Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 12
Rætt verður um hágengi krónunnar, áskoranir á vinnumarkaði, samkeppnismál og regluverk, þróun skattbyrði fyrirtækja, menntastefnu fyrir atvinnulífið og leiðir til að gera betur. Til máls taka Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri VÍ, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Finnur Árnason, forstjóri Haga, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Boðið verður upp á létta hádegishressingu, súpu og nýbakað brauð. SAMKEPPNISHÆFT ÍSLAND? HÁDEGISVERÐARFUNDUR UM SAMKEPPNISSTÖÐU ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA. Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK, ÞRIÐJUDAGINN 12. JÚNÍ KL. 12.00-13.30 Finnur Árnason Heiðrún Lind Marteinsdóttir Bjarni Benediktsson Halldór Benjamín Þorbergsson Ásdís Kristjánsdóttir Lilja Alfreðsdóttir Ásta S. Fjeldsted Vinsamlega skráið þátttöku á www.sa.is Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti á fyrstu æfingu sína í Karbardinka í gær en tæplega tvö þúsund manns voru á opinni æfingu liðsins að sögn Guðna Bergs- sonar, formanns KSÍ. Aðstæður voru hinar bestu en það voru nokkrir leik- menn auk fyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar sem tóku létta æfingu í gær. Ragnar Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason tóku létta æfingu í sólinni enda langt ferðalag að baki daginn áður. Aron Einar tók aðeins létta upphitun með liðsfélögum sínum en fylgdist vand- lega með æfingaleik sem fór fram á æfingasvæðinu. Heimir Hallgríms- son, þjálfari landsliðsins, sagði að fjar- vera leikmannanna ætti sér eðlilega skýringu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Það var stífleiki og þreyta ennþá eftir leikinn gegn Gana, það fengu nokkrir leikmenn krampa þann daginn og við vildum ekki taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Heimir og bætti við: „Fyrsta æfingin er alltaf svo- lítið hættuleg, leikmenn eru eins og beljur á vorin. Það er gott gras, góðar aðstæður og menn verða full ákafir en það var mjög klókt af þeim að taka bara létta æfingu og vera með sjúkra- þjálfaranum í dag. Ég á svo von á því að þeir taki fullan þátt á morgun.“ Hann er enn vongóður um að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson taki þátt í leiknum gegn Argentínu í Moskvu eftir sex daga. „Ég er mjög vongóður, miðað við hvernig staðan er í dag eru allar líkur á því að hann spili. Hins vegar þurfum við að fara varlega með æfingarnar hans, ef við förum of geyst af stað getur komið eitthvert bakslag í þetta. Eins og staðan er í dag reiknum við með að hann spili gegn Argentínu.“ Heimir hrósaði Rússum fyrir upp- bygginguna á æfingasvæðinu en hann segir miklar framfarir hafa orðið á einu ári. „Það verður að hrósa þeim fyrir það, fyrir ári var þetta svæði einfald- lega í rúst en það er allt í toppstandi í dag, völlurinn og allt saman. Fyrstu viðbrögð okkar eru góð og það situr oft í manni og það er gott að það var jákvæð upplifun,“ sagði Heimir sem tók góða veðrinu fagnandi. „Ég hef komið hingað áður og kann vel við allt saman hérna en ég verð að segja að þetta lítur betur út að sumri til. Maður kann betur við allt saman þegar sólin kemur fram og hitastigið hækkar,“ sagði Heimir glaðbeittur að lokum. kristinnpall@frettabladid.is Reiknum með Aroni gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, reiknar með því að Aron Einar Gunnarsson verði klár á laugardaginn gegn Argentínu. Hann líkti fyrstu æfingunni í Rússlandi við það þegar kýrnar komast út á vorin í sólina og græna grasið. Tæplega tvö þúsund manns fylgdust með fyrstu æfingu íslenska karlalandsliðs- ins í Rússlandi í gær. Heimir Hallgrímsson er hæstánægður með alla aðstöðu ytra og bjartsýnn á að Aron verði með gegn Argentínu. FRéTTAblAðið/EyþóR 1 1 . j ú n í 2 0 1 8 M Á n U D A G U R12 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport 1 1 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 1 8 -2 D A C 2 0 1 8 -2 C 7 0 2 0 1 8 -2 B 3 4 2 0 1 8 -2 9 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.