Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Páskablómin og páska
skrautið færðu hjá okkur
Austurvegi 21, Selfossi | sími 482 3211 / 587 2222
S
jálf hefur Linnea verið veg-
an – þ.e. borðar hvorki
kjöt, mjólkurvörur eða
aðrar dýraafurðir – í um
það bil 15 ár. „Ég gerðist
fyrst grænmetisæta snemma á ung-
lingsárunum,“ útskýrir hún þegar
ég spyr hve lengi hún hafi aðhyllst
þennan lífsstíl. „Ég ólst upp á
sveitabæ í Svíþjóð og ákvörðunin
kom til á sínum tíma af siðferðileg-
um ástæðum, með tilliti til dýranna,
en ekki af neinu heilsufarslegu per-
sónulega eða af umhverfissjón-
armiðum. Það var ekki fyrr en
seinna sem ég áttaði mig á því. Þetta
kom því bara einhvern veginn af
sjálfu sér, hægt og rólega, ólíkt
Krumma sem á sér tiltekna dagsetn-
ingu tengda því hvenær hann hætti
að borða dýraafurðir. Þess vegna
heldur hann upp á vegan-afmælið
sitt á hverju ári,“ segir Linnea og
kímir við.
Vegan – einföld ákvörðun
Aðspurð segir Linnea það aldrei
hafa verið neinum vandkvæðum
bundið að sleppa kjöti úr máltíð-
unum, það hafi reynst henni auðvelt
og í raun komið af sjálfu sér. „Ég var
aldrei neitt sérstaklega hrifin af
bragðinu af kjöti eða mjólkurvörum
hvort sem er, svo ég er heppin hvað
það varðar. Sumir eiga erfitt með að
sleppa þessu af því þeim þykir dýra-
afurðir bragðast svo vel og þá er erf-
itt að hætta alfarið að neyta þeirra,
skiljanlega. En að auki er sannfær-
ing mín um ágæti þess að sleppa
þessum afurðum úr mataræðinu svo
sterk að þetta hefur aldrei reynst
mér neitt vandamál, alls ekki. Því
meira sem ég áttaði mig á því hvern-
ig framleiðsla dýraafurða fer fram,
og það er býsna óhuggulegt, þeim
mun auðveldara var fyrir mig að
sleppa þeim.“
Að „veganæsa“ veislumatinn
Þegar talið berst að hátíðamat og
öllu sem þeim stórmáltíðum fylgir,
kemur sú spurning upp í fáfræði
blaðamanns hvort mögulegt sé með
góðu móti að útbúa hátíðlega veislu-
máltíð sem hæfir slíku tilefni. Þegar
kemur að hátíðamat erum við flest
öll frekar vanaföst og viljum ógjarn-
an fórna margra ára gömlum mat-
arhefðum, og fyrir bragðið getur
verið erfitt að sjá fyrir sér að til sé
vænlegur valkostur, eldaður úr veg-
an-hráefnum. Linnea fullvissar mig
engu að síður um að það sé hæg-
astur vandinn að útbúa hátíðlegan
og ljúffengan veislumat að hætti
grænkera.
„Þarna komum við að því af
hverju við Krummi ákváðum að
kalla veitingastaðinn okkar Veg-
anæs,“ bendir hún á. „Við erum sí-
fellt að finna leiðir til að „veganize“
eða veganvæða allskonar mat. Það
er stóra pælingin í þessu öllu saman,
að finna út hvað það er sem gerir
þessa eða hina kjötmáltíðina eins og
hún er og finna svo leiðir til að útbúa
þær með vegan-hætti. Maður þarf
bara að finna hvað það er sem þér
finnst svo gott við tiltekna kjöt-
máltíð og þegar það liggur fyrir þarf
bara að finna hvaða hráefni er best
að nota til að vekja sömu tilfinningar
með tilliti til bragðs, sætu, áferðar
og svo framvegis. Maður þarf bara
að finna réttinn upp, upp á nýtt –
veganæsa hann.“
Linnea útskýrir að í hverjum árs-
tíðabundnum hátíðarrétti séu til-
tekin krydd til að mynda áberandi,
og það sé stórt skref að tileinka sér
einmitt réttu kryddin þegar kemur
að því að útbúa vegan-máltíð til há-
tíðabrigða.
„Íslenskt lambakjöt er algengur
hátíðarmatur um páskana og það er
til dæmis oft kryddað með timjan og
hvítlauk. Það eru einmitt krydd sem
ég nota í réttinn sem ég útbjó í dag.
Ég hugsaði bara um hvað það er sem
gerir það að verkum að fólki finnst
lambasteik góður matur, og vann út
frá því við að setja saman þennan
rétt.“
Alveg hreint „veganæs“ páskamatur
Linnea Hellström er grænkeri af hugsjón og
mun senn opna veitingastaðinn Veganæs við
Tryggvagötu í félagi við unnusta sinn, Krumma
Björgvinsson. Hún segir minnsta mál að snara
fram hátíðarmat þó maður sé „vegan“ og segir
hér aðeins frá lífstílnum ásamt því að gefa
einkar girnilegar uppskriftir, eftir hana sjálfa.
Morgunblaðið/Hari
Veganveisla Linnea
Hellström, sælkeri og
grænkeri, fer létt með
að útbúa hátíðamat án
þess að nota kjöt eða
mjólkurafurðir.
Sjá bls. 16
1 pakki smjördeig – 450 gr eða 6 plötur
1 pakki hvítlauks og timjan Oumph! (280 gr) eða önnur veg-
an vara að eigin vali.
250 gr silkitófú (má líka nota venjulegt, bara blanda það með
smá vatni uns það verður mjúkt.)
250 gr spínat
Rifinn börkur af 2 sítrónum
4 skallottulaukar
1 hvítlaukur
1 dl rifinn vegan-ostur að eigin vali. (Ég notaði Violife orig-
inal)
½ dl pestó (sjá uppskrift, eða kaupið tilbúið vegan pestó)
3 msk næringarger (e. nutritional yeast)
½ tsk múskat
1 tsk timjan
Nokkur kramin einiber
Ólífuolía til steikingar og penslunar
Jurtamjólk til penslunar
Sjávarsaltflögur og pipar
1. Forhitið ofninn í 200 gráður
2. Steikið Oumph! með skallottulaukum og hvítlauk
þangað til mjúkir og lítillega brúnaðir. takið af hita og
látið kólna.
3. Setjið spínatið í stórt sigti og hellið soðnu vatni yfir.
Látið mýkjast í nokkrar mínútur. Þerrið létt og saxið svo
spínatið smátt.
4. Myljið tófúið með öllum innihaldsefnunum og endið á
því að blanda Oumph! og spínati saman við. Smakkið til
með salti og pipar.
5. Skerið þiðnaðar smjördeigsplöturnar hornrétt í þrí-
hyrninga. Klæðið bökunarplötuna með smjörpappír og
setjið litla skál í miðjuna. Leggið svo smjördeigsþríhyrn-
ingana í hring, eins og sólargeisla frá miðjunni, svo eitt
lagið vísi út frá miðju en hitt innávið.
6. Notið matskeið til að setja fyllinguna á miðjuna í
smjördeigshringnum og mótið í einskonar hringlaga
pylsu, áður en annar hver deigþríhyrningur er lagður yf-
ir fyllinguna að miðjunni, eins og fléttukrans.
7. Látið kólna í 20 mínútur. Ef tíminn er naumur má
sleppa þessu þrepi, en hleifurinn þéttist við þetta og fær
betri áferð.
8. Sláið saman ½ dl jurtamjólk, smávegis af næring-
argeri og skvettu af ólífuolíu og penslið kransinn í bak og
fyrir. Sáldrið yfir hann rifnum vegan-osti, timjan, salti
og pipar.
9. Bakið í u.þ.b. 40 mínútur (getur verið misjafnt eftir
ofnum) og látið kólna örlítið áður en borið fram.
Páskakrans úr smjördeigi
„Kransinn er fallegur aðalréttur á páskaveisluborði, hvort sem allur mat-
urinn er vegan eða meðfram kjötmeti. Ég setti kransinn á snúningsdisk
til að auðvelda aðgengið fyrir matargestina, með pestó-skál í miðjunni
og salatið myndar svo umgjörðina. Kransinn má svo skera í sneiðar og
njóta hvernig sem hver og einn vill, og hann passar frábærlega með
kartöflum og sósu, rétt eins og hver annar kjötréttur,“ segir Linnea.