Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Blaðsíða 11
4.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
Svansvottuð
betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Almött veggjamálning
Dýpri litir - dásamleg áferð
Pressed Petal
Heart Wood
ColourFutures2018
Við höfum síðustu vikur fyllst hluttekningumeð föngunum í þáttum Jóns Ársæls sem af-plána dóma sína í fangelsi. Líklega óskum
við þess flest að öll þau sem við er rætt fái annað
tækifæri. Þau hafa tekið út refsingu sína, málum
þeirra er lokið og við teljum okkur tilbúin að taka
aftur við þeim.
Það er nefnilega mannlegt að gera mistök. Það
geta verið ýmsar ástæður fyrir þeim og ég efast um
að ég þekki nokkurn sem ekki hefur einhverntím-
ann gert eitthvað á hlut annars.
Í síðasta mánuði gerðist það að rifjaðar voru upp
fréttir af Sif Konráðsdóttur, nýráðnum aðstoðar-
manni umhverfisráðherra. Hún hafði fyrir rúmum
áratug verið réttargæslumaður barna sem áttu að
fá bætur við 18 ára aldur og greiðsla þeirra hafði
dregist. Það er alvarlegt að skila ekki bótum á rétt-
um tíma til þolenda, en Sif var ekki kærð til lög-
reglu og ekki dæmd. Miðað við svör hennar hefur
hún ekki verið á góðum stað á þessum tíma og
sennilega misstigið sig á einhvern hátt. Samkvæmt
fréttum greiddi hún bæturnar hálfu ári síðar og sátt
tókst um skuldina. Þar með lauk málinu.
Svo líða árin og Sif er ráðin sem aðstoðarmaður
umhverfisráðherra, að því að mér sýnist á grund-
velli þekkingar hennar og áhuga á umhverfismálum.
En þá koma þessar fréttir aftur. Málið er rifjað upp
í frétt eftir frétt og nær hámarki með viðtali við
fyrrverandi skjólstæðing hennar. Ráðherra lætur
undan þrýstingnum og segir henni upp. (Til að allr-
ar nákvæmni sé gætt var því líka haldið fram að Sif
gæti valdið vanhæfi ráðherra síns vegna línulagn-
ingar og jarðar sem hún á norður í landi, en til eru
reglur sem taka á slíkum tilvikum. Það sést best á
því að eftir að Sif lét af störfum var öðrum ráðherra
í ríkisstjórninni falið að leysa úr nokkrum málum
sem tengdust fyrri störfum umhverfisráðherra og
aðstoðarmannsins fyrrverandi hjá Landvernd.)
Það er líklega rétt að nefna að ég þekki Sif ekki
neitt. Hef aldrei hitt hana og aldrei talað við hana.
Ef ég gúgla Sif Konráðsdóttur sé ég að hún hefur
barist fyrir réttindum barna og kvenna sem hafa
orðið fyrir ofbeldi og látið þessi mál til sín taka. En
svo hefur hún gert mistök. Fyrir tíu árum.
Margir hafa fagnað þessari niðurstöðu og litið á
hana sem réttlæti. Þarna hafi unnist einhverskonar
sigur.
Ég tek það fram að ég tel að ákveðin brot séu þess
eðlis að sá sem þau fremur fyrirgeri með því
ákveðnum réttindum. Sumt getur verið tímabundið
en annað varanlegt, eins og til dæmis það að tryggja
að dæmdir barnaníðingar vinni aldrei störf sem
veita þeim aðgang að börnum.
En það sem mig langar samt að vita er hvar við
ætlum almennt að draga mörkin. Við hvað má Sif
vinna? Hver á að ákveða það? Ætlum við að búa til
kerfi þar sem við fyrirgefum ekkert og gleymum
engu? Hvað ætlum við að gera við allt það fólk sem
hefur í breyskleika sínum framið afbrot? Ekið undir
áhrifum áfengis, stolið, unnið öðrum líkamstjón,
skemmt eigur eða gert einhver önnur mistök sem
hafa mögulega komið til kasta dómstóla.
Ég skil reiði brotaþola og aðstandenda þeirra. Þau
viðbrögð eru að minnsta kosti jafn mannleg og það
að verða á. En við höfum búið okkur til kerfi sem er
ætlað að leiða mál til lykta. Ef við ætlum að hafna
því kerfi og taka málin í okkar eigin hendur erum
við komin á hættulega braut.
Á sama hátt og okkur hefur í gegnum tíðina verið
sagt að það sé mannlegt að skjátlast – að gera mis-
tök – hefur okkur verið kennt að það sé mikilvægt
að fyrirgefa. Stundum er ekki hægt að fyrirgefa, en
þá er nauðsynlegt að reyna að sleppa. Við getum
ekki bannfært fólk og ætlast til þess að það lifi
áfram utan samfélags, án vonar um annað tækifæri.
Bara af því að okkur líður þannig. Þá verða engir
eftir nema þeir flekklausu.
Samfélag hinna flekklausu
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Á meðan ég man
’Ég skil reiði brotaþola og aðstandenda þeirra. Þau viðbrögð eru aðminnsta kosti jafn mannleg og það að verða á. En við höfum búið okkurtil kerfi sem er ætlað að leiða mál til lykta. Ef við ætlum að hafna því kerfiog taka málin í okkar eigin hendur erum við komin á hættulega braut.
Engan hitt svo aðlaðandi
„Ég hef hitt marga forsætisráðherra um dag-
ana en engan svona ungan, fáa svona vel
gefna og engan svona aðlaðandi.“
Ástralski fréttamaðurinn Charles Wooley
um Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-
Sjálands. Viðtal sem Wooley tók við Ar-
dern vakti mikla athygli í vikunni enda
þótti mörgum hann spyrja óviðeigandi
spurninga, svo sem um getnað barnsins
sem Ardern ber undir belti.
Var hálfskjálfandi
„Þetta var ótrúlega skemmtilegt, en
líka mjög stressandi. Ég var hálf-
skjálfandi í forkeppninni. En svo
mundi ég bara hvað þetta er
skemmtilegt og gefandi að vera
með.“
Hafdís Sigurðardóttir sem snéri aftur
á frjálsíþróttavöllinn eftir barnsburð
og varð Íslandsmeistari í langstökki.
Kærara en allt nema ástvinir
„Síðan hefur Liverpool verið mér kærara en allt
nema ástvinir.“
Sigurður Sverrisson sem flytur nú til bítla-
borgarinnar eftir að hafa haldið með hinu
nafntogaða fótboltafélagi í hálfa öld.
Forsenda virkrar þátttöku
„Lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýð-
ræðissamfélagi og nauðsynleg til að hver og einn
geti nýtt hæfileika sína til fulls samfélaginu öllu til
góða. Samkeppnishæfni landsins í framtíðinni mun
ráðast af því hvort fólk getur lesið sér til gagns.“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.
Mæta með alvæpni
„Mér finnst hreyfingin þurfa að ná vopnum
sínum og mæta með alvæpni til næstu
samninga.“
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ um
kjaraviðræðurnar sem eru framundan.
Martin dró
vagninn
Martin Hermannsson fór
mikinn þegar íslenska
landsliðið í körfubolta
vann tvo mikilvæga sigra á
Finnum og Tékkum í Laug-
ardalshöllinni um liðna
helgi. Fyrir vikið er liðið
komið í vænlega stöðu í
undankeppni HM.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
AFP
VIKAN SEM LEIÐ
UMMÆLI VIKUNNAR
’Það þarf enga lagabreytingu tilað banna mönnum að valdabörnum líkamsmeiðslum. Ákvæðium þetta eru nú þegar í lögum.
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður um hug-
myndir um að banna umskurð barna á Íslandi.
Trump kemur
á óvart
Donald Trump Banda-
ríkjaforseti kom
mörgum í opna
skjöldu á miðvikudags-
kvöld þegar hann viðr-
aði hugmyndir um að
ganga lengra í að tak-
marka byssueign og
aðgang að skotvopn-
um en repúblikanar
hafa viljað til þessa.