Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 64
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Umræður um les- skilning eru ofarlega á baugi því sýnt hef- ur verið fram á að ís- lenskir grunn- skólanemar dragast aftur úr jafnöldrum sínum í löndum sem við berum okkur saman við. Margt ber á góma um orsakir og lausnir þeim tengdar s.s. hvaða lestrarkennsluaðferð/aðferðir skili byrjendum mestum árangri. Um þær ríkir engin sátt á landinu, lausnir ekki í sjónmáli. Önnur spurning er hvort taka eigi upp markvissa kennslu í algengum orðaforða ritmáls, vegna síversn- andi lesskilnings. Slík kennsla krefst nýrra kennsluaðferða og/eða námsgagna. Skortur á lestr- arbókum, einkum þjálfunarefni, hefur einnig fengið opinbera um- fjöllun. Allt framangreint vekur spurningar um námsgögn, hversu fjölbreytt og aðgengileg þau eru. Ríkisútgáfa námsbóka, sem nú heitir Menntamálastofnun, byggir á 80 ára gamalli lagagrein um að rík- ið sjái nemendum í skyldunámi fyr- ir vönduðum og fjölbreyttum náms- gögnum. Í staðinn fyrir „nemend- um“ ætti að setja inn „skólunum“ því það eru þeir sem fá kennsluefn- ið ókeypis fyrir nemendurna. Á undanförnum árum hefur rík- isútgáfan fengið um og yfir 90% fjárveitinga sem ætlaðar eru í námsgögn grunnskóla. Fyr- irkomulagið á því nokkurn sam- hljóm með ríkisrekinni matvöru- verslun þar sem allir fá sama pakkann, eiga ekkert val (sjá Í viðj- um kerfis, bakþanka KIJ í Fréttablaðinu dags.15.2. 2018). Það segir sína sögu um aðgengi skóla að þjálfunarefni í lestri, að sumt af því er gildishlaðið og úrelt lesefni sem ekki er í takt við tím- ann. Það þýðir að útgáfa á nýju efni er of lítil hjá ríkinu og aðgengi að efni sjálfstæðra útgefenda er heft. Á þeirra vegum er gefið út lesefni, sprottið úr íslenskri menningu og raunheimi barna á Íslandi, vönduð innflutt námsgögn og þýddar bæk- ur sem nemendum finnst áhuga- verðar. Við bendum á að auka þarf frelsi skóla til að velja og kaupa námsgögn, þ.m.t. bækur og lestrar- kennsluefni. Kaup skólanna á námsefni frá sjálfstæðum útgefendum takmark- ast við lítinn sjóð sem ríkið leggur fé í. Hann hefur verið í kringum tí- undi hluti þess sem ríkisútgáfan fær og dugar hvergi, oft uppurinn á vordögum. Á haustin þekkist að yf- irmenn skóla biðji kennara að horfa framhjá námsgögnum einkaaðila á námsefniskynningum. Aðstöðumunur ríkisútgáfu gagn- vart sjálfstæðum útgefendum er gríðarlegur. Auk hagstæðra samn- inga um prentun út frá magni felst munurinn t.d. í húsnæði, fjölmennu starfsliði og dreifingu. Rekstur heimasíðu til að auglýsa námsefni er einnig kostaður af ríkisfé. Svo er einnig um alla læsisráðgjafana sem í kjölfar þjóðarsáttmála um læsi og Hvítbókarinnar voru ráðnir m.a. til þess að veita kennurum ráðgjöf – en reyndar aðeins um námsefni Menntamálastofnunar. Í Hvítbókinni frá 2014 (bls. 41) er mælt með því að samstarf verði tekið upp milli Menntamálastofn- unar og einkaaðila. Skiljanlega, því þjóðin gerði sáttmála um að efla læsi. Í störfum undirritaðra við lestrarráðgjöf á skólaskrifstofu og í sjálfstæðum rekstri leituðum við að námsefni við hæfi og hentugleika einstaklinga, sama hvaðan það kom. Það er okkar skoðun að mennta- málastofnun eigi að efla menntun og læsi þjóðarinnar með því að koma á framfæri öllu gæðaefni sem stuðlar að læsi, á heimasíðu sinni. Undirritaðar og fleiri sjálfstæðir útgefendur hafa leitað samvinnu við ríkisútgáfuna á þessum grunni en fengið afdráttarlausa neitun á grundvelli laga. Ríkisútgáfa náms- bóka er nauðsynleg en samvinnan er þó mjög mikilvæg í því skyni að bæta læsi. Það heitir „að taka hönd- um saman“. Tökum höndum saman – Um fé í námsgögn og samvinnu um læsi Eftir Önnu Dóru Antonsdóttur og Rannveigu Lund » Greinin er innlegg í umræðu um lestrar- vanda barna á Íslandi, einkum ræðum við les- skilning og námsefni í framhaldi af því. Rannveig Lund Höfundar eru sérkennarar, námsefn- ishöfundar og félagar í Reykjavíkur- akademíunni. annaan1952@gmail.com Anna Dóra Antonsdóttir Eftir þær miklu umbætur sem gerðar hafa verið á rekstri Hafnarfjarðarbæjar á kjörtímabilinu horfa Hafnfirðingar nú fram á bjarta tíma. Skil- virkari rekstur bæj- arsjóðs mun tryggja að á næsta kjör- tímabili verður hægt að bæta þjónustuna við bæjarbúa enn frekar. Við sjálfstæðismenn lofuðum því í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga að end- urskipuleggja fjármál bæjarins og sýna ráðdeild, enda berum við virð- ingu fyrir skattpeningum bæj- arbúa, sem fjármagna rekstur sveitarfélagsins. Á næsta kjör- tímabili ætlum við að halda því verki áfram, fáum við til þess stuðning bæjarbúa. Við ætlum að halda áfram að efla þjónustuna og gera Hafnarfjörð að enn eftirsókn- arverðari stað til að búa á. Við ætl- um að ráðast í ný verkefni, stilla öllum gjöldum í hóf og framkvæma einungis fyrir eigin fé bæjarins. Þeir tímar eiga að vera liðnir í Hafnarfirði að tekin séu lán fyrir fram- kvæmdum – að kostn- aðinum sé velt yfir á komandi kynslóðir. Aukin þjónusta við fjölskyldufólk Á kjörtímabilinu hefur þjónusta við barnafólk verið aukin, innritunaraldur á leik- skóla verið lækkaður á tímabilinu og innra starf leik- og grunnskóla verið eflt. Einungis hefur verið framkvæmt fyrir eigin fé sveitarfé- lagsins, hvort sem um er að ræða nýjan leikskóla, viðhald á eignum eða ný íþróttamannvirki. Þá standa nú yfir framkvæmdir á Skarðshlíð- arskóla, nýjum leik-, grunn- og tónlistarskóla, og er hann byggður fyrir tekjur af sölu lóða í hverfinu. Af öðrum mikilvægum framfara- verkefnum má nefna að fram und- an er uppbygging á Dvergs- reitnum, starfsemi er að hefjast aftur í St. Jósefsspítala, bygging nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangi er í fullum gangi og vinna við nýtt skipulag á Hraun-Vestur og í Hamranesi stendur yfir en þar eru næstu uppbyggingarsvæði bæj- arins. Samhentir sjálfstæðismenn Það er mikilvægt að nýta tæki- færin og þau hagstæðu skilyrði sem nú eru fyrir hendi í Hafn- arfirði. Ég vil halda áfram á sömu braut við stjórnun bæjarins á kom- andi árum; braut agaðrar stjórn- unar og uppbyggingar með skil- virkni og hátt þjónustustig að leiðarljósi. Undir minni forystu höfum við sjálfstæðismenn gengið samhent og samstiga til allra verka á kjör- tímabilinu. Ég hef áhuga á að halda áfram á þeirri farsælu veg- ferð og leiða öflugt lið sem mun uppskera ríkulega fyrir bæj- arfélagið. Ég óska því eftir áfram- haldandi stuðningi í fyrsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í próf- kjörinu sem fram fer laugardaginn 10. mars nk. Áfram Hafnarfjörður! Tækifærin fram undan í Hafnarfirði Eftir Rósu Guðbjartsdóttur » Það er mikilvægt að nýta tækifærin og þau hagstæðu skilyrði sem nú eru fyrir hendi í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs. Fasteignir citroen.is Verðlaunabíllinn Citroën C3 er hlaðinn þægindum, lofi og búnaði. Með 300 lítra skotti, nýjustu kynslóð sparneytinna véla, undurþýðri sjálfskiptingu sem gerir hann silkimjúkan í akstri ert þú klár í þitt ævintýri. C3 er fáanlegur með Apple Car Play og Mirror Link sem gerir þér kleift að spegla helstu forrit snjallsímans eins og t.d. Google Maps á 7“ snertiskjáinn. Punkturinn yfir i-ið er svo vegmyndavélin ConnectedCam sem þú getur notað til fanga dýrmæt augnablik. KOMDU OGMÁTAÐU CITROËN C3 C3 LIVE BEINSKIPTUR FRÁ 2.090.000KR. C3 FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ 2.520.000 KR. Yfir 25 alþjóðleg verðlaun • Vegmyndavél • Nálægðarskynjarar • Blindpunktsviðvörunarkerfi • Brekkuaðstoð • Hliðarvörn •Breið og þægileg sæti • Isofix festingar • Rúmgott skott • Sparneytinn Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 CITROËN ÞÆGINDI CITROËN C3 Hlaðinn lofi og búnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.