Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Blaðsíða 20
Í bílskúr vestur í bæ leynast hálfkláraðir stól-ar úr ýmsum viðartegundum. Þar hefurÖrn Þór Halldórsson afdrep til þess að
sinna áhugamáli sínu, og jafnvel framtíðar-
atvinnu, að koma stólum föður síns aftur á
markað.
Innanhússarkitektinn og hönnuðurinn Hall-
dór Hjálmarsson hannaði stólinn Skötu og síð-
ar stólinn Þórshamar um miðja síðustu öld, og
voru þeir seldir víða á árunum 1959 til 1973,
þegar framleiðslunni var hætt. Skatan, sem er
fyrsti formbeygði stóllinn á Íslandi, er í raun
elsti íslenski stóllinn sem nú er í framleiðslu og
kemur Þórshamar þar fast á eftir. Sonurinn
Örn hefur tekið við keflinu og vill kynna nýjum
kynslóðum stólinn. Hann hefur fulla trú á að
þeir muni falla í kramið, enda tímalaus norræn
hönnun.
Fyrsta æskuminningin
Halldór Hjálmarsson (1927-2010) lærði í Kaup-
mannahöfn og varð fyrir áhrifum þekktra
danskra húsgagnahönnuða, eins og Arne Ja-
cobsen. Helsta fyrirmyndin var þó aðalkennari
hans í skólanum, Paul Kjærholm, sem hannaði
PH-lampana og mörg bestu húsgögn þess tíma.
Örn segir að þótt hönnun Skötunnar hafi sterk-
ar alþjóðlegar rætur, ekki síst danskar, þá sé
um að ræða rammíslenskan stól með sterka
skírskotun í náttúruna, og minnir formið á fisk-
inn skötu.
Örn man vel eftir góðum stundum í skúr föð-
ur síns.
„Þetta er ein af mínum fyrstu minningum, að
vera úti í bílskúr með pabba þegar hann var að
smíða þessa stóla. Ég fékk nýlega einhverja
nostalgíutilfinningu og mér fannst eitthvað svo
grátlegt að þetta væri horfinn heimur,“ segir
Örn, sem nú heldur minningu föður síns á lofti
Skatan
hans pabba
Arkitektinn Örn Þór Halldórsson hefur fulla trú á hinni klass-
ísku hönnun föður síns, Halldórs Hjálmarssonar, innanhúss-
arkitekts og hönnuðar. Stólarnir Skata og Þórshamar eru í uppá-
haldi hjá Erni og vill hann gjarnan koma þeim á markað á ný.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Halldór Hjálmarsson, innanhússarkitekt og hönnuður, við húsgögn sem hann hannaði.
með áframhaldandi framleiðslu stólsins.
Hann segir að faðir sinn hafi sjálfur smíðað
stólana í skúrnum, oft með góðri hjálp, ekki síst
frá hálfbróðurnum Herði Hjálmarssyni. „Þeir
voru báðir miklir smiðir og þetta var allt heima-
gert,“ segir hann.
„Afi var með trésmiðju á Klapparstíg 28 og
þar ólst ég líka dálítið upp. En þegar við göng-
um í EFTA opnaðist fyrir óheftan innflutning
húsgagna og íslenskur húsgagnaiðnaður hryn-
ur, um árið 1973. Draumur pabba hafði alltaf
verið að einblína á hönnun og framleiðslu á hús-
gögnum en grundvöllurinn hvarf á þessum ár-
um.“
Skatan er ljóðrænn stóll
Á sjöunda áratug var Skatan vinsæll stóll og
seldist víða. Sást hann í mörgum skólum og
kaupfélögum úti á landi. „Svo var annar svip-
aður stóll, Þórshamar, líka vinsæll, eiginlega
vinsælli. Sá stóll virkar aðeins stærri og er á
margan hátt skemmtilegri. En Skatan er um
margt ljóðrænni stóll, og það er ekkert verið að
fela það að pabbi varð fyrir áhrifum frá Maurn-
um sérstaklega. Þetta byrjaði sem skólaverk-
efni þar sem markmiðið var að þróa áfram
Maurinn. Svo þegar hann flutti heim kviknaði
hugmyndin að Skötunni,“ segir Örn og útskýrir
að fiskurinn skata verpi eggjum og því eru
kúlulaga „egg“ undir stólnum sem festingar.
„Þar kemur ljóðræna tengingin. Svo kemur
Þórshamarinn sem frekari þróun á Skötunni,
en áfram undir sterkum áhrifum frá stólum
Arne Jacobsen,“ segir Örn.
Faðir Arnar hannaði einnig allar innrétt-
ingar á Mokka og hafa þær haldið sér nánast
óbreyttar allar götur síðan.
„Það var blómaskeið í íslenskri húsgagna-
hönnun á þessum árum, sjötta og sjöunda ára-
Örn Þór Halldórsson
framleiðir stóla föður
síns í bílskúrnum heima.
Morgunblaðið/Ásdís
Ljósmynd/Andrés Kolbeins
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.3. 2018
HÖNNUN Hinn danski Arne Jacobsen hannaði fyrstu útgáfu Maursinsárið 1952. Stóllinn var þá með þremur fótum. Árið 1980 hóf
Fritz Hansen framleiðslu á nýrri útgáfu með fjórum fótum.
Maurinn
á heppna áskrifendur
HEIMURINN
KALLAR
VIÐ GEFUM 104 FLUGMIÐA