Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018 Þ að var lakara að sjá flokk sem vill gjarnan láta taka sig alvar- lega elta ruglflokkana þrjá á þingi í at- kvæðagreiðslu um til- efnislausa tillögu um vantraust á ráð- herra. Vanhugsað vantraust Löng reynslan hefur kennt alvöru- flokkum að vantrauststillögur verði að nota afar sparlega. Fólkið í landinu verður að vita fyrir víst að þegar slík- ar tillögur eru fluttar sé tilefnið stórt og ótvírætt og öllum augljóst að þar sé mikið alvörumál á ferð. Umræðan um þetta vantraust afhjúpaði tilgangs- leysið. Það eru margvíslegir fastir liðir í þinginu sem þingmenn geta notað til að koma sér á framfæri og til að sýna að það munar dálítið um þá. Það eru þættir svo sem um fundarstjórn for- seta, sem er raunar laskaður eftir mis- notkun en ella rétt á sér. Sama má segja um óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Þessi þáttur dagskrár þingsins var hugsaður sem andstæða við fyrirspurnir til ráðherra sem kalla eftir skriflegu svari. Það er vitað að embættismenn svara í raun skriflegu spurningunum, en það breytir þó ekki því að ráðherrann ber endanlega ábyrgð á svarinu og hefur væntanlega oftast lesið það yfir og samþykkt. Heitið um óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra gat virst þýða að spyrjand- inn ætti að vera óundirbúinn. En til- gangurinn var samt sem áður sá að ráðherrann þyrfti ekki að vita hvers væri von og sýndi að hann hefði vald á sínum málaflokki og gæti svarað öll- um þeim spurningum sem sanngjarnt væri að spyrja hann um undir slíkum lið. Búmerang Sé kostur stjórnarandstöðu til að flytja tillögu um vantraust settur af henni sjálfri í flokk með öðrum uppá- komum er hann orðinn ónýtur henni. Tilefni á borð við það sem notað var núna, ósmekklegt og óviðeigandi póli- tískt sprikl lögmanns í dómsal, þar sem hann gerði í senn lítið úr sjálfum sér og dómstólnum, getur aldrei komið til álita sem grundvöllur tillögu um vantraust. Samkeyrður fréttaflutningur Stund- arinnar og „RÚV“, sem eru komin al- gjörlega niður á sambærilegt plan“, er það ekki heldur. Hæstarétti Íslands hefur vonandi tekist að setja stóran punkt aftan við lönguvitleysuna að þessu sinni. Vangaveltur „fræðimanna“ um að þessu máli verði ef til vill og jafnvel sennilega „skotið“ til Mannréttinda- dómstólsins, sýna að viðkomandi hefur ekki sett sig inn í stöðu þess dómstóls gagnvart íslenskum dómstólum og því síður heyrt af vaxandi óþolinmæði dómstóla víða í Evrópu gagnvart þessu apparati, sem virðist ófært um að marka sér skynsamlegan ramma, en týnist í sífellu í málum sem eru fjarri því að hafa eitt né neitt með það að gera, hvort tiltekið ríki sé talið sinna meginskyldum sínum í umgengni við mannréttindi. Þá er það skattframtalið. Úff! Nú er tími skattframtala. Sá tími var heljarinnar höfuðverkur fyrir marga hér í eina tíð. Embætti ríkisskattstjóra hefur unn- ið skipulega að því að skera allt flækju- stig framtala niður í næstum ekki neitt, að minnsta kosti fyrir okkur þetta venjulega fólk, sem forðum tíð þeyttist þreytt og sveitt niður að skattalúgunni frægu fyrir lokun, hálf- kvíðið um að vitlaust hefði verið fært af launamiðum eða bankayfirlitum yfir á framtalið og kannski í vitlausa dálka og jafnvel í tímahrakinu myndi talna- runan loks hafa verið vitlaust lögð saman. Mörg önnur embætti í þessu landi hafa því miður enn nokkra tilhneigingu til þess að láta almenning finna fyrir sér og gera honum lífið erfiðara en þarf. Það er eins og þau haldi að virð- ing þeirra vaxi við það. Þau gleyma því þar með hverjar eru grundvall- arforsendurnar fyrir tilveru þeirra sjálfra. Mættu þau gjarnan horfa til þess hvaða viðhorf virðist vera meginatriði hjá embætti eins og Ríkisskattstjóra gagnvart almenningi. Og má mikið vera ef þessi viðleitni við að létta fram- teljendum lífið léttir ekki á embættinu í leiðinni. Fréttabomba Í fyrradag birtust óvæntar fréttir um að þáttaskil hefðu orðið í háskalegri deilu umheimsins við Norður-Kóreu. Enn sem komið er virðist þó varlegast að tala um meint þáttaskil, því að for- dæmin ættu að stilla væntingum í hóf. Háttsettir stjórnarerindrekar á veg- um forseta Suður-Kóreu færðu frétta- mönnum þau miklu tíðindi, frá tröpp- um Hvíta hússins í Washington, að Kim Jong-un, einræðisherra Norður- Kóreu, hefði vent sínu kvæði í kross. Hann hefði óvænt tilkynnt að nú væri hann tilbúinn til þess að eiga fund með erkióvininum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeirri viljayfirlýsingu fylgdi að leiðtoginn myndi stöðva allar tilraunir með kjarnorkuvopn og flaug- ar til að flytja þau til landa nær og fjær á meðan þessi friðarþíða stæði. Vænt- anlega verður að skilja það svo að Kim hugsi þetta bann á sjálfan sig sem hlé í aðdraganda þessara viðræðna og svo áfram ef niðurstöður þeirra gæfu til- efni til þess. Jafnframt kom fram, að Kim Jong- un hefði gefið til kynna að hann hefði skilning á því að efnahagsþvingunum og hernaðaræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu yrði haldið áfram í óbreyttri mynd á þessum biðtíma. Úr skúrk í stórmeistara í refskák? Embættismenn Suður-Kóreu hlóðu lofi á Trump forseta fyrir framgöngu hans. Þær hörðu efnahagsþvinganir sem hann hefði fyrirskipað og fylgt eftir Vantraust á Alþingi og oftraust á Kim Jong-un. Brúkist sparlega og hristist fyrir notkun Reykjavíkurbréf09.03.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.