Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 33

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 33
FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 33 „Þetta eru þrír mismunandi hlutir sem við bjuggum til, servíett- ur, glasamottur og veggspjöld,“ útskýrir Hildur Sigurðardóttir, annar eigenda Reykjavík Letterpress, spurð um nýju eggjalín- una. „Viðfangsefnið er egg og við unnum vörurnar upp úr bókinni Fuglar sem Rán Flygenring gaf út fyrir síðustu jól með eigin teikningum.“ Tímasetningin á eggjaskrauti er býsna heppileg rétt fyrir páskana en Hildur hlær við og segir það skemmtilega tilviljun. „Í raun réttri er þetta ekki sérstakt páskaskraut, ekki árs- tíðabundin vara. Þessi lína var framleidd fyrir sýningu sem var á nýafstöðnum HönnunarMars sem haldin var í Gröndalshúsi. Þar var teflt saman fuglabókinni hennar Ránar og svo fuglabókinni með teikningunum hans Benedikts Gröndal, sem er svo aftur allt öðruvísi nálgun og ólíkar myndir.“ Allt mögulegt um egg Sýningin umrædda hét „Allir fuglar úr eggi skríða“ og þar sýndu fjölmargir aðilar eitt og annað tengt hugmyndinni um egg. „Bjarni Viðarsson sýndi eggjabikara úr keramiki, Omnom var með súkkulaðiegg og Áslaug Snorradóttir var með matargjörn- ing á opnuninni, svo eitthvað sé nefnt.“ Stöllurnar hjá Reykjavík Letterpress hafa áður unnið með Rán að ýmsum varningi og því kjörið að skoða samstarf í kring- um eggin. „Teikningarnar hennar henta letterpress-prentun svo rosalega vel því svona línuteikningar koma svo vel út í þrykkinu,“ bendir Hildur á. „Okkur hefur alltaf gengið vel að vinna saman og þess vegna ákváðum við að búa saman til þessar vörur, sem spruttu semsé upp úr sýningunni.“ Þar af leiðandi er ekki um eiginlegar páskavörur að ræða, en það þarf ekki að koma að sök nema síður sé; eggin eru nefnilega í aðalhlutverki. „Eggin eru allsráðandi og það er mótíf sem fer vel við páskana. Vörurnar verða samt sem áður fáanlegar áfram og það þarf eng- inn að örvænta upp á framhaldið þó að þetta klárist mögulega fyrir páska. Við búum til meira af þessum vörum þegar líður á vorið og þaðan í frá.“ jonagnar@mbl.is Egg fyrir páskana og árið í heild Það hafa flestallir gaman af því að skreyta híbýli sín um páska með skrauti þar sem egg koma með einhverjum hætti við sögu. Það er einmitt tilfellið með nýjar pappírsvörur frá Reykjavík Letterpress, þar sem eggin eru í aðalhlutverki. Fallegt Hildur hjá Reykjavík Letterpress segir myndir Ránar Flygenring passa einstaklega vel við þrykki-prentunina. Það sést glögglega á þessari mynd. Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir „Eggjabakkar“ Hvað annað kallar maður glasabakka sem eru í laginu eins og egg? Handgerðu páskaeggin frá Hafliða Ragnarssyni eru komin í Mosfellsbakarí, Háaleitisbraut og Háholti. GLÆSILEGA PÁSKA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.