Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 64

Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 64
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Umræður um les- skilning eru ofarlega á baugi því sýnt hef- ur verið fram á að ís- lenskir grunn- skólanemar dragast aftur úr jafnöldrum sínum í löndum sem við berum okkur saman við. Margt ber á góma um orsakir og lausnir þeim tengdar s.s. hvaða lestrarkennsluaðferð/aðferðir skili byrjendum mestum árangri. Um þær ríkir engin sátt á landinu, lausnir ekki í sjónmáli. Önnur spurning er hvort taka eigi upp markvissa kennslu í algengum orðaforða ritmáls, vegna síversn- andi lesskilnings. Slík kennsla krefst nýrra kennsluaðferða og/eða námsgagna. Skortur á lestr- arbókum, einkum þjálfunarefni, hefur einnig fengið opinbera um- fjöllun. Allt framangreint vekur spurningar um námsgögn, hversu fjölbreytt og aðgengileg þau eru. Ríkisútgáfa námsbóka, sem nú heitir Menntamálastofnun, byggir á 80 ára gamalli lagagrein um að rík- ið sjái nemendum í skyldunámi fyr- ir vönduðum og fjölbreyttum náms- gögnum. Í staðinn fyrir „nemend- um“ ætti að setja inn „skólunum“ því það eru þeir sem fá kennsluefn- ið ókeypis fyrir nemendurna. Á undanförnum árum hefur rík- isútgáfan fengið um og yfir 90% fjárveitinga sem ætlaðar eru í námsgögn grunnskóla. Fyr- irkomulagið á því nokkurn sam- hljóm með ríkisrekinni matvöru- verslun þar sem allir fá sama pakkann, eiga ekkert val (sjá Í viðj- um kerfis, bakþanka KIJ í Fréttablaðinu dags.15.2. 2018). Það segir sína sögu um aðgengi skóla að þjálfunarefni í lestri, að sumt af því er gildishlaðið og úrelt lesefni sem ekki er í takt við tím- ann. Það þýðir að útgáfa á nýju efni er of lítil hjá ríkinu og aðgengi að efni sjálfstæðra útgefenda er heft. Á þeirra vegum er gefið út lesefni, sprottið úr íslenskri menningu og raunheimi barna á Íslandi, vönduð innflutt námsgögn og þýddar bæk- ur sem nemendum finnst áhuga- verðar. Við bendum á að auka þarf frelsi skóla til að velja og kaupa námsgögn, þ.m.t. bækur og lestrar- kennsluefni. Kaup skólanna á námsefni frá sjálfstæðum útgefendum takmark- ast við lítinn sjóð sem ríkið leggur fé í. Hann hefur verið í kringum tí- undi hluti þess sem ríkisútgáfan fær og dugar hvergi, oft uppurinn á vordögum. Á haustin þekkist að yf- irmenn skóla biðji kennara að horfa framhjá námsgögnum einkaaðila á námsefniskynningum. Aðstöðumunur ríkisútgáfu gagn- vart sjálfstæðum útgefendum er gríðarlegur. Auk hagstæðra samn- inga um prentun út frá magni felst munurinn t.d. í húsnæði, fjölmennu starfsliði og dreifingu. Rekstur heimasíðu til að auglýsa námsefni er einnig kostaður af ríkisfé. Svo er einnig um alla læsisráðgjafana sem í kjölfar þjóðarsáttmála um læsi og Hvítbókarinnar voru ráðnir m.a. til þess að veita kennurum ráðgjöf – en reyndar aðeins um námsefni Menntamálastofnunar. Í Hvítbókinni frá 2014 (bls. 41) er mælt með því að samstarf verði tekið upp milli Menntamálastofn- unar og einkaaðila. Skiljanlega, því þjóðin gerði sáttmála um að efla læsi. Í störfum undirritaðra við lestrarráðgjöf á skólaskrifstofu og í sjálfstæðum rekstri leituðum við að námsefni við hæfi og hentugleika einstaklinga, sama hvaðan það kom. Það er okkar skoðun að mennta- málastofnun eigi að efla menntun og læsi þjóðarinnar með því að koma á framfæri öllu gæðaefni sem stuðlar að læsi, á heimasíðu sinni. Undirritaðar og fleiri sjálfstæðir útgefendur hafa leitað samvinnu við ríkisútgáfuna á þessum grunni en fengið afdráttarlausa neitun á grundvelli laga. Ríkisútgáfa náms- bóka er nauðsynleg en samvinnan er þó mjög mikilvæg í því skyni að bæta læsi. Það heitir „að taka hönd- um saman“. Tökum höndum saman – Um fé í námsgögn og samvinnu um læsi Eftir Önnu Dóru Antonsdóttur og Rannveigu Lund » Greinin er innlegg í umræðu um lestrar- vanda barna á Íslandi, einkum ræðum við les- skilning og námsefni í framhaldi af því. Rannveig Lund Höfundar eru sérkennarar, námsefn- ishöfundar og félagar í Reykjavíkur- akademíunni. annaan1952@gmail.com Anna Dóra Antonsdóttir Eftir þær miklu umbætur sem gerðar hafa verið á rekstri Hafnarfjarðarbæjar á kjörtímabilinu horfa Hafnfirðingar nú fram á bjarta tíma. Skil- virkari rekstur bæj- arsjóðs mun tryggja að á næsta kjör- tímabili verður hægt að bæta þjónustuna við bæjarbúa enn frekar. Við sjálfstæðismenn lofuðum því í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga að end- urskipuleggja fjármál bæjarins og sýna ráðdeild, enda berum við virð- ingu fyrir skattpeningum bæj- arbúa, sem fjármagna rekstur sveitarfélagsins. Á næsta kjör- tímabili ætlum við að halda því verki áfram, fáum við til þess stuðning bæjarbúa. Við ætlum að halda áfram að efla þjónustuna og gera Hafnarfjörð að enn eftirsókn- arverðari stað til að búa á. Við ætl- um að ráðast í ný verkefni, stilla öllum gjöldum í hóf og framkvæma einungis fyrir eigin fé bæjarins. Þeir tímar eiga að vera liðnir í Hafnarfirði að tekin séu lán fyrir fram- kvæmdum – að kostn- aðinum sé velt yfir á komandi kynslóðir. Aukin þjónusta við fjölskyldufólk Á kjörtímabilinu hefur þjónusta við barnafólk verið aukin, innritunaraldur á leik- skóla verið lækkaður á tímabilinu og innra starf leik- og grunnskóla verið eflt. Einungis hefur verið framkvæmt fyrir eigin fé sveitarfé- lagsins, hvort sem um er að ræða nýjan leikskóla, viðhald á eignum eða ný íþróttamannvirki. Þá standa nú yfir framkvæmdir á Skarðshlíð- arskóla, nýjum leik-, grunn- og tónlistarskóla, og er hann byggður fyrir tekjur af sölu lóða í hverfinu. Af öðrum mikilvægum framfara- verkefnum má nefna að fram und- an er uppbygging á Dvergs- reitnum, starfsemi er að hefjast aftur í St. Jósefsspítala, bygging nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangi er í fullum gangi og vinna við nýtt skipulag á Hraun-Vestur og í Hamranesi stendur yfir en þar eru næstu uppbyggingarsvæði bæj- arins. Samhentir sjálfstæðismenn Það er mikilvægt að nýta tæki- færin og þau hagstæðu skilyrði sem nú eru fyrir hendi í Hafn- arfirði. Ég vil halda áfram á sömu braut við stjórnun bæjarins á kom- andi árum; braut agaðrar stjórn- unar og uppbyggingar með skil- virkni og hátt þjónustustig að leiðarljósi. Undir minni forystu höfum við sjálfstæðismenn gengið samhent og samstiga til allra verka á kjör- tímabilinu. Ég hef áhuga á að halda áfram á þeirri farsælu veg- ferð og leiða öflugt lið sem mun uppskera ríkulega fyrir bæj- arfélagið. Ég óska því eftir áfram- haldandi stuðningi í fyrsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í próf- kjörinu sem fram fer laugardaginn 10. mars nk. Áfram Hafnarfjörður! Tækifærin fram undan í Hafnarfirði Eftir Rósu Guðbjartsdóttur » Það er mikilvægt að nýta tækifærin og þau hagstæðu skilyrði sem nú eru fyrir hendi í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs. Fasteignir citroen.is Verðlaunabíllinn Citroën C3 er hlaðinn þægindum, lofi og búnaði. Með 300 lítra skotti, nýjustu kynslóð sparneytinna véla, undurþýðri sjálfskiptingu sem gerir hann silkimjúkan í akstri ert þú klár í þitt ævintýri. C3 er fáanlegur með Apple Car Play og Mirror Link sem gerir þér kleift að spegla helstu forrit snjallsímans eins og t.d. Google Maps á 7“ snertiskjáinn. Punkturinn yfir i-ið er svo vegmyndavélin ConnectedCam sem þú getur notað til fanga dýrmæt augnablik. KOMDU OGMÁTAÐU CITROËN C3 C3 LIVE BEINSKIPTUR FRÁ 2.090.000KR. C3 FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ 2.520.000 KR. Yfir 25 alþjóðleg verðlaun • Vegmyndavél • Nálægðarskynjarar • Blindpunktsviðvörunarkerfi • Brekkuaðstoð • Hliðarvörn •Breið og þægileg sæti • Isofix festingar • Rúmgott skott • Sparneytinn Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 CITROËN ÞÆGINDI CITROËN C3 Hlaðinn lofi og búnaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.