Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Blaðsíða 23
Fyrir 3-4
2 lítil butternutgrasker
fræ úr hálfu granatepli
150 g linsubaunir, grænar
500 ml vatn
1 gerlaus grænmetisteningur
2 msk. kókosolía
1 laukur
1 hvítlauksrif
2 tsk. broddkúmenfræ (cumin
seeds)
2 tsk. broddkúmen, malað
1 tsk. kanill
½ tsk. paprika
1⁄4 tsk. chilípipar (má sleppa)
2 msk. sítrónusafi
40 g furuhnetur
70 g hreinn fetaostur (í salt-
vatni)
Skerið graskerin í tvennt
eftir endilöngu með stórum,
beittum hnífi. Fræhreinsið
graskerin og setjið helm-
ingana fjóra í eldfast mót.
Penslið með einni matskeið
af kókosolíu. Bakið við
200°C í um 40 mínútur.
Losið fræin úr granatepl-
inu og setjið til hliðar. Setjið
linsubaunirnar í pott með
vatninu og sjóðið með
grænnmetisteningnum í um
25 mínútur.
Skafið kjötið úr bökuðu
graskerunum en skiljið eftir
þykka brún (um 1,5 cm) all-
an hringinn. Saxið graskers-
kjötið gróft og setjið í skál.
Setjið helmingana fjóra aft-
ur í eldfasta mótið og setjið
til hliðar.
Afhýðið laukinn og hvít-
laukinn. Skerið laukinn í
þunnar sneiðar og saxið
hvítlaukinn smátt. Hitið 1
msk. af kókosolíu á stórri
pönnu og steikið laukinn og
hvítlaukinn í 12-15 mínútur
eða þar til þeir eru mjúkir
og byrjaðir að brúnast. Bæt-
ið broddkúmenfræjum,
möluðu broddkúmeni, kan-
il, papriku, chili og sítrónu-
safa á pönnuna og létt-
steikið í um 5 mín.
Síið vatnið frá linsubaun-
unum og bætið þeim á
pönnuna ásamt graskers-
kjötinu.
Þurrristið furuhneturnar
á heitri pönnu í um 7 mín-
útur eða þar til þær verða
brúnar. Setjið út á pönnuna
með graskerskjötinu. Hellið
vatninu af fetaostinum og
myljið hann út í. Skiptið
innihaldi pönnunnar nú á
milli graskershelminganna
og setjið í ofninn. Bakið við
um 180°C í 12-15 mínútur
eða þar til fetaosturinn fer
að dökkna aðeins. Dreifið
granateplafræjunum yfir og
berið fram strax.
Úr bókinni: Café Sigrún,
Hollustan hefst heima.
Bakað „butternut“-grasker með
linsubaunum og fetaosti
1.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Fyrir 12
GRUNNUR
120 g möndlur
80 g mjúkar döðlur
50 g dökkt súkkulaði sem inniheldur
hrásykur (ekki hvítasta sykurinn)
FYLLING
400 ml möndlumjólk eða önnur
mjólk
75 ml hreint hlynsíróp
55 g saltaðar jarðhnetur
170 g hreint hnetusmjör
1 tsk vanilludropar
20 dropar hrein stevia
45 g prótínduft (e. pea protein pow-
der)
95 g kakósmjör
OFAN Á TIL SKREYTINGAR
50 g dökkt súkkulaði með hrásykri
1 lófafylli saltaðar jarðhnetur
Til að búa til botninn steinhreinsið
þið döðlurnar og setjið í mat-
vinnsluvélina ásamt möndlunum.
Látið vélina vinna þangað til fín-
malað og bætið þá súkkulaðinu út
í í bitum. Látið vélina vinna aðeins
áfram, þangað til súkkulaðið er
mjög smátt saxað og vel blandað
saman við hitt hráefnið. Klæðið
botninn á 18 cm smelluformi með
bökunarpappír, smellið aftur í
formið og þrýstið svo blöndunni
ofan á botninn. Setjið í kæliskáp á
meðan þið útbúið fyllinguna.
Til að útbúa fyllinguna setjið þið
allt nema kakósmjörið í kröftugan
blandara eða matvinnsluvél og
blandið mjög vel og lengi, en mik-
ilvægt er að ekki séu gróf korn í
fyllingunni. Bræðið því næst kakó-
smjörið yfir vægum hita og hellið
svo út í blandarann á meðan hann
vinnur, í rólegri bunu. Takið
smelluformið úr kæliskápnum og
hellið fyllingunni út í. Lemjið
forminu lárétt nokkrum sinnum
niður í borðið til að losa loftból-
urnar úr. Setjið í frystinn í um
klukkustund.
Þegar kakan er orðin mjög stíf
viðkomu takið þið hana úr frystin-
um og leyfið henni að þiðna í um
15 mínútur á borðinu (eða geym-
ið hana í ísskápnum þangað til á
að bera hana fram).
Bræðið súkkulaðið yfir vatns-
baði en það er gert með því að
hita vatn í potti (bara botnfylli) á
vægum hita. Setjið skál ofan í sem
situr á brúnum pottsins og brjótið
súkkulaðið ofan í. Fylgist með því
og hrærið öðru hvoru þar til nán-
ast bráðnað, takið þá af hitanum.
Gætið þess að súkkulaðið ofhitni
ekki og að ekki fari vatnsdropi
ofan í súkkulaðiskálina. Hellið
súkkulaðinu yfir kökuna. Saxið
jarðhnetur og dreifið yfir ef þið
viljið.
Kakan á að vera ísköld (en ekki
frosin) þegar þið berið hana fram.
Frá www.cafesigrun.com.
Hnetusmjörskaka
Sigrúnar
MARENS
100 g Til hamingju-karamellu-
möndlur með súkkulaði og
sjávarsalti
130 g brætt suðusúkkulaði
(kælt)
6 eggjahvítur við stofuhita
¼ tsk salt
350 g sykur
2 tsk vanilludropar
½ tsk möndludropar
FYLLING OG SKRAUT
700 ml rjómi
30 g flórsykur
300 g Til hamingju-karamellu-
möndlur með súkkulaði og
sjávarsalti
raspað suðusúkkulaði
(um 40 g)
Hitið ofninn 110°C.
Teiknið 3 x 20 cm hringi á
lega saman við með sleif en
varist að hræra of mikið,
fallegt er að hafa marm-
araáferð á marensinum.
Bakið í 2½ klst og
slökkvið þá á ofninum og
leyfið marensinum að kólna
inni í honum áður en þið
takið hann út.
Fyrir fyllinguna er rjómi
og flórsykur þeytt saman og
skipt í þrennt; smurt á milli
botnanna og ofan á síðasta
botninn. Þá er röspuðu
súkkulaði og karamellu-
möndlum stráð yfir toppinn
til skrauts
Best er að setja rjómann
á milli að minnsta kosti sól-
arhring áður en kökunnar á
að njóta, þá verður hún
safaríkari og betri.
Frá www.gotteri.is.
bökunarplötur (tveir kom-
ast fyrir á annarri og einn á
hinni).
Saxið möndlurnar og
leggið til hliðar.
Bræðið suðusúkkulaði og
látið standa á meðan mar-
ensinn er þeyttur.
Þeytið saman eggjahvítur
og salt þar til froða myndast
og bætið þá sykrinum sam-
an við í litlum skömmtum.
Þeytið á hæstu stillingu
þar til topparnir halda sér
(nokkrar mínútur).
Bætið þá vanillu- og
möndludropum saman við
og þeytið saman við.
Hellið söxuðum möndl-
um í skálina og blandið
saman við með sleif.
Að lokum er bræddu
suðusúkkulaði hrært var-
Gotterís-páskatertan 2018