“ segir hún. Í því
sambandi bendir hún á að einn við-
mælandi hafi sagt að fjölskyldan
sameinaðist um verkin í 20 mín-
útur. Þá væri tónlistin sett í botn
og allir tækju til hendi. „Það geng-
ur ekki að ein manneskja á heim-
ilinu geri öll húsverkin,“ áréttar
hún. Annar viðmælandi hafi nefnt
að hjónin væru hætt að fara út að
borða en legðu þess í stað mikið
upp úr sérstökum notalegum sam-
verustundum heima. „Þá væru
börnin sett snemma í rúmið, borð
dekkað og umhverfi skapað eins
og þau væru á fínum veitinga-
stað. Það þarf ekki alltaf að fara
út af heimilinu til þess að gera
eitthvað skemmtilegt.“
Heimilislíf Mörtu slær í gegn
Smartland með
20. sjónvarpsþáttinn
um mál málanna
Morgunblaðið/Hari
Heimilislíf Fólk og heimili þess er helsta áhugamál Mörtu Maríu Jónasdóttur sem er stöðugt að breyta og laga.