Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Blaðsíða 18
Í MYNDUM 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.3. 2018 F jallaskíðamennskan hefur, síðustu misserin, verið að ryðja sér leið inn að hjartarótum ævintýrasæknari hluta landsmanna. Útbúnaðurinn, keimlíkur hefðbundnum svigskíðum – örlítið sverari en mestan muninn er að finna í bindingunum. Hægt er nefnilega að losa hælinn og nota þau svipað og gönguskíði. Með því svo að setja undir þau þar til gerð skinn er hægt að arka upp merkilega brattar og snjóþungar brekkur. Ganga frá Nesjavallavirkjun upp á næsta topp býður upp á um 600 metra hækkun. Sá toppur er í um 1000 metrum yfir sjávarmáli sem aft- ur þýðir að þar er kalt. Eins og á svo sem að vera á toppnum. Skinnin eru þá fjarlægð undan skíðunum og þeim beint niður aftur hvar þyngd- araflið tekur við að koma skíðum og skíðamanni þessa sömu 600 metra niður snarbrattar hlíðarnar. Dúnamjúkur púðursnjór og blankalogn er afskaplega eftirsótt færi í þessum fjallaskíðabransa. Því er um að gera að bíða eftir næstu hunds- lappadrífu og drífa sig svo beint í brekkurnar. Þar er fjörið. Sérsniðin skinnin límd undir skíðin svo arka megi beinustu leið upp á topp. Snjóhvít púðurtunna Ísland skartar ekki hæstu fjöllum í Evrópu. Við trónum ekki einu sinni á toppnum í Skandinavíu. Hell- ingur er þó af nettum og bráð- skemmtilegum fjöllum svo gott sem í bæjarhlaðinu hér við borg óttans. Þar koma topparnir á Hengilssvæð- inu vægast sagt sterkir inn. Yfir vetrartímann er tilvalið að skella sér þangað inn eftir á skíði. Og ekki bara einhver skíði heldur fjallaskíði því öngvar eru þar lyfturnar. Borholurnar setja mikinn svip á Nesjavelli og ekki skemmir ósnortinn púðursnjórinn heldur mikið fyrir. Ljósmyndir HARALDUR JÓNASSON

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.