Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Blaðsíða 20
Bragð af vináttu • Hágæða gæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018 HÖNNUN Um páskana verður haldinn flóamarkaður í Norska húsinu - Byggða-safni Snæfellinga og Hnappdæla í Stykkishólmi. Opið verður laug-ardag, páskadag og annan í páskum frá kl. 13-17. Verður hægt að gera góð kaup á notuðum munum úr öllum áttum. Flóamarkaður í Norska húsinu um páskana Spænska hönnunarhúsið Nagami kynnti nýverið línu af þrívíddar- prentuðum stólum eftir hönnun- arteymin Zaha Hadid Architects, Ross Lovegrove og Daniel Widrig. Línan með stólunum fjórum, sem ber heitið Brave New World, verður formlega kynnt á hönn- unarvikunni í Mílanó á þessu ári. Stólarnir eru með einstökum smáatriðum sem einungis var áð- ur hægt að teikna en nýjasta þrí- víddarprentun gerir hönnunar- húsinu loks kleift að framleiða. Nýjasta tækni gefur hönnuðum aukið frelsi til að framfylgja flókn- um og spennandi hugmyndum því oft hafa hugmyndir takmarkast af því sem hægt er að framkvæma. Það verður ákaflega spennandi að fylgjast með þrívíddartækninni í framtíðinni og hvaða áhrif hún mun hafa á hönnunarheiminn. Robotica TM-stóllinn eftir Ross Lovegrove er gerður úr hitaþolnu sílikoni sem þýðir að auðvelt er að nota hann einnig sem borð. Þrívíddarprentaðir stólar frá Nagami Stóllinn Bow eftir Zaha Hadid Architects. Rise-stóllinn er hannaður hjá Zaha Hadid Architects. Einstök smáatriði einkenna þessa áhugaverðu hönnun. Stóll eftir Daniel Widrig sem samsettur er úr þremur PLA-plaststykkjum. Arkitektarnir Marshall Blecher og Magnus Maarbjerg frá danska hönnunarstúdíóinu Fokstrot hafa hannað áhuga- verða eyju sem flýtur í höfn- inni í Kaupmannahöfn. Eyjan er 20 fermetrar og er ætluð sem einskonar sam- komustaður. Hún er gerð úr viði og á henni er tré sem skapar skemmtilega stemn- ingu. Á eyjunni getur fólk setið á spjalli, dorgað eða notið sín í sólbaði. Eyjan er jafnframt góður staður fyrir sundgarpa og siglingafólk til þess að staldra við og taka sér pásu. Eyjan er unnin á vegum verkefnisins Copenhagen Is- lands. Verkefnið er ætlað til þess að nýta og færa líf í bryggjusvæðið við bryggju Kaupmannahafnar. Þá eru jafn- framt fleiri eyjar væntanlegar með tímanum.Eyjan gefur bryggjusvæðinu svo sannarlega aukið líf. Fljótandi eyja í Kaupmannahöfn Eyjan er 20 fermetrar og tilvalinn samkomustaður yfir sumartímann. Frábær leið fyrir sundgarpa og siglingafólk til þess að staldra við og hvíla sig.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.