Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Síðastliðna mánuði hafa mörg ríki lýst því yfir að þau hyggist auka framlög sín til varnarmála. Sumir hafa spáð miklum hækkunum á árinu og hefur til að mynda upplýs- ingaveitan Jane’s IHS, sem sérhæfir sig í hernaðar-, flug-, og sam- göngumálum, spáð að sett verði nýtt met í út- gjöldum til varn- armála. Gert er ráð fyrir að út- gjöld muni hækka um 3,3% til málaflokksins og heildarútgjöld muni standa í rúmlega 1.600 milljörðum banda- ríkjadala á heimsvísu fyrir árið 2018, það mesta frá því á tímum kalda stríðsins. Page Lousie Wilson, öryggisfræð- ingur, alþjóðalögfræðingur og dós- ent við stjórnmálafræðideild Há- skóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að „spár þarf alltaf að taka með ákveðnum fyrirvara. Til að mynda hafa sumar spár, svo sem spá alþjóðlega friðarrannsóknarseturs- ins í Stokkhólmi (SIPRI), talað um að það myndi draga úr hækkunum á árinu. Dæmi eru samt um að sumar þjóðir hafa verið að auka sín útgjöld mikið að undanförnu, sérstaklega í Austur-Evrópu“. Þeir stóru hækka framlög mest Bandaríkin auka framlög sín mest og er sú hækkun talin vera stærsti þátturinn í því að fyrri útgjaldamet gætu verið slegin á árinu. Hinn 12. desember síðastliðinn skrifaði for- seti Bandaríkjanna, Donald Trump, undir fjárlög varnarmála og gera þau ráð fyrir að 692 milljörðum bandaríkjadala verði varið til varn- armála. Aðspurð um þessa miklu fjárhæð segir Wilson: „Bandaríkin hafa þegar gífurlega yfirburðastöðu er varðar hernaðarmál og framlög til þeirra. Í þessu samhengi gæti verið ætlun Bandaríkjanna að viðhalda stöðu sinni gagnvart þeim ríkjum sem eru hugsanlega að reyna að jafna leikinn. Hvort sem það er raunin eða ekki þarf að hafa í huga að það er ennþá mjög langt á milli.“ Samkvæmt frétt AFP hyggjast kínversk stjórnvöld auka framlög til varnarmála um 8,1% á árinu, en það kom fram í fjármálaskýrslu sem lögð var fyrir þjóðráð kínverska komm- únistaflokksins á mánudag. Nú þeg- ar ver Kína næstmestu allra til málaflokksins. „Í sambandi við Kína er þetta mjög mikil hækkun, sér- staklega ef litið er til þess að NATÓ á erfitt með að fá aðildarríki sín til þess að ná markmiðinu um 2%,“ seg- ir Wilson. Hún bætir við „að í ljósi þess að það er efnahagsvöxtur í Kína er ekki endilega óeðlilegt að þessi framlög aukist“. Rússneska fréttastofan TASS hafði í desember eftir varnarmála- ráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, að Rússar myndu verja 46 milljörð- um bandaríkjadala til varnarmála árið 2018. Kreml hefur sagt þetta vera lækkun og jafnframt sagst ætla að minnka framlög til varnarmála á komandi árum. Athugasemdir hafa verið gerðar við réttmæti talna rússneskra yfir- valda, aðallega vegna þess að þar- lend yfirvöld skilgreina útgjöld til varnarmála með öðrum hætti en gerist víða. Alþjóðastofnun öryggis- fræða (IISS) áætlar að heildar- útgjöld Rússa verði tæpir 68 millj- arðar bandaríkjadala árið 2018. „Það er nokkuð erfitt að sjá sam- hengið milli þess að Rússar segjast ætla að lækka hernaðarútgjöld og þess að Pútín var fyrir nokkrum dögum að gorta af því að eiga ósigr- andi kjarnorkuvopn. Ég tel hins veg- ar að þessi kjarnorkueldflaug Rúss- lands sé jafn ósigrandi og Títanik var ósökkvandi. Ástæða þess að ég segi þetta er að Pútín er mjög snjall stjórnmálamaður og hann gerir sér grein fyrir, ef þýðingin er rétt, að svona yfirlýsingar geta valdið pólí- tísku bakslagi. Þetta er það sem heimamenn vilja heyra og verður að sjá í samhengi við komandi forseta- kosningar í Rússlandi.“ Aukin tortryggni í Asíu Indversk stjórnvöld stefna að talsverðri útgjaldaaukningu, en samkvæmt dagblaðinu Mint gerir fjárlagafrumvarp indversku ríkis- stjórnarinnar ráð fyrir 7,6% aukn- ingu fjárveitinga til varnarmála. Japan hefur einnig ákveðið að hækka sín útgjöld samkvæmt fjár- lögum sem samþykkt voru í desem- ber síðastliðnum, en þetta er aukn- ing sjötta árið í röð. Á svipuðum tíma ákváðu stjórnvöld í Suður-Kór- eu að auka framlög sín til varnar- mála um 6,9%, segir í frétt Yonhap. Wilson telur að „líklega sé þetta vegna þess að ríkin eru bæði að fylgjast með Bandaríkjunum og Kína. Við sjáum Kína byggja upp hernaðarinnviði í Suður-Kínahafi á Spratly-rifi sem er umdeilt svæði og á nýjustu gervihnattamyndum sjáum við nákvæmlega hvað Kína er að byggja til þess að tryggja tilkall sitt til svæðisins, önnur ríki taka auðvitað eftir þessari þróun. Japan og Indland fylgjast með því í hvað Kína eyðir fjármunum sínum, einnig er óvissa hvað varðar stefnu Banda- ríkjanna. Trump-stjórnin á það til að segja eitt og gera annað.“ Sádi-Arabía, það ríki sem leggur mest fé í málaflokkinn á Mið-Aust- urlöndum, hyggst einnig auka fjár- veitingar til hernaðar, eða um 10% meira en árið 2017 samkvæmt Ja- ne’s IHS. Óvissa vegna Bandaríkjanna Fulltrúar ríkisstjórna Frakklands og Þýskalands hafa gefið það út að löndin vilji standa að frekari fjár- veitingum til þess að bæta varnar- getu ríkjanna. Frakkland jók út- gjöld sín á fjárlögum fyrir 2018 og hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitið því að ríkið muni standa að frekari hækkunum næstu ár, en þetta kemur fram í umfjöllun AP frá því í febrúar. Reuters upp- lýsti í síðasta mánuði að varnarmála- ráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, hefði lýst sambærilegum áformum á öryggisráðstefnu í München. „Þegar óvissa skapast um stefnu þess ríkis sem hefur verið leiðandi í alþjóðakerfinu, eins og hefur gerst undir núverandi ríkisstjórn Banda- ríkjanna, er líklegt að hefðbundnir bandamenn þeirra, eins og Japan, ríki Austur-Evrópu og NATÓ-ríkin, setji spurningarmerki við áreiðan- leika bandalagsins. Í framhaldinu gætu þau hugsað að við þyrftum hugsanlega að efla getu okkar til þess að verja okkur sjálf,“ segir Wil- son. Útgjöld 10 útgjaldahæstu ríkja til varnarmála 2017 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 550 600Milljarðar USD *Tölur sem erfitt er að sannreyna, en eru byggðar á ígrunduðum áætlunum Heimild: Alþjóðastofnun öryggisfræða (IISS) Suður-Kórea Þýskaland Japan Frakkland Bretland Indland Rússland Sádí-Arabía Kína Bandaríkin 35,6 41,7 46,0 48,6 50,7 52,5 68,0* 76,7 150,5 602,7 10 útgjaldahæstu samtals: 72,5% eða 1.128,8 milljarðar USD 1.556,9 milljarðar USD Heildarútgjöld til varnarmála í heiminum Hernaðarútgjöld aukast víða  Vísbendingar um að framlög til varnarmála á heimsvísu hækki verulega  2018 gæti orðið metár  Sérfræðingar segja stefnu Bandaríkjanna auka óvissu sem gæti ýtt undir aukin hernaðarútgjöld Page Lousie Wilson Útgjalda- aukning til varnarmála teygir anga sína víða um heiminn. Dr. Marc Lant- eigne, sér- fræðingur á sviði kín- verskra stjórnmála og utanríkisstefnu starfar við Massey-háskóla á Nýja-Sjálandi, segir við blaða- mann Morgunblaðsins að „þrátt fyrir alla þá alþjóðlegu athygli sem útgjaldaaukning Kína hefur fengið verður að taka fram að þessar tölur blikna í sam- anburði við ráðstafanir í fjár- lögum Bandaríkjanna. Í tilfelli beggja er augljóslega einhver þörf fyrir ríkin að sýna hern- aðarlegan styrk sinn.“ „Ef horft er frá sjónarhóli Kína hefur ríkið á undanförnum árum haft framsækna stefnu og farið í umfangsmiklar fjárfest- ingar í alþjóðlegum við- skiptainnviðum, þannig að nú verður ríkið að sýna að það hafi burði til þess að verja kínverska ríkisborgara og eignir erlendis. Til dæmis eru framlög Kína til friðargæslu Sameinuðu þjóð- anna, hvað mannskap varðar, mun meiri en nokkurs annars þeirra fimm fastafulltrúa sem eru í Öryggisráðinu. Einnig er Kína að auka viðveru sína í Suð- ur-Kínahafi, þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkjunum og banda- mönnum þeirra,“ segir Lant- eigne aðspurður um áform Kín- verja. Að sögn Lanteigne „veldur stefna Kína og Norður-Kóreu því að Japan hefur þurft að end- urskoða varnarstefnu sína og farið í að bæta hernaðargetu sína. Indland hefur séð ástæðu til þess að bæta varnir sínar vegna áformum Kínverja um að auka hernaðarlega viðveru sína á Indlandshafi, að auki er staða öryggismála í Pakistan áhyggju- efni fyrir Indverja.“ „Við verðum einnig að hafa í huga að hærri hernaðarútgjöld geta líka verið afleiðing efna- hagsvaxtar. Á sama tíma er lík- legt að staðan í Mið-Aust- urlöndum líkleg til þess útskýra hluta þessarar þróunar. Það er líka áhyggjuefni ríkja að Banda- ríkin virðast færast í átt að minni afskiptum á alþjóðavett- vangi, sem ýtir undir breytta stefnu meðal bandamanna þeirra.“ Breyttar horfur í Asíu KÍNA Marc Lanteigne Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is LÍKA FYRIR STÓRU HUNDANA – fyrir dýrin þín
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.