Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Allir staðir á landinu hafa fundið fyr- ir lélegri afkomu burðarfyrirtækja í sínu sveitarfélagi. Þegar við bætist að verið er að greiða veiðigjald, sem byggist á afkomu ársins 2015, sem var gott ár í sjáv- arútvegi, er aug- ljóst að það mun mörgum blæða víða um land. Veiðigjaldið er orðið hættulegt mörgum útgerð- um. Það er bara staðreynd sem ágætt væri að stjórnvöld færu að taka tillit til,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi, aðspurður um stöðuna í ljósi samantektar Deloitte á rekstri sjávarútvegsfélaga. Engar vísbendingar um að ástandið sé að batna Hann segir að gengi íslensku krón- unnar geri ekki greinarmun á því hvað selt er, þannig að allir sem flytji út sjávarafurðir hafi orðið fyrir veru- legum tekjumissi vegna styrkingar á gengi krónunnar. Þetta sjáist til dæmis ágætlega í nýbirtu uppgjöri Granda sem er bæði í uppsjávar- vinnslu og botnfiskvinnslu. Spurður hvort ástandið hafi lagast það sem af er ári 2018 segir Jens Garðar að of snemmt sé að segja til um það, en engar vísbendingar séu um að ástandið sé að batna. „En þótt það myndi lagast eitthvað frá því sem var í fyrra væri ástandið samt sem áð- ur alvarlegt fyrir margar útgerðir. Það gleymist oft að rúmlega 98% af okkar afurðum eru flutt út á alþjóð- legan markað. Á þeim markaði stjórnum við ekki verðinu og getum ekki einfaldlega hækkað verð í sam- ræmi við kostnaðarhækkanir hér heima, eins og hækkun veiðigjalds, hækkun launakostnaðar, hækkandi olíuverð og helmings hækkun kolefn- isgjalds svo nokkrir liðir séu nefndir,“ segir Jens Garðar. Aðspurður hvort útgerðin hefði getað brugðist við þessari þróun síð- ustu misseri segir Jens Garðar að sjávarútvegsfyrirtæki hagi rekstri sínum miðað við aðstæður hverju sinni og reyni að sjálfsögðu að sjá eitt- hvað fram í tímann. „En það segir sig alveg sjálft að þegar saman fer sterk- ara gengi íslensku krónunnar og miklar kostnaðarhækkanir á innlend- um vettvangi þá er mjög erfitt að mæta því. Svo verður að hafa í huga að sjávar- útvegurinn verður að fjárfesta ef hann ætlar sér að verja stöðu sína á erlendum markaði, en 98% af öllum afurðum eru flutt út á alþjóðlegan markað. Þar ættum við að verja kröft- um okkar, því án fótfestu á alþjóð- legum markaði væri tómt mál að tala um öflugan íslenskan sjávarútveg.“ Hann segir að stjórnvöldum sé mætavel kunnugt um að starfs- umhverfi sjávarútvegsfyrirtækja sé mjög erfitt um þessar mundir. Nú liggi þessi skýrsla fyrir, en hún var unnin fyrir ráðuneytið og afkoman sé skjalfest. Ekki bara sjávarútvegurinn „Ég tel að stjórnvöld ættu að hafa bak við eyrað að það verður ekki bara sjávarútvegurinn víða um land sem mun líða fyrir þessa stöðu, því mikill fjöldi fyrirtækja um allt land í tækni og iðngreinum treystir á stöndugan sjávarútveg. Afkoma sjávarútvegsins er því alls ekki einkamál sjávar- útvegsfyrirtækja, það hangir margt annað á spýtunni.“ Jens Garðar segir að samtökin hafi margoft varað við þeirri þróun sem orðið hafi vegna hærri veiðigjalda. „Sjávarútvegsfyrirtæki vilja standa sig gagnvart samfélaginu, en veiði- gjöld þessa árs eru hættuleg mörgum fyrirtækjum. Og haldi svo fram sem horfir munu þau bíta enn fastar og hvað þá mun gerast held ég að sé öll- um ljóst sem á annað borð vilja vita það.“ Mörgum mun blæða víða um land  Allir sem flytja út sjávarafurðir hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi vegna styrkingar á gengi krón- unnar, segir Jens Garðar Helgason, formaður SFS  Veiðigjaldið orðið hættulegt mörgum útgerðum Morgunblaðið/Albert Kemp Frá Fáskrúðsfirði Afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhrif víða og margir treysta á sterkan sjávarútveg. Jens Garðar Helgason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.