Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Um liðna helgi hlutu Elísabet Gunnarsdóttirog Hildur Hákonardótt-ir Íslensku þýðinga-
verðlaunin fyrir afbragðsgóða þýð-
ingu sína á einu þekktasta og
áhrifamesta verki bandarískra bók-
mennta, Walden eða Lífið í skóg-
inum eftir Henry David Thoreau
(1817-1862).
Dómnefnd sagði
þýðinguna einkar
vel heppnaða og
fanga 19. aldar
stemningu og
tærleika þessa
klassíska texta á
sérlega vandaðri
íslensku án þess
að vera gamal-
dags. Orðgnótt og afar næm tilfinn-
ing þýðenda fyrir samspili tungu-
máls og efnis lyfti textanum upp á
ljóðrænt svið þar sem hugblær og
hrifnæmi náttúruunnandans lætur
engan lesanda ósnortinn.
Óhætt er að taka undir þessi orð.
Rýnir las Walden á sínum tíma á
frummálinu, af áhuga og meiri á
sumum köflum þessa mikilvæga
verks en öðrum, en er fyllilega
sammála Gyrði Elíassyni í inn-
gangsorðum, um að hvað sem
tungumálaþekkingu fólk líði, sé
best að lesa bækur á móðurmáli
sínu, þannig komi þær nær manni
en ella. Og augsýnilega hafa þýð-
endurnir legið yfir textanum og
finna iðulega snjallar lausnir sem,
eins og fyrr segir, lyfta textanum
upp á ljóðrænt svið og opna hann
upp á gátt sem lifandi og mik-
ilvægar bókmenntir meira en einni
og hálfri öld eftir að hann kom
fyrst út, árið 1854.
Og ekki á bara þýðing textans
hrós skilið heldur er Walden afar
fallega út gefin af Dimmu. Í bjart-
grænu bandi í anda textans og er
djúpþrykkt framan á kápu mynd af
hinum fræga kofa höfundarins við
Walden-stöðuvatnið við Concord í
Massachusetts sem frásögnin
hverfist um. Upplýsingatexti með
mynd af Thoreau er síðan fallega
felldur niður í bandið á bakhlið bók-
arinnar og er eina aðfinnslan við
frágang að bókin sé fræst og límd,
því höfuðverk sem þetta eiga að
vera saumuð; það er fallegri og
varanlegri frágangur.
Á milli kafla bókarinnar eru birt-
ar á heilsíðum einfaldar og ein-
staklega tilhlýðilegar teikningar
eftir annan þýðandann, Hildi
Hákonardóttur, sóttar í náttúruna
og kallast á við textann. Og þýð-
endurnir rita báðir mikilvæga eftir-
mála, Elísabet Gunnarsdóttir þó
mun lengri og tekur þar vel saman
feril Thoreaus og áhrif, fjallar um
verk hans og útgáfusögu þeirra;
það er góður og upplýsandi texti.
Hildur segir frá þýðingunni, hvern-
ig hún byrjaði að þýða Walden árið
2010 eftir að hafa ýtt á Elísabetu að
gera það. Elísabet var í svokölluðu
Thoreau-vinafélagi og hafði þýtt
hina frægu og áhrifamiklu ritgerð
hans „Borgaraleg óhlýðni“, en kom
svo að verkinu þegar Hildur var
komin í þriðja kafla. „Og ég hélt
áfram eins og snjóplógur að laus-
þýða og Elísabet tók síðan við text-
unum, lagaði þá til og gaf þeim
endanlegt form,“ skrifar Hildur.
Það er vel til fundið hjá útgef-
anda að fá Gyrði, höfuðskáld sinnar
kynslóðar og aðdáenda skrifa
Thoreau, til að leiða íslenska les-
endur inn í verkið. Hann er einn
ótalmargra lesenda sem hafa gert
sér ferð að Walden og staðið þar
sem kofi höfundarins var, kofinn
einfaldi sem hann smíðaði með eig-
in höndum og dvaldi í; í tvö ár, tvo
mánuði og tvo daga var hann við
Walden, meðan tilraun hans stóð
yfir. Tilraun til einfalds lífs í sátt
við náttúruna sem er kjarninn í
þessum fræga texta, en eins og
Gyrðir segir þá hafa fáar bækur
haft jafnvíðtæk og afgerandi áhrif
„beint út í lífið“ og þessi bók Tho-
reaus, „þótt það hafi að vísu tekið
sinn tíma fyrir skilaboð hennar að
síast inn í huga manna“.
H.D. Thoreau var 27 ára gamall,
hafði menntað sig við Harvard-
háskóla og starfað sem kennari,
þegar hann fékk leyfi til að byggja
sér kofa við Walden-vatn, skammt
frá heimili vinar síns, annars
þekkts hugsuðar, Ralphs Waldo
Emerson. Og með lánsexi klauf
hann viði og reisti sér hlýlegan en
einfaldan kofa, tíu feta breiðan og
fimmtán feta langan, þar sem hann
bjó og starfaði þessi fyrrnefnd tvö
ár en í frásögninni lætur hann það
vera eitt ár, einn hring árstíðanna.
Hann vann við skriftir í kofanum en
hélt áfram með textann, bætti við
og breytti í nokkur ár, flutti meðal
annars nokkra kaflanna sem fyrir-
lestra, áður en lokagerð verksins
var tilbúin.
Walden skiptist í fimmtán mis-
langa kafla eða hugleiðingar. Í þeim
fyrsta, „Hagsýni“, fjallar hann um
lífsnauðsynjar mannsins, hugmynd-
ina um skjól í náttúrunni og um
byggingu kofans. Þá koma meðal
annars kaflar um lestur, hljóð, ein-
veru og gesti, þar sem blandað er
saman hugleiðingum um þessa
þætti og þarfir hans sjálfs og gerð-
ir, um baunaskikann þar sem hann
ræktar, þorpin og vötnin, og í fram-
„Ég vildi lifa af alefli“
Hugsuðurinn Bók Henrys Davids Thoreau, Walden eða Lífið í skóginum
hefur haft ómæld áhrif síðan hún kom fyrst á prent árið 1854.
Kofinn Thoreau reisti sér lítinn kofa með eigin höndum við Walden-vatn og
fjallar um þau tvö ár, tvo mánuði og tvo daga sem hann dvaldi við vatnið.
Fræði
Walden eða Lífið í skóginum
bbbbb
Eftir Henry David Thoreau.
Elísabet Gunnarsdóttir og Hildur
Hákonardóttir íslenskuðu.
Elísabet skrifar eftirmála um Thoreau
og Hildur um þýðinguna. Teikningar eru
eftir Hildi. Gyrðir Elíasson ritar inn-
gangsorð.
Dimma, 2017. Innbundin, 399 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
haldi af því hugleiðingar um dýrin,
stöðu mannsins í náttúrunni – og
enn og aftur gangvirki náttúrunnar.
Kaflarnir eru vissulega mis-
áhugaverðir, hafa staðist tímans
tönn með ólíkum hætti og tala ekki
allir af sama styrk og ákafa inn í
samtíma okkar. En stór hluti verks-
ins er samt undarlega ferskur og
mikilvægur, og á líklega betur við
nú en nokkru sinni, til að mynda
hugleiðingar um ágengni manna í
náttúrleg gæði og um náttúru-
vernd, og skrif Thoreaus um einfalt
líf og nægjusemi. Það að njóta lífs-
ins og láta það ekki streyma hjá án
þess að takast á við það að vera
maður, með þeim skyldum og þeirri
umbun sem í því felst. Hann út-
skýrir flutning sinn út í skóg til að
mynda þannig:
„Ég flutti út í skóg vegna þess að
mig langaði að lifa af ráðnum hug,
til að standa andspænis grundvall-
arstaðreyndum lífsins og til að sjá
hvort ég gæti ekki lært það sem líf-
ið hefði að kenna mér og komast
ekki að því á dauðastundinni að ég
hefði aldrei lifað […] Ég vildi lifa af
alefli og sjúga allan merg úr líf-
inu …“ (48)
Ekki er ástæða til að fjalla ann-
ars hér sérstaklega um hugmyndir
og lífssýn Thoreaus, eða kafa í hin
miklu áhrif sem hann hefur haft.
Margir aðrir hafa tekið það að sér
og nóg er þegar sagt. Að lokum er
þó óhætt að taka undir orð Gyrðis
Elíassonar í innganginum, að það
sé fagnaðarefni að „þetta megin-
verk Thoreaus skuli nú loks vera
komið á íslensku“. Bókin eigi sígilt
erindi við nútímann í margvíslegum
skilningi „og ef að líkum lætur á
mikilvægi þess erindis aðeins eftir
að aukast eftir því sem tímar líða“.
Þórdís Edda Jóhannesdóttir, ný-
doktor á handritasviði Stofnunar
Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, heldur í dag, fimmtudag,
fyrirlestur hjá Miðaldastofu Há-
skóla Íslands sem hún nefnir
„Sagnaskemmtun á sextándu öld –
handritið AM 510 4to í bókmennta-
sögulegu samhengi.“ Fyrirlest-
urinn er í stofu 101 í Lögbergi,
hefst kl. 16.30 og er öllum opinn.
Skinnhandritið AM 510 geymir
átta sögur, Víglundar sögu, Bósa
sögu, Jarlmanns sögu og Her-
manns, Þorsteins þátt bæjar-
magns, Jómsvíkinga sögu Finn-
boga sögu ramma, Drauma-Jóns
sögu og Friðþjófs sögu frækna.
Sögunum í AM 510 4to mætti öll-
um lýsa sem skemmtisögum frem-
ur en sögum með sagnfræðilegt
heimildargildi. Í
erindinu verður
sjónum beint að
því hvernig
handrit sem
varðveitir ein-
mitt þessar sög-
ur getur gefið
innsýn í heim
sagnaskemmt-
unar á sextándu
öld og mögulega
aukið þekkingu okkar á bók-
menntasögu síðmiðalda og áhuga
sextándu aldar manna á forn-
sögum.
Þórdís Edda Jóhannesdóttir er
nýdoktor á handritasviði Stofn-
unar Árna Magnússonar í íslensk-
um fræðum og stundakennari við
Háskóla Íslands.
Fjallar um sagnaskemmtun á 16. öld
Þórdís Edda
Jóhannesdóttir