Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 23
Mozzarella-
stangir
¼ bolli hveiti
1 bolli brauðrasp (sjá
aðferð að neðan)
2 egg
1 msk. mjólk
450 g mozzarellaostur
(best að kaupa hann í
rúllunni)
1 bolli grænmetisolía að
eigin vali
1 bolli sósa að eigin vali,
pítsasósa, chilisúrsæt,
majónes, salsa eða
annað til að dýfa stöng-
unum í
½ tsk. salt
½ tsk. svartur pipar
½ tsk. hvítlauksduft
½ tsk. oregano
Að gera brauðraspið
er ofureinfalt. Takið
gamalt eða nýtt brauð,
nokkrar sneiðar sem
duga í mulning í a.m.k.
einn bolla, setjið í ofn-
skúffu og hitið við 60°C.
Þetta getur tekið klst
en þegar brauðið er
orðið þurrt molnar það
auðveldlega, sniðugt er
að nota matvinnsluvél
eða berja það í plast-
poka með kökukefli.
(Umframrasp geymist
vel í loftþéttum um-
búðum í nokkrar vik-
ur.) Kryddið brauð-
raspið með salti, pipar,
hvítlauksdufti og oreg-
ano.
Pískið saman egg og
mjólk. Skerið ostinn í
lengur, svipaða að
stærð og stuttar fransk-
ar en aðeins þykkari.
Setjið ostinn í plast-
poka með hveitinu og
hristið vel, þannig dreif-
ist það vel yfir ostinn.
Dýfið stöngunum í
eggjablönduna og rúllið
þeim síðan upp úr
brauðmylsnunni. Dýfið
stöngunum aftur í
blönduna og veltið aðra
umferð upp úr brauð-
mylsnunni. Setið í frysti
í klukkustund áður en
þið steikið stangirnar.
Hitið olíu á stórri
pönnu og steikið stang-
irnar um mínútu á
hverri hlið, eða þar til
þær eru gylltar en ekki
það lengi að osturinn sé
farinn að leka. Leggið
þær til þerris á eldhús-
pappír og berið fram
með sósu að eigin vali.
11.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Slumpuborgari
Ef þeir sem matreiða alltaf eins hamborgara og hafa ekki prófað að slumpa hinu og
þessu milli brauðanna þannig að úr verður kaótískur turn eru að lesa þetta þá getur
greinarhöfundur lofað að líf þeirra mun breytast.
Hér gildir alls ekki að vanda sig og ekki þarf heldur að fara nákvæmlega eftir þess-
ari uppskrift. Bananinn er til dæmis aðeins fyrir þá alla djörfustu. Svo má
benda á að þótt það hljómi sem sóun að kaupa heilan poka af lauk-
hringjum fyrir bara nokkur stykki á borgarann geymast þeir
vel í frysti fyrir næstu hamborgaraveislu.
Fyrir einn:
hamborgarabrauð, helst brioche
120-140 g hamborgarakjötsneið
hamborgarakrydd að eigin vali (hér var kryddblanda
Jónasar Þórs úr Kjötkompaníi notuð)
3 skinkusneiðar
2 ananashringir (eftir smekk)
nokkur kálblöð
nokkrar mjög fínt skornar lauksneiðar
1-2 tómatsneiðar, þunnt skornar
2 msk. léttmajónes
1 msk. tómatsósa
1 tsk. sriracha-sósa
2 þykkar sneiðar af osti, til dæmis cheddar
3 laukhringir
½ vel grænn banani (má sleppa)
Undirbúið allan skurð á grænmeti,
pakkið brauðinu inn í álpappír og tak-
ið til sósurnar. Setjið laukhringina
inn í ofn og pakkið brauðinu inn í ál-
pappír.
Kryddið hamborgarann og steik-
ið á báðum hliðum, leggið ostsneið
á þegar seinni hliðin er steikt. Steik-
ið skinkuna og ananassneiðarnar
upp úr smjöri þegar þið eruð hálfn-
uð með að steikja kjötið, skerið
bananann langsum í tvær þykkar
sneiðar og svo þversum, steikið
einnig upp úr smjöri. Velgið brauðið
á meðan í ofni við lágan hita. Leggið
ost einnig ofan á bananann og látið
bráðna meðan hann steikist.
Raðið loks öllu á borgarann í
þessari röð: majónes, tómatsósa og
sriacha-sósa neðst, laukhringir,
tómatsneið, kál, banani, lauk-
hringir, skinka, meiri laukhringir og
ananas, skinka, kjöt, ananas, skinka
og aftur brauð. Stingið löngum
pinna í gegn og berið fram.
Sjóðheit
steypujárnssending
Framleiðsla er komin á skrið aftur í Lodge
verksmiðjunni sem hefur legið í lamasessi
undanfarið vegna frosthörku. Þetta gerist ekki
oft í litla bænum Suður-Pittsburg þar sem fjórða
kynslóð Lodge fjölskyldunnar framleiðir nú
vörur úr steypujárni.
Sjóðheit steypujárnssending er lent í Kokku á
Laugaveginum og www.kokka.is