Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Kristinn mágur
minn eða Kiddi er
látinn eftir stutt en
erfið veikindi. Kiddi
stundaði nám í byggingafræðum
í Danmörku. Stuttu eftir heim-
komu hóf hann að byggja ein-
býlishús fyrir fjölskylduna í
Traðarlandi 12 sem hann teikn-
aði, allt stílað upp á að hann gæti
unnið sem mest sjálfur en hann
var mjög duglegur og útsjónar-
samur. Þar fæddust Berglind,
Elínóra, Herdís og Bjarni en
Helga var fædd áður. Kiddi vann
lengst af hjá Húsameistara rík-
isins og var með teiknistofu
heima, þar vann hann á kvöldin
og um helgar. Hann sat sjaldan
auðum höndum og stundum
fannst manni nóg um, meðan
fjölskyldan sat og spjallaði var
Kiddi alltaf með teikniborðið á
hnjánum. Hann var heppinn að
eiga hana Völu sína sem sá um
barnauppeldið og allt heimilis-
hald en hún er einstök húsmóðir.
Traðarlandið var hálfgerð fé-
lagsmiðstöð, allir velkomnir í
mat og drykk. Fátt fannst hon-
um skemmtilegra en að fá til sín
gesti en hann var höfðingi heim
að sækja. Ég minnist afmælis-
daga hans í Traðarlandinu, 29.
maí, var alltaf boðið í stórveislu
og þá fannst manni sumarið
komið. Síðan hóf hann að byggja
Kristinn
Sveinbjörnsson
✝ Kristinn Svein-björnsson
fæddist 29. maí
1945. Hann lést 20.
febrúar 2018.
Kristinn var
jarðsunginn 2.
mars 2018.
hús í Hvassaleiti og
það var sama sag-
an, allt gert sjálfur
og unnið dag og
nótt og fór hann
kannski aðeins of-
fari en vinnan var
hans áhugamál.
Hann var mjög
hugulsamur og
greiðvikinn en fór
ekki vel með sjálfan
sig. Þegar hann var
rúmlega fertugur greindist hann
með geðsjúkdóm sem var hon-
um og allri fjölskyldunni erfiður
og varð Vala að slíta hjónaband-
inu. Fluttist hún í Hvassaleitið
með börnin og hann í íbúð stutt
frá. Vala studdi vel við hann með
alla þjónustu og sá til að ekki
yrði mikil röskun fyrir börnin.
Hann varð aldrei sá sami en allt-
af jafn greiðvikinn og studdi
börnin sín vel í þeirra verkefn-
um. Það lýsir Kidda vel þegar
hann fór í verslun í sumar og sá
úlpur á góðu verði, hann keypti
þær allar, hugsaði eina fyrir sig
og hinar fyrir bræður sína. Við
Árni skuldum Kidda miklar
þakkir fyrir að hafa áhrif á að
við gátum keypt Kvistalandið á
sínum tíma. Kiddi sýndi ótrúlegt
æðruleysi og kvartaði aldrei sl.
mánuði eftir að hann veiktist al-
varlega.
Blessuð sé minning Kristins.
Áslaug Sigurðardóttir.
Í örfáum orðum langar mig að
minnast Kristins Sveinbjörns-
sonar, sem gaf mér og konu
minni eina þá dýrmætustu gjöf
sem hægt er að fá, yndislega
tengdadóttur og í gegnum hana
þrjú barnabörn sem eru hvert
öðru mannvænlegra. Um það
vorum við Kristinn alltaf sam-
mála.
Kristinn var sum sé „hinn af-
inn“ í fjölskyldu okkar og strax
við fyrstu kynni kunni ég vel við
þennan góða og hjartahlýja
„karl“. Kristinn var ljúfur og
góður maður, aldrei með neinn
hávaða en alltaf hreinn og beinn.
Hann kom til dyranna eins og
hann var klæddur, ef svo má að
orði komast: „Áttu ekki rabar-
barasultu á lambakjötið Konni?“
var ein fyrsta setningin sem
hann sagði við mig þegar Nóra
tengdadóttir mín kynnti hann
fyrir okkur, verðandi tengdafor-
eldrum sínum.
Tvisvar sinnum fór ég með
Kristni til útlanda þar sem við
vorum tveir saman „afarnir að
bralla“ eitt og annað sem óþarfi
er að rifja upp í minningargrein.
En eitt verð ég þó að upplýsa að
báðum þótti okkur gott að koma
til Tékklands þar sem Kristinn
kynnti mig fyrir góðum vinum
sínum. Toppurinn á þeirri ferð
var þegar við „brögðuðum á
Bekkerofku“, sem skáldið góða
sagði að bragðaðist eins og
„sambland af apóteki og vínkjall-
ara, sólheitri lyngbrekku og
röku jarðhúsi“! Er þar skemmst
frá því að segja að við létum
„sýna okkur öll keröldin“ og urð-
um því betri vinir sem lækkaði í.
Í stað þess að teygja lopann
frekar, langar mig, sem kallaður
er af minni elskulegu tengda-
dóttur og barnabörnum: „ljóða-
afinn“, að gera orð Jóhannesar
úr Kötlum að orðum okkar allra
sem nú syrgjum góðan dreng:
Líf vort er tónn; á hörpu ljóss og
húms það hljómar skammt,
grætur og hlær við hliðskjálf tíma
og rúms,
en hljómar samt;
síðan einn dag — þann dag veit
engin spá —
er dauðaþögn og tónninn liðinn hjá.
Vinur í raun: hér hvílir þú svo hljótt,
en hjarta nær
ómar þitt líf sem lýsi gegnum nótt
einn logi skær.
Traust var þín hönd og trú við
hlutverk sitt,
en tónsins djúp var góða hjartað þitt.
Þökk sé þér vin: Við lifum lítil börn
og líðum burt.
Vor tónn er sár, við eigum enga vörn
– um allt er spurt.
Líf þitt er svar: á bak við skúr og skin
við skynjum þig, hinn liðna trygga vin.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku hjartans Nóra mín,
Kalli minn, fjölskyldan öll, börn
Kristins og tengdabörn, barna-
börn, systkini og síðast en ekki
síst Helga Kristinsdóttir, móðir
Kristins; innilegar samúðar-
kveðjur.
Konráð og Elín.
Í dag kveð ég elsta bróður
minn, Kristin Sveinbjörnsson.
Þegar ég var smástelpa var
Kiddi bróðir við nám í Dan-
mörku og í mínum huga var það
einhvers staðar langt í burtu og
ég þekkti hann frekar lítið. Þeg-
ar Kiddi og Vala konan hans
fluttu heim var það mjög spenn-
andi tími og ekki skemmdi fyrir
að Helga litla var rétt ókomin í
heiminn. Í námi Kidda var eitt
af verkefnum hans að gera mód-
el að húsi sem hann teiknaði.
Hann var svo sniðugur að út-
færa mótelið sem dúkkuhús sem
hann færði mér við heimkom-
una.
Fljótlega eftir að Kiddi og
Vala fluttu heim byggðu þau sér
hús í Traðarlandi. Kiddi hannaði
húsið sjálfur með þarfir stækk-
andi fjölskyldu í huga. Eldhúsið
var opið inn í sjónvarpshol og í
minningunni sat Kiddi í sófanum
með teiknibretti, krakkarnir að
leika sér í kringum hann og Vala
að stússast í eldhúsinu. Stórfjöl-
skyldunni og vinum þótti gott að
koma til Kidda og Völu sem tóku
vel á móti öllum gestum.
Kiddi vann hjá húsameistara
ríkisins og þar fyrir utan vann
hann á sinni eigin teiknistofu,
oft um kvöld, nætur og helgar.
Kiddi var oft með sérstakar
hugmyndir t.d. tók hann upp á
því að drepa á bílnum á ljósum
og í brekkum til að spara bens-
ínið. Kom hann eitt sinn mjög
kátur í sumarbústað foreldra
okkar og sagðist hafa látið bílinn
renna niður Kambana og að bíll-
inn hafi staðnæmst við Hvera-
gerði.
Kiddi naut þeirrar gæfu að
eignast fimm frábær börn með
Völu og fimmtán barnabörn.
Hann var duglegur að aðstoða
þau, ef eitthvert þeirra var að
breyta eða bæta húsnæði var
hann alltaf mættur.
Kiddi var líka duglegur að
heimsækja mömmu okkar á tí-
ræðisaldri og oft sat hann hjá
henni á kvöldin.
Veikindi settu svip á líf
Kidda. Á miðjum aldri fór að
bera á andlegum veikindum sem
erfitt að var að eiga við. Upp úr
því skildu Kiddi og Vala, en
hann var alltaf velkominn á
hennar heimili og var virkur
þátttakandi í öllu sem viðkom
fjölskyldunni. Síðasta sumar
datt Kiddi heima hjá sér og lam-
aðist fyrir neðan brjóst. Erfiður
tími tók við þar sem Kidda var
oft ekki hugað líf.
Kiddi dvaldi á Grensásdeild
síðustu mánuði lífs síns og fékk
þar góða aðhlynningu.
Hann tók veikindum sínum
með ótrúlegu jafnaðargeði og
æðruleysi og naut þess að fá
börnin og barnabörnin í heim-
sókn, jafnt sem aðra gesti.
Hvíl í friði elsku bróðir.
Anna María
Sveinbjörnsdóttir.
Í dag kveðjum við kæran vin
og nágranna til margra ára,
Kristin Sveinbjörnsson. Kristinn
lést á Grensásdeild Landspítal-
ans eftir erfið veikindi í kjölfar
áverka sem hann hlaut á hrygg
sem leiddu til lömunar. Þetta var
mikið áfall en Kiddi, eins og
hann var kallaður, tók þessu með
miklu jafnaðargeði og æðruleysi.
Þau hjón, Vala og Kiddi, byggðu
sér hús í Traðarlandi í næsta ná-
grenni við hús okkar og vann
Kiddi mikið sjálfur við verkið
enda dugnaðarforkur. Það varð
strax mikill og góður samgangur
milli fjölskyldna okkar, einkum
vegna kunningsskapar dætra
hans og yngri dóttur okkar.
Mörg voru kaffiboðin í Traðar-
landinu, enda var mikill mynd-
arskapur í köku- og tertubakstr-
inum hjá húsmóðurinni. Kiddi
var afar greiðvikinn og minnist
ég þess er við eitt sinn þurftum
að fara með dóttur okkar upp á
slysadeild, en mikil ófærð var í
bænum vegna snjóþyngsla og
festum við bílnum fljótlega. Þá
kom Kiddi okkur til hjálpar á
nýja Suzuki-jeppanum sínum og
braust upp á Borgarspítala í allri
ófærðinni og þurfti hann í lokin
að bera hana síðasta spölinn yfir
alla skaflana inn á spítalann.
Ég þykist vita að Kiddi hafi
verið hvíldinni feginn enda höfðu
veikindi hans reynt mikið á síð-
ustu mánuði. Við Gerður vottum
Völu og fjölskyldunni allri samúð
okkar.
Gerður og Daníel.
Ég bjó í götunni fyrir ofan
Kidda, Völu og Helgu, Lindu,
Nóru, Herdísi og Bjarna og man
ekki eftir mér án þess að þau
væru hluti af lífi mínu. Ég áleit
mig vera eina af systrunum og
hef líklega verið daglegur gestur
hjá þeim. Systurnar voru oft
pínu pirraðar út í pabba sinn,
enda vildi hann gjarnan skipta
sér af því hvað við vorum að
gera. En fyrir vikið vissi hann
alltaf hverju við höfðum áhuga á
og kom oft með eitthvert óvænt
flott dót sem enginn annar átti. Í
London keypti hann t.d. eins
metra löng blöð með svarthvít-
um myndum sem átti að lita í, og
við „systurnar“ lágum á gólfinu í
fleiri vikur að fylla upp í mynd-
irnar með tússlitum. Kiddi
keypti Philips 2000-tæki, mörg-
um árum áður en það varð al-
gengt að eiga vídeótæki, og það
voru mörg kvöldin sem sjón-
varpsholið var fullt af börnum að
horfa á The Sound of Music,
Herbie og fleiri minnisstæðar
myndir. Kiddi var líka á undan
sinni samtíð með umhverfismál
og nýtingu. Man vel eftir risa-
stórri plastpokarúllu sem hann
kom með heim frá bakaríi sem
hafði farið á hausinn og átti að
henda. Þessi rúlla dugði í fleiri
ár. Ein jólin keyptu foreldrar
mínir einstaklega fallegt jólatré
sem hélt barrinu ótrúlega vel.
Þegar átti að kasta því fannst
Kidda það synd og tók það og
setti inn í bílskúr. Þegar kom að
næstu jólum var tréð enn jafn
fínt og var sett upp og skreytt í
stofunni í Traðarlandinu. Þegar
jólin voru búin var tréð enn jafn
fínt og var aftur sett í bílskúrinn
í geymslu. Næstu jól var tréð
enn fínt, en ákveðið var að
breyta aðeins til, spreyjað gyllt
og skreytt, og var reyndar enn
ótrúlega flott og jólalegt! Annað
sem hann gerði alltaf, sem eng-
inn annar gerði, var að hann
drap alltaf á bílnum á rauðu ljósi
til að minnka mengun. Mér
fannst það pínu skrítið, en nú er
þetta sjálfsagður hlutur í nýrri
bílum.
Kiddi var alltaf hjálpsamur.
Þegar ég var 11 ára fótbrotnaði
ég og var með gips frá tá og upp
að nára. Þetta var um hávetur og
kom að því að ég átti að mæta
upp á spítala til að skipta á gips-
inu. Þennan dag var búið að
snjóa svo svakalega að engir
bílar nema jeppar gátu keyrt um
götur bæjarins. Kiddi átti Su-
zuki-jeppa og bauðst til að keyra
mig upp á spítala. Þegar við vor-
um komin á Bústaðaveginn á
móts við spítalann var öll umferð
stopp. Kiddi tók mig þá í fangið
og óð með mig í gegnum skafla
sem náðu honum upp að mitti
inn á slysó. Lét nú ekki smá
ófærð stoppa sig.
Þótt ég hafi búið erlendis að
mestu síðastliðin 25 ár hef ég
alltaf haldið sambandi við gömlu
fjölskylduna mína úr Traðar-
landinu. Sem betur fer náði ég
að kveðja Kidda nokkrum dög-
um áður en hann dó. Hann gat
ekki opnað augun eða talað þeg-
ar ég kom, en þegar ég sagði
honum frá því að ég og fjöl-
skylda mín værum nú að taka
smá skref í átt að því að flytja
heim með því að eignast íbúð á
Íslandi fékk ég risastórt bros frá
Kidda mínum.
Elsku Vala, Helga, Linda,
Nóra, Herdís og Bjarni og allt
ykkar yndislega fólk. Ég sam-
hryggist ykkur svo innilega. Þið
áttuð frábæran pabba. Ég sakna
hans mjög. Ég veit að þér líður
vel núna, Kiddi, og við munum
sjást síðar.
Þórhildur Margrét
Daníelsdóttir.
Minningar um Kristin Svein-
björnsson koma sterkastar fram
þegar hann birtist með tvær
yndislegar dætur sínar í göngu-
túr í Háaleiti. Hann átti fallegt
heimili í Hvassaleiti. Síðar bjó
hann áfram við Kringlufót, í
hringiðu mannlífs, ekki langt frá
móður sinni. Ég kynntist Kristni
fyrst í Safamýri er ég bjó í
næsta húsi við Sveinbjörn og
Helgu. Mikilli jákvæðni og hlýju
var alltaf að mæta þar sem þau
voru. Brosandi og forvitin, oft
spyrjandi um hvernig gengi, um-
hyggjusöm og alltaf með stórt
hjarta og fjölmenni í kringum
sig. Alls staðar höfðu þau mikið
að gefa. Foreldrar Kristins ólu
upp stóran legg með barnabörn-
um. Samhent fjölskylda og mikl-
ir byggingamenn á ferð, ávallt
með stórverk.
Kristinn var áhugasamur um
vinskapinn og ræktaði hann.
Alltaf jákvæður þrátt fyrir veik-
indi sem hann varð að ganga í
gegnum. Þegar Kristinn er fall-
inn frá verður manni oft hugsað
til þess hve margar mannlegar
áhyggjur okkar eru léttvægar,
miðað við andlega sjúkdóma er
enginn hefur stjórn á. Kristinn
var mjög næmur og þegar álag
var mikið og stíflur geta brostið
finnum við fyrir vanmætti. Sam-
viskusemin var honum í blóð
borin og öllum verkefnum vildi
hann fylgja eftir, öllu gott gera.
Kímnigáfa Kristins var aldrei
fjarri, en undir niðri var lífið
þrautarganga og kvíði sem hrjá-
ir suma meir en aðra.
Fátækleg orð um góðan dreng
segja lítið en hann mat vinskap
eins og í Hávamálum. Lífsspeki
Kristins var eins og hann læsi
þau mál oft á göngu sinni.
Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.
Sendi fjölskyldu og uppkomn-
um börnum hans samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning hans.
Sigurður Antonsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
MAGNÚS HEIMDAL MAGNÚSSON,
Bryne, Noregi,
áður til heimilis að Hagaflöt 8,
Garðabæ,
andaðist í Bryne 21. febrúar.
Útförin fór fram 28. febrúar.
Sissel Sørdal Magnússon
og fjölskylda
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls móður okkar ömmu
og langömmu,
JÓNÍNU ÁSDÍSAR KRISTINSDÓTTUR,
Stellu,
Hlíðarhúsum 7.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á
hjúkrunarheimilinu Eir, 2. hæð suður, fyrir hlýja og góða
umönnun.
Jóna G. Alexandersdóttir Davíð Löve
Sófus A. Alexandersson Guðrún Ágústsdóttir
Áslaug Alexandersdóttir Þorgeir Kjartansson
Kristín H. Alexandersdóttir Ásgeir J. Þorvaldsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR KRISTJÁN
MAGNÚSSON,
bóndi á Melgraseyri,
Jökulgrunni 11, Reykjavík,
lést föstudaginn 2. mars.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 15. mars klukkan 13.
Jarðsett verður í Melgraseyrarkirkjugarði föstudaginn 16. mars.
Snævar Guðmundsson Anna Guðný Gunnarsdóttir
Magnea Jenny Guðmundardóttir
Fannar Karvel, Jakob Már, Ragnheiður Kristín, Natan,
Ástþór Ingi, Salka, Arnfinnur, Gunnþór Tumi, Kristín
Valgerður, Steinunn Jóhanna
og barnabarnabörn
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
JÓNS SIGURJÓNSSONAR,
Efri-Holtum,
V-Eyjafjöllum.
Unnur Sigurjónsdóttir Oddur Sæmundsson
Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Sigríður Einarsdóttir (Silla)