Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Blaðsíða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.3. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Þegar ég festi kaup á húsnæði í Grundarhverfi á Kjalarnesi var ég full-vissaður um að Sundabrautin væri handan við hornið; yrði komin eigisíðar en að fimm árum liðnum. Þetta var fyrir bráðum sextán árum og
enn bólar ekkert á þeirri ágætu braut. Á íbúafundi um samgöngumál á Kjal-
arnesi í síðustu viku kom fram að borgaryfirvöld hefðu talað digurbarkalega
um Sundabrautina þegar Kjalarneshreppur sameinaðist Reykjavík fyrir
tuttugu árum og þótti einhverjum fundarmönnum lítið um efndir. Á þeim
tíma sáu menn fyrir sér að upplagt væri fyrir borgina að nýta hið nýja land
við Esjurætur til frekari uppbyggingar borgarsamfélagsins og fasteignaverð
myndi í sviphendingu rjúka upp úr öllu valdi.
Til að gæta sanngirni þá var Sundabrautin lengi vel í umræðunni, eins og
sagt er, og búið að máta hana hér og þar, ofansjávar og neðan. Hver man
ekki eftir umræðunni um Sunda-
göng? Árið 2000 sagði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, þáverandi borg-
arstjóri, um Sundabraut á
hverfafundi í Grafarvogi: ,,…og
fljótlega í haust verður tekin ákvörð-
un um eina lausn og ef allt gengur að
óskum ættu framkvæmdir að geta
hafist á næsta ári“.
Eitthvað stóðu þær framkvæmdir
á sér og áfram var aggast um málið
næstu árin. Þegar blaðað er í greina-
safni Morgunblaðsins kemur til
dæmis í ljós að umræðan var lífleg
framan af ári 2008. Um haustið
hrundi heimurinn hins vegar yfir
okkur og Sundabrautin var með því fyrsta sem sópað var út af borðinu. Og
núna, áratug síðar, er ekkert sem bendir til þess að hún verði á dagskrá í
bráð. Alltént þótti samgönguráðherra, borgarstjóra og fulltrúa Vegagerð-
arinnar það ekki líklegt á téðum borgarafundi í liðinni viku.
Það er mér svo sem að meinalausu. Ég er löngu hættur að horfa til Sunda-
brautarinnar. Hverfið mitt er ennþá eins friðsælt og rólegt og það var fyrir
sextán árum og ég get alveg trúað ykkur fyrir því að mér liggur ekkert á því
að auka við byggðina. Eina breytingin á þessum sextán árum er sú að Arnar-
holt er ekki lengur útibú geðsviðs Landspítalans, heldur búa þar núna al-
mennir leigjendur og hælisleitendur. Hið prúðasta fólk. Eins og staðan er
núna er Kjalarnes hin fullkomna sveit í borg.
Miklu meira liggur á endurbótum á Vesturlandsveginum og á fyrr-
nefndum fundi kom fram að framkvæmdir geta hafist innan skamms við
breikkun vegarins sem verður fyrst 2+1 og síðar 2+2. Því ber að fagna.
Sundabrautina geta menn svo bara lagt seinna. Eða ekki!
Sundabraut:
In memoriam
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Til að gæta sanngirniþá var Sundabrautinlengi vel í umræðunni,eins og sagt er, og búið að
máta hana hér og þar,
ofansjávar og neðan.
Rögnvaldur Bragi
Ertu að meina keppnina hver á
flesta vini? Ég sá seinni undanúrslit-
in með strákunum mínum og af
þrem sem komust í úrslit gat bara
einn sungið og hann söng svo mikið
að ég hélt að hann myndi springa.
SPURNING
DAGSINS
Fylgist þú
með Söng-
keppninni
í sjónvarp-
inu? Og
heldur
jafnvel
með ein-
hverjum?
Jóhannes Valgeirsson
Fylgist lítið með. Þrátt fyrir að mik-
ilvægt sé að nýtt fólk fái tækifæri til
að sýna sig finnst mér gæði og flutn-
ingur margra laganna ekki upp á
marga fiska og skemmtanagildið
ekki nægt til að vekja áhuga minn.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gerður Jónsdóttir
Nei, ég tilheyri þeim (líklega) fá-
menna hópi sem fylgist ekki með
keppninni. Þetta er örugglega ágætt
sjónvarpsefni en höfðar bara ekki til
mín.
Ragnheiður Júlíusdóttir
Ég fylgist alltaf með keppninni. Mér
finnst Dagur flytja lagið sitt, Í
stormi, frábærlega og hann fær mitt
atkvæði. Ari er einnig frábær söngv-
ari en mér finnst lagið ekki alveg
eins spennandi.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Hvernig er stemningin fyrir lokakvöldinu?
Hún er rosalega góð, RÚV-hópurinn er orðinn rosa þétt-
ur og góð stemning, keppendur eru orðnir spenntir og það
getur allt gerst.
Við hverju megum við búast í söngvakeppninni?
Mikið af óvæntum atriðum í bland við flotta og skemmtilega út-
sendingu.
Hvert er besta Eurovision-lag allra tíma?
Í síðasta skipti með Friðriki Dór.
Nú ert þú með einkar skemmtileg innslög í
söngvakeppninni, hefur eitthvað eftir-
minnilegt komið upp á í ferlinu?
Þetta er búið að ganga ótrúlega vel, keppendur hafa verið
ánægðir með að sýna sig í nýju ljósi. Kannski ekki eitt-
hvað eitt sem stendur upp úr annað en að það er búið að
vera ótrúlega gaman að fá að vera fluga vegg með kepp-
endum í þessu ferli.
Hvað er skemmtilegast við að vinna í
sjónvarpi?
Hvað starfið getur verið fjölbreytt, stundum er
maður fyrir framan myndavélina og hina dag-
ana er maður í einhverju allt öðru eins og að
klippa, taka upp eða undirbúa eitthvað
nýtt. Svo náttúrlega allt skemmtilega
fólkið sem vinnur með manni.
Ertu mikill Eurovision-
aðdáandi almennt?
Var það ekki fyrr en ég byrjaði að
vinna í kringum keppnina, fyrst árið
2013 ef ég man rétt, og einhverntíma
gerðum við Benni klukkutímalangan
upprifjunarþátt sem hét Hraðfrétta-
rútan þar sem við fórum í gegnum nán-
ast allt sem tengist íslensku hliðinni á
Eurovision og eftir það varð ég mikill
aðdáandi. Svo er líka svo skemmtileg
stemning í kringum forkeppnina hérna
heima.
Hvað skiptir mestu máli svo atrið-
ið nái áfram?
Að atriðið í heild sé grípandi, þarf ekki endilega
að vera besti söngvari í heimi bakvið lagið eða flink-
asti lagahöfundurinn, heldur einhver „X-Factor“
sem gefur atriðinu líf.
FANNAR SVEINSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
„X-Factor“ gefur
atriðinu líf
Morgunblaðið/Hari
Forsíðumyndina tók
Hanna
Laugardaginn 3. mars ráðast úrslit um hvaða lag kemst áfram og
keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í Lissabon. Úrslitakvöldið
verður haldið í Laugardalshöll og sjónvarpað beint á RÚV kl. 19.45.