Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 KRINGLUKAST8 -12. mars TOPPUR 4.990,- Líka til blár JAKKI 10.995,- BUXUR 7.995,- 20% afsláttur af öllum vörum Full búð af nýj um vorvörum KJÓLL 24.990,- ST: 36-48 Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Auður Guðjónsdóttir, stjórnar- formaður Mænuskaðastofnunar Ís- lands, fer ásamt tveimur öðrum ís- lenskum konum til fundar við bandaríska þingmenn og almanna- tengla síðar í mánuðinum. Bandarísk samtök mæðra mænu- skaddaðra einstaklinga, Warriors Momz, buðu fulltrúum Mænuskað- astofnunar á fundinn. Gekk yfir Bandaríkin Auður sagði að 11. mars væri von á ástralskri konu, Kay Ledson, til Washington DC. Ledson er 67 ára móðir manns sem lamaðist af völd- um slyss árið 2000. Hún ákvað að ganga tæplega 5.000 km frá Carls- bad í Kaliforníu til Washington DC Tilgangurinn var að minna á þau sem hafa lamast vegna mænuskaða. „Við ætlum að taka á móti henni í Washington og síðan er búið að bóka fundi með bandarískum þingmönn- um,“ sagði Auður. Hún sagði að fulltrúar Mænuskaðastofnunar fengju einnig að njóta ráðgjafar þekktra bandarískra almannatengla. Auður sagði að samtök mæðra lamaðra vegna mænuskaða hefðu áhuga á að koma á framfæri þeirri pólitísku leið sem íslensk stjórnvöld hafa markað fyrir umræðu og þekk- ingu á mænuskaða og taugakerfinu innan Norðurlandaráðs og Samein- uðu þjóðanna (Sþ). Mikið af vannýttri þekkingu „Það hefur ekkert gengið að finna lækningu við mænuskaða,“ sagði Auður. Hún sagði að eftir síðari heimsstyrjöldina hefði verið mótuð sú stefna að þjálfa mænuskaðaða til að verða sjálfbjarga í hjólastól. „Síð- an hefur meðferðin ekkert breyst. Það eru 29 ár síðan dóttir mín hlaut mænuskaða og lamaðist. Meðferðin er nákvæmlega sú sama enn í dag. Samt er verið að rannsaka þetta úti um allan heim. Það er til fullt af van- nýttri þekkingu á þessu sviði. Það þarf að nýta hana.“ Auður er skurðhjúkrunarfræð- ingur og hefur fylgst mjög vel með málaflokknum frá því að dóttir henn- ar slasaðist. Hún er viss um að fara þurfi pólitíska leið til að þoka þess- um málum áfram. Norræn samskráning „Íslenskir stjórnmálamenn hafa reynst mér mjög vel,“ sagði Auður. „Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráð- herra, hafði frumkvæði að því að ráðherranefnd Norðurlandaráðs samþykkti 2013 að setja á laggirnar samskráningu á rannsóknum og meðferð á mænuskaða á Norð- urlöndum. Þetta er unnið undir stjórn St. Olavs-sjúkrahússins í Þrándheimi. Nú liggur önnur tillaga fyrir ráðherranefndinni, sem Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanrík- isráðherra, lagði fram. Unnið er að því að NordForsk-rannsókna- samvinnustofnunin taki þetta upp.“ Auður ritaði Ban Ki-moon, þáver- andi aðalritara SÞ, um að rann- sóknir á taugakerfinu yrðu eitt af þróunarmarkmiðum SÞ sem sett voru 2015. Hún efndi til undir- skriftasöfnunar til stuðnings málinu og skrifuðu 26 þúsund Íslendingar undir. Auður kvaðst alltaf hafa feng- ið svör frá Amina Mohammed, sem nú er orðin aðstoðaraðalritari SÞ. Málið varð ekki eitt af þróunarmark- miðunum en utanríkisráðuneytið kom því inn í stefnuyfirlýsingu SÞ að raskanir í taugakerfinu færu í for- gang. Gervigreind verði nýtt „Það yrði mjög gott ef norræna ráðherranefndin tæki upp það sem við höfum komið á blað hjá SÞ. Norðurlöndin yrðu þá fyrst til að samkeyra gagnabanka á taugavís- indasviði og nýta gervigreind til að athuga hvort sameiginlegt mynstur finnst í rannsóknunum. Það er eina leiðin til að samnýta rannsóknir sem liggja úti um allan heim. Ég vona að ef Norðurlöndin byrja muni allur heimurinn fylgja á eftir til að færa okkur nær lækningu. Einhvers stað- ar er litla þúfan sem mun velta hlass- inu, eins og þegar pensillínið fannst eða meðferð við HIV,“ sagði Auður. Leitað að þúfunni sem velta mun hlassinu  Fulltrúar Mænu- skaðastofnunar fara á fund bandarískra þingmanna 12. mars Morgunblaðið/Kristinn Baráttukona Auður Guðjónsdóttir, stjórnarformaður Mænuskaða- stofnunar, hefur barist fyrir því að leitað verið lækningar á mænuskaða. 33. Reykjavíkurskákmótið tek-ur nafn frá aðalstyrktaraðilasínum, GAMMA, og er aðþessu sinni helgað minningu Bobbys Fischers sem hefði orðið 75 ára á morgun, 9. mars. Bobby lést 17. janúar 2008, 64 ára að aldri. Á þessum rösku tíu árum sem liðin eru síðan hann lést er lífshlaup hans lát- laust rifjað upp í blaða- og tímarits- greinum, heimildarmyndum og kvik- myndum og er óhætt að fullyrða að arfleifð hans sé orðin svo stór í snið- um að hún geti eiginlega séð um sig sjálf, eins og Ronald Reagan sagði víst um fjárlagahallann í Bandaríkj- unum. Guðmundur G. Þórarinsson, forseti SÍ einvígisárið 1972, mun halda fyrirlestur um „einvígi ald- arinnar“ á Bryggjunni Brugghúsi nk. sunnudag, 11. mars, og hefst hann kl. 11.30. Þá mun greinarhöf- undur lesa úr bók sinni „Bobby Fisc- her comes home“ á sama stað og sama tíma þriðjudaginn 13. mars. Eitt meginþema Reykjavík- urskákmótsins er iðkun skákaf- brigðisins Fischer random, einnig kallað Chess 960 eða slembiskák. Indverjinn Nihal Sarin reið á vaðið á mánudaginn með Fischer-random- fjöltefli í höfuðstöðvum GAMMA við Garðastræti og á morgun, 9. mars, verður haldið í Hörpu Fischer- random-hraðskákmót og má búast við að margir hinna 248 keppenda verði með. Reykjavíkurskákmótið hefur und- anfarin ár tekið á sig form skák- hátíðar og fjölmargir hliðarviðburðir á borð við barna-blitz, stúlkna- fjöltefli Susan Polgar, pub-quiz og margt fleira viðhalda vinsældum mótsins og gera það að verkum að Reykjavík er vinsæll áfangastaður fjölmargra skákáhugamanna sem koma hingað ár eftir ár. Einn þeirra er faðir heimsmeistarans, Henriks Carlsens, sem aðeins teflir á einu móti á ári – Reykjavíkurskák- mótinu! Eftir fyrstu tvær umferðirnar var 22 skákmenn búnir að vinna báðar skákir sínar. Í þeim hópi voru Jó- hann Ragnarsson, Gunnar Freyr Rúnarsson og hinn 15 ára gamli Kópavogsbúi Birkir Ísak Jóhanns- son. Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Guðmundur Kjartansson, Björn Þorfinnsson og Vignir Vatnar Stefánsson voru með- al þeirra sem höfðu 1½ vinning. Talsvert var um óvænt úrslit og í gær komust nokkrir af þeim stiga- hæstu í hann krappan: L’Ami – Ravi Haria Hollendingurinn Erwin L’ami, sem vann Reykjavíkurskákmótið 2015, fékk þægilega stöðu eftir byrj- unina en gáði ekki að sér. Síðasti leikur svarts var 36. … g5. Nú kom: 37. Hg4?? Rc3! Hótar hróknum og sennilega hef- ur L’Ami ætlað að leika 38. He1 en séð að eftir 38. … Re2+! missir hann drottninguna eða verður mát. Hann varð að gefa skiptamun og tapaði eftir 45 leiki. Úkraínumaðurinn Pavel Eljanov hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár þótt hann hafi eitt- hvað lækkað á heimlistanum, þar sem hann situr í 37. sæti. Hann missti af upplögðu tækifæri í gær gegn einum fulltrúa Indverja á mótinu: Eljanov – Sundararajan Hvítur getur unnið með 25. e7! Hf2 26. Be6! Þar sem fórnin á g2 gengur ekki upp, 26. … hxg2 27. Kxg2 Rxe3+ 28. Kg1 Dg5+ 29. Kf2 og allir reitir sem skipta máli eru valdaðir. Hann valdi hins vegar að leika 25. Bd5? og eftir 25. … Rf2 26. De5+ Hf6 27. Dh2 Dg5! var svartur sloppinn og þeir sömdu um jafntefli í 33. leik. Þriðju umferð lauk seint í gær- kvöldi en í næstu umferðum munu línur fara að skýrast. Alls verða tefldar tíu umferðir. Morgunblaðið/Ómar Aftur í eldlínunni Jóhann Hjartarson er meðal þátttakenda á Reykjavíkur- skákmótinu. Hann vann báðar skákir sínar í fyrstu tveimur umferðunum. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Mikið um óvænt úrslit í fyrstu um- ferðum Reykjavíkur- skákmótsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.