Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 28
● Þekki maður lítið til sögu Póllands er þægilegt að láta pakka mörg hundruð ára sögu landsins og borg- arinnar inn í góðan og stuttan leið- sögutúr. Einkum má mæla með Adventure Warsaw sem er með samnefnda heimasíðu. ● Stundum er talað um að Dres- den hafi orðið verst úti í spreng- ingum seinni heimsstyrjaldar en þá er fólk að gleyma Varsjá, þar sem 9 af hverjum 10 byggingum voru sprengdar upp. Það er því ótrúlegt að heimsækja borgina og verða þess ekki var að hún hafi farið svo illa enda var ráðist í enduruppbyggingu hennar, sem margar þjóðir komu að, með því að notast meðal annars við gamlar teikningar þar sem því varð við kom- ið. Borgin er vissulega marg- breytileg og mikill bræðingur af aldagömlum byggingum í sjarm- erandi gamla bænum, nýrri gler- hýsum auk þess sem sovésk áhrif sjást víða. ● Það sem mörgum finnst mikill kostur er að stór hluti borgarinnar er græn svæði, eða um 40 prósent borgarinnar. Hægt er að gleyma sér í göngutúrum í fallegum lysti- görðum, svo sem í Łazienki- lystigarðinum sem Stanislaw Aug- ust Poniatowski konungur byggði á 18. öld. Þar er Łazienki-höllin, Vatnshöllin, umlukin síkjum og tjörnum. Á sunnudögum hljómar tónlist heiðursborgarans Chopin í lifandi flutningi, frá miðjum maí fram í september og páfuglar og fas- anar ganga frjálsir um. Raunar eru almenningsgarðar borgarinnar alls 82 og með þeim þekktari eru Saxa- garðurinn og garðarnir við hallirnar Krasiñski og Królikarnia. ● Áin Visla liggur nokkurn veginn við miðju borgarinnar en miðjan miðast við sjarmerandi miðalda- markaðstorgið, sem er umkringt byggingum frá endurreisnar- og barrokktímanum. Þar í námunda eru einar elstu leifar borgarinnar, miðaldavirkið Barbican. ● Ef hæglætislíf á alls kyns söfn- um er ferðalöngum að skapi er nóg af slíku að hafa í Varsjá. Söfnin eru af öllum toga og gerðum, listasöfn og söguleg en ekki má gleyma að nefna kirkjugarð borgarbúa, Powazki, sem er eins konar safn. Margir fara með leiðsögumanni í gegnum garð- inn en þar eru þeir frægu og ófrægu grafnir og mikill sögulegur fróð- leikur. Pólverjar leggja mikið upp úr að heiðra þá borgarbúa sem létu lífið í síðari heimsstyrjöld og minnast þeirra með fallegum minnis- merkjum. Garðurinn er risastór og fróðleg friðarstund að ganga í gegn- um hann. ● Til að öðlast dýpri skilning á sögu Varsjár, ekki síst í seinni tíð, á lifandi og sérstöku safni, má mæla með Muzeum Powstania Warszaws- kiego, eða Rísandi safni Varsjár. Safnið var upphaflega stofnað til að minnast þess sem breytti borginni til frambúðar; Varsjáruppreisnar- innar 1. ágúst 1944, sem lauk eftir 63 daga en heimamenn börðust þá við Thinkstock/iStockphoto Lystigarðarnir eru magnaðir. Hér má sjá útileikhús í Łazienki-lystigarðinum. Borgin sem var endurbyggð Varsjá er iðandi af lífi og Íslendingar eru farnir að fara þangað í meira mæli en áður. Borgin á merkilega og líka mjög sorglega sögu en er ekki bara fyrir áhugafólk um liðna tíma heldur nautnaseggi sem vilja góðan mat og ljúft líf. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Varsjá er blanda ólíkra byggingarstíla en eftir síðari heimsstyrjöld þurfti að endurbyggja hana nær frá grunni. Menningarhöll borgarbúa, fyrir miðju myndar, gaf Stalín borgarbúum. FERÐALÖG Víða í Varsjá er gyðinga minnst en nasistar útrýmdu gríðar-stóru samfélagi þeirra í borginni í seinni heimsstyrjöld. Sérstaktsafn tileinkað menningu þeirra er í borginni og minnismerki um gettóið sem var það stærsta á þýsku yfirráðasvæði. Gyðinga minnst 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is 32.500kr HILLA MEÐ SNÖGUM 24.900kr GLERBOX 3.600kr BEKKUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.