Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
F
ramundan er eitt lengsta og
besta frí ársins, og ættu
flestir að geta fundið næg-
an tíma til að horfa á eins
og eina góða kvikmynd eða
kíkja á uppáhalds sjónvarpsþættina
sína.
Er upplagt að nota tækifærið og
horfa á myndir og þætti með
páskaboðskap – eða myndir sem
draga páskana og trúarhefðirnar
sundur og saman í háði.
Hér að neðan eru nokkrar vel
valdar myndir og þættir sem gera
páskunum góð skil, hver á sinn
hátt.
Life of Brian
„Hvað er myrra annars“? spurði
móðir hins seinheppna Brians þeg-
ar vitringarnir fóru húsavillt. Gam-
anmynd Monty Python-liða, Life of
Brian, setti allt á annan endann
þegar hún kom út árið 1979 og
gripu stjórnvöld á stöðum eins og
Írlandi og Noregi til þess ráðs að
banna sýningar á henni. Þar sem
kvikmyndahús fengu að sýna
myndina mátti eiga von á mótmæl-
um fyrir utan enda þótti mörgu
kristnu fólkið grínið alls ekki fynd-
ið.
Brandararnir hafa þó elst ákaf-
lega vel, og þykir myndin í senn
drepfyndin og áhugaverð ádeila á
trúarbrögð, samfélag og valdastofn-
anir.
The Last Temptation of Christ
Martin Scorsese vissi eflaust vel
hvað hann var að gera þegar hann
ákvað að búa til kvikmynd eftir
umdeildri sögu gríska rithöfund-
arins Nikos Kazantzakis um sjálfan
Jesú frá Nasaret. Efni myndarinar
fór svo mikið fyrir brjóstið á sumu
trúuðu fólki að efnt var til mót-
mæla hér og þar, og meira að segja
kveikt í kvikmyndahúsi í París með
þeim afleiðingum að þrettán slös-
uðust.
Willem Dafoe á stjörnuleik í
myndinni, og Scorsese uppskar
fyllilega verðskuldaða tilnefningu
til Óskarsverðlauna sem besti leik-
stjórinn.
Í myndinni er brugðið á leik með
guðspjallið, og sögð saga þar sem
Jesú er bjargað af krossinum af
ungri konu sem segist vera vernd-
arengill hans, og að guð hafi mis-
kunnað sig yfir hann. Jesús gengur
að eiga Maríu og Mörtu, systur
Lasarusar, og lifir hamingjusömu
og friðsælu lífi. Nema hvað dul-
arfulla unga konan var ekki öll
þar sem hún er séð og fara
tvær grímur að renna á
Jesú.
The Passion of the
Christ
Mel Gibson sló í gegn
með þessari mjög svo
raunsæju kvikmynd
um píslarsögu Krists.
Áhorfendur vissu ekki
alveg hvað þeir áttu að
halda því sjaldan hafði
kvöl Jesú, og þær pynt-
ingar sem hann þurfti að
þola, verið sýnd á jafn
opinskáan og blóðugan hátt á hvíta
tjaldinu. Gagnrýnendur ýmist lof-
uðu kvikmyndina í hástert eða
gagnrýndu hana fyrir innantómt of-
beldi og neikvæðan boðskap um
gyðinga. Gibson tókst heldur betur
að fylla sæti kvikmyndahúsana og
halaði myndin inn rúmlega 600
milljónir dala á heimsvísu – og það
þrátt fyrir að öll samtöl í henni
færu fram á forn-aramísku.
South Park: Fantastic
Easter Special
Félögunum Trey Parker og Matt
Stone er fátt heilagt, og kom því
ekki mörgum á óvart þegar þeir
gerðu grín að kristnum hefðum og
stofnunum í South Park þættinum
„Fantastic Easter Special“ í apríl
2007. Í stuttu máli fjallar söguþráð-
urinn um að vinirnir ungu; Stan,
Kyle, Eric og Kenny komast að því
að kaþólska kirkjan hefur blekkt
heimsbyggðina og rænt páskunum,
og kristninni, og að Pétur postuli
hafi í reynd verið kanína – sem út-
skýrir bæði af hverju páfinn geng-
ur um með háan hatt (til að rúma
eyrun) og hvers vegna kanínur eru
svona áberandi hluti af páskunum.
American Gods: Come to Jesus
Óhætt er að segja að bandarísku
sjónvarpsþættirnir American Gods
veki áhorfendur til umhugsunar.
Handritshöfundarnir hafa skapað
heillandi söguheim þar sem fornir
og nýir guðir af ýmsu tagi leynast
á meðal mannfólksins. Í lokaþætti
fyrstu þáttaraðarinnar taka sögu-
hetjurnar hús á vorgyðjunni
Ostara sem páskarnir draga
nafn sitt af á sumum
tungumálum. Hún er
þá einmitt í þann
mund að fagna
komu páskanna
með húsfylli af
góðum gestum,
þar af einum (eða
fleiri!) sem risu ein-
mitt upp frá dauðum
þennan sama dag fyr-
ir rétt tæpum
2.000 árum. Fljót-
lega kemur í ljós
að guðirnir eru að
bralla eitthvað
óskemmtilegt.
ai@mbl.is
Til að eiga
ánægjulega
sjónvarpspáska
Píslarsagan hefur verið sýnd á ýmsa vegu á hvíta
tjaldinu, allt frá blóðugu raunsæi Mels Gibson yfir í
sígilt grín Monty Python. American Gods veltir
vöngum yfir eðli guðanna á okkar tímum og South
Park grínast með skrítnar páskahefðirnar.
Átök Ian McShane, Kristin Chenoweth og Ricky Whittle leiða áhorfandann í undarlegt ferðalag í American Gods.
Háð Eric Idle og Graham Chapman á leið í drepfyndna krossfestingu í Life of Brian. Myndin var bönnuð víða. Misþyrmingar Jim Caviezel í hlutverki Jesú frá Nasaret, kvalinn og píndur.
Skáldað Willem Dafoe leikur frelsara sem narraður er af slóttugum kölska.
Ráðgáta Jesús kemur til
bjargar í South PArk.