Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 26
Það voru samt allir mættir á sýn-ingarnar í þessari allt í einuhvítu borg. Við Vera Pálsdóttir ljósmyndari fórum á tvær sýningar, hjá Dior og Chloé. Báðar voru mjög fal- legar. Persónulega var ég hrifnari af Dior þar sem Maria Grazia Chiuri er listrænn stjórnandi. Hún er ítölsk og var áður hjá Valentino. Chloé er með nýjan hönnð sem heitir Natacha Ramsey-Levi sem hefur verið að vinna með Nicolas Ghesqiere, hönnuði Louis Vuitton. Báðar þessar sýningar voru inn- blásnar af tímanum um 1970, og það tímabil virðist verða eitt af trendunum næsta vetur. Að auki bætti Dior metoo-hreyfing- unni inn í sýninguna, bæði í nokkrum flíkum og eins í sviðsmynd úti og inni. Á báðum þessum sýningum var mikið af frægu fólki, mætt þrátt fyrir kulda og snjó. Það má segja að enginn sé svo frægur eða ríkur að hann eða hún þiggi ekki boð á tískusýningu hjá Dior eða Chanel. Við náðum myndum af nokkrum stjörnum, sem var nokkuð vel af sér vik- ið, þar sem fólk var óvenju fljótt að koma sér inn og út. Í París er mjög sérstakt andrúmsloft á hinni svokölluðu tískuviku. Hún fer fram tvisvar á ári, og þá er allt fullt af gestum og ferðamönnum í borginni. Blaðamenn, sýningarstúlkur og innkaupaaðilar koma og sjá hvað borgin hefur upp á að bjóða. Þetta er eins og hátíð í nokkra daga. Flestar sýningar fara fram í kringum Sa- int-Honoré-götu, rétt hjá Louvre- safninu. Oft hafa sýningar verið í stórum tjöldum í Tuileries-görðunum, rétt þar hjá. Nú brá svo við að það voru engar sýn- Kanadíska toppmódelið Winnie Harlow. Hún er 23 ára sýningarstúlka og aðgerðasinni. Hún þjáist af húðsjúkdómnum vitiligo, sem lýsir sér þannig að húðin er mislit og skellótt. Winnie Harlow er mjög þekkt og meðan hún stillti sér upp fyr- ir okkur var einhver annar að reyna að ná mynd af henni hínum megin frá. Það var ískalt í þessum febrúarmánuði í París. Sumar nætur var 10 stiga frost og það kyngdi niður snjó. Ljósgrá borgin er búin að vera enn ljósari út af snjónum. Tískusýningarnar fyrir vetur 2018-19 fóru því fram í óvenjulegum kulda. Ljósmyndir: Vera Pálsdóttir Texti: Sigrún Úlfarsdóttir Eitthvað Fellini-legt við þessar jap- önsku stúlkur sem voru að fara á Dior. ingar í görðunum vegna kulda. En allt í kring, í upphituðum höllum og hótelum, var mikið að gera. Yngri hönnuðir og minni fyrirtæki sýna líka í kringum eða á Saint-Honoré. Þeir sem koma alls staðar að úr heiminum til að kaupa inn fyrir verslanir hafa lítinn tíma svo hag- stæðast er að vera nálægt miðpunkt- inum. Þessi tískuvika varir svo stutt og það gerist svo mikið í einu að það er mikil orka í borginni. Biðraðir geta myndast á skemmtilegustu kaffihúsin og veitinga- staðina. Aðkomufólkið sem kemur til að vinna er einnig allt í sínu besta pússi og það gefur skemmtilegan blæ. Það kemur mikið af Japönum, sem hafa verið meðal dyggustu stuðnings- manna franskrar tísku í nokkra ára- tugi. Þeir hafa líka komið með sitt framlag í að móta hana, með öllum sín- um þekktu hönnuðum. Yohij Yamamoto, Kenzo, Issey Miake og Rei Kawakubo vinna öll í París og hafa haft mikil áhrif. Japönsku gestirnir bera oft af í glæsi- legum og frum- legum klæðaburði og við tókum því nokkrrar myndir af þeim. Það er gaman að vera í París á þessum tíma. Og þótt fólk sé ekki að vinna í tísku getur það sest inn á Hótel Costes og fengið sér kaffibolla á 500 krónur og virt fyrir sér þátttakendur í þessu samblandi af glamúr og bissness … Glæsileg götutíska í París  Þessi flotta kona var á leiðinni á Chloé-sýninguna. Hún var klædd á svo einfaldan en elegant hátt að okkur fannst hún standa vel fyrir franskan stíl. Og þótt það væri sex stiga frost og snjór á köflum var hún í litlum hælaskóm.  Gestur á sýningunni. Eins og Lísa í Undralandi, enda má segja að við höfum farið til Undralands við að fara á þessa sýningu. Algeng sjón í París eru Austurlandabúar í versl- unarferðum. Þeir kaupa mikið; oft eru þeir með pöntunarlista frá vinum og ættingjum, til dæmis í Kína. Franskur lúxusiðnaður verður æ háðari þessum kúnnum. Kína og aðrar Austurlanda- þjóðir eru auðvitað meiri- háttar markaður. TÍSKA 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018 Fimmtudaginn 15. mars á milli klukkan 10.00 og 17.00 verður sýningin HAV opnuð á Kjarvalsstöðum. Sýningin veitir innsýn í skandinavíska fatahönnun sem unnin er úr umhverfisvænum sjávartextíl. Sýningin stendur til 18. mars 2018. Textíll á Kjarvalsstöðum Lou Doillon, dóttir Jane Birkin og systir Char- lotte Gainsbourg, var mætt á sýninguna hjá Chloé. Að sjálf- sögðu er hún í gervipels. Ekta pelsar og skinn eru eiginlega búið spil í Frakklandi. Og þeg- ar Stella McCartney var yfir- hönnuður hjá Chloé var tek- ið fyrir notkun allra dýraafurða.  Emmanuelle Alt, núverandi ritstjóri franska Vogue.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.