Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Blaðsíða 35
4.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 21.-27. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 ÞorstiJo Nesbø 2 Þitt annað lífRaphaëlle Giordano 3 UppruniDan Brown 4 Það sem að baki býrMerete Pryds Helle 5 Iceland in a BagÝmsir höfundar 6 Elín, ýmislegt kiljaKristín Eiríksdóttir 7 Konan í glugganumA.J. Finn 8 BlóðmániMarkus Lutteman 9 Óþægileg ástElena Ferrante 10 NúvitundMark Williams 1 Hvolpasveitin LitabókNickelodeon 2 Lói þú flýgur aldrei einn Styrmir Guðlaugsson/ Sigmundur Þorgeirsson 3 Stóra bókin um Hvolpasveitina Mary Tillworth 4 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson 5 Lærðu að láta þér líða vel Judith M.Glasser Ph.D./ Kathleen Nadeau Ph.D 6 Saga tveggja töfraandaBoveda Spackman 7 Sönglögin okkarÝmsir höfundar 8 Hófí er fæddMónika Dagný Karlsdóttir 9 Skrímsli í vanda Áslaug Jónsdóttir/Kalle Güettler/Rakel Helmsdal 10 Vögguvísurnar okkarÝmsir höfundar Allar bækur Barnabækur Ég var að lesa bókina Vefurinn eft- ir Magnús Þór Helgason. Mér fannst hún ljómandi fín og fléttan skemmtileg. Hún byrjar mjög þétt en leysist pínu of hratt í endann, hefði mátt vera hundrað blað- síðum lengri. Svo á ég barn sem er með kvíða og hef verið að lesa bækur um kvíða. Ég var þannig að lesa bókina Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur? eftir Dawn Huebner og Ráð handa kvíðnum krökkum eftir nokkra höfunda. Þær eru báðar mjög gagnlegar til að hjálpa börnum að eiga við kvíða. Svo hef ég verið með eina bók fyrir framan mig það sem af er ári, Lífsbiblíuna eftir Öldu Karen Hjalta- lín. Ég fór á fyrir- lestur hjá henni í Hörpu og allir sem sóttu fyrirlesturinn fengu Lífsbiblíuna. Hún er með fimmtíu ráðum sem maður getur nýtt til að finna réttu leiðina í líf- inu. Þetta er æðisleg bók og Anna Karen er snillingur. ÉG VAR AÐ LESA Andrea Ævarsdóttir Andrea Ævarsdóttir er forstöðu- maður Bókasafns Grindavíkur. Í spennusögunni Konan í glugganum segir frá sálfræðingnum Önnu Fox sem hefur ekki farið úr húsi í tíu mánuði, en lætur nægja að fylgjast með nágrönnum sínum út um gluggana. Þegar ný fjölskylda flytur í húsið handan garðsins heillast hún undireins, enda eru þau eins og fjöl- skyldan sem hún átti. Eitt kvöldið rýfur óhugn- anlegt óp næturkyrrðina og Anna verður vitni að atviki sem enginn átti að sjá. En sá hún það í raun og veru? Og mun einhver trúa henni? A.J. Finn skrifaði bókina, Friðrika Benónýsdóttir þýddi, JPV gefur út. Í Norðlingabók I og II eru saman komnir á einn stað sagnaþættir skáldsins Hannesar Pét- urssonar, en jafnhliða ljóðlistinni hefur Hannes samið fræðirit og greinar, ferðasögur og fengist við þýðingar. Í fyrra bindinu eru frásagnir sem áður birtust í þriggja binda safninu Misskipt er manna láni og í síðara bindinu er Rauðamyrkur og heimildaþættir og fróðleiksgreinar úr bók- inni Frá Ketubjörgum til Klaustra. Þar hefur Hannes líka bætt talsverðu við. Hannes hefur einnig endurskoðað sagnaþættina, yfirfarið þá og leiðrétt. Blóðmáni heitir spennubók eftir sænska rit- höfundinn og blaðamanninn Markus Lutteman sem segir frá því er sænsk rokkstjarna á ystu nöf flækist inn í óhugnanlegan heim alþjóðlegra glæpahringja sem selja illa fengin nashyrnings- horn. Svo hafa glæpagengin sótt í sig veðrið á síðustu árum að nashyrningar eru í útrýmingar- hættu, munu hverfa á næstu áratugum ef svo fer fram sem horfir, m.a. vegna orðróms um að horn þeirra hafi lækningarmátt. Ugla gefur bók- ina út, Elín Guðmundsdóttir íslenskaði. NÝJAR BÆKUR Undanfarin rúm tuttugu ár hefur Magnús Þor-kell Bernharðsson verið að kenna nútímasöguMið-Austurlanda hér á landi og vestur í Bandaríkjunum. Hann segir að bók sín, Miðaust- urlönd — Fortíð, nútíð og framtíð, sé byggð upp eins og ein kennsluönn, þar sem hver kafli sé eins og ein vika. „Mér finnst ég hafa upplifað bókina mjög oft og hef gengið með hana í maganum í meira en tuttugu ár, en ég ákvað líka að skrifa bók fyrir okkar tíma, tíma Google og upplýsinga á netinu, bók sem væri ekki uppflettirit heldur gæfi lesanda einskonar ramma eða forsendur til að túlka sjálfur hvað er að gerast á þessu svæði.“ Mörgum finnst eflaust sem bók Magnúsar sé tíma- bært rit í ljósi ástandsins þar um þesar mundir, en Magnús segir að þegar litið sé til þessa landshluta þá hafi slíkt rit alltaf verið tímabært. „Núna, hinsvegar, virðast tímarnir sérlega slæmir, óveðursskýin hrann- ast upp og það er óvenju slæm veðurspá núna.“ — Í bókinni Seven Pillars of Windom lýsir T.E. Lawrence því þegar Bretar og Frakkar hlutast til um löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Voru menn ekki þá að sá til þessa ófriðar? „Við erum að sjá betur og betur hvað tímabilið í kringum heimsstyrjöldina fyrri skiptir gífurlega miklu máli. Ég var á ráðstefnu í Tyrklandi fyrir stuttu og kom mér á óvart hversu sterkar skoðanir menn höfðu á því að nauðsynlegt væri að endurskoða og endurskilgreina þær ákvarðanir sem voru teknar akkúrat á þessum tíma.“ — Verður það gert nema með vopnavaldi? „Þegar þessar ákvarðanir voru teknar voru ákveðnar elítur settar á valdastólana sem eru búnar að koma ár sinni vel fyrir borð og munu ekki gefa það eftir, eins og við sjáum í kjölfar arabíska vorsins. Það eru margir á því að það sé nauðsynlegt að taka þess- ar ákvarðanir upp, verði beinlínis að gera það, enda sé ekki hægt að lifa í núverandi ástandi. Það er nú eða aldrei. Það eru að komast til valda nýir hópar, fólk er að skipuleggja sig á nýjan hátt, það er tilkall til þess að ný sjónarmið komi fram, nýjar raddir og ný tegund af skipulagi. Áður fyrr týndust menn í goðsögninni um þjóðerni og samstöðu en nú er fólk að velta því fyrir sér af hverju það ætti að vera í ferðalagi með öðrum og hvort það ætti ekki að búa til sitt eigið lið, enda skiluðu fyrirheit um sjálfstæði og sjálfstjórn litlu.“ — Hlutfall ungs fólk er gríðarhátt meðal íbúa Mið- Austurlanda. Lítur það ekki á hlutina allt öðruvísi og öðruvísi á hugmyndir um samstöðu Araba? „Draumurinn um sameinaða Araba er löngu fyrir bí, en þó sá draumur hafi snúist um sameiningu þá veitti hann þá ákveðna von, ákveðna bjartsýni um að ef Arabar væru sterkir og sameinaðir gætu þeir leyst eigin mál á eigin forsendum. Þann draum heldur fólk enn í. Ungt fólk þar, eins og ungt fólk annar staðar, er búið að fá nóg af gömlu stjórnmálamönnunum, gömlu klisjunum og gömlu leiðunum. Orðræða er þó eitt og valdatæki er annað og gamla elítan hikar ekki við að beita valdatækjum sínum eins og hún getur.“ Sérlega slæmir tímar Í nýrri bók rekur Magnús Þorkell Bernharðsson nútímasögu Mið-Austur- landa, eins mesta átakasvæðis okkar tíma í hundrað á́r Árni Matthíasson arnim@mbl.is Magnús Þorkell Bernharðsson sagnfræðingur. Morgunblaðið/Hanna „Nú vakna ég útsofinn og hv Skúli Sigurðsson Minnkar óþægindi við þvaglá Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Rannsóknir hafa sýnt að með þriggja mánaða inntöku á Brizo™ hefur blöðruhálskirtill minnkað töluvert. ™ t íldur“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.