Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018 B laðamaður hefur alltaf vitað að Val- gerður Guðnadóttir ætti óvenju- lega sögu, án þess að hafa ná- kvæmlega á hreinu hver söguþráðurinn er. Á unglingsárum varð hún fyrst á vegi mín- um, sem vinkona vinkonu, litla Ísland eins og það gerist, og við höfum verið góðar kunn- ingjakonur síðan. Án þess að á neinn gleði- gjafa Íslands sé hallað þá myndi undirrituð velja Völu í úrtak ef það þyrfti að hópa saman hlýju og gefandi fólki og senda það í einhverja sérstaka för út að knúsa heiminn. Ef einhverjum svelgist á þessum lýsingum á Völu þá er þetta bara svona, spyrjið hvern sem er sem hefur komist í kynni við Völu. Fólk hef- ur alla tíð, hvar sem hún kemur, sótt í hana, hún segist líka hafa fæðst glöð og kát og það hefur fleytt henni áfram í gegnum ýmsar þær fjörur sem verða á vegi okkar í lífinu. En hvað hafði ég heyrt? Ég þekki vel til fólks sem bjó á Langholtsveginum þegar hún var að alast þar upp og gat aflað mér frekari upplýs- inga áður en við hittumst. Þetta var samheldin stór fjölskylda, gestkvæmt heimili, „afskaplega gott fólk“ eins og einn íbúi orðaði það, þar sem Vala ólst upp við fremur kröpp kjör efnahags- lega en andleg fátækt var víðs fjarri. Foreldrar hennar voru orðin vel fullorðin þegar hún kom í heiminn, yngst sjö systkina, en þau voru kölluð „Gáfuðu systkinin á Langholtsveginum.“ Það er einhver ævintýralegur blær yfir öllu saman. Vala er búin að undirbúa sig fyrir viðtalið, mjög fagmannlegur viðmælandi sem hefur að- eins punktað niður. Vala sjálf er vel skrifandi og hún viðurkennir að hún gangi með draum í maganum um að skrifa bók. En þessi saga núna, hún ætlar að deila henni með lesendum enda segist hún sjálf alltaf vera þakklát þegar fólk vilji deila sínum sögum með henni. Hún er forvitin um fólk og ég þarf að stoppa hana af áður en hún breytir þessu við- tali í spjall Völu Guðna við Júlíu Margréti. „En svo skulum við bara reyna að segja söguna án þess að þetta verði nokkurn tímann „aumingja ég“,“ segir Vala. „Það er svo innilega lítið ég,“ bætir hún við. Ég lít yfir punktana hennar, lít svo á hana – Mamma þín er alls staðar í öllu, hún er enn nærri þótt það séu 10 ár síðan hún lést. Hún hefur greinilega verið þér afar hjartfólgin? „Mamma er alls stað- ar, það er satt og sterk- ur áhrifavaldur í mínu lífi. Ég hef séð það síð- ar hvað það skiptir miklu máli að vera al- inn upp við ástríki, þegar maður fer í gegnum alls konar í lífinu, og eiga góðar minningar.“ Andlegt ríkidæmi Þegar Vala fæddist 1976 átti hún að heita Gabríella og vera kölluð Capri, eftir súkku- laðinu. Faðir hennar og systur þvertóku fyrir að mamma hennar fengi að koma þessari hug- mynd í framkvæmd. Þá var móðir hennar, hin hálfnorska Kristín Sigmundsdóttir, að vestan í hina ættina, 44 ára gömul og faðir hennar, Guðni Baldur Ingimundarson, að vestan, fimmtugur. Íslenskar konur áttu börn mun yngri á þessum árum svo þá þótti þetta spes – eða eins og elstu systur hennar sögðu sem eru fæddar upp úr 1950: „Eruð þið enn að þessu?!“ og voru miður sín. Kristín móðir hennar eign- aðist því sjö börn frá 1953-1976 en eitt barna sinna missti hún nokkurra daga gamalt vegna mistaka ljósmóður. „Ég upplifði allt annan tíma og aðstæður hjá fjölskyldunni en til dæmis elstu systur mínar. Þegar þær alast upp er pabbi á fullu í vinnu, brjálað að gera en þegar ég fæðist er hann frem- ur illa farinn til líkamlegrar heilsu eftir bílslys og heilablóðfall. Mamma vann með heimilinu við ræstingar en pabbi var orðinn það illa farinn að þegar ég var um 10 ára þurfti hann alveg að hætta að vinna, orðinn öryrki. En alltaf sagði hann þegar hann var spurður hvernig honum liði: „Mér líður vel“. Æðrulausari manni hef ég aldrei kynnst. Það var því minni peningur á heimilinu en þó meiri festa í umhverfinu, foreldrarnir höfðu meiri tíma fyrir okkur börnin sem yngri vorum og mér var vel sinnt. Því þótt það væru mikil blankheit var aldrei þessi andlega fátækt, það voru alltaf fullar hill- ur af bókum, mikið talað við okkur og okkur sagt að við gætum allt. Mamma var með sínar þrár, hún ætlaði alltaf að verða eitthvað allt annað en húsmóðir en fest- ist í því hlutverki. Henni var ofarlega í huga að ég myndi fylgja mínum draumum eftir og teng- ingin milli okkar var svo sterk því hún var mús- íkmanneskjan, söng og spilaði á gítar, enn mús- íkalskari en ég og hefði getað náð mjög langt hefði hún fengið tækifæri. Hún þekkti allar óp- erurnar og gat víst sungið allar þessar aríur.“ Létu sig dreyma um Mallorca og gosbrunn Smá mynd af foreldrum Völu úr fortíðinni, löngu áður en hún kom til sögunnar: Kristín, lítill krakki í Grjótaþorpinu hlustar á óperur í útvarpinu, með ákaflega fagra rödd. Fjögurra ára ferðast hún til ömmu sinnar og afa í Haugasundi í Noregi en týnist á hafn- arbakkanum. Hún finnst svo syngjandi á palli þar sem fólk kastar til hennar aurum. Verður að ungri konu með fallegt svart hár, í fínum kjólum með slæðu og heldur upp á Yul Bryn- ner. Guðni, elst upp í sveitinni í Önundarfirði. Fimleikastjarna og langar að verða flugvirki, faðir hans þverneitar og vill að sonurinn fari í húsasmíði og þá var sá draumur búinn. Það breytist í einhverja þvermóðsku, Guðni fer aldrei til útlanda, ekki einu sinni til Vest- mannaeyja. Sólbrúnn töffari á nýjum kagga, með uppbrettar ermar og sígarettu í kjaftinum kynnist hann Kristínu á balli í gegnum systur sína og verður yfir sig ástfanginn af henni. Þakklátur fyrir að hún heldur upp á Yul Bryn- ner því sjálfur er hann sköllóttur frá tvítugs- aldri. Mamma þín, þarna fjögurra ára, hreif fólk með sér en þú varst sjálf ekki nema eins og hálfs þegar fólk tók eftir hæfileikum þínum? „Já, mér skilst að ég hafi verið í strætó með Kristínu systur og söng þar svo vel og með svo hreinum tón að kona nokkur hafi snúið sér við í forundran og spurt hvað barnið væri gamalt.“ „Þau bæði, mamma og pabbi, höfðu þann eiginlega að vera jákvæð og húmorinn sem var svo ríkjandi fleytti öllum langt. Þetta er alltaf spurning um hvort glasið er hálffullt eða hálf- tómt.“ segir Vala Guðnadóttir. Morgunblaðið/Eggert Bý að dýrmætri reynslu Vala Guðnadóttir þekkir vel hvernig lífið er ekki alltaf slétt og fellt. Á æskuheimili hennar bjó fjölskyldan við krappari kjör en margir en Vala ólst upp við gott andlegt atlæti og var fínasta stelpan í hverfinu í fötum af flóamörkuðum. Það nýtist henni í listinni að hafa séð margar hliðar lífsins en foreldrar hennar misstu bæði heilsuna þegar hún var ung. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’Við bróðir minn sváfuminni í herbergi hjámömmu og pabba, og ég alvegþangað til að ég var 13 ára. Ég var í neðri koju og bróðir minn í efri koju og við töl- uðum um hvað við myndum gera ef við eignuðumst pening.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.