Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Blaðsíða 23
4.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Þetta er án efa auðveldasti trufflu- réttur sem fyrirfinnst og tekur ekki meira en fimm til tíu mínútur að útbúa. Fyrir 4 250 g tagliatelle eða tagliolini með trufflubragði 30 g trufflusmjör trufflur, örþunnar sneiðar, fæst í krukkum, t.d. í Hagkaup smá salt Fyllið pott af vatni og saltið. Náið upp suðu. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum. Á meðan, bræðið trufflusmjörið á pönnu og gott er að bæta við það smá pastavatni. Sigtið vatnið frá pastanu þegar það er tilbúið og skellið því út á pönnuna með smjörinu. Hrærið saman í smástund. Bætið við nokkrum þunnt sneiddum trufflum (valfrjálst). Nýstárlegur pastaréttur, tilbú- inn á örskömmum tíma. Trufflað tagliatelle Egg á brauði með trufflu- spínati Ertu alltaf með sama morgunmatinn? Hvernig væri að breyta til og búa til á kort- eri ljúffengan rétt sem mun slá í gegn? Fyrir 4 200 g spínat 4 góðar brausneiðar 30 g hvítt trufflusmjör 4 egg, hleypt eða steikt 50 ml hvítvínsedik nokkar sneiðar avókadó, val- frjálst pipar og salt Setjið spínat ásamt trufflu- smjöri á pönnu og steikið í nokkrar mínútur. Hleypið 4 eggjum í vatni en gott er að setja þau ekki fleiri en tvö í einu í pott. Setjið vatn í pott og hellið út í hvít- vínsediki. Náið upp suðu, fáið hringhreyfingu á vatnið, og brjótið eggin varlega út í. Lækkið hitann og hafi smá hreyfingu á vatninu. Sjóðið í 4 mínútur og veiðið eggin var- lega upp úr. Ristið gott brauð og setjið spínatið ofan á. Einnig má setja nokkrar sneiðar af avó- kadó. Ofan á það skaltu setja hleypta eggið. Piprið og saltið eftir smekk. Þessar gómsætu súkkulaðitrufflur eiga ekkert sameiginlegt með jarðsveppunum sem finna má í hinum uppskriftunum hér á síð- unum, nema kannski útlitið! En það er tilvalið að hafa truffluþema og búa til trufflur til að bjóða með kaffinu eftir dýrlega trufflumáltíð. Gerir um 50 trufflur 150 g heslihnetur 1 tsk. vanilludropar ½ tsk. salt (Himalaya- eða sjávarsalt) 130 g dökkt súkkulaði með hrásykri 130 g ljóst súkkulaði með hrásykri kakó Þurrristið heslihneturnar á heitri pönnu þar til hýðið fer að dökkna og losna af. Látið kólna, nuddið plastbox og setjið í kæliskáp til að leyfa blöndunni að kólna alveg og stífna (um klukkustund). Hrærið öðru hverju í blöndunni til að flýta fyrir kælingu. Þegar heslihnetublandan í kæli- skápnum er orðin stíf skuluð þið leyfa henni að sitja við stofuhita í um 60 mínútur til að leyfa henni að mýkjast aðeins. Blandan verður þó áfram nokkuð hörð svo þið þurfið að skafa hana með skeið (t.d. mel- ónuskeið eða lítilli ísskeið). Mótið litlar kúlur (gott að velgja blönd- una vel í lófanum til að auðveldara sé að móta í kúlur) og veltið í kakó. Berið kúlurnar fram við stofu- hita. Frá cafesigrun.com. lausa hýðið af með fingrunum (það sem er fast má vera eftir). Setjið í matvinnsluvélina ásamt salti og vanilludropum og blandið í um 15 sekúndur eða þangað til hneturnar verða fínt malaðar. Bræðið súkkulaðið yfir vatns- baði. Setjið svolítið vatn í lítinn pott, setjið glerskál eða málmskál ofan á hann þannig að skálin sitji á brúnunum en snerti ekki vatnið því þá hleypur súkkulaðið í kekki. Brjótið súkkulaðið í jafnstóra bita til að tryggja jafna dreifingu hitans og setjið ofan í skálina. Bræðið yfir mjög lágum hita því hár hiti brennir súkkulaðið. Bætið hesli- hnetublöndunni saman við og hrærið vel, hellið í vítt og grunnt Kakó- og heslihnetutrufflur Fyrir 4 1 sellerí 8 kirsuberjatómatar 600 g saltfiskur ½ rauðlaukur hvítagull (oro bianco, eða hvíttrufflu edik), salt, dass sykur, dass óreganó, dass ólífuolía Skerið kirsuberja- tómatana í tvennt og kryddið með óreg- anó, salti, sykri og extra-jómfrúar- olíunni. Setjið í ofn í 1 klukkustund við 150°C. Sjóðið saltfiskinn í 10 mínútur í vatni og bætið niðurskornu selleríi og söxuðum rauðlauk út í. Sigtið og setjið allt á fat, bætið kirsu- berjatómötunum út á og kryddið í lokin með himnesku „hvítagulli“ og extra-jómfrúarolíu. Gott er að sneiða ör- þunnar sneiðar af trufflum yfir. Saltfiskréttur með hvítagulli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.