Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 34
Hafið þið nokkurn tíma spurt ykkurhvaða eiginleika manneskja þyrfti aðhafa til þess að þið gætuð verið þess fullviss að viðkomandi væri að öllu leyti, innra sem ytra, óferjandi skíthæll og viðundur? Og ef ekki – hvers vegna í ósköpunum ekki?“ Já, stórt er spurt í leikritinu Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl sem leik- hópurinn Óskabörn ógæf- unnar frumsýnir á miðviku- daginn kl. 21.30 í Tjarnarbíói. Leikstjóri sýningarinnar er Vignir Rafn Valþórsson og leikarar í verkinu Jörundur Ragnarsson, Sara Martí Guð- mundsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guð- mundsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson. Leikhópurinn og Eiríkur unnu síðast saman að leiksýningunni Illsku sem hlaut sex tilnefn- ingar til Grímunnar og var unnin upp úr sam- nefndri verðlaunaskáldsögu Eiríks sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2012. Þá varð bók að leikriti en nú er ferlið öfugt því Hans Blær mun koma út sem bók fyrir jól, ef allt gengur að óskum. En hver er Hans Blær, fullu nafni Hans Blær Viggósbur? Hans Blær er hán, hvorki karl- né kvenkyns og „gjálífiströll með uppleysta sjálfs- mynd, ofvirka tískuvitund og egó í hjartastað“, samkvæmt lýsingu Eiríks á vef Tjarnarbíós og „glundroðamaskína í fjölkynja líkama sem lifir fyrir það eitt að storka heiminum og trekkja upp hina viðkvæmu“. Eiríkur segir Hans Blævi vera afskaplega fyrirlitna manneskju og tranströll og að hatrið nái yfir allar mögulegar línur. „Íhaldshægrið hatar hán fyrir sakir kyngervis en líberal vinstrið hatar hán fyrir sakir yfirgengileika og fyrirlitlegra stjórnmálaskoðana, oft á tíðum,“ segir hann. Ungum konum stillt fram – En hvers vegna er titilpersóna verksins kynsegin, hvorki karl né kona? „Það gerðist nú bara eins og listaverk verða til. Maður skrifar þau svolítið með innsæinu en upphaflega var ég mikið að spekúlera í fjarvist- arsönnunina sem pólitískt afl. Þegar ég var að skrifa Illsku var ég voða upp- tekinn af því á tímabili að skoða hversu margar konur og jafnvel yngri konur væru í forsvari fyrir fastistaflokka í Evrópu. Nú eru þær ekki meirihluti félagsmanna heldur mikill minnihluti en þeim er oft stillt fram og þær eiga mjög auð- velt með að njóta framgangs í þannig heimum. Og það er meðal annars vegna þess að við búum á sjálfsmyndartímum og eitt af stærstu vanda- málum fasismans er sjálfsmyndarvandi,“ segir Eiríkur. Hann nefnir sem dæmi að stærsta vandamál Svíþjóðardemókrata sé þegar einhver í flokkn- um fari að þramma um í leðurstígvélum. Það sé miklu stærra vandamál en raunverulegar póli- tískar skoðanir flokksmanna á þingi og slíkir flokkar reyni því að búa til ljúfa og mjúka mynd með því að stilla fram ungum konum. Endalaus fjarvistarsönnun „Svo kemur fram fólk í Bandaríkjunum eins og Milo Yiannopoulos sem er samkynhneigður maður sem gerir út á þetta voða mikið, er hálf- gert tröll, á svartan eiginmann og ég held að amma hans hafi verið gyðingur. Þar með er hann með endalausa fjarvistarsönnun fyrir því að þegar hann talar óvarlega, eins og hann myndi kalla það, er ekki lengur hægt að segja að hann sé rasisti, gyðingahatari og svo fram- vegis því hann getur alltaf bent á að hann sé með fjarvistarsönnun. Ég var mjög áhuga- samur um þennan stað; að skoða hvort það sé hver þú ert eða hvað þú segir sem dæmir þig eða hvað þú gerir. Hvernig við sem samfélag hanterum það,“ segir Eiríkur. Tröllið kallar til sín athygli Eiríkur er spurður hvort Hans Blær eigi sér fleiri fyrirmyndir en Yiannopolus fyrrnefndan og segir hann þær alls konar. „Milljón manns, allir sem hafa verið í einhvers konar opinberri umræðu og ýmist að trölla umræðuna eða rífast í henni og pólarísera hana og búa til læti,“ segir hann. „Tröllið, eða trollið, sem kallar til sín alla þessa athygli er sennilega algengasta pólitíska herbragð samtímans. Við sjáum þetta gerast á Facebook í þágu góðs og ills, eftir því hvar við stöndum, oft í viku. Við vörpum sprengjum, þannig tölum við saman.“ – Ég er ekki viss um að allir viti hvað þú átt við þegar þú talar um tröll í þessu samhengi … „Það hefur verið talað um nettröll og hug- takið eins og ég nota það er þaðan en það er miklu eldra í sjálfu sér. Skrílsæsingamaður hef- ur þetta verið kallað en líka einhvers konar „trickster“,“ útskýrir Eiríkur. Hann segir að í bókinni sem væntanleg er í haust verði meira pláss til að fara út í frekari skilgreiningar á tröllunum. „Þar verða tekin söguleg dæmi, allt frá Einari Ben. að selja norð- urljósin yfir í Jörund hundadagakonung og svo framvegis. Þetta er einhvers konar pólitískur „trickster“,“ segir hann en það orð má þýða sem bragða- eða klækjaref. Hán hefur skoðanir á mörgu – Samfélagshræringar seinustu mánaða, metoo- byltingin og kynjaumræðan öll, koma þær inn í verkið? „Að einhverju leyti. Það eru að verða þrjú ár síðan ég byrjaði á þessu og það er langur tími. Metoo var ekki fyrsta myllumerkið og er ekkert æðislega fyrirferðarmikið. Þetta er ekki eins og í Illsku þar sem var viðstöðulaust verið að vinna með endalaus smáatriði úr samtímanum en auð- vitað kemur átakið fyrir, sögutími verksins er næsta haust,“ svarar Eiríkur. Vísað sé í ýmis- legt og Hans Blær hafi skoðanir á mörgu sem hafi átt sér stað. „En hán lifir líka í sínum sögu- tíma, það eru fyrst og fremst atburðir í kringum hán sem hreyfa söguna, svo að segja.“ Kann ekki að skrifa leikrit – Þetta er óvenjuleg leið, að skrifa fyrst leikrit og svo skáldsögu. Oftast er það nú öfugt. „Já, ég gerði bæði svolítið mikið í einu og ég er náttúrlega ekki búinn með bókina, hún er hérna á púltinu fyrir framan mig,“ segir Eirík- ur. Hann hafi byrjað á verkinu sem skáldsögu en lent í basli með hana þar sem hún sé erfið viðureignar. „Ég var eiginlega hættur við þegar Vignir spurði hvort ég vildi ekki halda áfram samstarfinu eftir Illsku, gera eitthvað meira og ég skýt á hann þessari hugmynd í einhverju brí- aríi,“ útskýrir Eiríkur. Vigni hafi litist vel á og hann byrjað að skrifa leikrit. „Ég kann ekkert að skrifa leikrit og sigli því í strand,“ segir Eiríkur og hlær. Honum hafi þá dottið í hug að skrifa verkið fyrst sem sögu og breytt henni jafnóðum í leikrit. „Svo endaði þetta þannig að ég skilaði handriti í október og ég veit ekki mjög mikið hvað er að fara á svið nema að það verður óþekkjanlegt frá því sem ég skilaði í október,“ segir Eiríkur kíminn. Algjör haturshátíð – Ég heyri af þessu stutta samtali að það er mikið í gangi í höfðinu á þér. Hvernig gengur þér að beisla hugsanir þínar og koma á blað? Eiríkur hlær og segir það ganga misvel. „Ég er náttúrlega með þetta handrit á borðinu hjá mér og stóra vandamálið núna er að skera fit- una af því. Þetta er hugmynd sem eðlis síns vegna leitar mikið í allar mögulegar áttir og mér gengur ágætlega í dag en veit ekki hvernig gengur á morgun,“ segir hann sposkur. – Um verkið stendur í lýsingu þinni að það sé „total hatefest“, algjör haturshátíð. Eiríkur hlær og segir þennan texta skrifaðan í anda Hans Blævar. „Hann þrífst á þessum lát- um, þórðargleðin er náttúrlega einhver grunn- tónn tröllsins og þar verður til þessi skrítna lína milli þess hvenær Hans Blær er að ganga fram af fólki og hvenær leikhópurinn og við erum að ganga fram af fólki. Ég veit ekki alveg hvar sú lína liggur, hver munurinn er á því að Hans Blær sé að segja eitthvað æðislega rasískt eða ég að segja það sjálfur. Það er ekki endilega spurning um að ég meini það ekki, það er aug- ljóslega verið að segja það.“ Þórðargleðin grunntónn tröllsins Hans Blær er óferjandi skíthæll og viðundur, gjálífiströll sem á sér raunverulegar fyrir- myndir í milljónum manna. Leikhópurinn Óskabörn þjóðarinnar tekst á við tröllið í leik- verki Eiríks Arnar Norðdahl sem frumsýnt verður á miðvikudag í Tjarnarbíói. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ’Hann þrífst á þessum látum,þórðargleðin er náttúrlegaeinhver grunntónn tröllsins ogþar verður til þessi skrítna lína milli þess hvenær Hans Blær er að ganga fram af fólki og hvenær leikhópurinn og við erum að ganga fram af fólki. Eiríkur Örn Norðdahl Óskabörn ógæfunnar á æfingu fyrir Hans Blævi í Tjarnarbíói. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon LESBÓK Enginn ætti að láta hina stórskemmtilegu fjölskyldusýningu Í skuggaSveins í Gaflaraleikhúsinu framhjá sér fara, en sýningum fer fækkandi. Sýnt er á morgun, sunnudag, kl. 13 og tvo næstu sunnudaga. Í skugga Sveins hverfur senn 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.