Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 15
1.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 bundið nám er að sjálfsögðu stundað líka auk þess sem þau lesa sér mikið til gamans og leika á hljóðfæri; Salina á selló en Andri á fiðlu. Sjálfboðaliðar hafa í nokkur ár verið með í för, þar á meðal kennarar og svissneska stúlk- an Mirjam gegnir nú því hlutverki. Kennir elstu börnunum tveimur en miðbörnin, Noé og Alegra, sitja í Oddeyrarskóla í vetur. Eiga vita- skuld í erfiðleikum með íslenska tungu en eru hæstánægð. Alls hafa sjálfboðaliðar frá 57 löndum ferðast með fjölskyldunni á þessum 18 árum. „Sá elsti var 84 ára en sá yngsti sem komið hefur með okkur var korna- barn. Hér hefur verið fólk af öllum trúarbrögðum og menningarheimum og aldrei orðið ágreiningur um neitt. Samveran í þessum 20 fermetrum um borð hefur sýnt okkur að fólk af ólíkum toga getur lifað saman í sátt og samlyndi. Við erum sann- færð um að friður í heiminum er raunhæfari en margur hyggur,“ segir Dario. Salina er fædd í Patagóníu í Chile 2005 og Andri Noé bróðir hennar á sama stað hálfu öðru ári seinna. Reyndar stóð til að hann liti dagsins ljós annars staðar en fjölskyldan var mun lengur í Chile en ætlað var. Drengurinn Noé kom í heiminn í Ástralíu síðsumars 2009, stúlkan Alegra í Singapúr um mitt ár 2011, dóttirin Mia í Sviss haustið 2015 og yngsta barnið, Vital, á Akureyri um miðjan nóvember í fyrra. Það kom ekki til af góðu að Mia fæddist í Sviss. Fjölskyldufaðirinn slasaðist alvarlega þegar hann lék sér í fótbolta með vinum á strönd fjarri heimalandinu og þurfti heim í mikla aðgerð. Var Dario þar á sjúkrahúsi í töluverðan tíma. Fimm mánaða í 6.100 m hæð Fjölskyldan kom til Íslands frá Bandaríkj- unum í fyrrasumar, með viðkomu á Asóreyj- um. Dario segir siglinguna þaðan norður til Ís- lands einungis hafa tekið níu daga. Það þykir ekki mikið á þeim bænum en lengst hafa þau verið á siglingu í 58 daga. Fyrst höfðu þau við- komu í Vestmannaeyjum en sigldu síðan vest- ur fyrir land, fóru til Grænlands og komu við í Grímsey og á Siglufirði áður en haldið var til Akureyrar. Þótt Sabine væri langt gengin með sjötta barna hjónanna slógu þau ekki slöku við og héldu í hjóltúr fljótlega eftir komuna til Ak- ureyrar. Túrinn sá var hringferð um landið og Dario notaði tækifærið með þrem elstu börn- unum og gekk á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands – sem reyndist 2.109 metrar við síðustu mælingu. „Það gekk ótrúlega vel. Við vorum sjö klukkutíma upp á topp,“ segir hann. Noé var yngstur í hópnum, aðeins sjö ára og er ekki vitað um að nokkur svo ungur hafi áður farið á hnjúkinn. „Við fréttum reyndar seinna að krökkum yngri en 16 ára væri bannað að fara á fjallið en þetta var ekkert mál. Krakkarnir eru ýmsu vön.“ Það er ekki orðum auk- ið. Nefna má að þegar gengið var á Everest fjall voru öll börnin með í för hluta leiðarinnar. Noé fór upp í 6.100 metra hæð og var einungis fimm mánaða þegar þangað kom! „Við fórum hægt og rólega og gáfum okkur góðan tíma; tókum tvo mánuði í túrinn þannig að allir aðlöguðust aðstæðum mjög vel.“ Þegar hjóltúrnum um Ísland lauk á Ak- ureyri spurðu hjónin til vegar; stöðvuðu fólk á bifreið og kváðust þurfa að vita hvar sjúkra- húsið væri. Konan væri ólétt. Eftir á að hyggja telja þau fólkið í bílnum líklega hafa haldið að komið væri að fæðingu en svo var þó ekki. Bíl- stjórinn vísaði veginn og þau Sabine fengu að skoða sig um á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri. „Inda [Ingibjörg Jónsdóttir yfirljós- móðir] og hennar fólk tók yndislega á móti okkur,“ segir Sabine. Hún hafði verið greind með meðgöngusykursýki og var ráðlagt að fæða annað hvort í Reykjavík eða Akureyri. Þess vegna vildi hún eiga norður í landi; þau kjósa ætíð fámennið ef hægt er. „Þetta er besta sjúkrahús sem ég hef kynnst. Ég ætla ekki að eiga fleiri börn en myndi leggja á mig ferðalag hingað til að fæða þótt ég væri stödd hinum megin á hnettinum.“ Hjónin taka þannig til orða að börn þeirra eigi í raun hvergi rætur nema í skútunni, ef svo megi segja. „Við höfum það hins vegar fyrir sið að þar sem barn fæðist gröfum við fylgjuna í jörð og gróðursetjum tré. Þannig tengist hvert barn sínum fæðingarstað.“ Fylgju Vital var valinn staður í Lystigarð- inum á Akureyri. Dario og Sabine við upphaf leiðangursins 2001 en þá gengu þau á hæsta fjall allra 26 kantóna Sviss. Um heimsins höf í18 ár á Móður jörð* 2001: Leið- angurinn hefst í Sviss*** Nome, Alaska Main Fort Ross Hawaii Páskaeyja Franska Pólynesía San Diego Mexíkó Panama Valdivia Nýja-Sjáland Bandaríska Samóa Birgðir af ferskum matvælum við komuna til Main 1 basilíka í potti, 4 sítrónur, 10 lime, 1 appelsína, 2 epli, 2 hvítkálshausar og 1 kókoshneta 106.500 sjómílur (197.238 km) er heildar- vegalengd siglingaleiðarinnar síðan 2002 410.000 hæðarmetrar af fjöllum hafa verið klifnir, m.a. hæstu fjöll í 6 heimsálfum 19.600 km hafa verið farnir á reiðhjóli 55.000 kg af rusli hreinsuð upp í ferðalaginu 120.000 skólabörn hafa fengið fræðslu um umhverfi smál á vegum TOP to TOP verkefnisins Pachamama* Smíðað í Frakklandi árið 2000 Lengd: 15,15 m, breidd: 4,57 m Aðalsegl: 68,5 m2, mastur: 19,65 m Svefnrými fyrir 8 manns í káetu Norðvestur-leiðin 5.697 km 34 dagar Dagleg notkun: 1 lítri eldsneyti** 20 lítrar vatn Nyrsti hluti leiðarinnar: 72°N Andri, Noé, Sabine, Alegra, Salina, Mia og Dario Schwörer Everest Aconcagua Kilimanjaro Denali Kosciuszko Mt. Blanc Sviss Salina (2005) Andri (2007) Darwin Noé (2009) Singapore Alegra (2011) Mia (2015) Rio de Janeiro Tasmanía Akureyri Vital (2017) Asóreyjar Vestmannaeyjar ***Árið 2000 var Pachamama siglt frá Frakk- landi til Króatíu. Leiðangurinn hófst 2001með að Sabine og Dario gengu á hæstu fjöll í hverri kantónu í Sviss. Að því loknu hjóluðu þau til Króatíu og sigldu af stað í júlí 2002. *Nafn skútunnar þýðir Móðir jörð á tungumáli suður amerískra indíána **Skútan notaði aðeins 300 lítra af díselolíu á14.000 sjómílna siglingu sem tók um eitt ár, frá Kaliforníu til Mexíkó, Hawaii, Alaska og Norðvestur-leiðina ’Þegar maður hefur búiðí átján ár utandyra má íraun segja að náttúran séorðinn vinur og börnin læra á hana. Gott dæmi er hvern- ig þau þau skynja að veðra- breytingar eru í vændum. Eitt af því sem Dario segir lærdómsríkast á ferðalaginu sé að kynnast ólíkum menn- ingarheimum og hugsunarhætti fólks. Tekur dæmi af mannætum í Suðurhöfum. „Þegar við nálguðumst Vanúatú, eyja- klasa á milli Ástralíu og Fiji, stóðumst við ekki mátið að koma þar við. Vissum að þarna byggju mannætur og fannst við verða að kynnast þeim.“ Vel fór á með fjölskyldunni og íbúum Vanúatú og mannæturnar hafa meira að segja átt fulltrúa í hópi þeirra sjálfboðaliða sem tekið hafa sér far með skútunni. „Menningarheimar eru ólíkir en það sem skiptir mestu máli er að fólk tali saman og reyni að skilja hvert annað. Þegar við spurðum hvers vegna mannát tíðkaðist á Vanúatú vorum við spurð á móti hvort við keyrðum bíla.“ Spurningin kom flatt upp á hjónin. „Já, að sjálfsögðu höfum við keyrt bíla.“ Aftur var spurt: Hvers vegna? Hvers vegna fer fólk ekki fótgangandi? „Það hefur ekki tíma til þess og er mun fljótara að komast á milli staða á bíl.“ Mannæturnar höfðu frétt að bifreiðar væru stórhættuleg tæki og fjöldi fólks léti lífið árlega eftir að hafa orðið fyrir bíl. Það væri varla skárri dauðdagi en vera étinn. Dario segir að áður en íbúi suður þar sé étinn lifi hann eins og kóngur í þrjá mán- uði en valið fer fram í einhvers konar lottói, sem sé sanngjarnt. „Viðkomandi fær besta matinn og getur borðað eins og hann lystir allan þennan tíma. Síðan er honum gefið lyf og deyr í svefni.“ Mannát mun hafa verið tekið upp á sín- um tíma, segir hann, til að halda fólks- fjölda í skefjum. Sjórinn og kókostrén hafi ekki gefið nóg af sér til að fæða alla. Mannætur og bílstjórar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.