Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018
Ég man ótrúlega vel eftir þeim
Fyrir ári hitti ég gamlan nem-anda minn á ráðstefnu, konusem er sjálf orðin kennari í
dag, og við fórum eitthvað að spjalla.
Hún spyr mig hvort ég ætli ekki
bara að halda nemendamót, það yrði
nú gaman. Þú segir nokkuð, sagði
ég, það yrðu nú margir,“ segir Her-
dís Egilsdóttir, kennari og rithöf-
undur með meiru.
Herdís ræddi þessa uppástungu
gamla nemandans við dóttur sína,
Halldóru Björnsdóttur, sem leist
strax vel á hugmyndina og sagði við
móður sína: „Við bara gerum þetta.“
Því er svo komið að eftir tæpa
viku, laugardaginn 7. apríl, mun
Herdís Egilsdóttir bjóða öllum sín-
um fyrrverandi nemendum í kaffi í
Skóla Ísaks Jónssonar kl. 14.00.
„Vandinn er að hafa uppi á börn-
unum, sem eru jú ekki börn lengur,
en ég hef bara símanúmer og heim-
ilisföng þeirra frá því ég kenndi
þeim,“ segir Herdís en elstu nem-
endur hennar sem gætu mætt til
hennar um helgina eru 74 ára gamlir
í dag en aðeins voru 10 ár á milli
hennar og fyrsta bekkjarins sem
hún kenndi, en þá var hún 18 ára og
börnin 8 ára.
Herdís hóf kennslu fyrir 65 árum
en 20 ár eru frá því hún lét af störf-
um sem kennari. Þetta eru því 45 ár
af kennslu og ótal margir nemendur.
Hvað gætu þetta verið margir sem
kæmu – veistu hvað það eru margir
nemendur sem þú hefur kennt?
„Já, ég skal segja þér það, ég vona
að þú sitjir vel, en ég var oft með
rúmlega 60 börn á dag. Einn bekk
fyrir hádegi og annan eftir hádegi og
nemendur í hvorum bekk fyrir sig
voru stundum allt að 34. Ég fór að
telja þetta um daginn og sýnist að
það séu komnir vel á annað þúsund
nemendur sem ég hef kennt.“
Manstu vel eftir nemendum þínum?
„Ég man ótrúlega vel eftir þeim
og þegar ég hitti þau í dag þá spyr
ég þau gjarnan hvort þau hafi ekki
átt heima þarna og svona og svona
og þau verða alveg hissa að ég muni
enn hvar þau hafi átt heima. Ég var í
Þjóðleikhúsinu einu sinni, var að fá
mér kaffi í hléi og sneri baki í næsta
borð. Þar sat ungur maður alskeggj-
aður með stór gleraugu sem ég tók
ekkert sérstaklega eftir. Svo allt í
einu er bankað létt og kurteislega á
öxlina á mér og hann segir: „Afsakið
frú, eigið þér eld?“ Þá ætlaði hann að
fá sér sígarettu. Ég leit á hann og
svaraði: „Nei, Guðmundur minn, ég
reyki ekki enn,“ og hann fór bara að
gráta, var svo hissa, bara þoldi ekki
meira. „Já, það hefur ekkert breyst
á þér nefið, það stendur enn út. Al-
skegg og gleraugu ertu kominn með
en nefið er algjörlega það sama og í
gamla daga,“ sagði ég. Þetta kemur
oft fyrir,“ segir Herdís og allra
skemmst er að minnast atviks fyrir
nokkrum vikum þegar hún var á
gangi heim til sín og bifreið snar-
stoppaði, tók sveig inn götuna til
hennar og út stökk gamall nemandi
hennar til að heilsa Herdísi. Endaði
fullorðinn maðurinn á að syngja lag
á esperantó hástöfum úti á götu fyrir
gamla kennarann sinn, sem hann
hafði lært hjá henni.
Leikfélagar og örlagavaldar
Herdís tekur andköf af hamingju
þegar blaðamaður spyr hana hvort
hún hlakki ekki til að hitta nem-
endur sína. „Þetta er ekki uppgerð.
Ég fann svo mikla gleði í að hafa
þessa leikfélaga og mér finnst þessi
börn öll vera örlagavaldar mínir og
hamingjuvaldar því ég elskaði þetta
starf frá fyrsta degi og hvern einasta
dag hlakkaði ég til. Bara að hugsa til
þess að ég fái einhverja til að koma
er yndislegt.“
Hjá Herdísi er einn gamall nem-
andi hennar sem er með í að skipu-
leggja næstu helgi, Svanlaug Jó-
hannsdóttir söngkona, en hún var
nemandi hennar á 9. áratugnum en á
þeim tíma hafði Herdís þróað svo-
kallaða Landnámsaðferð sína sem
setti svo mikið mark á skólastarfið
síðari helming kennslunnar.
„Ég kryddaði alltaf kennslu með
ýmsu en satt besta að segja er Land-
námsaðferðin það albesta sem mér
hefur dottið í hug. Þá lét ég nemendur
finna land sem kom upp úr sjónum við
gos og þau þurftu að fylgjast með öllu
frá byrjun, náttúrunni, búa til sam-
félag, byggja hús, huga að lögum,
vegabréfum, gera skattaskýrslur og
ég fann að þarna var ég ekki að setja
fræðsluna í fyrsta sæti heldur aðeins
númer tvö, ég var að setja þroskann
þeirra fremst. Ég fann hvað hugur
þeirra opnaðist fyrir því að leita
lausna, bera ábyrgð og velta fyrir sér
heiminum eins og fullorðið fólk. Það
er það sem við kennarar eigum að
gera, undirbúa börn undir lífið. Þau
eru svo snjöll og það á að tala við þau
á fullorðinna manna máli.“
Hvernig var að hafa Herdísi sem
kennara, Svanlaug?
„Það var ævintýri, ég hef aldrei
kynnst manneskju eins og Herdísi.
Allt þetta traust sem hún hafði á okk-
ur krökkunum og hvernig hún studdi
við sjálfstæða hugsun okkar og jók
með okkur sjálfstraust var einstakt.
Ég veit frá öðrum nemendum sem ég
þekki að það var mikils metið að hún
átti alla tíð í heiðarlegum sam-
skiptum við okkur, talaði við okkur á
jafningjagrundvelli og það voru sterk
gildi sem hún innrætti manni; að tala
ekki illa um aðra, bera virðingu fyrir
öðrum. Við vorum bara 8 ára gömul
en hún náði að vekja athygli okkar á
til dæmis ljóðum þannig að ég ætlaði
að giftast einhverjum svipuðum Dav-
íð Stefánssyni þegar ég yrði stór,
hann varð átrúnaðargoð!“
Í Ísaksskóla á laugardaginn
næsta hefst dagskrá klukkan 14 með
söng og ýmsu og stendur til 15. Eftir
það er kaffisamsæti og Herdísi seg-
ist vonast til að sjá sem flesta, fólk
geti dottið inn og út eins og það vill.
Þess má geta að fyrrverandi nem-
endur sem lesa þetta og hafa áhuga
á að mæta geta sent skeyti á
nemendurherdisar@gmail.com eða
hringt í dóttur Herdísar, Halldóru
Björnsdóttur, í síma 772 2480. Einn-
ig er viðburðarsíða á Facebook sem
heitir Nemendahittingur - nem-
endur Herdísar Egilsdóttur.
„Ég vil bjóða nemendur mína inni-
lega velkomna. Mér hefði aldrei
dottið í hug að ég ætti eftir að geta
sankað að mér elskulegum vinum
mínum sem eru orðnir 74 ára þeir
elstu, að fá þá alla næstum því í
fangið. Ég hef aldrei verið eins
lukkuleg neins staðar eins og með
þeim.“
Herdís Egilsdóttir og Svan-
laug Jóhannsdóttir, gamall
nemandi Herdísar, sem að-
stoðar við að skipuleggja
laugardaginn 7. apríl.
Morgunblaðið/Eggert
Herdís Egilsdóttir er aldrei með neitt hálfkák. Hún býður nemendum sínum fyrrverandi í kaffisamsæti í Ísaksskóla og langar að
hitta þá helst alla. Þeir eru orðnir á annað þúsund, þeir elstu 74 ára í dag en Herdís kenndi í 45 ár, fyrst 18 ára gömul.
„Mér finnst þessi börn öll vera örlagavaldar mínir og hamingjuvaldar því ég
elskaði þetta starf frá fyrsta degi,“ segir Herdís Egilsdóttir um nemendur sína.
’
Í Ísaksskóla var ég hjá Herdísi Egilsdóttur og ég held hún hafi
haft miklu meiri áhrif á mig í lífinu en hef gert mér grein fyrir.
Hún kenndi fögin í gegnum svo mikla sköpun og kenndi okkur að
framkvæma og taka frumkvæði. Herdís er sérstaklega hlý og kenndi
okkur strax margt um heiminn á mjög fallegan hátt.
Hera Hilmarsdóttir leikkona í viðtali 2017
INNLENT
JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR
julia@mbl.is