Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.3. 2018
Það þurfti mikið að hafa ofan af fyrir mér og
mamma kunni sínar aðferðir. Ég nefnilega elsk-
aði sögur og það eina sem gekk til að ég væri
hljóð í smástund var að láta mig hlusta á söguna
um Dýrin í Hálsaskógi á plötu. Ég náði að vera
hljóð, stillt og prúð þennan klukkutíma en að
öðru leyti var ég svolítið hæper, talaði mikið og
var pínu óstýrilát.“
Og þetta eru engar ýkjur með að Unnur hafi
verið send í pössun þegar foreldrarnir fóru í frí,
að minnsta kosti fyrstu árin. Þá var hún send til
frændfólks síns á Akureyri, móðurbróður, Lár-
usar Jónssonar alþingismanns, og eiginkonu
hans, Guðrúnar Jónsdóttur, meðan mamma og
pabbi keyrðu hringveginn.
Þú hljómar svolítið eins og þú hafir verið að
springa úr lífsgleði, eða hvað?
„Já, ég held að ég hafi verið sérlega glaður
krakki sem sá litlar hömlur á lífinu og þar af
leiðandi mjög virk í öllu, æfði skíði, lærði á pí-
anó, fiðlu og söng í kór.“
Í Kína á slóðir dótturinnar
Unnur og Pétur voru ung þegar þau kynntust
en þrátt fyrir borgarblóðið í Pétri var hann um
tíma á Ólafsfirði, lék þar knattspyrnu með
Leiftri og þau Unnur kynntust í bæjarvinnunni,
hún að verða tvítug og hann 19.
Hver er lykill ykkar að því að hafa verið sam-
an allar götur síðan? Og svolítið meira saman en
kannski mörg pör því þið bjugguð líka ein í út-
löndum í lengri tíma.
„Okkar lykill er held ég bara að … Pétur er
mjög umburðarlyndur,“ segir Unnur og flissar.
„Nei, nei, í fullri alvöru þá höfum við kannski
bara gefið hvort öðru þetta frelsi til að gera það
sem okkur þykir skemmtilegast á hverjum
tíma. Ég vona og upplifi það ekki þannig að við
höfum lagt einhver álög hvort á annað, þannig
að það þurfi eitthvað ákveðið að vera að gerast,
lífið eigi að vera nákvæmlega svona eða hinseg-
in. Við erum frekar samheldin og góðir vinir.
Það er helst þessi borgar- og sveitaslagsíða sem
vegur salt á milli okkar, að öðru leyti eru gildi
og áhugamál samstillt.“
Áhugamálin eru þá hver?
„Klassísk og miðaldra, okkur finnst gaman að
ferðast og svo höfum við bæði áhuga á matseld.
Svo erum við miklir dýravinir, megnið af okkar
samvistum höfum við átt hunda. Ferðalögin
skipa háan sess en við höfum dregið dóttur okk-
ar með í þetta allt þannig að hún er eins og
þriðji aðilinn í þessu öllu, ekki sem barn heldur
einstaklingur. Þegar við bjuggum með hana er-
lendis voru litlir möguleikar á að fá pössun
þannig að við héldum bara fullorðinslífi okkar
áfram með hana meðferðis í allt. Það hjálpaði að
hún var afskaplega meðfærileg. Hún er borg-
arstelpa eins og pabbi sinn, sem kann að meta
gott Bístró í París.“
Þið ferðuðust einmitt síðasta sumar saman til
Kína, að heimsækja þær slóðir sem Lilja Hug-
rún er ættleidd frá.
„Já, það var stórkostlegt, við fórum í Asíu-
reisu. Ég þurfti að fara á nokkra fundi og ráð-
stefnu þarna erlendis og það var búið að vera
draumur okkar að fara aftur þangað sem við
sóttum hana á sínum tíma, miklu sterkari
draumur hjá okkur en henni kannski. Henni
fannst það alveg áhugavert en sannfæringin um
að þetta væri að einhverju leyti mikilvægt var
sterkari hjá okkur, að þetta væri einhver varða
sem við þyrftum að fara út í.
Við byrjuðum í Víetnam, vorum þar í 10 daga,
svo fórum við yfir landamærin og hittum vini
okkar en ég vinn með töluvert mörgu fólki frá
Kína og þau voru á leið á ráðstefnu með mér.
Þau hittu okkur í héraðinu hennar Lilju og ferð-
uðust með okkur um Kína, bæði hennar hérað
og svo fórum við líka og heimsóttum heimkynni
þeirra. Fórum meðal annars í Sisúann-hérað og
skoðuðum pöndurnar en Lilja er líka mikil
dýrakona, er að gera upp við sig hvort hún vilji
vera David Attenborough eða Julia Roberts,
dýralífsfræðingur eða leikari.“
Náðuð þið að ferðast um Kína þegar þið sótt-
uð Lilju eða var þetta fyrsta tækifærið?
„Þegar við sóttum hana fórum við á Múrinn
og menningarreisu í Peking en við vorum fyrst
og fremst upptekin af því að vera á leiðinni á
fæðingardeildina, algjörlega með athyglina á
henni og það voru bara pelar og bleyjur sem
áttu huga okkar og ég upplifði Kína ekki á neinn
hátt. Við erum mjög glöð með þessa ferð, þetta
var eitthvað sem okkur langaði að gera þegar
hún væri orðin eldri en samt ekki of gömul.
Bara þetta að finna lyktina, borða matinn og
slíkt var svo mikil upplifun.“
Heim á lokametrum góðæris
Hvað verður til þess að þú velur þessa leið í
námi upphaflega, þegar þú ert búin með MA og
ákveður að fara í sálfræði, sem endar á því að þú
verður doktor í faraldsfræði?
„Ég var ákveðin í menntaskóla að ég vildi
læra eitthvað tengt líffræði, sálfræði eða jafnvel
læknisfræði. Hjá frábærum líffræðikennara í
MA, Þóri Haraldssyni, myndaðist sterkur áhugi
hjá mér á þessum fræðum. Svo æxlaðist það
þannig að ég skráði mig í sálfræði um leið og ég
útskrifaðist og varð strax áhugasöm um tengsl
tilfinninga við líkamlega þætti.
Það er einmitt merkilegt að hugsa til þess að
ég skrifaði lokaverkefni mitt úr Háskóla Íslands
með Örnu Hauksdóttur sem ég vinn ennþá með,
um tengsl áfalla við þróun krabbameina. Og það
var fyrir 22 árum og við erum ennþá að rann-
saka það sama! Enda verður þetta líklega nokk-
urra kynslóða verk að skilja þetta orsaka-
samhengi til hlítar.
Við Pétur vorum að spá í að fara til Banda-
ríkjanna, bæði í frekara nám. Þá fékk hann til-
boð frá klúbbi í Stokkhólmi að spila þar og
þangað lá leið okkar þegar ég var 24 ára gömul
eða 1996. Þegar við vorum komin þangað skoð-
aði ég möguleikana á að læra áfram það sem ég
vildi gera og var fyrst aðstoðarmaður prófess-
ors við Karolinska áður en ég skráði mig inn í
doktorsnám við Karolinska háskólann. Þar var
ég í 6-7 ár, bæði sem doktorsnemi og nýdoktor.
Við enduðum á að búa erlendis í 11 ár, bæði í
Svíþjóð og svo Bandaríkjunum.“
Hvernig var að vera vísindamaður úti?
„Frábært. Svíþjóð er leikvöllur fyrir fólk í mín-
um bransa. Bæði er svo mikið af leikföngum, það
er að segja gögnum, og rík hefð fyrir vísindum.
Nóbelsverðlaunin eru veitt þaðan og almenn-
ingur veitir vísindunum mikla athygli. Framlag
hins opinbera til vísinda er líka annað en það sem
við eigum að venjast. Það er að mörgu leyti for-
réttindi að vera vísindamaður þarna úti.
Við hefðum alveg getað búið þarna áfram, en
þegar við fengum Lilju breyttist lífið og það má
segja að hún hafi verið hvatinn að því að við
fluttum heim. Við vildum gjarnan að hún fengi
að upplifa samskipti við stórfjölskylduna.“
Þið flytjið þá heim árið 2007, á lokametrum
góðærisins fyrir hrun, hvernig var það?
„Einmitt, þetta er 2007, og líkt og margir út-
lendingar og Íslendingar sem höfðu verið fjarri
heimahögum lengi skildum við ekki hvað var í
gangi. Þrefaldir jeppar, hvítar innréttingar og
skálað í kampavíni út um allt, þetta var svo ýkt-
ur veruleiki. Ég man að stuttu áður, þegar við
bjuggum enn úti, höfðum við byrjað að fá spurn-
ingar frá útlendingum: „Af hverju eru Íslend-
ingar svona ríkir?“ Ég man að ég hálfmóðg-
aðist, sagði að það væri bara ekkert rétt, þeir
væru ekkert ríkir!“
En mér fannst frábært að koma heim. Ég var
ráðin sem dósent við læknadeild og mínar
helstu vinnuskyldur voru að koma á stofn og
byggja upp framhaldsnám í lýðheilsuvísindum,
þverfræðilegt masters- og doktorsnám og þetta
var því annasamur tími. Klassískt var að eftir
langan vinnudag lagði ég mig með Lilju á kvöld-
in, blundaði kannski í korter, hálftíma, vaknaði
svo og kýldi í mig 500 grömmum af súkkulaði og
vann áfram til 1-2 á nóttunni. Þetta var takt-
urinn fyrst, en skemmtilegur tími með dásam-
legu fólki innan háskólans.“
Pólitík í vísindunum
Eftir að Unnur fékk styrkinn frá Evrópusam-
bandinu á hún að einbeita sér að vísindunum og
er því undanskilin kennslu að minnsta kosti
næstu 4-5 árin. Unnur fær því að vera fyrst og
fremst vísindamaður í dag og veitir ekki af því.
„Einmitt núna eiga vísindin mig algjörlega og
mér finnst gott að geta einbeitt mér svona.
Skyldur okkar sem vísindamanna eru tvær; að
stunda vísindi og miðla þeim; kenna þeim sem
eru í námi það nýjasta nýja. Það er hins vegar
mjög krefjandi því vísindin útheimta mikla ein-
beitingu og nákvæmni. Það finna margir sem
eru í doktorsnámi og vinna með að það er erfitt
að vera lengi í burtu frá rannsóknunum og ætla
svo að stökkva aftur inn í verkið. Það er alls ekki
sjálfgefið að fá slíkt tækifæri, að geta einbeitt
sér svona að vísindunum.“
Á kafi í vísindastörfum og eitilharðri einbeit-
ingu, þar sem allt þarf að vera hundrað prósent,
hvernig hleðurðu andann?
„Við fluttum fyrir fjórum árum af Grenimel á
Einimel og gerðum upp baðherbergið á nýja
heimilinu. Í langan tíma vorum við því ekki með
aðstöðu að baði heima, og fórum því í Vesturbæj-
arlaugina hvern einasta morgun. Þegar baðher-
bergið var tilbúið gátum við ekki hætt að fara í
Vesturbæjarlaugina og nú er svo komið að mér
finnst varla mark takandi á deginum ef ég kemst
ekki í sund á morgnana. Sú sundferð tekur bara
sjö mínútur, ég fer í heita pottinn, kalda pottinn
og gufu. En þar finnst mér ég hlaða batteríin og
svo er það samvera með vinum og fjölskyldu,
sveitin og göngutúrar með hundinum. Ég er líka
í kór Neskirkju. Það er ekkert eins svalandi og
að syngja með 50 manns í átta röddum.“
Þú talar um ömmu þína sem mótandi afl, en
ef þú nefnir einhverja í starfsumhverfi?
„Það hafa margir haft áhrif á mann fræðilega
en ég var með frábæran mentor þegar ég var
ungur vísindamaður við Karolinska sem ég er
enn í miklu sambandi við, Hans-Olov Adami
prófessor. Hann var líka tímabundið deild-
arforseti við Harvard þar sem ég var seinna og
byggði upp deildina mína við Karolinska. Hann
er 76 ára í dag, hugsjónamaður og sýn hans á
skyldur vísindamanna veitir mér mikinn inn-
blástur en ég lærði rosalega mikið af því að vera
vinkona hans og læri enn. Ef ég mæti einhverju
krefjandi, ekki síst ef ég mæti einhverju sem
tengist pólitík innan akademíunnar, þá á ég al-
veg til í að hringja í hann og heyra hans álit.“
Þurfa vísindamenn að lenda í einhverju svo-
leiðis? Er mikil pólitík innan akademíunnar?
„Jahá. Þegar Schlesinger yfirgaf prófess-
orsstöðu sína við Harvard til að gegna hlutverki
ráðgjafa Kennedy forseta á sínum tíma sagði
hann eitthvað á þá leið að hann hefði ákveðið að
yfirgefa Harvard og fara til Washington til að
’Klassískt var að eftir lang-an vinnudag lagði ég migmeð Lilju á kvöldin, blundaðikannski í korter, hálftíma,
vaknaði svo og kýldi í mig 500
grömmum af súkkulaði og
vann áfram til 1-2 á nóttunni.