Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 31
með stórkostlegri uppbyggingu hern- aðarmáttar á svæðinu (þrjú flugmóð- urskip með tugi fylgdarherskipa voru send þangað) ásamt hótunum um að allt væri uppi á borði, jafnvel það að leggja Norður-Kóreu í rúst, hefðu gert útslagið. Þessi óvenjulega staðfesta hefði ráðið sinnaskiptum Kim Jong-un. Skömmu síðar var upplýst að Donald Trump forseti væri tilbúinn að eiga umbeðinn fund með Kim Jong-un og stefnt væri að því að hann yrði ekki seinna en í maí n.k. Ekki hefði þó enn verið ákveðið hvar fundurinn yrði. Of gott til að vera satt? Þetta voru mikil tíðindi. Og það er ekki að undra að yfirvöld og íbúar í Suður- Kóreu taki þeim fagnandi og kjósi í senn að trúa þeim og leggja í þau mikla merkingu. Það mundu margir eiga um sárt að binda færu „kóreumálin“ á versta veg. Engir eiga jafn mikið undir og íbúarnir á skaganum sjálfum. Þar er um sjálfa tilveruna að tefla. En um leið og góður skilningur er á því að sunnanmenn grípi fljótt og fast í „útrétta sáttarhönd“ frá norðri, sýnir sagan að vera má að fátt sé enn fast í þeirri sáttarhendi. Þegar fréttir bárust um það, fáum vikum fyrir Vetrarólympíuleika, að Kim Jong-un hefði samþykkt að lið Norður- og Suður-Kóreu kepptu þar sem eitt lið, var rætt um það sem stór- brotið jákvætt merki í samskiptum „þjóðanna“. En þegar litið var um öxl rifjaðist upp að þetta var fjarri því að vera í fyrsta sinn sem þessi tilhögun var höfð. Og aldrei hefði hún haft meira en smávægileg og tímabundin jákvæð áhrif á samskipti landanna, og alls eng- in áhrif á umgengni valdaklíkunnar í Pyongyang við undirsáta sína í land- Kim Jong-un myndi þar samþykkja að eftirlitsmenn S.þ. fengju óheftan að- gang að framleiðslusvæðum kjarn- orkuáætlana Norður-Kóreu og hann þyrfti að auki að hafa undirritaða kaskótryggingu frá Xi Jinping forseta Kína um að slíkt eftirlit myndi ganga snurðulaust fyrir sig. Xi forseti fagnaði í gær fyrrnefndum tíðindum og ekki síst þeim að Trump hefði samþykkt að hitta leiðtoga Norður-Kóreu augliti til auglitis. Það er til þess fallið að ýta undir vonir um árangur. Ef fyrrnefnd skilyrði ganga eftir væri erfitt að neita því að Donald Trump hefði unnið mikið og sögulegt afrek. En hann verður að vera sér fyllilega meðvitandi um að enn sem komið er gildir kál-reglan í þessu máli. Kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Og því miður er enn of fljótt að halda því fram að kálið sé komið í ausuna. En sennilega er þó óhætt að trúa því að það sé tekið til við að kortleggja leiðina með kálið í ausuna. Það er þó altént byrjunin. inu. (Þjóðarframleiðsla á mann í Norð- ur-Kóreu er sögð um 580 dollarar á mann en 54.000 dollarar á mann á Ís- landi og er í umræðunni þar iðulega talin sýna að efnahagur landsins sé í rúst!) Sum spor hræða, en sum gefa von Þeir Bush yngri og Clinton forsetar beittu auknum efnahagsþvingunum á Norður-Kóreu um hríð og tóku svo upp samningaviðræður í framhaldinu við Kim Jong-il, föður núverandi einræð- isherra um að stöðva alla tilburði hans til að koma sér upp kjarnorku- sprengjum. Obama forseti bætti engu við „árangur“ þessara tveggja fyr- irrennara sinna og niðurstaðan varð sú að Norður-Kórea hafði þrátt fyrir eymd og stundum hungursneyð, náð að koma sér upp búri kjarnorkuvopna. Sú saga segir okkur að nokkrar líkur hljóti að standa til þess að Trump kunni að ríða magurri meri frá topp- fundunum í maí. Hann þyrfti því að hafa það tryggt fyrir slíkan fund að Morgunblaðið/RAX ’ Tilefni á borð við það sem notað var núna, ósmekklegt og óviðeigandi pólitískt sprikl lögmanns í dómsal, þar sem hann gerði í senn lítið úr sjálfum sér og dómstólnum, getur aldrei komið til álita sem grundvöllur tillögu um vantraust. 11.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.