Fréttablaðið - 11.06.2018, Qupperneq 6
STJÓRNSÝSLA Kjararáð neitar að
afhenda Fréttablaðinu afrit af fundar
gerðum sínum. Að mati kjararáðs var
ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga
sem um það giltu. Því eigi stjórnsýslu
og upplýsingalög ekki við um störf
þess. Fréttablaðið hefur kært synjun
kjararáðs sem ítrekað slær því á frest
að svara úrskurðarnefnd um upp
lýsingamál (ÚNU).
Fréttablaðið bað þann 28. nóvem
ber á síðasta ári um afrit af fundar
gerðum ráðsins frá upphafi árs 2008
til dagsins í dag. Tæpum þremur
vikum síðar var beiðnin ítrekuð og
að auki beðið um afrit af bréfum frá
þeim sem undir ráðið heyrðu til þess
á sama tímabili. 20. desember barst
svar frá skrifstofustjóra ráðsins þess
efnis að ekki hefði gefist tími til að
taka afstöðu til erindisins vegna fyrir
hugaðra og yfirstandandi flutninga.
Það myndi hins vegar verða „gert á
nýju ári“.
Á nýju ári bað blaðamaður um að
það yrði afmarkað nánar hvenær árið
2018 von gæti verið á svari. Ítrekun
þess efnis var send 24. janúar. Svar
kjararáðs barst 12. febrúar þar sem
beiðninni var hafnað þar sem hún var
of víðtæk. Í milltíðinni hafði Frétta
blaðið leitað milligöngu ÚNU.
Sama dag og synjun kjararáðs barst
var því sent nýtt erindi þar sem aðeins
var óskað eftir afritum af fundargerð
um frá ársbyrjun 2013 og til dagsins
í dag. Þegar ekkert svar hafði borist
eftir tvær vikur var á ný leitað til ÚNU.
Þann 14. mars barst svar kjararáðs
þar sem synjað var um afrit af fundar
gerðunum. Í svari ráðsins kom fram
að gögnin sem beðið var um hefðu
orðið til í tíð eldri laga um ráðið en ný
lög um kjararáð tóku gildi í júlí 2017.
Því yrði farið með gagnabeiðnina
samkvæmt þeim. Í nýjum lögum um
kjararáð er kveðið á um að upplýs
inga og stjórnsýslulög gildi um það
en svo er ekki í þeim eldri.
Í svarinu kom fram að ráðið væri
sjálfstætt í störfum sínum, skipan
þess reifuð og bent á að úrskurðum
þess yrði ekki skotið til annarra en
stjórnvalda. Að lokum var komist
að þeirri niðurstöðu að „kjararáð
[heyrði] ekki undir framkvæmdar
valdið samkvæmt þeirri þrígreiningu
ríkisvaldsins sem kveðið er á um í
2. gr. stjórnarskrárinnar.“ Því gildi
upplýsinga og stjórnsýslulög ekki um
störf þess. Ráðið hefði þó „leitast við
í störfum sínum að horfa til ákvæða
nefndra laga“.
Fréttablaðið kærði niðurstöðu
þessa til ÚNU. ÚNU veitti ráðinu frest
til 5. apríl til að skila frekari rökstuðn
ingi fyrir ákvörðun sinni en fékk síðar
frest til 11. maí til að svara. Síðar ósk
aði ráðið eftir fresti til 28. maí en sá
frestur fékkst ekki. Í fyrradag bárust
þau skilaboð að ráðið hygðist skila
umsögn sinni þann 4. júní. Það gekk
ekki eftir og er umsögn boðuð í dag,
11. júní. – jóe
Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar
Rekstrarland er hluti af Olís
Hleyptu lífi í veisluna þína með fallegum veisluvörum frá Rekstrarlandi.
Pappírsdúkar, renningar, servíettur í mörgum litum, einnota diskar, glös
og hnífapör, kerti og fleira. Útskriftir, brúðkaup, afmæli, ættarmót og
endurfundir verða enn glaðlegri með veisluvörunum okkar.
LEGGÐU Á
BORÐ MEÐ
OKKUR
Rekstrarland verslun Vatnagörðum 10 104 Reykjavík Sími 515 1500 rekstrarland.is
OPIÐ ALLA
VIRKA DAGA
KL. 8–17.
Kjararáð telur sig ekki
stjórnvald og því gildi
stjórnsýslu- og upplýsingalög
ekki um störf þess.
KANADA Það kastaðist í kekki milli
leiðtoga Bandaríkjanna og Kanada að
loknum fundi G7 ríkjanna í Kanada
um helgina. Einn viðskiptaráðgjafa
Bandaríkjaforseta lét hafa eftir sér að
það væri „sérstakur staður í helvíti“
fyrir Justin Trudeau, forsætisráðherra
Kanada.
Þetta var 44. fundur G7 ríkjanna en
hópurinn samanstendur af Kanada,
Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýska
landi, Ítalíu, Japan og Bretlandi. Rússar
voru meðlimir hópsins til ársins 2014
en var úthýst í kjölfar framgöngu
þeirra á Krímskaganum. ESB hefur
einnig átt seturétt á fundum hópsins.
Fundurinn nú fór fram 8.9. júní
en hann hefur verið kallaður G6+1
vegna afstöðu Donalds Trump, for
seta Bandaríkjanna. Forsetinn var ein
angraður á fundinum og endaði á því
að yfirgefa hann á undan leiðtogum
annarra ríkja. Neitaði forsetinn meðal
annars að rita undir sameiginlega yfir
lýsingu ríkjanna um að þau myndu
vinna í sameiningu að því að draga
úr viðskiptahindrunum og verndar
stefnu eigin framleiðslu í formi tolla.
Sem frægt er hafa Bandaríkin boðað
hækkaða tolla á innflutt ál og stál. Ríki
heimsins hafa svarað í sömu mynt og
er deilan harðvítug. Hækkunin af hálfu
Bandaríkjanna tók gildi þann 1. júní
síðastliðinn og hafa ríki heimsins
boðað gagnaðgerðir sem myndu taka
gildi um næstu mánaðamót.
„Ég tjáði forsetanum að við mynd
um svara hækkuninni með gagn
aðgerðum þann 1. júlí. Hann tjáði
mér á móti að hann teldi það mistök.
Ég er sammála því að það er ekki eitt
hvað sem við viljum gera. Við viljum
ekki skaða bandaríska verkamenn eða
viðskiptasambandið milli Kanada og
Bandaríkjanna. En ólögmætum hækk
unum stjórnar Trumps verður að
svara,“ sagði Trudeau á blaðamanna
fundi.
Venju samkvæmt stökk Trump
á Twitter til svara. Sagði hann að
Trudeau hefði verið „auðmjúkur og
mildur“ á fundi þeirra. Yfirlýsing hans
í kjölfar ráðstefnunnar hafi hins vegar
verið „óheiðarleg og aum“. Tolla
hækkanir Bandaríkjanna væru and
svar þeirra við 270 prósenta tolli sem
Kanada hefur lagt á innfluttar mjólk
urafurðir. Fulltrúar stjórnar Trudeau
sögðu á móti að ekkert hefði verið í
yfirlýsingu hans sem ekki kom fram á
fundi hans með forsetanum.
„[Trudeau] stakk okkur í bakið,“
sagði Larry Kudlow, formaður banda
ríska þjóðhagsráðsins, um yfirlýsing
una. Peter Navarro, einn efnahagsráð
gjafa Trumps, gekk lengra og fullyrti að
það væri „sérstakur staður í helvíti“
fyrir menn sem gengju á bak orða
sinna með þessum hætti. Tók hann
undir orð forsetans um að Trudeau
væri „óheiðarlegur og aumur“.
Bæði Þýskaland og Frakkland hafa
lýst yfir undrun sinni á málinu og for
dæmt framgöngu Bandaríkjanna.
joli@frettabladid.is
Andar köldu milli Bandaríkjanna
og Kanada eftir G7 ráðstefnuna
Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin
Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. Trudeau segir
ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum. Þýskaland og Frakkland hafa fordæmt viðbrögð Trumps.
Stjórnarráð Þýskalands birti þessa mynd af fundinum en hún þykir ramma stemninguna ágætlega inn. NORDICPHOTOS/GETTY
SINGAPÚR Forsetar Bandaríkjanna og
NorðurKóreu, þeir Donald Trump og
Kim Jongun, komu til Singapúr í gær
til fundar. Það verður fyrsti fundur
leiðtoga ríkjanna frá upphafi.
Fundurinn fer fram á morgun
á eynni Sentosa. Starfsbræðurnir
ræddu við forsætisráðherra Singa
púr við komuna til landsins og sagði
Jongun meðal annars að öll heims
byggðin fylgdist með. Trump sagði að
þetta gæti verið eina tækifærið til að
koma á friði.
Frá því að Donald Trump tók við
sem forseti hefur samband mann
anna tveggja verið nokkuð undar
legt. Í upphafi skiptust þeir reglulega
á móðgunum en skyndilega breyttist
tónninn í samskiptum þeirra. Fund
urinn á morgun er lokahnykkurinn í
þeim viðræðum. – jóe
Forsetarnir
mættir til
Singapúr
ÍRAK Óttast er um afdrif atkvæðaseðla
úr íröksku þingkosningunum eftir að
eldur kviknaði í vörugeymslu í höfuð
borginni Bagdad sem hýsti seðlana. Til
stóð að endurtelja kjörseðlana.
Flokkar sjíaklerksins Moqtada Sadr
urðu hlutskarpastir í kosningunum 12.
maí. Úrslitin þýða að núverandi ríkis
stjórn hrökklast frá völdum. Kröfðust
fulltrúar hennar endurtalningar á
öllum greiddum atkvæðum. Víða eru
uppi ásakanir um kosningasvindl.
Talið er að stór hluti atkvæðaseðla
úr AlRusafahverfi Bagdad hafi orðið
að ösku í brunanum en það hefur ekki
fengist staðfest. Óvíst er hvort niður
stöður úr kjördæminu hefðu haft áhrif
á niðurstöður endurtalningar. Ekki
liggur fyrir hvort um íkveikju var að
ræða. – jóe
Atkvæði Íraka í
ljósum logum
1 1 . J Ú N Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R6 f R é T T I R ∙ f R é T T A B L A ð I ð
1
1
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:2
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
1
8
-3
2
9
C
2
0
1
8
-3
1
6
0
2
0
1
8
-3
0
2
4
2
0
1
8
-2
E
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K