Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Blaðsíða 17
1.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
kynni hún ekki sérlega vel við sig í kulda. Seg-
ist hafa meira gaman af því að synda í heitum
sjó á suðlægari slóðum. En er samt hæstánægð
norður í landi og fer nokkrum sinnum í viku í
Hlíðarfjall þar sem systkinin hafa æft og keppt
með akureyrskum börnum í vetur. Gaman er
að segja frá því að Andri varð tvöfaldur Ak-
ureyrarmeistari á dögunum; sigraði bæði í
svigi og stórsvigi á Akureyrarmótinu, og
Alegra varð Akureyrarmeistari í svigi.
Krakkarnir hafa nóg fyrir stafni því þau
eldri æfa líka júdó og sund!
Sabine laumar því að blaðamanni að þótt
Salina segist ekki ýkja hrifin af kuldanum sé
tengingin við náttúruna slík að dóttir hennar
hafi lýst því yfir nýverið að hún yrði hreinlega
að komast í sjóinn. „Við fórum þá út að Hjalt-
eyri, syntum í sjónum og fórum í heita pottinn
á eftir.“ Þetta sé gott dæmi um hve börnin eru
nátengd náttúrunni og sakni þess að búa ekki
um borð í bátnum.
Þegar talið berst að nýju að óvenjulegu upp-
eldi barnanna og ævintýrum þeirra segjast
hjónin skilja mjög vel þegar fólk spyr um hætt-
urnar sem fylgja og að börnin séu með í för.
„Staðreyndin er þó sú að á hafinu eða fámenn-
um stöðum eru ekki margir á ferli, eins og
nærri má geta og hætta á óhöppum því minni.
Þegar maður hefur búið í átján ár utandyra
má í raun segja að náttúran sé orðinn vinur og
börnin læra á hana. Gott dæmi er hvernig þau
skynja að veðrabreytingar eru í vændum þeg-
ar fuglar haga sér öðru vísi en áður eða skýin
breytast. Þá gefst tími til að taka niður segl
og búa sig undir slæmt veður. Við erum örugg
í bátnum því hann er þannig úr garði gerður
að þótt honum hvolfi endar hann á réttum
kili.“
Það hefur reyndar aldrei gerst. „Um borð í
bátnum getum við líka verið viss um að börnin
fara ekki neitt og eru því örugg! Þegar við
komum hins vegar til Reykjavíkur eða ann-
arra borga þar sem höfnin er nálægt miklum
umferðargötum erum við logandi hrædd.
Börnin eru ekki vön bílum og þung umferð því
martröð fyrir okkur.“
Hann nefnir annað dæmi: „Við erum vön að
eiga við náttúruna en í hjóltúrnum um Ísland
vorum við raunverulega í meiri hættu en á
bátnum. Besti hjólreiðamaður í heimi væri
ekki öruggur ef hann mætti ölvuðum öku-
manni. Vissulega er stundum erfitt á hafinu
en ég er sannfærður um að náttúran er sann-
gjörn,“ segir Dario.
Alsælir álaveiðimenn með aflann undan norðurströnd Brasilíu árið 2012. Salina, Alegra og Mia þegar fjölskyldan hjólaði hringinn í kringum Ísland sumarið 2017. Hér við Fjallsárlón í Öræfum.
Fjölskyldan á góðri stundu á Galapagos á Kyrrahafi, vestur af Ekvador. Andri. Salina, Alegra, Sabine og Noé kunnu vel við sig þær enda náttúrufar og dýralíf stórkostlegt á þessum slóðum.,
„Akureyringar hafa tekið okkur gríð-
arlega vel. Allir voru boðnir og búnir að
hjálpa okkur eftir að skútan skemmdist í
haust og allar götur síðan,“ segir Dario
Schwörer og Sabine tekur undir.
Þau nefna að strax eftir að skútan
skemmdist hafi eigandi hvalaskoðunarfyr-
irtækisins Eldingar skotið yfir þau skjóls-
húsi og Finnur Aðalbjörnsson verktaki lán-
að þeim bíl. „Svo er það Arngrímur
[Jóhannsson]; við megum koma og borða
hjá honum á Norðurslóð í hverju einasta
hádegi ef við viljum.“
Hjónin hafa tekið ástfóstri við höf-
uðstað Norðurlands og hafa jafnvel hugs-
að sér að koma þangað á ný í haust til
vetrardvalar, en í sumar hefur stefnan ver-
ið tekin á Grænland þar sem framundan
er starf með vísindamönnum í hellum á
austurströndinni. Safna á sýnum sem nýt-
ast munu við loftslagsrannsóknir. Fram að
þessu hafa þau víða safnað vatnssýnum
sem send eru til rannóknar, meðal annars
til þess að fá úr því skorið hve mikið af
plastögnum er í sjónum, en sá vágestur er
þegar farinn að hafa mikil áhrif til hins
verra á lífríkið.
„Talið er að enn sé fimm sinnum meira
af fiski í sjónum en plasti, en tölurnar eru
samt ískyggilegar,“ segir Dario. „Sums
staðar éta fiskar meira plast en fæðu og á
einstaka stað nánast eingöngu plast og
drepast að sjálfsögðu á endanum.“
Meðan á Akureyrardvölinni stendur
njóta þau lífsins eins og kostur er, m.a.
með því að vera úti í náttúrunni!
Spurður hvernig fjölskyldan hefði slakað
á um síðustu helgi, upplýsti Dario að hann
og fimm barnanna hefðu á laugardeginum
farið á skíði í Hlíðarfjalli, raunar gengið
upp á topp og rennt sér niður hinum meg-
in! Á sunnudeginum gekk fjölskyldan svo á
Kaldbak ofan Grenivíkur og renndi sér
niður. Svona slaka náttúrubörn á ...
Þakklát Akureyringum