Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 16
M
eðalmanneskjan eyðir fjórum
klukkustundum á dag í sím-
anum samkvæmt appinu
Moment, sem fylgist með í
hvað þú eyðir tímanum í
símanum þínum. Þetta er byggt á gögnum frá
fimm milljónum notenda. Tíminn fer kannski
ekki allur í samfélagsmiðla því fólk les t.d.
greinar í símanum en þessar upplýsingar koma
samt margar í gegnum samfélagsmiðlana, og þá
ekki síst Facebook.
Þeir sem vilja nota tæknina til að hjálpa sér
að ná tökum á símanotkuninni, eða að minnsta
kosti til þess að átta sig á umfangi notkunar-
innar ættu að prófa öpp á borð við fyrrnefnt
Moment, Space og Mute. Stofnandi þess síðast-
nefnda, Nick Kuh, hannaði Mute til þess að
hvetja fólk til að nota símann sinn minna,
minnka notkunina á samfélagsmiðlum og vera
meira til staðar. Í appinu er hægt að setja sér
takmörk um hámarks skjátíma og svokallaðan
afeitrunartíma, þann tíma í einu sem síminn er
algjörlega látinn í friði. Líka er hægt að sjá
hversu oft síminn er tekinn upp á hverjum degi.
Þarna er hægt að nota tæknina til að berjast við
tæknina!
Kuh vildi láta gott af sér leiða því hann veit að
flest öpp hjálpa ekki til því öll möguleg öpp frá
leikjum til samfélagsmiðla eru hönnuð til þess
að láta okkur halda áfram að nota þau. „Mörg
þessara fyrirtækja nota hegðunarsálfræðinga
til þess að gera þetta; finna leiðir til að ná þér
aftur inn. Ég hef unnið við öpp sem gera þetta
og ég er ekki stoltur af því,“ sagði hann í samtali
við Guardian.
Tristan Harris, fyrrverandi vöruheimspek-
ingur hjá Google, er sannfærður um að Kísildal-
urinn sé að gera okkur háð símunum okkar og
vill snúa við þessari þróun. Hann segir símann
sinn vera ávanabindandi og líkir iPhone-inum
sínum við það að vera með „happdrættisvél í
vasanum“. Titill hans vísar til þess að undir lok-
in í starfi sínu hjá Google var hann farinn að
vinna við að rannsaka hvernig fyrirtækið gæti
haft siðræna hönnun að leiðarljósi í öllu starfi en
hann hætti hjá fyrirtækinu til að vinna að þess-
um breytingum á víðari vettvangi, m.a. hjá sam-
tökunum Time Well Spent.
Einhverjir gera lítið úr símafíkn
fólks og kenna veiklyndi um en
Harris segir að forritunum sjálf-
um sé um að kenna.
Þau séu hönnuð til
þess að gera fólk að
fíklum og hann vill
að tæknifyrirtæki
axli ábyrgð til að
hjálpa okkur að
leggja símann auðveldar frá okkur. Hann vill að
þeir sem hanni og þrói hugbúnað þurfi að sverja
einskonar Hippokratesareið sem byggist á því
að hætta að notfæra sér veikleika fólks.
Botnlaus skál
„Það er alltaf til leið til að hanna sem byggist
ekki á fíkn,“ sagði hann í samtali við The Atl-
antic. „Like“-hnappurinn eins og á Facebook og
Instagram er dæmi um tækni sem hvetur til
notkunar. Fólk gáir oft hvort að það séu ekki að
bætast við „like“ og fær dópamínskot í heilann
þegar það gerist. Sannað er að þegar verðlaun
eru veitt með tilviljanakenndum hætti ýtir það
enn frekar undir ákveðna hegðun.
Til er fræg rannsókn sem leiddi í ljós að fólk
borðaði 73% meiri súpu úr skálum sem fylltu sig
sjálfar en þegar notast var við venjulegar skál-
ar. Fréttayfirlitið (news feed) í Facebook minn-
ir á þessar sjálffyllandi skálar, það kemur
stöðugt
meira og
við áttum
okkur ekki
á því að við
innbyrðum
meira magn
af upplýsingum en við
ætluðum okkur.
Stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, er
meðvitaður um þessa umræðu og hefur sett sér
það markmið að laga Facebook á þessu ári.
Þetta er raunar áramótaheiti hans en fyrri ára-
mótaheiti hafa verið m.a. að læra mandarín og
lesa eina bók á viku. Hann vill m.a. standa vörð
um andlega heilsu notenda samfélagsmiðilsins
og koma í veg fyrir að hann sé misnotaður. Von-
andi tekst honum þetta.
Justin Rosenstein, hönnuður „like“-
hnappsins á Facebook er búin að loka á Reddit í
tölvunni sinni, banna Snapchat og takmarka
notkun sína á Facebook. Hann er ósáttur við að
netið sé farið að snúast að þörfum auglýsinga-
iðnaðarins. Honum finnst mikilvægt að taka
þessa umræðu nú því hann sé í síðustu kynslóð-
inni sem muni hvernig lífið var fyrir snjall-
símabyltinguna.
Það er nefnilega erfitt að átta sig á því ná-
kvæmlega hvað þessi mikla símanotkun er að
koma í veg fyrir. Það er til dæmis mikilvægt að
láta sér leiðast en þannig verður til pláss fyrir
nýjar hugmyndir. Það er ekki hægt ef síminn er
tekinn upp um leið og hægist um og hann er
alltaf notaður til að dreifa huganum. Það er ólík-
legt að maður hugsi á dánarbeðinum: „Ég vildi
að ég hefði verið meira á Facebook!“ Það eru til
skemmtilegri ævintýri en þau sem byrja með
skrolli.
Upp úr kanínuholunni
Sífellt fleiri eru að átta sig á því hvað síminn þeirra og samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á líf þeirra og sumir ákveða í
kjölfarið að takmarka notkun sína eða hætta alveg. Hugbúnaðurinn er hannaður til að vera ávanabindandi.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
ÚTTEKT
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018
Atli Bollason byrjaði á Facebook haustið2007 en ákvað að hætta á samfélags-miðlinum 1. nóvember síðastliðinn.
Af hverju gerðirðu það?
„Það voru í rauninni margar ástæður. Sú
fyrsta og einfaldasta er bara hvað þetta tekur
mikinn tíma frá manni. Mér fannst ég svo oft
lenda í því að ég ætlaði að gera eitthvað annað
en svo bara hurfu mínútur og klukkustundir
þarna inni, sem var alltaf tími sem ég sá eftir.
Mér fannst alltaf eins og ég hefði eiginlega ver-
ið að gera eitthvað af mér,“ segir hann en það
er vissulega óþægileg tilfinning að sjá eftir
tíma.
„Þetta var tilfinning sem ég upplifði frekar
oft,“ segir hann og lenti eins og svo margir í því
að í stað þess að lesa í klukkutíma í bókinni á
náttborðinu fyrir svefninn hvarf tíminn í Face-
book. „Aðeins að kíkja“ verður oft að einhverju
meira, sem er áreiðanlega nokkuð sem margir
kannast við.
Önnur ástæða fyrir því að hætta er honum
ekki síður mikilvæg.
„Ég vildi hætta að styðja að allt efni, sama
hvort maður er til dæmis blaðamaður eða lista-
maður að gera eitthvað, sama hvað maður er að
gera þarf það allt að vera sniðið að þessu face-
bookformati. Það þarf allt að vera deilanlegt.
Það þýðir að það þarf allt að vera stutt, gríp-
andi og einfalt og mér fannst það orðið pirrandi.
Ég vildi ekki taka þátt í að allt þyrfti að vera
steypt í þetta mót,“ segir hann.
Samræðurnar ekki uppbyggilegar
Þetta eru ekki einu ástæðurnar fyrir því að
hann hætti.
„Þetta er samskiptamiðill en mér fannst
aldrei neitt uppbyggilegt koma út úr samræð-
um þarna. Fólk er fljótt að fara í einhverjar
skotgrafir og það er ótrúlega auðvelt fyrir hluti
að misskiljast og hægt að snúa út úr þeim. Mér
fannst Facebook líka bregðast svolítið þessu
hlutverki sínu sem samskiptamiðill,“ segir
hann.
„Það sem er ekkert endilega bundið við
Facebook eru þessar sífelldu uppfærslur, þessi
svakalegi flaumur af upplýsingum, sem gerir
það að verkum að ekkert lifir. Eitthvert lag er
heitt í dag en það er í alvörunni gleymt á morg-
un. Þessi svakalega hröðu umskipti sem Face-
book ýtir svo undir er nokkuð sem mig langaði
bara ekki að vera með í,“ segir Atli.
Hvernig er lífið fyrir utan?
„Það er bara verulega fínt,“ segir hann og
hlær. „Að sumu leyti sakna ég Facebook minna
en ég hélt. Ég hélt það yrði meiri löngun til
þess að kíkja þarna inn því það er í rauninni erf-
itt að hætta. Ef ég myndi logga mig inn núna er
eins og ég hefði aldrei hætt,“ segir hann en það
eru tvær leiðir til að hætta á Facebook. Annars
vegar er hægt að gera reikninginn óvirkan.
Eftir það getur enginn séð prófílinn og maður
finnst ekki í leitinni en sumar upplýsingar eins
og skilaboð send til vina sjást ennþá. Hægt er
að byrja aftur hvenær sem er.
Hins vegar ef ætlunin er að hætta alveg er
hægt að óska eftir því að prófílnum verði eytt út
en það getur tekið 90 daga. Áður en þetta er
gert er hægt að fá afrit af upplýsingunum sem
Facebook hefur að geyma um viðkomandi.
„Ég tala miklu meira í síma en ég gerði áður
sem þýðir að ég heyri meira í vinum mínum.
Spjall eins og í messenger er mjög fínt, maður
hefur greiðan aðgang að fólki en á sama tíma
getur það verið svo óskilvirkt. Það getur tekið
allan daginn að taka einfaldar ákvarðanir.“
Áður en Atli hætti lét hann rækilega vita af
því á samskiptamiðlinum en það var ekki síst
gert fyrir vini erlendis. „Ég kallaði eftir kon-
taktupplýsingum, og fann líka leið til að geta
keyrt út kontaktlistana mína úr Facebook,“
segir hann.
Áður notaði hann miðilinn til að kynna við-
burði fyrir sjálfa sig eða aðra. Núna er hann að
skipuleggja hliðardagskrá við tónlistarhátíðina
Sónar sem tengist ljósum og myndum en í stað-
inn hefur hann sent tölvupósta og haft samband
beint við fólk.
„Þegar Facebook kom fyrst var þetta þannig
að þú gast sett inn viðburð eða auglýsingu og
það vissu allir af viðburðinum. En eftir því sem
áreitið varð meira var allt það sem Facebook
gerði svo vel í byrjun farið að gefast miklu
verr.“
Talar meira við vini sína
Hvaða áhrif finnst þér facebookleysið hafa haft
á samskipti við vini?
„Ég heyri heldur í vinum mínum í síma sem
ég hefði kannski áður ekki heyrt í í nokkrar vik-
ur þótt ég hefði verið með þá eitthvað á spjall-
inu. Þá fæ ég meiri upplýsingar frá þeim og get,
sem skiptir miklu máli, lesið í tón; ég get greint
hvort þeim líður vel eða ekki,“ segir hann.
„Fólk í kringum mig virti þessa ákvörðun og
sendir mér tölvupóst eða hringir í mig ef það er
verið að bjóða í eitthvert partí sem er annars
bara boðið í á Facebook,“ segir hann.
Atli er hins vegar á Instagram. „Það er ann-
ar hlutur. Ég finn samt að ég nota Instagram
ekki nærri því eins mikið og einu sinni en mér
finnst gaman að fara þangað inn annað slagið.“
Finnurðu mun á líðan eftir að þú hættir?
„Ég get ekki sagt að það hafi verið komið á
það stig að Facebook hafi verið kvíðavaldandi,
ég myndi ekki taka svo djúpt í árinni, en ég finn
að ég er glaðari. Þessi tími sem ég ætlaði áður
að nota til að lesa en fór svo á Facebook, núna
hef ég getað notað hann á einhvern hátt sem
mér finnst hafa meira gildi þannig að mér líður
miklu betur með það. Ég er ekki lengur með
þetta samviskubit yfir glötuðum tíma,“ segir
hann.
Það er samt hægt að eyða tíma í margt annað
á netinu. „Netið í heild sinni er byggt upp á
þennan hátt; það er alveg hægt að týnast inni á
Wikipedia eða Guardian-síðunni. Þetta er ekki
töfralausn þannig en þetta hjálpaði mér, bara
það að taka einhverja svona ákvörðun er leið til
að fá sig til að hugsa um hvernig maður nýtir
tímann.“
Atli saknar Facebook
minna en hann hélt að
hann myndi gera.
Allt verður steypt
í sama mót
Atli Bollason heyrir frekar í vinum sínum í síma eftir
að hann hætti á Facebook og finnst hann hafa grætt
tíma til að gera uppbyggilegri hluti.
’Þessi svakalega hröðu um-skipti sem Facebook ýtir svoundir er nokkuð sem mig langaðibara ekki að vera með í.
Morgunblaðið/Hanna