Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 47
47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Keppt í upplestri Stóra upplestrarkeppni grunnskólanna í Reykjavík fór fram í 20. sinn í Ráðhúsinu í gær, en hún á 22 ára afmæli. Meginmarkmið keppninnar er að þjálfa nemendur í upplestri.
Kristinn Magnússon
„Gentrification“ er
nokkurs konar auð-
valdsþróun þar sem hin-
ir tekjuhærri koma í
stað tekjulægri íbúa
sem neyðast til að flytja
burt vegna hærra fast-
eignaverðs. Auðvalds-
þróun þar sem lágtekju-
og verkamanna-
hverfum, sem oft var
illa við haldið, er breytt
með miklu fjármagni.
Þróuninni fylgir breyting á borg-
arlandslaginu og borgarformi með
nýrri þjónustu og breyttum arkitekt-
úr.
Íbúum í 101 Reykjavík fækkaði
mjög með fjölgun bíla eftir stríð þar
sem fólk fluttist í hópum í ný út-
hverfi. En á meðan í flestum öðrum
borgum hafa orðið umskipti þar á og
vinsælast er að búa miðsvæðis þá
hefur íbúum í miðborginni haldið
áfram að fækka. Í staðinn hafa kom-
ið gistirými fyrir fjölda ferðamanna
og nú er að koma að þeim tímamót-
um að þar gistir einn ferðamaður
fyrir hvern íbúa.
Þessi aukna eft-
irspurn eftir gistirým-
um hefur kynt undir
ásókn fjárfesta í að
þjónusta ferðamenn í
miðborginni og hafa
þeir getað athafnað sig
án verulegra hamla og
byggt hótel (yfir 60%
af hótelum landsins
eru í 101 Rvk) og keypt
upp íbúðir án vand-
kvæða.
Fjárfestar hafa
fengið mun meiri hagn-
að af því að fjárfesta í ferðaþjónust-
unni en í venjulegu íbúðarhúsnæði og
því hafa þeir yfirtekið markaðinn í
þágu ferðaþjónustunnar á meðan
íbúarnir hafa verið hraktir úr mið-
borginni. Ferðamannafjöldinn hefur
gert það að verkum að grundvöllur
hefur orðið fyrir meiri og fjölbreytt-
ari veitingarekstur, líkt og í Fen-
eyjum. En þar sem íbúinn er ekki
lengur jafn áhugaverður við-
skiptavinur hefur þjónustan við hann
jafnt og þétt minnkað. Miðborg
Reykjavíkur sem áður hafði verslun
á hverju horni á erfitt með að byggja
sig upp aftur í hag íbúa eins og aðrar
borgir hafa gert með þéttingu byggð-
ar og auknum vinsældum þess að búa
miðsvæðis. Of fáum lóðum er haldið
eftir fyrir þjónustu við íbúa og þeir
sem hafa áhuga á að flytja í miðborg-
ina hafa lítinn möguleika á því, vegna
þess að skipulagið er þeim ekki í hag.
Fjárfestar eru uppteknir í ferða-
mannahverfum sem byggjast nú á
eyðslu og skemmtun. Meira að segja
svo uppteknir að erfitt getur reynst
fyrir þá sem hafa efni á því að fá verk-
taka í venjulegar íbúðabyggingar.
Í Reykjavík og víðar hefur húsnæð-
isverð og heimilisútgjöld orðið fyrir
miklum hækkunum sem setja má í
beint samhengi við auðvaldsþróun
tengda ferðamannaiðnaðinum.
Það er hlutverk skipulagsyfirvalda
að hafa áhrif á eftirspurnina með
stýringu og að sporna við auð-
valdsþróuninni.
Hvað má m.a. gera til að sporna við
fækkun íbúa, veita þeim betri þjón-
ustu og auka gæði umhverfisins?
– Byggja upp skipulega, auka þátt-
töku íbúa í ákvörðunartöku og veita
aðstoð til einkaframkvæmda.
– Auka framboð á ódýrara hús-
næði.
– Beina fjárfestum á önnur svæði
en miðborgina og í íbúðauppbyggingu
með borgarskipulagi, gjöldum og af-
sláttarkjörum. Nota má eftirspurnina
eftir hótelum til þess að byggja upp
hverfiskjarna í úthverfum, auka þar
þjónustu og bæta þar almennings-
samgöngur (t.d. Mjódd).
– Heimila ekki breytingu á íbúðar-
húsnæði í atvinnuhúsnæði nema í
undantekningartilvikum.
– Taka úr nýju aðalskipulagsbreyt-
ingunni um gististaði (14. september
2017) heimild til byggja fleiri hótel í
miðborg Reykjavíkur og að breyta
megi íbúðum í skammtímaútleigu-
íbúðir á öllum aðalgötum. Sporna við
íbúðahótelum sem nú hafa tekið yfir
um 400 íbúðir í 101 Reykjavík eða
10%.
– Taka einnig úr fyrrnefndri að-
alskipulagsbreytingu að leyfa gisti-
staði (í flokki II og III) út í Örfirisey,
við hafnarsvæði miðborgarsvæðis og
við íþróttasvæði.
– Takmarka með reglugerð mögu-
leikana á því að ferðamannaiðnaður
sé skipulagður á kostnað þjónustu
við íbúa sem þarf annars að víkja.
– Hætta alfarið að flytja friðuð hús
úr stað eða rífa þau og endurbyggja.
Vernda strandlengjuna og tengingu
sögulegrar byggðar við sjóinn.
– Nauðsynlegt að taka frá svæði
fyrir þjónustu við íbúa og komandi
kynslóðir sem munu þurfa svæði fyr-
ir framtíðarhugmyndir.
Flest gefur til kynna að ásókn í
gistirými muni aðeins aukast og að
vanhugsað sé að vilja metta mark-
aðinn í miðborginni. Hér gilda sömu
lögmál og með bílaumferð, miðborgin
getur ekki tekið endalaust við meiru.
Við þurfum að hugsa um okkar
þegna, þarfir á húsnæði, gæði nær-
þjónustu, fjölbreytni, almenn lífs-
gæði og viðhalda menningu og minj-
um.
Eftir Birgi Þröst
Jóhannsson »En þar sem íbúinn er
ekki lengur jafn
áhugaverður viðskipta-
vinur hefur þjónustan
við hann jafnt og þétt
minnkað.
Birgir Þröstur
Jóhannsson
Höfundur er arkitekt og sækist
eftir 2. sæti á lista Pírata í komandi
sveitarstjórnarkosningum.
Auðvaldsþróun í Reykjavík: „Tourism gentrification“
Við stöndum á tíma-
mótum hvað varðar
réttindi kvenna. Kúgun
og mismunun, sem hef-
ur þrifist í skjóli sögu-
legs og kerfisbundins
ójöfnuðar, er nú op-
inberuð sem aldrei
fyrr. Hvort heldur sem
er í Suður-Ameríku,
Evrópu eða Asíu, á
samfélagsmiðlum, í
verksmiðjum eða á götum úti; alls
staðar eru konur að krefjast var-
anlegra breytinga. Þær krefjast þess
að hvers kyns kynbundnu ofbeldi,
áreitni og mismunun verði útrýmt.
Stærsta mannréttindaáskorun
heimsins og stærsta ólokna verkefni
heimsins er að tryggja jafnrétti
kynjanna og efla völd kvenna.
Virkni og málflutningur margra
kynslóða kvenna hefur uppskorið ár-
angur.
Fleiri stúlkur sækja skóla en
nokkru sinni fyrr. Fleiri konur vinna
launaða vinnu og gegna ábyrgðar-
stöðum í einkageiranum, háskóla-
samfélaginu, í stjórnmálum og al-
þjóðlegum samtökum, þar á meðal
hjá Sameinuðu þjóð-
unum. Jafnrétti
kynjanna hefur verið
lögfest og skaðlegar að-
gerðir á borð við kyn-
færalimlestingar og
barnahjónabönd hafa
víða verið bannaðar.
En alvarlegar hindr-
anir standa í vegi fyrir
því að leiðrétta sögu-
legan halla, sem liggur
til grundvallar mis-
munun og misnotkun.
Meir en milljarð
kvenna skortir lagalega vernd gegn
kynferðislegu heimilisofbeldi.
Launamunur kynjanna er 23% á
heimsvísu, og allt að 40% í dreifbýli,
auk þess sem ólaunuð vinna kvenna
er ekki viðurkennd. Að meðaltali er
hlutfall kvenna á þjóðþingum fjórð-
ungur og enn lægra í stjórnum fyr-
irtækja. Án samhæfðra aðgerða
munu milljónir stúlkna sæta kyn-
færalimlestingum á næsta áratug.
Þar sem lög hafa verið sett er oft
ekki farið eftir þeim og konur eru oft
virtar að vettugi, málflutningur
þeirra dreginn í efa og þær smán-
aðar, þegar þær leita réttar síns. Við
vitum sífellt betur að kynferðisleg
áreitni og mismunun hefur viðgeng-
ist á vinnustöðum, á opinberum vett-
vangi og á einkaheimilum, jafnvel í
löndum sem telja sig hafa náð góðum
árangri í jafnréttismálum.
Sameinuðu þjóðunum ber að vera
öðrum fyrirmynd í heiminum.
Ég viðurkenni að þetta hefur ekki
alltaf verið tilfellið. Frá því ég tók við
starfi mínu hef ég ýtt úr vör ýmsum
aðgerðum í höfuðstöðvum Samein-
uðu þjóðanna í New York, í frið-
argæslusveitum okkar og skrif-
stofum um allan heim.
Við höfum nú náð jafnvægi á milli
kynjanna í æðsta stjórnunarteymi
mínu og ég er ákveðinn í að ná sama
árangri innan samtakanna í heild
sinni. Ég er staðráðinn í að útrýma
kynferðislegri áreitni og hef tekið
saman áætlanir til að bæta kæruleið-
ir og auka ábyrgð.
Við vinum náið með ríkjum um all-
an heim til þess að koma í veg fyrir
og taka á kynferðislegri misnotkun
og afbrotum starfsfólks í friðar-
gæslusveitum og veita fórnar-
lömbum stuðning.
Við hjá Sameinuðu þjóðunum
stöndum þétt að baki konum um all-
an heim sem berjast fyrir því að
brjóta á bak aftur óréttlæti sem þær
mega þola. Hvort sem það eru konur
í dreifbýli sem krefjast sömu launa
og karlar, konur í borgum sem berj-
ast fyrir breytingum, flóttakonur
sem eiga á hættu misnotkun og
áreitni eða konur sem þola margt af
þessu í senn: ekkjur, frum-
byggjakonur, konur með fötlun og
konur sem falla ekki inn í hefðbundin
kynjahlutverk.
Aukin völd kvenna eru hluti af
kjarna Áætlunar 2030 um sjálfbæra
þróun – eða svokallaðra Heimsmark-
miða. Árangur í heimsmarkmiðunum
þýðir árangur fyrir konur, alls stað-
ar. Kastljós-frumkvæðið (Spotlight)
sem við stöndum að ásamt Evrópu-
sambandinu beinir sjónum sínum að
því að útrýma ofbeldi gegn konum og
stúlkum, en slíkt er forsenda jafn-
réttis og valdeflingar kvenna.
Velkjumst ekki í vafa: við erum
ekki að gera konum greiða. Jafnrétti
kynjanna snýst um mannréttindi, en
það er í líka í allra þágu: karla og
drengja, kvenna og stúlkna. Ójafn-
rétti og mismunun gagnvart konum
skaðar okkur öll.
Það eru skýr dæmi um að fjárfest-
ing í konum er skilvirkasta leiðin til
þess að efla samfélög, fyrirtæki og
jafnvel ríki. Þátttaka kvenna styrkir
friðarsamkomulög, eykur þolgæði
samfélaga og þrautseiglu hagkerf-
isins. Þar sem konum er mismunað
þrífast oft siðir og hefðir sem valda
öllum tjóni. Feðraorlof, lög gegn
heimilisofbeldi og lög um jöfn laun
eru allra hagur.
Á þessu þýðingarmikla augnbliki í
réttindabaráttu kvenna, er tímabært
fyrir karla að taka sér stöðu við hlið
kvenna; hlusta á þær og læra af
þeim. Gagnsæi og ábyrgð vega þungt
ef tryggja skal að konur njóti hæfi-
leika sinna til fullnustu og er öllum
lyftistöng í samfélögum okkar, þjóð-
félögum og hagkerfum.
Ég er stoltur af því að vera hluti af
þessari hreyfingu og ég vona að rödd
hennar haldi áfram að hljóma innan
Sameinuðu þjóðanna og um allan
heim.
Eftir António
Guterres » Við höfum nú náð
jafnvægi á milli
kynjanna í æðsta stjórn-
unarteymi mínu og ég
er ákveðinn í að ná sama
árangri innan samtak-
anna í heild sinni.
António Guterres
Höfundur er aðalframkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna.
Framþróun kvenna er í allra þágu