Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 42

Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor fer fram laugardaginn 10. mars. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði laugardaginn 10. mars Kosið verður í Víðistaðaskóla kl. 10.00-18.00 Breska lögreglan segir að tauga- eitur hafi verið notað til að reyna að ráða fyrrverandi rússneskan njósnara af dögum í Bretlandi á sunnudag. Ekki er talið að almenn- ingi stafi hætta af eitrinu. Sergei Skripal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Yulia dóttir hans, eru í lífshættu á sjúkrahúsi eftir að hafa misst meðvitund þar sem þau sátu á bekk í Salisbury á Suður- Englandi um síðustu helgi. Lög- regla sagði síðdegis í gær ljóst að taugaeitri hefði verið beitt gegn feðginunum og að lögreglumaður, sem kom fyrstur á staðinn, lægi einnig þungt haldinn á sjúkrahúsi. Nokkrar breskar fréttastofur hafa fullyrt að Rússar séu grun- aðir um að hafa eitrað fyrir feðg- inin. Boris Johnson, utanríkisráð- herra Breta, sagði að ef í ljós kæmi að Rússar stæðu á bak við þetta yrði gripið til harðra refsiað- gerða. Skripal var áður höfuðsmaður í leyniþjónustu rússneska hersins en var dæmdur árið 2006 fyrir að njósna fyrir Breta. Hann flutti til Bretlands árið 2010 í fangaskiptum milli Breta og Rússa. Breska rík- isútvarpið, BBC, hefur eftir ónafn- greindum ættingjum Skripals, að hann hafi talið að rússneska leyni- þjónustan myndi reyna að ráða hann af dögum. Johnson sagði, að málið minnti á það þegar Rússinn Alexander Litvinenko var myrtur í London árið 2006 með geislavirku efni. Bretar segja að rússnesk stjórn- völd hafi skipulagt tilræðið. Amber Rudd innanríkisráðherra stýrði í gær fundi öryggisráðs breska þingsins, COBRA, þar sem fjallað var um málið. Taugaeitri beitt gegn njósnara  Minnir á morðið á Litvinenko AFP Njósnari Sergei Skripal sat í fang- elsi í Rússlandi fyrir njósnir. Alþjóðastofnanir vöktu í gær athygli á því að barátta kvenna fyrir launajafnrétti væri langt frá því að vera lokið en alþjóðlegur bar- áttudagur kvenna er í dag, 8. mars. Alþjóða- vinnumálastofnunin segir að tekjur kvenna á alþjóðavísu séu að jafnaði 23% lægri en tekjur karla og að sögn hagstofu Evrópusambands- ins, Eurostat, er kynbundinn launamunur að jafnaði 16% í ESB-ríkjum, mestur í Þýskalandi og Bretlandi, 21%, en minnstur í Rúmeníu, á Ítalíu og í Lúxemborg, 5%. Á myndinni sést kona vinna í saltlóni í Rajasthan á Indlandi. AFP Tekjur kvenna að jafnaði 23% lægri en tekjur karlmanna Nýjar tölur, sem birtar voru í gær, sýna að halli á bandarískum vöru- skiptum jókst verulega í janúar og hefur ekki verið meiri í áratug. Ástæðan er einkum minnkandi út- flutningur á eldsneyti og flugvélum. Þessar upplýsingar eru ekki til þess fallnar að draga úr spennu milli Evrópuríkja og Bandaríkjanna en þau síðarnefndu hafa hótað að leggja verndartolla á innflutt stál og ál. Hagfræðingar segja raunar að auk- inn viðskiptahalli sé til marks um efnahagsbata en ekki er talið líklegt að stjórn Donalds Trumps, Banda- ríkjaforseta, líti það sömu augum. Evrópusambandið sagðist í gær myndi bregðast hart við ef Banda- ríkjastjórn legði verndartollana á. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði að þótt Trump hefði sagt að viðskiptastríð hefðu góð áhrif og auðvelt væri að vinna þau væri raunveruleikinn ann- ar. „Viðskiptastríð eru slæm og tap- ast auðveldlega,“ sagði hann. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkj- anna, sagði hins vegar að Bandaríkin væru ekki að sækjast eftir viðskipta- stríði og ákvörðunin um að leggja háa tolla á innflutt stál og ál væri af- ar vel ígrunduð. Framkvæmdastjórn ESB sagði í gær að gripið yrði til mótaðgerða ef bandarísku verndartollarnir yrðu lagðir á. Þannig væri m.a. hægt að leggja innflutningstolla á bandarískt bourbon viskí, hnetusmjör og app- elsínusafa. Orðaskak um viðskiptastríð  Halli á vöruskiptum Bandaríkjanna sá mesti í áratug Lars-Emil Johansen, forseti græn- lenska þingsins, gagnrýnir í blaða- viðtali umdeilt frumvarp um veiði- gjöld, sem hefur verið til umræðu á þinginu. Fyrstu umræðu um frumvarpið var lokið en nú hefur Kim Kielsen, formaður grænlensku landstjórn- arinnar, boðað til þingkosninga í apríl. Bíður nýs þings að afgreiða veiðigjaldamálið. Johansen, sem ekki ætlar að bjóða sig fram til þings á ný, segir við grænlenska blað- ið AG að ekki megi samþykkja fiskveiðistjórn- unarlög sem dragi úr tekjum samfélagsins og auki útgjöld. „Umbætur mega ekki skaða vel rekin fyrirtæki. Lögin eiga að styrkja atvinnugrein- ina,“ segir hann. Gagnrýnir grænlenskt veiðigjaldafrumvarp Lars-Emil Johansen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.