Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor fer fram laugardaginn 10. mars. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði laugardaginn 10. mars Kosið verður í Víðistaðaskóla kl. 10.00-18.00 Breska lögreglan segir að tauga- eitur hafi verið notað til að reyna að ráða fyrrverandi rússneskan njósnara af dögum í Bretlandi á sunnudag. Ekki er talið að almenn- ingi stafi hætta af eitrinu. Sergei Skripal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Yulia dóttir hans, eru í lífshættu á sjúkrahúsi eftir að hafa misst meðvitund þar sem þau sátu á bekk í Salisbury á Suður- Englandi um síðustu helgi. Lög- regla sagði síðdegis í gær ljóst að taugaeitri hefði verið beitt gegn feðginunum og að lögreglumaður, sem kom fyrstur á staðinn, lægi einnig þungt haldinn á sjúkrahúsi. Nokkrar breskar fréttastofur hafa fullyrt að Rússar séu grun- aðir um að hafa eitrað fyrir feðg- inin. Boris Johnson, utanríkisráð- herra Breta, sagði að ef í ljós kæmi að Rússar stæðu á bak við þetta yrði gripið til harðra refsiað- gerða. Skripal var áður höfuðsmaður í leyniþjónustu rússneska hersins en var dæmdur árið 2006 fyrir að njósna fyrir Breta. Hann flutti til Bretlands árið 2010 í fangaskiptum milli Breta og Rússa. Breska rík- isútvarpið, BBC, hefur eftir ónafn- greindum ættingjum Skripals, að hann hafi talið að rússneska leyni- þjónustan myndi reyna að ráða hann af dögum. Johnson sagði, að málið minnti á það þegar Rússinn Alexander Litvinenko var myrtur í London árið 2006 með geislavirku efni. Bretar segja að rússnesk stjórn- völd hafi skipulagt tilræðið. Amber Rudd innanríkisráðherra stýrði í gær fundi öryggisráðs breska þingsins, COBRA, þar sem fjallað var um málið. Taugaeitri beitt gegn njósnara  Minnir á morðið á Litvinenko AFP Njósnari Sergei Skripal sat í fang- elsi í Rússlandi fyrir njósnir. Alþjóðastofnanir vöktu í gær athygli á því að barátta kvenna fyrir launajafnrétti væri langt frá því að vera lokið en alþjóðlegur bar- áttudagur kvenna er í dag, 8. mars. Alþjóða- vinnumálastofnunin segir að tekjur kvenna á alþjóðavísu séu að jafnaði 23% lægri en tekjur karla og að sögn hagstofu Evrópusambands- ins, Eurostat, er kynbundinn launamunur að jafnaði 16% í ESB-ríkjum, mestur í Þýskalandi og Bretlandi, 21%, en minnstur í Rúmeníu, á Ítalíu og í Lúxemborg, 5%. Á myndinni sést kona vinna í saltlóni í Rajasthan á Indlandi. AFP Tekjur kvenna að jafnaði 23% lægri en tekjur karlmanna Nýjar tölur, sem birtar voru í gær, sýna að halli á bandarískum vöru- skiptum jókst verulega í janúar og hefur ekki verið meiri í áratug. Ástæðan er einkum minnkandi út- flutningur á eldsneyti og flugvélum. Þessar upplýsingar eru ekki til þess fallnar að draga úr spennu milli Evrópuríkja og Bandaríkjanna en þau síðarnefndu hafa hótað að leggja verndartolla á innflutt stál og ál. Hagfræðingar segja raunar að auk- inn viðskiptahalli sé til marks um efnahagsbata en ekki er talið líklegt að stjórn Donalds Trumps, Banda- ríkjaforseta, líti það sömu augum. Evrópusambandið sagðist í gær myndi bregðast hart við ef Banda- ríkjastjórn legði verndartollana á. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði að þótt Trump hefði sagt að viðskiptastríð hefðu góð áhrif og auðvelt væri að vinna þau væri raunveruleikinn ann- ar. „Viðskiptastríð eru slæm og tap- ast auðveldlega,“ sagði hann. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkj- anna, sagði hins vegar að Bandaríkin væru ekki að sækjast eftir viðskipta- stríði og ákvörðunin um að leggja háa tolla á innflutt stál og ál væri af- ar vel ígrunduð. Framkvæmdastjórn ESB sagði í gær að gripið yrði til mótaðgerða ef bandarísku verndartollarnir yrðu lagðir á. Þannig væri m.a. hægt að leggja innflutningstolla á bandarískt bourbon viskí, hnetusmjör og app- elsínusafa. Orðaskak um viðskiptastríð  Halli á vöruskiptum Bandaríkjanna sá mesti í áratug Lars-Emil Johansen, forseti græn- lenska þingsins, gagnrýnir í blaða- viðtali umdeilt frumvarp um veiði- gjöld, sem hefur verið til umræðu á þinginu. Fyrstu umræðu um frumvarpið var lokið en nú hefur Kim Kielsen, formaður grænlensku landstjórn- arinnar, boðað til þingkosninga í apríl. Bíður nýs þings að afgreiða veiðigjaldamálið. Johansen, sem ekki ætlar að bjóða sig fram til þings á ný, segir við grænlenska blað- ið AG að ekki megi samþykkja fiskveiðistjórn- unarlög sem dragi úr tekjum samfélagsins og auki útgjöld. „Umbætur mega ekki skaða vel rekin fyrirtæki. Lögin eiga að styrkja atvinnugrein- ina,“ segir hann. Gagnrýnir grænlenskt veiðigjaldafrumvarp Lars-Emil Johansen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.